Morgunblaðið - 20.09.1945, Side 7
Fimtudagur 20. sept. 1945
MOBGUNBLAÐIÐ
men
tir:
Bókaútgáfa ísafoldarprentsmiðju
Bókarfregn: Eftir mibnætti
EKKERT útgáfufyrirtæki
hjer á landi hefir verið stórvirk
ara um bókaútgáfu á undan-
farandi árum en Isafoldarprent
smiðja. Hefir hún gefið út fjöl-
margar ágætar bækur, en líka
nokkrar af lakari gerð, eins og
oft vill verða. En menningar-
hlutverk þessarar útgáfustarf-
semi hefir þó verið mjög mik-
ið, þegar als er gætt. Er þess að
vænta, að hinar góðu bækur ísa
foldarprentsmiðju seljist svo
vel, að hún treysti sjer að halda
svo fram um bókaútgáfu sína,
eins og þegar best hefir verið.
Væri það þessu merka útgáfu-
fjelagi hin mesta sæmd, og til
þess að auka hróður þess enn
meir. En þjóðin má þá heldur
ekki gleyma því, að því aðeins
er unt að gefa út góðar bækur,
að þær sjeu metnar að verðleik
um og sjeu ætíð látnar sitja í
rúmi fyrir þeim lakari.
Nú á næstunni koma á bóka-
markaðinn á vegum ísafoldar-
prentsmiðju, þrjú merk ritverk:
1. Öll ritverk Einars Bene-
diktssonar.
2. Öll ritverk Jóns Magnús-
sonar.
3. Völuspá. Eftir Eirík Kjer-
úlf.
Af þeim bókum, sem ísafold
arprentsmiðja hefir þegar gefið
út á þessu ári, skal tveggja get-
ið að þessu sinni.
1. Sjómannasaga. Eftir Vil-
hjálm Þ. Gíslason.
2. Blessuð sjertu sveitin mín.
Eftir Sigurð Jónsson.
Það er kunnugt úr íslands-
sögunni, að Islendingar voru í
önverðu miklir siglingamenn og
siógarpar. Attu þeir þá og
lengi síðan skipalest góðan,
enda rjéðu þeir þá sjálfir versl
un sinni. Þeir fundu Grænaldn
og reistu þar byggð. — Litlu
síðar fundu þeir Vínland, eða
Ameríku.
En jafnframt þessu stunduðu
þeir mjög í öndverðu sjóróðra
eða höfðu útgerð. í Vallaljóts-
sögu segir, að úr Grímsey hafi
eitt sinn róið þrjátíu skip sama
daginn. Grímsey er þá orðin
verstöð. Og í Eyrbyggju er
sagt um Þorstein Þorskabít, að
hann hafi haft jafnan með sjer
sextíu frelsingja og verið jafn-
an í fiskiróðrum. Þar er fyrsti
vottur um stórútgerð hjer á
landi.
Bók Vilhjálms er saga sjávar
útvegsins á íslandi, hagsaga og
menningarsaga íslenskrar út-
gerðar og sjósóknar frá önd-
verðu. Engin slík saga hefir ver
ið áður rituð. Þetta er því í
fyrsta sinni, að Islendingar eiga
þess kost að eignast sögu ís-
lenskrar útgerðar. Ritverk
þetta virðist vera vel af hendi
leyst. Þetta er sagan um hafið.
Mikill þáttur og merkilegur úr
sögu Islendinga.
Og hún er menningarsaga Is-
lendinga, af því að hún er sag-
an um þorskinn.
Aldrei var því um Álftanes spáð,
að ættjörðin frelsaðist þar.
En engu að síður varð Álfta-
nes miðstöð endurreisnar þjóð-
lífsins og stuðlaði að þeirri
Eítir dr. Eirík
Albertsson
’TT'" Bf
frelsun og því frelsi, er síðar
kom.
Eins var það um þorskinn.
