Morgunblaðið - 14.09.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.09.1945, Blaðsíða 8
8 MOKGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. sept. 1945 Minning: Einars J. Jónssonar ÍlIG setti hljóðan, er mjer ba'fst til eyrna sú harmafregn að vinur minn, Einar J. Jóns- son væri látinn, við höfðum eihmitt átt tal saman tveimur dögum áður og var þá Einar eins og altaf endranær, hinn hressi og lífsglaði maður. Vor dauðlegi heimur á oft bágt með að: skilja breytingar sem slík- ar, þegar maður í blóma lífs- ins er kallaður burtu svo skjót- lega, maður sem oss fanst eiga einmitt svo mikið eftir ógert hjerna megin hafsins, en þetta stig tilverunnar hefur oss ekki tekist að skygnast í, þrátt fyrir öll vísindi, nýjungar og tækni í heiminum nú á tímum. Nei, gagnvart dauðanum stöndum vjer öll á sama þrepinu, hann er sá, sem óumflýjanlega sækir alla heim, án nokkurrar und- antekningar, hvort sem oss lík- ar betur eða ver. Einar J. Jónsson var fæddur 9. apríl 1912, að Klapparstíg 19 hjer í bæ, en var löngum kendur við Klöpp. Hann var sonur hjónanna Jóns Halldórs- sonar og Sigurlaugar Rögn- valdsdóttur og er hann sjöunda barnið, sem móðir hans missir, svo og mann sinn, sem hún misti 1936. Einar var tvíkvænt- ur, með fyrri konu sinni átti hann þrjú börn, það yngsta er nú 5 ára en elsta 11 ára. Með seinni konu sinni átti hann 2 börn, það yngsta rúmlega mán- aðargamalt, en það eldra 2 ára. Af framanskráðu sjest, að hjer hefur orðið skarð fyrir skildi, er sár harmur kveðinn að börn- um hans, konu og móðir og er slíkt að vonum, því heimils- faðir var Einar sjerstakur í sinni röð, bæði með heimilis- háttu og allan aðdrátt. Hann var ljettlyndur og ljet ekkert á sig fá, þó oft bljesi ekki byrlega í lífinu og mörg vonbrigði yrðu á vegi hans. Hann mætti öllum erfiðleikum ávalt sem hetja og það var alt af hressandi blær, þar sem hann fór. Hjálpsamur var hann og mátti ekkert aumt sjá, og þó að það kostaði hann mikið erf- iði og fyrirhöfn, var hann ávalt reiðubúinn til hjálpar, hver sem í hlut átti. Hann vár þjettur á velli bg þjettur í lund og ljet ekki hlut sinn að óreyndu. Einar J. Jónsson, mjer finst tómleg sú hugsun að vita að eiga aldrei eftir að finna þitt hlýja og fasta handtak og þinn hressilega málróm, en hvað er það á móti því, hvað konan þín og blessuð litlu börnin hafa misst, manninn, sem vildi sjer öllum fórna fyrir þeirra vel- ferð og hamingju, en treystum Guði og biðjum hann að blessa þeirra framtíð og þá tilveru, sem þú ert kominn í. Vertu sæll, og þakka þjer fyrir allt. Vinur. Skátaskólinn að Lækjarbotnum 25 ára UM NÆSTU HELGI mun Skátafjelag Reykjavíkur efna til afmælisfagnaðar við elsta skála fjelagsins, að Lækjarbotn um, en í þessum mánuði eru 25 ár liðin síðan skálinn var bygður. Það var Skátafjelagið Væringjar, sem stóðu fyrir byggingu þessa skála, undir forustu þeirra Axel V. Tulin- ius, skátahöfðingja og Ársæls Gunnarssonar, fjelagsforingja og mun