Morgunblaðið - 13.09.1945, Blaðsíða 12
13 e#*
L.IUIl WUIIIU^Ul Uw sraíði göngubrúar haftnn e&' 8
v S
UNDIRBUNINGUR að smíði
göngubrúar yfir Jökulsá á.Sól
heimasandi er nú hafinn. — Þar
eystra hefir verkfræðingur frá
vegamálaskrifstofunni unnið að
undirbúningi að uppsetningu
brúarinnar. — Þá hefir hann á-
samt brúarsmíði, athugað
hvora leiðina skuli velja, að
brúa hið 2° metra bil, sem
myndaðist af flóðinu, eða hvort
það skuli brúað.
Hans var von til bæjarins
seint í gærkveldi, eða í nótt. —
Mun hann í samráði við brúar-
smiðina leggja fram tillögur fyr
ir vegamálastjóra í dag.
Saia iðgaranna
í SÍÐUSTU viku seldu 9 tog
arar afla sinn i Englandí. Tog
arinn Venus frá Hafnarfirði
var aflahæsta skipið, 3811 kits,
er hann seldi fyrir 13.366 sterl-
ingspund. — Hinir togararnir
voru þessir: Skinfaxi er seldi
3288 kits fyrir 7.885 pund. —
Vörður seldi 3715 vættir fyrir
7.502 pund, Júní seldi 2870 kits
fyrir 7. 686 pund. Baldur 2969
kits fyrir 8.378 pund, Belgaum
2953 kits fyrir 9.133 pund. —
Eorseti 3121 kits fyrir 9.240
'pund, Hafstein 2907 kits fyrir
9 003, Gylfi 3075 kits fyrir
9 145 pund og Venus er seldi
3.811 kits fyrir 13.366 sterlings
pund.
Ulanför Einars
Gigeirssonar
UT AF blaðaummælum í sam
bandi við yíirstandandi utanför
herra alþm. Eínars Olgeirsson-
ar, vill utanríkisráðuneytið taka
það fram, að það var samkvæmt
eindregnum óskum utanríkisráð
herra að herra Einar Olgeirs-
son fór utan í þeim erindum að
aðstoða sendiherra íslands í
Moskva»herra Pjetur Benedikts
son, við markaðsefJirgrennslan,
samningsundirbúning o. fl., í
ýmsum löndum Evrópu, en það
var tjeður sendiherra, sem upp-
haflega mæltist til þessa við ut-
anríkisráðherra.
(Ti!k. frá utanríkisráðh.).
Þýsksr „ásíandsmeyjar" við Wansee
'wmr'
ENN BERAST myndir af „ást ndinu“ í Þýskaiandi. — Myndin hjer að ofan var tekin við hið
kunna vp.tn og haðstað Wansee við Berlín. Þrír amerískir hermenn eru að sleikja sóiskinið
mcð þýskum stúlkum, sem ekki virðast vera í leiðu skapi.
Kirkjufundur vill kristilega
menningamiðstöð
í Reykjavík
Frá frjettaritara vorum á Akureyri.
KIRKJUFUNDUNUM, sem hjer hafa staðið yfir, er nú lokið,
og munu flestir þáttt-akendur vera lagðir af stað heim til sín.
Samþykkt var að vmna af öllum mætti að byggingu kirkju-
húss í Reykjavík. — Á þriðjudaginn 11. þ. m. hófust fundir
með morgunbænum, sem sjera Guðbrandur Björnsson, prófast-
ur flutti. Hófst síðan framhald prestafundar, umræður um
frumvarp milliþinganefndar í skólamálum og fleiri mál tekin
fyrir. Stóð þessi fundur til hádegis.
Orðrómur m hóían-
ir við Korgskonung
filhæfulaus
OSLO í gær: — Orðrómur,
sem gengur um. að haft hafi
verið í hótunum við Hákon Nor
egskonung, ef Quisling yrði tek
inn af lífi, er tilhæfulaus með j
öliu. Var þetta tilkynnt opinber i
lega vegna frjetta, sem víða
háfa verið birtar um þetta und-
anfarna daga.
