Morgunblaðið - 13.09.1945, Page 10

Morgunblaðið - 13.09.1945, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 13. sept. 1945 JÓNATAN SCRIVENER 24. dagur „Nei — hún hefir ekki kom- ið aftur, en hún bauð mjer að ‘heimsækja sig“. Hann hjelt áfram, eins og jeg hefði ekki svarað spurningu h'.r.c „Jeg get ekki gert mjer í hugarlund, hvað hún getur haft saman við Scrivener að sælda. Jeg gat ekki ráðið ann- að af orðum hans en hann væri kvenhatari — eða alt að því. Jeg hefi aldrei sjeð neina konu svipaða henni“. Hann þagnaði og horfði fast á mig. „Haldið þjer áfram“, sagði jeg brosandi. „Jeg er heldur ekki á því hreina með, hvernig þjer eruð. Er það satt, að þjer hafið aldrei sjcð Scrivener?“ „Já, það er satt“, svaraði jeg. „Og aldrei haft neitt saman við iiann að sælda?“ „Nei — aldrei“. „Og þjer höfðuð aldrei sjeð þessa stúlku — Pálínu Mande- ville — fyrr en hún opnaði hjerna dyrnar einn gððan veð- urdag og gekk inn?“ „Nei“, svaraði jeg. „Hm — jeg vil gjarnan.vera hreinrkilinn“. ,Þjer getið sagt alt, sem yð- ur býr í brjósti“, svaraði jeg. ^Jæja — hvert er þá hlut- verk yðar hjer?“ v „Jeg er áðeins einkaritari Scrivener", svaraði jeg. „Jeg ætla mjer ekki þá dul að reyna að skýra fyrir yður, __ hvers vegna jeg tók það starf. Ástæð- ur þær, sem hægt er að' láta uppi, skifta altaf minstu máli. En jeg sit hjer aðeins og bíð þess, að eitthvað gerist, og jeg veit ekki fremur en þjer, hvers vegna Scrivener gerði mig að einkaritara sínum“. Við þögðum báðir langa stund. Middleton reis enn einu sinni á fætur og gekk um gólf. Síðan helti hann aftur í glas sitt og settist. „Jeg held, að jeg kærði mig ekki um að vera í yðar spor- um“, sagði hann hægt. „Jeg er hreint ekki viss um, að jeg kæri mig um að þekkja Scriv- ener betur en jeg geri. Að minsta kosti vildi jeg vera viss um að geta sagt skilið við hann þegar mjer þóknaðist. Hann ætlar sjer sennilega að nota yð- ur á einhvern hátt — sem og ungfrú Mandeville. Jeg öfunda hana ekki. En hún verður að taka því, sem að höndum ber, eins og við hin“. Hann rak upp sinn sjerkennilega, stutta hlát- ur. „Það er leiðinlegt, að þjer skulið ekki drekka“, sagði hann svo. „Það eru ekki nema nokkr- ir mánuðir síðan jeg fór að drekka að staðaldri, en nú skil jeg, hvers vegna drykkjumenn una sjer ekki í návist þeirra, sem ekki bragða neitt. í bind- indissemi þeirra leynist lævís gagnrýni og vandlæting“. „Mjer er það sönn ánægja að fá mjer glas með yður“, svar- aði jeg. „Jeg var svo niður- sokkinn í að hlusta á yður, að jeg gætti þess ekki að drekka yður til samlætis“. „Er yður sama, þótt jeg drekki mig fullan?“ spurði hann, grafalvarlegur. „Já. Þjer gerið það, sem yð- ur hentar best. Gerir þiað yður auðveldara fyrir á einhvern hátt, ef þjer drekkið yður full- an?“ „Það gæti hjálpað mjer til þess að segja yður dálítið, sem jeg verð að segja yður. Að öðr- um kosti get jeg ekki komið hingað aftur“. Hann þagnaði og sagði svo, órólegui^ á svip: „Þjer eruð enginn bjáni. Þjer sjáið, að eitthvað muni hafa komið fyrir mig — er ekki svo?“ „Jeg sje, að þjer munið hafa fengið yður neðan í því“, svar- aði jeg. „Já — rjett er það. Jeg var líka talsvert slompaður, þegar jeg kom hingað um daginn. Ef jeg hefði ekki verið það, myndi jeg ekki hafa mælt orð af munni. Jeg er ekki frjáls, fyrr en jeg hefi fengið mjer nokk- ur staup. Þá fyrst get jeg tal- að. Jeg blygðast mín altaf, þeg- ar jeg rifja upp fyrir mjer seinna það sem jeg hefi sagt — en það er ekki fyrr en daginn eftir. Og maður á að láta hverj- um degi nægja sína þjáning. Það er allur vandinn við að lifa“. Það verður