Væringjaskálinn, eins og hann var lengst kallaður, vera fyrsti fjelagsskáli, hjer á landi, sem bygður var til fjalla. Það er ósk Skátafjelags Reykjavíkur að gamlir skátar, sem unnu við byggingu hans, eða tóku þátt í útilegum þar efra, fjölmenni á gamlar slóð- ir nú um helgina og mega þeir búast við hlýjum móttökum, þótt afmælishófið verði fábrot ið. Lehmann lýst ekki á blikuna London í gærkveldi: Lehmann, forstjóri UNRRA, hjálparstofnunar hinna samein uðu þjóða, hefir nú áhyggjur stórar út af ástandinu í vetur í mörgum þeim löndum, sem orðið hafa hart úti í styrjöld- inni, bæði í Evrópu og Asíu. ( Telur hann að bandamenn verði , að leggja sig alla fram, til þess ‘að komið verði í veg fyrir hung J ursneyð víða um heim. Hann I segir, að þegar hafi verið send- Jar 2 millj. smálesta af matvæl- um til Evrópu, en auk þess, sem þangað þurfi í viðbót, verði að hjálpa Manchuriumönnum, Kór eubúum og Kínverjum, og en- i fremur hafi Rússar beðið um , hjálp. — Reuter. Konoye vissi ekki um árásina á Pearl Horbour London í gærkvöldi. KONOYE prins, sem var forsætisráðherra Japana á und an Tojo, átti viðtal við ameríska blaðamenn í Tokio í dag, og ljet hann þar svo um mælt, að hann hafi ekkert vitað um ár- ásina á Pearl Harbour, sem hefði verið undirbúin og fram- kvæmd með mikilli leynd af Tojo og nánustu samstarfsmönn um hans. — Enfremur sagði Konoye, að hann væri þeirrar skoðunar, að komast hefði mátt hjá styrjöld, ef hann hefði feng ið tækifæri til þess að ræða sjálfur við Roosevelt forseta. — Reuter. Vindlar og whisky LONDON: Brotist var nýlega inn í hús eitt í Maidenhead, er enginn var heima þar, og stol- ið vindlum sem voru 1000 sterlingspunda virði, og einnig 20 flöskum af whiskyi. Allmik- ið var i húsinu af dýrmætum skartgripum, en þeir voru ekki hreyfðir. Firmakepni í golfi á Akureyri Akureyri. MÁNUDAGINN 10. septem- ber hófst á Akureyri „firma- kepni“ i golfi. Fer hún fram með samskonar fyrirkomulagi og firmakepnin í Reykjavík s.l. sumar. Til verðlauna í kepni þess- ari verður fenginn silfurbikar, og verður á hann grafið nafn þess firma, er vinnur kepnina ár hvert, en firmað sjálft fær til eignar minni bikar af líkri gerð. Þessi firmu taka þátt í kepn- inni: I. Brynjólfsson & Kvaran, Bókaverslun Þorsteins Thor- lacius, Bókaversl. Gunnlaugs Tr. Jónssonar, Brynjólfur Sveinsson h.f. Sportvöru- og hljóðfæraverslunin, Prentverk Odds Björnssonar, Kolaverslun Ragnars Ólafssonar, Heild- verslun Vigfúsar Jónssonar, Bifreiðastöð Akureyrar, Bif- reiðastöð Oddeyrar, Sjóvá- tryggingarfjelag íslands, Al- mennar Tryggingar, Kjötbúð Kea, Kaupfjelag Eyfirðinga, Hótel Kea, Efnagerðin Flóra, Brauðgerð Kea, Sápuverksmiðj an Sjöfn; Kaffibrensla Akur- eyrar, Smjörlíkisgerð Kea, Smjörlíkisgerðin Akra, H.f. Shell, Olíuverslun íslands, Brauðgerð Kristjáns Jónssonar, Skóverksmiðjan Iðunn, Klæða- verksmiðjan Gefjun, Nýja Kjötbúðin, Þvottahúsið Mjöll, Prentsmiðja Björns Jónssonar, Skipasrníðastöð