Ennfremur er enginn fótur
fyrir því, að fylgismenn Quisl
ins hafi reynt til að hafa hann
á brott úr fangelsinu. — Voru
í blöðum birtar æsifregnir um,
að Quislingar í sænskum ein-
kennisbúningum hefðu ráðist
inn í fangelsið nóttina eftir að
Quisling var dæmdur til lífláts
og gert tilraunir til að nema
hann á brott.
Klukkan 2 e. h. hófst svo
kirkjufundurinn enn á ný. —
Var þá rætt um annað aðalmál
kirkjufundarins, kirkjuhúsmál-
ið og einróma samþykkt, að
vinna að því af alefli, að slík
miðstöð íslenskrar kirkjustarf
semi verði reist sem fyrst í
Reykjavík. Voru tilkvaddir 17
menn víðsvegar af landinu í
kirkjuhússnefnd, sem á að und
irbúa framkvæmdir í málinu,
og verða nöfn þeirra birt síðar.
Þá voru flutt þessi erindi: Sr.
Sigurbjörn Á. Gíslason ræddi
um viðhorf kirkjunnar í her-
teknu löndunum. Sr. Óskar J.
Þorláksson um leikmannastarf-
semi og flutti frásögn um sjó-
mannaheimilið á Siglufirði, sem
nú hefir starfað í 7 ár
Þá settust fundarmenn að
kaffidrykkju að Hótel KEA í
.boði kvenfjelags Akureyrar-
kirkju. Var það hið veglegasta
hóf. Fundir hófust svo aftur kl.
5 e. h. og voru þá ýmsar sam-
þyktir gerðar, en kl. 7 fóru fram
fundarslit með ávörpum Gísla
Sveinssonar forseta kirkjufund
arins og Ásm. próf. Guðmunds-
sonar form. Prestafjel. íslands.
Báru þeir fram sjerstakar þakk
ir til skólameistara Sigurðar
Guðmundssonar og frúar hans,
sem Ijeð höfðu fundunum hús-
næði í skólanum og sýnt ein-
staka gestrisni. Svaraði skóla-
meistari með snjallri ræðu. —
Loks var guðræknisstund, sem
aldursforseti fundanna, præp.
hon. Ólafur Magnússon frá Arn
arbæli stýrði, en um kvöldið
voru fundarmenn til altaris í
Akureyrarkirkju. Fundinum
barst skeyti frá forseta Islands.
Þjóðverjar iá ítök
um stjórn hjá
Rússum
BERLIN í gær: — Stofnað-
ar hafa verið 12 stjórnardeild-
ir, sem Þjóðverjar fá yfirráð
að miklu leyti á hernaðai’svæðj
Rússa í Þýskalandi Var þetta
tilkynt í dag í Berlín. Þykir
þetta benda í þá átt, að Zhuk-
ov sje smásaman að koma á-
byrgðinni af stjórninni í bend
ur þýskra andstæðinga.
Jóhann M. Bjarna-
son látinn
VESTUR-Í SLEN SKI rithöf-
undurinn, Jóhann Bjarnason,
andaðist 8. þ. m. í Kanada. Út-
förin fer fram frá Elfros Saka-
tshevan í dag — (Samkvæmt
frjett frá utanríkisráðuneytinu)
Fimtudagnr 13. sept. 1945
Elding veldur
stórtjóni
New York: — í fyrrinótt sló
eldingu niður í, olíuhreinsunar-
stöð í aysturhluta Bandaríkj-
anna og varð af mjög mikið
tjón. Eldingunni laust niður í
hráolíugeymi og kviknaði í hon
um. Breiddist eldurinn ört út,
uns hann náði tveim bensín-
geymum, sem sprungu, er hann
komst í þá. Var þetta gífurteg
sprenging, sem varpaði slökkvi
þðsmönnum til jarðar og gekk
yfir þá logandi bensínið. — Als
hafa 26 menn verið fluttir í
sjúkrahús, meiddir eða illa
brendir, og stöðin er ónothæf
um langan tíma.
