Morgunblaðið - 13.09.1945, Síða 8

Morgunblaðið - 13.09.1945, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 13. sept. 1945 Frjelfabrjef úr Kjós: Lítill heyfengur eftir sumurið. Sæmileg gurðuppskeru Frá frjettaritara Morgbl. í Kjós. SUMRI tekur nú óðum að halla, og eru nú aðeins fáir dagar þar til að smalanir og rjettir byrja. Það minka því smám saman vonir bænda, að bæta nokkuð við hinn litla og Ijelega heyjafórða, sem þeir eru búnir að ná inn í hlöðu. Þó eru enn mikil hey úti, bæði, sem búið var að þurka og einn- ig mikið, sem liggur flatt víðs- vegar út um rennblautar engj- ar og er töluvert af þessu heyi komið í vatn, og sumt flotið alveg á burt. Eru því hey sem þannig er ástatt um töluverður vonarpen- ingur úr þessu. Því altaf rign- ir. Vorið var kalt og þurviðra- samt. Spratt því víða gras í seinna lagi, og byrjuðu því margir ekki að slá fyrr en mán aðamótin júní og júlí. En þeir, sem fyrst byrjuðu slátt og höfðu dálítinn mannafla. Sem nú er þó heldur óvíða. Náðu töðunni lítt skemmdri. En hinir, sem seinna byrjuðu og voru liðfáir, hjá þeim hraktist taðan mjög tilfinnanlega,* og náðist víða ekki af túnum fyrr en seint í ágúst eða byrjun september. Nú undanfarið hafa bændur verið að slá túnin aftur, og er sá heyskapur hjá allflestum lát inn niður í gryfjur jafnóðum, og er ekki um annað að tala í slíkri úrkomutíð, enda engin neið, og er það mín meining að alt of lítið geri menn að því að notfæra sjer þá heyverkun- araðferð, sjer í lagi þegar um slíkt veðráttufar er að ræða, er ríkt hefir, nú um langan tíma í sumar. Hjer lítur því mjög illa út með heyfeng í þetta sinn, þó að nokkuð sje það misjafnt eftir ýmsum ástæðum. Það er því eífki annað sjáanlegt, en fækka verði fjenaði til muna, ef að ekki úr rætist hið bráðasta. — Vera má að sumir eigi nokkr- ar fyrningar frá liðnum vetri, t 2 X ❖ Ý Byggiiigamcnn Tökum að okkur teikningar á raflögnum í verksmiðjur og íbúðarhiis. H.f. Glóðin Skólavörðustíg 10. — Sími 1944. Vjelbátur — ieiga | Vjelbátur 40—70 smál, óskast til leigu næstu átta mánuði. Tilboð með uppl. um lægsta leigirverð á mánuði sendist blaðinu merkt: „Sanngjörn leiga — 349“. ^>*X"X*<*Í">4X+*X,X":"W"W"W":"X"X"X"X":">*>*X"X"W*^>*>*»X og geti það eitthvað bætt úr. En hætt er við að sumt af heyj- unum sje frekar ljelegt fóður, bæði hrakið og illa hirt. Ef til vill má búast við að síldarmjöl verði í minna lagi til innanlands notkunar, þar sem síldveiðin brást eins og allir vita. En hvernig kann að afla útlends fóðurbætis er enn óvitað. Er því nauðsynlegt að gæta als hófs í ásetningi í haust og haga sjer eftir þeim ástæðum sem að fyrir liggja Garðuppskera í meðallagi. Uppskera í görðum mun vera yfirleitt í meðallagi og sums- staðar ágæt, þar sem að eigi ber tilfinnanlega á skemmdum. En skemmdir virðast vera töluverð ar sumstaðar og það svo að ekki þýði eða svari kostnaði að eiga neitt við að taka upp úr sum- um görðum. Um rófur er vart [ að tala, því að maðkurinn sjer um að eyðileggia þær og hefur 1 svo verið síðustu árin. | ' Jeg held því að telja megi i að þetta sumar sje eitt með því lakara, sem komið hefir nú um langt árabil. Það eru því ekki þeir einir, sem lifa af því, að yrkja jörðina, sem bíða tjón, beint og óbeint, þegar um slíkt tíðarfar er að ræða, sem nú hefir gengið um.mikinn híuta Suðurlands og mun það fljótt koma í ljós hvað viðvíkur mjólk urframleiðslu á þessu svæði, enda farið að tala um ráðstaf- anir til að reyna að bæta úr því. Þó að effiðlega hafi gengið á ýmsa lund á þessu sumri, gæti það ef til vill orðið einhverj- um reynsluskóli, og búið sig þá betur undir að mæta misjöfnu eftirieiðis og ekki tel jeg líklegt að bændur fari að hlaupa frá búum sinum þó erfiðlega gangi um sinn. Heldur reyna að færa