Hann hefir orðið menningar-
tákn þjóðarinnar og menningar
gjafi. Fyrir því kvað Hannes
Hafstein:
Heill sje þjer þorskur, vor
bjargvættur besti,
blessaða vera, sem gefur þitt líf
til þess að verja oss
b j ar gr æðisbresti,
bágstaddra líknarinn, sverð
vort og hlíf.
Heyrðu vort þakklæti, heiðraði
fiskur,
hertur og saltaður, úldinn og
nýr.
Fyrir þinn verðleika.fyltist vor
diskur
frelsi og þjóðmegun til vor þú
snýr.
Mikill fjöldi mynda er efninu
til skýringar. Það eru myndir
af mönnum, skipum, skipshöfn
um, útgerðarstöðum, vinnu-
brögðum og áhöldum, sýnishorn
af brjefum, verslunarbókum og
kortum.
Sjómannasaga er eiguleg bók
og fróðleg: Hún er prentuð á
góðan pappír og útgáfan öll hin
myndarlegasta.
Ljóðabók Sigurðar Jónssonar
frá Arnarvatni er ekki mikil að
vö.rtum, en gæðadrjúg. — Það
varð landfleygt, er Sigurður
orti kvæðið: Sveitin mín, þá
' rúmlega tvítugur. Guðmundi
i Friðjónrsýni skáldi á Sandi fór
ust þá þannig orð um kvæðið:
I ,,Mundi margur hafa trúað því,
| að það kvæði væri eftir Jónas
I Hallgrímsson, ef sagt hefði ver-
iið og færður líkur að“ (Eimreið
! in 1902).
j Þegar Sigurður Jónsson læt-
| ur nú þessa kvæðabók frá sjer
fara, er hann orðinn aldraður
maður. Hann hefir haft búskap
í brjósti hennar er bylgjan lífs
sig bærði að og frá.
Svo lágt var talað, hver
hreyfing svo hæg
og hljóð þar í næturfrið,
sem hefðum við lánað vorn
hálfa þrótt,
að halda’ hennar lífsþrótt við.
Og vonin og óttinn áttu stríð,
hvort annað á tálar dró:
Við hjeldum hún dæi, er seig
hún í svefn,
og svæfi, þegar hún dó.
Því þegar drungadapur rann
upp dagur með jeljaslag,
þá luktust að fullu luktar brár,
— Hún leið inn í annan dag.
Frumsamda kvæðið heitir
Marta og María, fjögur erindi.
Hið síðasta er svona:
Austurlandabörnum var það
bannað
að bera áhyggjur um lífsins hag
Okkur hjer á íslandi finst
annað:
Altaf þurfi að hugsa um næsta
dag.
Mörtu hrífur meistarinn
himinborni
Margháttuð er þrá hennar og
sterk.
Hún hlýðir til — já, enda ur
eldhúshorni,
en án þess þó að fella niður
verk.
Ekki er ólíklegt að kvæði
þessi verði síðar gefin út í vand
aðri útgáfu.
Eiríkur Albertsson.
Ný úfgáfa íslend-
ingasagna
FJELAG manna hjer í bæn-
um hefir hafist handa um
nýja útgáfu á íslendingasögum
að atvinnu og leyst ýmsar ann- ÖUum> ásamt þátturrij og hafa
ir 1 fjelagsmálum. Má því vera, j nokkrir þessara þátta ekki ver
að ljóðadísin hafi ekki ætíð feng gefnir út áður> þannig að al_
ið að sitja í öndvegi, og má telja
víst að bókin beri þess menjar,
bæði um stærð og gæði. — En
það sýnir best, hve skáldgyðj-
an hefir verið honum nákomin,
að ekkert annað en skáldskap-
ur, góður skáldskapur er í bók-
inni.
