Morgunblaðið - 20.09.1945, Side 2
o
KORGDNBLAÐIÐ
Fimtudagur 20. sept. 1945
Merkilegur
hafs fiskur
við strendur
Alíir skólar
(harles Farrel
Einu sinni frægur
leikari
bæjarins fullsetnir
Iðnskólinn verður
dagskóli. Um 450
stúdentar í Há-
skólan um
íslands
Það er ástæða til að láta sjer
þykja tíðindum sæta, að þessi
merkilegi Miðjarðarhafsfiskur,
sem dýrafræðingar nefna
thynnus vulgaris (eða orcynus \
thynnus eða thunnus thynnus),
skuli vera farinn að sjást hjer
við land, og það svo mjög, að á
þessu sumri, virðist, eftir því
sem af er sagt, jafnvel geta
hafa verið um vöður að ræða.
En fyrir hálfri öld var talið að
þessi fiskur sæist varla norðar
en við strendur Englands. Er
þetta mikilsverður veiðifiskur,
svo stór og þungur sem hann
er. En einnig frá líffræðilegu
sjónarmiði er hann talinn til
merkisfiska, blóðið í honum
heitara en í flestum fiskum öðr!
um, enda er hann mjög sterk
ur og fjörmikill. Og af því er
leitt nafnið, sem er grískt að
uppruna (Þynnos); en þa ðorð
táknar að fiskur þessi sje mjög
hraðsyndur og sprettharður. —1
Við tún má ekki með neinu
móti kenna fisk þenna, og
væri slík heimska í litlu sam-
ræmi við það vit og þá mál-
snild sem lýsir sjer í mörgum
forníslenskum og norrænum
nafngiftum. Mætti þar nefna
fiskaheiti eins og t. d. lax og
birtingur, sem hvorttveggja
þýðir hinn bjarti fiskur (lax f.
glax; en glaður er sama sem
ii í 1 ' :. yi'
/
CHARLES FARRELL var
einu sinni vinsæll kvikmynda-
leikari og margir muna eftir
leik hans og Janet Gaynor. Nú
, . . . er hann sjóliðsforingi í amer-
bjartur). Flcin gcð fiskaheiti ,. , . e. , . , ,
_ B : sika hernum og hefir banst a
Kyrrahafinu. Hjer á myndun-
um sjest Farrell eins og hann
mætti telja, eins og t. d. uppsi1
sem er leitt af því hversu
miklu meir þessi fiskur veður
uppi í sjó, heldur en náfrændi
hans þorskurinn. Lýsa er einn-
ig gott nafn, og enn hákarl,
leitt af því að bakuggar þeirra
fiska, minna á hái (keipa) á
borðstokk (hástokk). —
Jeg ætla ekki að stinga uppá
neinu nafni á þessum nýja og
stórkostlega nytjafiski við
strendur íslands, m. a. vegna
þess að jeg hefi ekki sjeð fisk-
inn lifandi. En mælast vil jeg
til þess, að honum sje gefið eitt
hvert heiti, sem meir er í sam-
ræmi við önnur fiskaheiti ís-
lensk, en það nafn sem hingað
til hefir verið notað, og ekkert
vit er í.
13. sept ’45.
Helgi Pjeturss.
er nú og eins og hann var, er
hann Ijek í kvikmyndum.
Döitsk messa á af-
mæli Danakonungs
í TILEFNI af 75 ára afmæli
Ðanakonungs 26. sept. verður
flutt dönsk messa í Dómkirkj-
unni í Reykjavík og hefst hún
kl. 11 f. h. Georg L. Hös,t sendi-
herra og frú hafa gestamót-
töku í tilefni dagsins í sendi-
herrabústaðnum kl. 3—5.
Danir og vinir Danmerkur
eru hjartanlega velkomnir til
guðsþjónustunnar og gestamót
tökunnar.
(Frjett frá sendih. Dana).
— Joyce
Framhald af 1. síðu
an borgara, en aldrei breskan,
og væri því engin ástæða til
málshöfðunar gegn honum í
Bretlandi, þótt áróðri hans
hefði verið beint gegn Bretum.
Dómarar fljótir.
Dómarinn lagði fast að kvið-
dómi, að dæma Joyce til dauða,
og voru kviðdómendur líka
fljótir að kveða upp dóm sinn.
'Áður hafði verjanda Joyces
tekist að fá feldar niður tvær
af ákærum gegn honum, með
því að halda fram, að hánn
væri ekki breskur borgari og fá
það sannað.