sjer í nyt hina miklu nýsköpun og allskonar nýjungar í búnaði, og búa sig þann veg undir að mæta því misjafna, sem síðar kann að koma. St. G. minnin^aror^ Frú Matthildur Isleifsdóttir HINN 29. ágúst siðastliðinn andaðist í Vestmannaeyjum eftir þunga sjúkdómslegu, frú Matthildur ísleifsdóttir, kona Páls Oddgeirssonar, kaupmanns og útgerðarmanns þar. Frú Matthildur var fædd í Vestmannaeyjum 7. maí árið 1900 og varð því aðeins fjöru- tíu og fimm ára gömul er hún ljest. Hún var dóttir þeirra mætu hjóna, ísleifs bónda Guðnasonar að Kirkjubæ í Vest mannaeyjum og konu hans Sig- urlaugar Guðmundsdóttur. ís- leifur faðir hennar ljest fyrir allmörgum árum en móðir henn ar lifir enn háöldruð. Hinn 17. janúar 1920 giftist frú Matthildur eftirlifandi manni sínum og áttu þau hjón því tuttugu og fimm ára hjú- skaparafmæli á síðastliðnum vetri.Þau eignuðust fimm börn, þrjá sonu og tvær dætur, sem öll eru á lífi, mannvænleg og vel gefinn. Frú Matthildur ól allan sinn aldur í Vestmannaeyjum, að undanskildum þrem árum, 1925—28, er maður hennar veitti forstöðu umboðsverslun Carl Sæmundsen & Co. hér í bæ. Hygg ég að hún hafi á þeim árum jafnan þráð eyjarnar sín- ar, enda mátti glöggt heyra það á henni, að við þær var hún bundin böndum órofa trygðar- og átthagaástar. Hver sá er leit frú Matthildi í fyrsta sinn gekk þess ekki dul inn að þar fór engin miðlungs- kona. Hún var glæsileg ásýnd- um, björt yfirlitum og svip- hrein, enda var hún frábær að mannkostum. Hún var prýði- lega gefin, innileg trúkona, orð vör og fáskiftin um annara hagi, en hlý og elskuleg vinum sín- um. Hún var glaðvær að eðlis- fari og unni lífinu og fegurð þess, hvar og í hverri mynd sem hún birtist. Þessvegna hlakkaði hún jafnan til vors- ins og þeirrar gleði að fá að njóta bjartra sólskinsdaga í sumarbústað þeirra hjóna, Breiðabakka í Vestrhannaeyj- um, þar sem hún fór mildum vinarhöndurn um þann gróður Matthildur ísleifsdóttir. er hún og maður hennar höfðu vakið þar í ötlulu samstarfi og með ást á viðfangefninu. Og þannig stóð hún einnig í lífs- baráttunni, mikilhæf og traust og örugg við hlið manns síns og tók meiri þátt í starfi hans og áhugamálum en alment ger- ist, jafnvel um bestu eiginkon- ur. Þeir sem kunnugir voru heim ili þeirra hjóna, gestrisninni og myndarbargnum, sem þar var á öllu, og vissu hver frábær eiginkona og móðir frá Matt- hildur var, skilja best hve þungur harmur er kveðin að ástvinunum við fráfall hennar. Og vissulega munu vinir henn- ar minnast hennar með þakk- látum huga og sönnum sökn- uði. — En það er eins og jafn- an endranær, að fagar minning ar milda sársaukann og græða sárin þegar frá líður. Frú Matthildur var jarðsung in frá Landakirkju í JVest- mannaeyjum 7. þ. m. að við- stöddu miklu fjölmenni. Kom þá glöggt í Ijós hve miklum vinsældum hún átti að fagna, því að fánar blöktu þá í hálfa stöng um allan bæinn, Vest- mannakórinn kvaddi hana með söng við heimili hennar, — og þangað bárust ótal kransar og fegurstu blóm — Blessuð veri minning þessar- ar mætu konu. Sigurður Grímsson. Efllr Robert Storm I'LL MEBT VOU TONI6HT WHEN L VOU'SE THROU6H. "GOLPPLATE " te-- WANTS TO SEE VOU. &ET ME ANOTHER ^ BOTTLE OF HAIR 6ROOM _ THIS ONE'S EMPTy. - OKAV, &UT I PON'T WANT TROUBLE. r X 9 hefir nú lagt glæpamennina með grímuna að velli og byrjar nýtt æfintýr. Maður: Heyrðu viltu vinna þjer inn hundrað dollara með lítilli fyrirhöfn? •— Stúlkan: Auð- vitað. Hvað á jeg að gera? Bara fara í smáferð með járnbra t? — Og til hvers? Jeg hitti þig í kvöld eftir vinn- Gnliskalli vill finna þig. Stúlka: Gott, en jeg vil ekki lenda I klandri. — Gullskalli: Náið í aðra flösku af hámeðali jeg. Jeg er búinn ár þessari. k

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.