Til þess að finna þessum orð-
um stað væri hægt að koma ’ bindin ^rður sögunum
með dæmi úr hverju einasta1
kvæði, og á það jafnt við um ■ Þáþefir' 'úígáf^"'tekit
frumsömdu kvæðin og Þau,' tryggja það> að kunn bókbands
sem þýdderu. Þýðingarnar virð (Stofa erlendis, bindi verkið inn
ast snjallar. En til þess að færa fyrir yægt verð _ Ritin j
sönnur á þetta er hjer tilfærð verM þesgu yerða aU - alt n0
ein þýðing og eitt erindi úr talsins
frumsömdu kvæði tekið alveg
af handahófi: Þýðingin er
svona:
menningur sje þeim kunnugur.
Verða bindin alls 12, og er svo
ráð fyrir gert, að þau verði öll
komin út fyrir lok næsta árs
(1946). Það er Guðni Jónsson,
magister sem hefir ritstjórn út-
gáfu þessarar með höndum, og
mun takmarkið að hafa hana
alla sem vandaðasta. Niður í
að
mestu raðað eftir landshlutum.
að
Við dánarbeð
(Eftir Thomas Hood)
Við aðgættuna náttlangt hvern
andardrátt
— andartök veik og lág,
Settu lest af sporinu
London: Fjórir Indverjar
hafa verið dæmdir til dauða í
Punjab og þrír í æfilangt fang
elsi fyrir að setja póstlest af
sporinu, Þetta skeði hjá Punjab
fylki, og fórust margir af þeim,
sem i lestinni voru. —
FLESTAR þær bækur, sem
hafa verið skrifaðar á undan-
förnum árum >um Þýskaland
nasismans, hafa fjallað að
mestu leyti um hina ytri at-
burði, sem þar hafa gerst. En
skáldsagan „Eftir miðnætti“,
eftir Irmgard Keun, sem nú er
nýkomin út á íslensku í þýðingu
Freysteins Gunnarssonar, er
að því leyti frábrugðin á^ur-
nefndum bókum, að hún lýsir
fremur því, sem gerðist í hugar
heimi almen'nra þýskra borg-
ara undir harðstjórn nasismans.
Sagan gerist í Rínarhjeruðun
um, rjett fyrir heimsstyrjöld-
ina, þegar ægilegustu umbrota
tímar í sögu mannkynsins voru
að hefjast, og í örlögum sögu-
persónanna speglast örlög heill
ar þjóðar, sem fáeinir stjórn-
málabraskarar hafa hneppt í
einræðisfjötra.
Frásögnina leggur höfundur-
inn í munn ungrar stúlku, sem
segir frá einum sólarhring af
ævi sinni. Inn í þessa frásögn
vefur hún endurminningum sín
itni, lýsingu á því fólki, sem!
hún umgengst, og kjörum þess,
hugleiðingum sínum og heila-
brotum um framtíðina. í sögu-
lokin verður hin innhverfa frá-
sögn að víkja fyrir ofurmagni
ytri atburða, þegar aðalsögu-
persónan verður að flýja úr
landi ásamt unnusta sínum.
Stundum getur skáldskapur-
inn falið í sjer dýpri sannindi
en sjálfar staðreyndirnar, og er
það raunar megineinkenni als
góðs skáldskapar. Skáldsagan
„Eftir miðnætti“, er gædd
slíku einkenni. Hún er sneidd
öllum beinum áróðri. Höfund-
urinn lætur aðalsöguhetjuna
lýsa mönnum og atburðum eins
og þeir koma henni fyrir sjón-
ir, án þess að leggja dóm á
neitt, heldur er lesandanum
ætlað að dæma. Slíkur frásagn-
arháttur orkar á lesandann
með miklu meiri sannfæringar
krafti en beinn áróður, þar sem
lesandanum kann að finnast
höfundurinn vera að reyna að
þrengja upp á sig einkaskoðun-
um sínum með hálfgerðu valdi.
En sje boðskapurinn klæddur
listrænum búningi, iæðist hann
inn í hug lesandans og festir
þar rætur. Engin bók, sem jeg
hefi lesið um ógnarstjórn
þriðja ríkisins, og þá spillingu,
sem hún olli í þýsku þjóðlífi,
hefir. haft svipuð áhrif á mig
og þessi skáldsaga, einmitt
vegna þe: s, hversu frásögnin
er hlutlaus.
