Morgunblaðið - 20.09.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.1945, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLA Ð TB Fimtudagur 20. sept. 194.' JHrogtisiMðMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Öla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands. I lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Leabók. Nú er tækifærið NÚ ER fram komið, sem spáð var hjer í blaðinu strax í upphafi, að það myndi hefna sín grimmilega, að farið skyldi inn á þá óheillabraut, að greiða úr ríkissjóði veru- legan hluta af verði brýnustu neysluvöru fólksins, til þess að fela hina raunverulegu dýrtíð í landinu. Einhvern tíma hlaut að því að koma, að ríkissjóður ga&ti ekki lengur staðið undir þessum greiðslum, ef halda ætti eðlilegum framkvæmdum í landinu. Baggi ríkissjóðs af þessum niðurgreiðslum hefir numið 20—30 miljónum króna á ári. Meðan velta stríðsins stóð sem hæst, var möguleiki fyrir ríkissjóð að standa undir þessu, án þess að það drægi úr nauðsynlegúm framkvæmdum í landinu. En strax og atvinnutekjurnar rýrnuðu og tekjur ríkissjóðs þ. a. 1. minkuðu, hlaut annað hvort að ske, að hætta. yrði niðurgreiðslunum og láta dýrtíðina koma fram í rjettu ljósi, eða hitt, að ríkissjóður yrði að draga stórlega sam- an seglin á sviði verklegra framkvæmda. ★ Nú blasir einmitt þessi 'staðreynd við. Nú er stríðs- víman hjá liðin. Nú er kaldur veruleikinn kominn. Fyrsta áfallið hjá atvinnuvegunum er skollið yfir. Síldarútveg- urinn hefir gersamlega brugðist. Þar blasa við stórfeld töp atvinnurekenda og mjög rýrar tekjur sjómanna og verka- fólks. Alt þetta hlýtur að bitna harkalega á ríkissjóði, í stórlega minkandi tekjum á næsta ári. Þegar svona er komið, má öllum ljóst vera, að ríkissjóð- ur getur ekki haldið áfram að verja 20—30 miljónum króna til niðurgreiðslu landbúnaðarvara, ef hann ætlar að halda áfram að sinna eðlilegum, verklegum framkvæmd- um í landinu. Ekki er þörf að lýsa því, hvern óleik landbúnaðinum var gerr með þessum niðurgreiðslum. Þetta vildu full- trúar bænda á Alþingi ekki skilja. En þeir ættu að skilja það nú, ef hætt verður niðurgreiðslum og verðið á fram- leiðslunni hækkar stórlega. Á meðan kaupgeta almenn- ings var mikil, var þessi nauðsynjavara seld mjög lágu verði. En þegar kaupgetan minkar, sem óhjákvæmilega verður ef dýrtíðin hleypur upp og við það skapast nýir erfiðleikar atvinnuveganna, þá á að fara að selja kjöt og mjólk miklu hærra verði! Sjá allir, að þetta hlýtur að draga stórlega úr neyslunni. ★ Hjer er vissulega erfitt vandamál við að glíma. En það krefst úrlausnar. Og það krefst skjótrar úrlausnar. Núverandi ríkisstjórn verður að finna leið út úr ó'göng- unum. Hún verður að ganga til atlögu gegn dýrtíðinni. Stjórnarandstæðingar eru að vona, að þetta flókna og erfiða vandamál verði til þess að kollsteypa stjórninni. Þeir róa að því öllum árum, að svona fari það. Þeir reyna af öllum mætti að æsa bændur í að gera sem fylstar kröfur. Þeir skamma verðlagsnefndina og segja, að húrt fremji óheyrilegt ranglæti gagnvart bændum, þegar hún setur sanngjarnt verð á vöru þeirra. Látum ekki stjórnarandstæðinga verða að ósk sinni. Lofum þeim að halda áfram sínum ábyrgðarlausu skemd- arverkum. Finnum farsæla lausn á dýrtíðarmálunum, þar sem þjóðin öll er virkur þátttakendi í. ★ Ríkisstjórnin, sem nú situr, hefir einmitt ágæta aðstöðu til þess að vinna bug á dýrtíðinni. Hún nýtur stuðnings meginhluta þjóðarinnar. Hún-vinnur að framgangi nytja- mála, sem öll þjóðin fylkir sjer um og þráir, að komist í framkvæmd. Þessi stjórn á vísan stuðning allra lands- manna í atlögu gegn dýrtíðinni. Takist ríkisstjórninni að ráða giftusamlega fram úr þess- um