oft þögn, áður en ejnn mSfeur gerir annan að trúnaðarvini sínum — eins ög tilveran doki við andartak. Við Middleton vorum báðir á því hreina með, að hjeldi hann á- fram, myndi kunningsskapur okkar á enda og vináttan haf- in. Þótt hulunni sje ekki lyft nema andartak, getur það breytt öllu. Og það skiftir litlu máli, þótt sannleikurinn sje ekki sagður allur. Hver getur sagt alt af Ijetta um sjálfan sig? Það er viðleitni einnar mann- veru til þess að segja annari sannleikann um sjálfan sig,' sem fjötrar þær saman. Það er jafn mikill ábyrgðarhluti að hlusta og tala. í bókaherberginu var kyrt og hljótt — ekkert heyrðist, nema tifið í klukkunni. Middle- ton sat með hönd undir kinn. Augu hans voru óeðlilega skær, en annars virtist hann vera á- gætt dæmi um ungan Englend- ing af góðum ættum: grann- vaxinn, sterklegur, hræddur við tilfinningar sínar, ofsalegur bókstafstrúarmaður, hæversk- ur, hugrakkur, hljedrægur og fámáll. Þegar jeg virti hann fyrir mjer, sannfærðist jeg um, að hann hefði sagt sann- leikann, þegar hann kvað ó- gæfu sína eiga rætur sínar að rekja til þess, að hann væri að- eins venjulegur maður. Menn af sauðahúsi Middleton eru venjulega á því, að allir sjeu eins og þeir, en auk þess var mjer Ijóst, að Middleton hlaut að hafa orðið fyrir einhverri sjerstæðri reynslu, er breytti honum í þreyjulausan bylting- arSinna, sem eyddi dögunum í svall — til þess að reyna að kæfa einstæðingskendina. „Hvernig í djöflinum á jeg að byrja?“ spurði hann alt í einu. „Jeg hygg, að jeg geti byrj- að fyrir yður“, sagði jeg hægt. „Þjer! Hvað í ósköpunum eigið þjer við? Þjer þekkið mig ekki nokkurn skapaðan hlut“. Hann leit alt að því reiðilega á mig. „Jeg er engu að síður fús til þess að segja nokkur formáls- ^>rð f-yrir yður“, sagði jeg. Reiðisvipurinn á andliti hans breyttist hægt í sáran vand- ræðasvip. „Þá það“, muldraði hann loks. „Jeg vil heldur hlusta á aðra en tala sjálfur. Jeg skil bara ekki, hvað þjer getið vitað um mig“. „Þnð verða auðvitað aðeins getgátur. Jeg veit ekkert um yður, en jeg hygg, að jeg sje vel kunnugur þeirri tegund manna, sem þjer tilheyrið. Var saga yðar ekki eitthvað á þessa leið: Þjer fóruð í mentaskóla. Þar höfðuð þjer meiri áhuga á íþróttum en bóklegu námi. Síðan fóruð þjer í háskóla. Sama sagan endurtók sig. Þeg- ar þjer höfðuð lokið skólanámi, og áttuð að fara að lifa lífinu á eigin spýtur, vissuð þjer ekki, hvað þjer vilduð. Þjer vissuð aðeins, hvað þjer vilduð ekki: gerast skrifstofumaður“. „Hvernig í ósköpunum vit- ið þjer það?“ tók hann fram í fyrir mjer. „Þjer berið það með yður. Þjer fenguð yður því atvinnu erlendis, við að rækta tóbak, baðmull eða eitthvað þvíum- líkt. Það skifti engu máli, ef þjer gátuð aðeins starfað und- ir berum himni. Svo skall stríð- ið á, og þjer brugðust skjótt við og komuð heim, vegna þess, að þjer unnið Englandi ....“. „Elska jeg England!“ hróp- aði hann. „Já. Ást yðar á því er djúp- rættasta tilfinningin í sál yð- ar. Þjer unnið því, eins og þjer sjáið það í draumum yðar, og ef raunveruleikinn kemur á einhvern hátt í bága við draum- ana, lokið þjer augunum fyrir því. Þjer gagprýnið ekki fóst- urjörðina ....“. „Drottinn minn dýri! Gagn- rýni jeg ekki England!“ hróp- aði hann upp yfir sig. „Þjer gerðuð það ekki þá. Þegar ófriðurinn braust út, áttuð þjer aðeins eina ósk: að deyja fyrir föðurlandið. Nú iðrist þjer aðeins eins: að þjer skylduð ekki deyja fyrir það“. Jeg leit á hann, en hann flýtti sjer að líta undan. „Þannig voruð þjer — og þannig voru þúsundir Eng- lendinga. Samt skildi England þá aldrei — og þeir ekki það. Á jeg að halda áfram? Á jeg að segja yður, hvað jeg held um þessa menn?