Oft má kenna persónuleika,
skapfesti og lundarfar rithöf-
undar á stíl hans. Stíleinkenni
þessarar bókar eru hugþekk og
ijúf mildi og töfrandi einfald
leiki. Og þessum stíleinkennum
höfundarins hefir þýðandanum,
Freysteini Gunnarssyni, tekist
að ná, enda er hann enginn við-
vaningur sem þýðandi og auk
þes^gæddur ágætum bókmenta
smekk og máltilfinningu, svo
sem kunnugt er.
Menn verða að kynna sjer
sem best þa> sem skrifað er
um böl einræí is og harðstjórn-
ar — til þe að, kunna að var-
ast það í ít ii ú og halda
trúrri vörá ( i :, ,im hugsjón
ii. frélsisins og L r.eðisins, sem
eru dýr ta eign hvers
þjóðfjelags. Tilgangur þessarar
bókar er einmitt sá, að haldá
mönnum vakandi á þessum
verði. En um leið að gefa lesand’
anum ánægjustund við lestur
hrífandi frásagnar 'af daglegu
lífi margskonar fólks, er lifði á
merkilegum tímamótum.
Ný Ijóðabók
GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR
frá Hömrum, sem áður hefir
gefið út kvæðabók, sem fjekk
hjer mjög góða dóma, hefir nú
sent frá sjer nýja ljóðabók., er
hún nefnir Ný ljóð. í þessari
bók eru 30 kvæði ög munu að-
eins 3 þeirra hafa birst áður í
tímaritum. Utgefandi þessarar
þókar er Helgafell, en kápu-
teikningu hefir Ásgeir JúlíUs-
son gert. Bókin er aðeins prent
uð í 500 eintökum.
Kveðja frá Noregi:
Frá Kristianssund
og Norðurmæri
Frá Bremsnes í Noregi hefir
Morgunblaðinu borist eftir-
farandi til birtingar:
FJÖLDI MANNS í Kristian-
sund og umhverfi bera þakk-
arhug til hinna mörgu Islend-
inga, sem hafa sent mikið af
þörfum gjöfum, klæðnaði og
skófatnaði, og svo margt ann-
að til Noregs.
Fyrst og fremst vil jeg beina
þakklæti mínu til frú Marie
Ellingsen í Reykjavík, sem, eins
og ef til vill margir vita, er
ættuð frá Kristiansund. Jeg
þykist viss um, að hún beri
harm í hjarta vegnar hinnar
algjöru eyðileggingar fæðing-
arbæjar síns. Hún á ennþá
marga góða vini og nákomna
ættingja í þessum bæ, sem svo
illa hefir verið útleikinn af
loftárásum. Margir vinir henn-
ar eru enn flóttamenn frá borg
inni. Hún á skilið lof fyrir hina
stórfeldu innsöfnun, sem hún
helir gengist fyrir til hjálpar
nauðstöddum á þeim erfiðu tím
un, sem við nú lifum. Hún
skildi, hvað kom sjer best, fatn
oður og skór. Það er þetta, sem
við söknum mest í Noregi og
eigum erfiðast að útvega okk-
ur. Það er talsvert auðveldara
að afla matvæla, en það eru
ekki mikil líkindi til, að það
rætist úr fatnaðar og skóvand-
ræðunum á næsta ári.
Mjer er Ijóst, að frú Elling-
sen kærir sig ekki um opinber-
ar þakkir íyrir sína miklu
vinnu. Það er ást hennar til
f.æðingarbæjar síns og vina
hennar, sem veldur því, sem
hún hefir gert. En jeg — og
margir aðrir með mjer — vit-
um, að hjer er um svo mikið
og gott verk að ræða, að al-
menningur á að fá að vita um
það.
Þessvegna bið jeg yður, hr.
ritstjóri, að birta þessar línur.
Bremsnes pr. Kristiansund,
6. sept. 1945 (
A. Rökkum, kennari.