Söng Steláns íslandi
úlvarpað í kvöld
STEFÁN ÍSLANDI heldur
kveðjusöngskemtun í Gamla
Bíó í kvöld kl. 7 og verður
söngnum útvarpað.
Stefán hefir farið víða um
land síðan hann kom heim og
haldið söngskemtanir við mikla
aðsókn og vinsældir. Söngvar-
inn mun nú brátt á förum af
landinu.
Bráðum nóg ai
tóbaki í Breltandi
LONDON í gær: — Fátt fór
eins í taugarnar á mönmim í
Bretlandi ófriðar árin eins og
tóbaksleysið og það, að þurfa
að standa í biðröðum til að fá
nokkrar sigarettur. Nú er tal-
ið, að brátt verði nægjanlegt
tóbak og sigarettur á im( rk-.
aðnum ;í Bretlandi. Hætt verð-
ur að senda sigarettugjafa-
pakka tollfrjálst til breskra.
hermanna, nema sjóliða og
hermanna í Asíulöndum. Þóttil
oft fara svo, að sigarettuniai*
lentu ekki bjá þeim, sem áttv*
að fá þær, einkum var það al-
gengt að sigarettur, sem send-
ar voru til hermanna á megin-
landinu lenti á svörtum mark-
aði. — Reuter.
j
Fulltrúaráð Siálf- 1
stæðisfjelaganna
Fyrsli íundur á
haustinu í
kvöld
FUNDUR verður haldinn
í kvöld í Fu41trúaráði Sjálf
stæðisfjelaganna í Reykja
vík og hefst hann kl. 8V2
í- Kaupþingsalnum.
Þetta er fyrsti fundur
Fulltrúaráðsins á þéssu
hausti. Á fundinum verð-
ur rætt um starfsemi og
verkefni Fulltrúaráðsins,
sem framundan eru, og
stjórnmálaviðhorfið. Fram
söguræðu flytja þeir Bi.
Benediktsson, borgarstjóri,
og Pjetur Magnússon, fjár
málaráðherra.
Fulltrúaráð Sjáifstæðis-
fjelaganna hefir mörgum
og mikilvægum verkefnum
að sinna. Það er mjög áríð
andi, að fulltrúarnir mæti
vel á fundinum.
Utanríkisráðuneytið
leiðrjettir viilandi um-
mæli um sæ'nsku
samningana
ÚT AF UMRÆÐUM, sem hafa orðið um íslensk-sænska
viðskiptasamninginn, og misskilnings á samningnum, sem
fram hefir komið í þeim umræðum, vill utanríkisráðuneytið
taka þetta fram:
1) Að þegar umboðsmenn
ríkisstjórnarinnar undirrituðu
þennan samning, höfðu þeir til
þess fult umboð frá ríkisstjórn-
inni. Samningsnefndin hafði
þá símað ríkisstjórninn allan
samninginn, og hafði ríkis-
stjórnin að sjálfsögðu kynt
sjer efni hans til hlítar.
2) Um samninginn var eng-
inn ágreningur innah ríkis-
stjórnarinnar, annar en sá, að
tveir af ráðherrunum vildu
beinlínis gera það að skilyrði
fyrir að íslendingar sam-
þyktu samninginn, að Svíar
veittu útflutningsleyfi á 50
þúsund síidartunnum umfram
það sem ákveðið var í samn-
ingnum, enda var þá af hálfu
Islands talið engu síður mikils-
vert að tryggja sjer umræddar
vörur frá Svíþjóð, en hitt að
selja þeim vörur okkar.