Sprenging veldur
slórljóni
LONDON: — .Nýlega varð
sprenging í hveitilyftu einni
mikilli við höfnina í bænum
Port Arthus nærri Ontario í
Kanada. Varð tjón mjög mik-
ið, en talið að 25—30 manns
háfi farist, þar sem verið var
að vinna við lyftuna, er spreng
ingin var. Menn þeyttust lang-'
ar leiðir og logi gaus upp, 300
metra hár. Öll hveitilyítan
brann til kaldra kola. Talið er,
að allmargir hermenn, sem
voru að hjálpa til að útskipun,
hafi farist í eldinum.
SKÓLAR bæjarins munu yfir
leitt taka til starfa 1. okt. n. k.
Skólarnir eru allir fullskipað-
ir og hafa margir þeirra orðið
að synja umsóknum.
Háskólinn.
Háskólaárið 1945 til ’46 hefst
í dag, fimmtudag. — Innritun-
arfrestur var útrunninn 15. þ.
m. 102 nýir stúdentar innrituð-
ust. Gert er ráð fyrir að 400 til
450 stúdentar verði skrásettir.
Þrír nýir prófessorar verða
við verkfræðideildina. — Einn
prófessor við læknadeild og
einn við guðfræðideildina. Þá
mun Dr. Símon Jóhann Ágústs
son taka við af próf. Agústi H.
Bjarnasyni.
Mentaskólinn.
Skólinn verður settur n. k.
laugardag kl. 2 síðd. — Haust-
próf byrja á mánudaginn. —
Kensla hefst 1. október. — í vet
ur verða nemendur, að öllum
líkindum, 350 til 360. Gert er
ráð fyrir að skólinn starfi í 14
bekkjadeildum. Allir bekkir
lærdómsdeildar verða þrískift-
ir. — í fyrra voru 12 bekkja-
deildir. Því munu bætast við
tvær nýjar kenslustofur. Verða
þær í bakhúsi því, sem kallað
er Fjósið.
Gagnfræðaskóii
Reykvíkinga.
Skólinn verður í vetur starf
ræktur að Öldugötu 23 (gamla
Stýrimannaskólanum). Unnið
hefir verið að viðgerðum á hús
næðinu. Þeim verður vart lok-
ið fyrir mánaðamót. Skólinn
mun taka til starfa strax og þeim
er lokið. Búist er við mikillri
fjölgun nemenda, vegna aukn-
ingu húsnæðisins. Um endan-
lega tölu þeirra er þó ekki vit-
að. I fyrra voru nemendur 180
að tölu.
Gagnfræðaskólinn
í Reykjavík.
Skólinn verður settur í dag,
fimtudag. — Skólinn verður
starfræktur í sínum gömlu húsa
kynnum. Þá verða 6 bekkja-
deildir í Sjómannaskólanum. —
Als verða bekkja deildirnar 16.
Þær deildir er verða í Sjó-
mannaskólanurh, 1. og 2. bekkja
deildir, munu taka til starfa um
mánaðamótin.
Kvennaskólinn.
Þann 1. október kl. 2 síðd.
verður skólinn settur. Nemend
ur verða 160.
Iðnskólinn.
Udnirbúningsnámskeið eru
þegar hafin. Eru í þeim hátt á
þriðja hundrað manns. í skólan
um munu um 750 nemendur
stunda nám. Þar eð Gagnfræða
skólinn hefir flutt úr skólanum
verða nokkrar breytingar á
starfrækslu hans. 1. og 2. bekk
ur verða dagskólar um tveggja
mánaða skeið, í þrem flokkum.
Þriðji og fjórði bekkur verða
áfram kvöldskólar.
Verslunarskólinn.
Nemendur 5. bekkjar hófu
nám þ. 17 þ. m. Skólinn verður
settur 1. okt. og tekur þá strax
til starfa. Nemendafjöldi mun
verða líkur og undanfarin ár,
um 350.
Barnaskólarnir.
Yngstu deildir skólana, 7 til
10 ára deildir eru þegar teknar
til starfa. — Um nemenda-
fjölda í hverjum skóla er ekki
vitað. Eldri deildir taka til
starfa 1. okt.
Akureyrarbær vill
kaupa tvo af Eng-
landslogurunum
Frá frjettaritara vorum.
Akureyri, miðvikudag.