Kea, Dráttar- braut Akureyrar, Hót^l Norð- urland. Fimtugur: Heigi Sigurðsson, Eskifirði í DAG á Helgi Sigurðsson, velmetinn borgari Eskifjarðar- kauptúns fimtugsafmæli. Um 20 ára skeið hefir hann átt heima á Eskifirði. Hefir hann fengist við margt um dagana: verið útgerðarmaður, vega- vinnuverkstjóri, trjesmiður og margt fleira, sem sannar best að allt hefir leikið í höndunum á honum, enda dugnaði hans viðbrugðið við hvaða starfs- grein sem er. Vinfastur er hann og hefi jeg ekki hvað síst fund- ið það. Bestu kyni okkar voru er við unnum saman í Góðtempl arareglunni heima á Eskifirði. Var hann þar sem annars stað- ar heill liðsmaður og taldi hann ekki sporin eftir sjer. Helgi er giftur ágætri konu, Guðrúnu Kristjánsdóttur, eru þau hjón samhent mjög. Vist- lega heimilið þeirrtT og fallegi garðurinn þeirra ber vott um gróður hug þeirra. Hafa þau sýnt mikinn áhuga fyrir- að prýða og fegra staðinn. Mættu þannig fleiri vera, þau hjón eru glaðvær og góð heim að sækja. Jeg sendi þeim hjónum mín ar bestu vinarkveðjur um heill og hamingju og vil um leið nota tækifærið til að þakka þeim óteljandi ánægjustundir. Árni Helgason. 53 menn slasast LONDON: Strætisvagn valt hjer í gærkveldi, eftir árekstur við annan vagn, og slösuðust 56 manns þar á meðal nokkur ung börn. Farið var með 13 manns í sjúkrahús, og var það fólk alt alvarlega meitt. Þetta slys varð á gatnamótum þar sem áður voru umferðaljós, en þau eyðilögðust af völdum sprengju árið 1940, og hafa ekki verið endurnýjuð. Það voru veg farendur, sem drógu fólkið út úr vagninum, sem valt. Lögregl an strðvaði bifreiðar, sem um fóru. og ljet aka meiddu fólki í siúkrahús í þeim. Yktar fregnir um óeirðir í Indo-Kína London í gærkvöldi. BRESKIR blaðamenn, sem hafa farið til franska Indokína, eru nú komnir þaðan aftur og hafa skýrt svo frá, að fregnir þær, sem borist hafa af óeirðum í landinu, sjeu mjög ýktar. Þeir segja að vísu, að til nokkura á- taka hafi komið í Hanoi, og hafi þar fallið tveir Frakkar, ogn okkur hún hafi verið rænd, en í Saigon telja þeir alt með kyrrum kjörum á yfirborðinu, þótt úlfúð sje mikil í garð Frakka undir niðri. — í Indo- kína er nefnilega risin upp öfl- ug sjálfstæðishreyfing, en land ið hefir verið nýlenda Frakka um langt skeið. — Reuter. BEST AÐ AUGLYSA I fVU »Ríil íNBLAÐINU. Eftlr Robert Sform I'VE GOT IT ALL “*** OUT. ORPEfZ ANOTNE/S CARTON Of= HA/R CtA ! m, i ■ 1.—2.) Glæponinn: — Hjerna er hármeðalið yfir- maður minn. Gullskalli: Komdu með flöskuna. — Annar glæpon: — Af hverju ertu alltaf að bursta þessa hárkoB'i bír a, Gullskalli? — Gullskalli: — Ha ha, líttu ba' > bylgjurnar í hárinu. 3.—4.) Glæpor m: — Nú verðum við að fara að gera eiíth fð. Áú er búið með veðreiðarnar, og >. i - f.+v’ *f t t'-t-i i* ►4'tf ? '* < 1 *«• "• á hverju eigum við svo að lifa? Gullskalli: — Jeg er nú búinn að reikná það allt út. Náið í nýja flösku af hárolíú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.