“ „Já — haldið þjer áfram“. Hann horfði á mig. Það var einkennilegur svipur á andliti hans. mm. Stríðsherrann á Mars 2), ’rencf/aóacftZ Eftir Edgar Rice Burroughs. 23. Jeg snerist á hæli og fylgdi Woola inn í dyrnar til vinstri, og þótt jeg sneri baki að óvini mínum, hlustaði jeg vandlega eftir hreyfingum þeirra, hvort þeir veittu mjer eftirför. Gangurinn, sem við komum inn í var dauft lýstur með radiumljóskúlum á stangli, en þannig er öll lýsing á Barsoom. Það getur hafa logað á þessum lömpum þarna niðri í undirgöngunum, öldum saman, því þeir þurfa ekkert eft- irlit, og eru þannig gerðir, að þeir eyða radium ákaflega sparlega. Við höfðum aðeins farið skamma leið, þegar við fórum að fara framhjá dyrum út úr göngunum á báðar hendur, en Woola hikaði aldrei hið minnsta, og það var við einar þessara dyra, sem jeg heyrði hljóð, sem talaði skýrar til mín, bardagamannsins, en nokkur orð hefðu gert, það var glamur í málmi, í hertýgjum vopnaðs manns og það kom úr gangi einum til hægri handar mjer. Woola heyrði það líka, staðnæmdist o^ stóð urrandi gegn þessari hættu. Hárin risu á hnakka hans og glampaði á hvítar tennurnar. Jeg benti honum að þegja og saman drógum við okkur í hlje inn í annan gang lengra burtu. Þar biðum við, og þurftum heldur ekki lengi að bíða, því bráðlega sáum við skugga tveggja manna falla á gólf- ið í aðalganginum fyrir framan dyrnar, sem við földum okkur fyrir innan. Þeir fóru mjög varlega, og gættu sín vel, að ekki glamraði aftur í tygjum þeirra. Brátt voru þeir beint á móti felustað okkar, og ekki varð jeg hissa, að sjá, að þetta voru verðirnir, Lakor og fjelagi hans. Þeir gengu mjög hægt og hljóðlega og höfðu báðir sverð í höndum. Svo námu þeir staðar rjett hjá felustað okkar og hvísluðust á. „Getur verið, aö við sjeum þegar komnir fram úr þeim?” sagði Lakor lágt. „Annað hvort er það svo, að skepnan hefir leitt mann- inn á ranga sló'ð”, svaraði hinn, „því að leiðin, sem við fór- um er mikið styttri hingað, en sú, sem liann fór. — John — Mamma, var litli bróðir sendur til okkar frá himnum? — Já, barnið mitt. — Þeir vilja auðvitað hafa alt kyrt og rólegt þarna uppi. ★ Bræðurnir voru að rífast um það, hvernig ritsímanum væri fyrir komið. — Hvernig heldur þú, að rit- siminn sje annars? spyr annar. — Ja, hann er eiginlega lík- astur hundi, sem er svo lang- ur, að ef þú stígur á skottið á honum í Reykjavík, þá geltir hann norður á Akureyri. — En hvernig er þá með út- varpið? — O, það er eiginlega alveg eins, nema þar er bara enginn hundur. ★ — Er hún dóttir ykkar búin að læra að tala? — Það er nú líklega, nú er- um við að reyna að kenna henni að þegja. ★ — Jæja, Kalli minn, hvenær sást þú fyrst dagsins ljós? — Fyrir tveim árum. — En þú ert þó meira en tveggja ára? — Já, en jeg flutti ekki í bæinn fyr en jeg var fimm ára. ★ Afinn: — Hver er vinsælast- ur af skólabræðrum þínum? Nonni: — Síðasta missiri var það hann Siggi, hann smitaði okkur öll af mislingum. ★ Góð kona gaf Tomma litla appelsínu. — Hvað segir þú við svona góða konu, sem gef- ur þjer appelsínu? sagði móð- ir hans. Tommi: — Skrældu hana. ★ — Hvað hefurðu mörg 1 í Holland? — Hafðu þau þrjú til að vera viss. ★ Sunnudagaskólakennarinn er að útskýra Daníelsbók fyrir nemendunum: — Nú, og hvað sögðu svo töframennirnir? Fyrsti nemandi: —- Þeir sögðu: Ó, konungur, lif þú að eilífu! Kennarinn: — Já, og hvað svo? Annar nemandi: — Ja, og svo bara lifði konungurinn undir eins að eilífu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.