25. ÁGÚST s.l. sendi Helgi
Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
fjelags Akureyrar, bæjarstjórn
Akureyrar brjef, þar sem hann
lagði til, að bæjarstjórnin festi
kaup á tveimur togurum þeim,
sém ríkisstjórnin hefir fest
kaup á í Englandi. Málið var
tekið fyrir í bæjarstjórn 4. sept.
og þá vísað til fjárhagsnefndar
og útvegsmálanefndar. 9. sept.
hjeldu fjelög sjómanna á Ak-
ureyri sameiginlegan fund, þar
sem málið var tekið fyrir og
skorað á bæjarstjórn að sam-
þykkja að kaupa togarana.
Á fundi bæjarstjórnar í gær
lá fyrir tillaga fjárhagsnefndar
og útvegsmálanefndar bæjarins
svohljóðandi: „Bæjarstjórn
samþykkir að óska eftir að rík-
isstjórnin ætli Akureyrarbæ
tvo af þéim togurum, sem rík-
isstjórnin hefir nýverið fest
kaup á í Englandi. Pöntun þessi
er miðuð við að frumvarp það,
er nýbyggingarráð hefir lagt
fram til breytinga á lögum um
fiskveiðasjóð, þar sem gert er
ráð fyrir fyrsta veðrjettarláni,
sem nemi alt að % hlutum
stofnkostnaðar með 2%% vöxt
um nái fram að ganga, eða rík-
isstjórnin sjái fyrir öðru jafn
hagstæðu láni til kaupanna.
Bærinn áskilur sjer rjett til að
láta einstaklinga eða fjelög,
sem hann ávísar, ganga inn í
kaupin“.
Tillagan var samþykt með
samhljóða atkvæðum bæjar-
stjórnar.
Komu fyrst vestur
LONDON: Fyrstu þýsku her
skipin, sem komu vestur til
Bandaríkjanna eftir að ófriður
inn var á enda, voru tveir tund
urspillar. Var þeim siglt til
Boston af þýskum og amerísk-
um skipshöfnum. Bandaríkja-
menn hafa slegið eign sinni á
skip þessi.
Elías Bjarnason yf-
irkennari læiur af
störfum
Elías Bjarnason varð 66 ára
í sumar og ljet af Störfum við
Miðbæjarskólann, þar sem hann
hefir starfað í 26 ár af 42 í þágu
skóla- og uppeldismála.
Með Elíasi hefir horfið frá
störfum einn af mætustu mönn-
um kennarastjettarinnar. — Og
svo hefði verið, hvar í stjétt,
sem hann hefði staðið, því að
Elías er starfsmaður með af-
brigðum, hefir góða skipulags-
hæfileika til að bera, og vand-
virkni hans og nákvæmni er
rómuð af öllum, er til þekkja.
Það er sagt um Elías, að hann
stjórni án þess að stjórna, þ. e.
að hann þurfi ekkert fyrir
stjórn að hafa. Nemendum sín-
um kvað hann hafa verið bæði
sem kennari og vinur, enda átt
virðingu þeirra allra, svo og
samkennara sinna.
Reikningsbækur fyrir barna-
skóla samdi Elías fyrir um 20
árum síðan og hafa þær verið
notaðar mest allra síðan. Hljóð-
færaviðgerðir hefir Elías stund
að lengi og nokkur hljóðfæri
mun hann hafa smíðað, því að
Elías er maður mjög hagvirkur.
Er hann sjálflærður í þessarj
grein.
Elías er Skaftfellingur og
dvaldist hann þar í sýslu, uns
hann fluttist hingað sem kenn-
ari. Standa að honum traustar
ættir á báða þóga, svo og að
konu hans, Pálínu Elíasdóttur.
Eiga þau hjón 4 börn: Helga,
núverandi fræðslumálastjóra,
sem hefir getið sjer ágætis orð
sem skólamaður, Gissur, sem
nam hljóðfæraiðn í Svíþjóð og
víðar; Jónínu, sem vinnur í
skrifstofu fræðslumálastjóra og
Helgu, sem gift er inn í kenn-
arastjettina og búsett á Norður
landi.
Megi Elías enn lengi standast
brögð Elli keriingar.
Fangasblp á hind-
urdufi í
London í gærkvöldi.
AMERÍSKT skip, sem var
að flytja menn, er höfðu verið
fangar hjá Japönum, brott frá
meginlandi Asíu, rakst í gær
á tundurdufl í nánd við eyna
Okinawa. Ekki sökk skipið, og
aðeins einn maður fórst við
sprenginguna. Hafa nú drátt-
arskip tekið skip þetta í eftir-
drag, og er talið, að því verði
bjargað til lands á Okinawa.
— Reuter. 1