málum, hefir hún ekki aðeins trygt tilveru sína, heldur hefir hún bjargað þjóðinni út úr þeim mesta vanda, :;em hún hefir komist í. Megi sú auðna fylgja störfum ríkisstjórnarinnar, að þetta verði veruleiki. '\Jíln/erji ibripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Veglegt samkomuhús. ÞAÐ hefir oft rjettilega verið yfir því kvartað, að hjer í bæn- um vantaði góð og stór samkomu hús. Nokkur fjelög í bænum eru orðin það fjölmenn, að ekkert samkomuhús bæjarins rúmar meðlimina þegar eitthvað mikið er um að vera. Þannig hefir það um margra ára skeið verið yfir- fult á árshátíð stúdenta 1. des- ember. Þegar Sjálfstæðisfjelög- in í Reýkjavík hafa haldið sam- eiginlega skemtifundi hefir stundum þurft að hafa tvö hús undir. Nú breytist þetta bráðlega til batnaðar. Verið er að ganga frá byggingu veglegasta samkomu- sals bæjarins í hinu nýja sam- komuhúsi sjálfstæðisfjelaganna við Thorvaldsensstræti og Veltu- sund. Verður það mikill og rúm góður samkomusalur, sem mun rúma talsvert fleira fólk, en nokkuð annað samkomuhús í bænum. Það er ekki með vissu vitað, hvenær þetta nýja samkomuhús verður fullbúið, en menn gera sjer vonir um, að það verði kring um áramótin næstu. Mikið átak. ÞAÐ ER mikið átak, sem sjálf- stæðisfjelögin hafa tekið að sjer að framkvæma með byggingu hins nýja samkomuhúss. — Það liggur mikil vinna á bak við þetta starf hjá fjelögunum. — Og samfara framsýni og áræði hef- ir farið góður smekkur og skiln- ingur á þörfum bæjarbúa fyrir góðu samkomuhúsi. Mjer gafst kostur á að líta þarna inn einn daginn. Enn vant ar mikið á, að salurinn sje full- gerður, en það er samt hægt að gera sjer nokkra hugmynd um hvernig þarna muni verða um að litast þegar salurinn er fullgerð- ur. Á miðju gólfi er dansrými mikið, sem er að stærð til eins og Gylti salurinn á Borg og fremri salurinn samanlagt. Til sinn hvorrar handar þegar inn er komið er upphækkað. Þar munu veitingaborð eiga að vera. Fyrir enda salsins er leiksvið og er hægt að sýna kvikmyndir á tjaldi, sem þar verður komið fyrir. Fatageymslu og snyrtiherbergi um er haganlega fyrirkomið. Það má gera ráð fyrir, að forystu- menn þessarar húsbyggingar hagi skreytingu salarkynna af sömu smekkvísi og þeir hafa lát- ið gera sjálfann salinn og að hús búnaður verði eftir því. Þurfa þá bæjarbúar ekki leng- ur að kvarta yfir því að þeir eigi ekki veglegan samkomusal og er það vel. Næturakstur. M/ETUR borgari þessa bæjar kom inn í skrifstofu til mín í gær og var með brjef um næturakst- ur bifreiðastoðvanna hjer í bæn- um. Virðast mjer umkvartanir hans sanngjarnar og fer brjefið hjer á eftir: „Hvernig er það með nætur- akstur, sem hinum ýmsu bíl- stöðvum mun ætlað að annast? Mig minnir að um það hafi verið talað, að komið hafi fyrir, að þær hafi ekki sint því, sumar, en sem jeg get ekki sagt um, hvort rjett er, fyrr en nú síðastliðið föstu- dagskvöld. Auglýst var að nætur akstur annaðist B. S. í. Jeg var staadur í vesturbæ-num, en með því að kl. var um eitt þá nótt og jeg bý í austurbænum, hringdi jeg til þessarar stöðvar, en fjekk ekkert svar. Datt þá í hug að um prentvillu væri að ræða, svo jeg náði sambandi við lögregluvarð- stofuna, til að fá að vita þar, hvort rjett vaéri að B. S. í. ætti að annast næturkeyrslu þá nótt, og fjekk það svar að það væri rjett, en varðstofunni væri kunn ugt aA sú stöð hefði ekki sinnt því starfi og jafnframt að engin stöð væri opin. Er ekki samkomulag? „HVERNIG stendur á þessu? Er ekki samkomulag um að ætíð sje ein stöð, að minnsta kosti, op- in, sem annast næturkeyrslu? — Manni finst stöðvarnar hjer vera svo margar að ætla mætti að þær gætu skifst á, að hafa nætur- keyrslu og að þeim væri gert að skyldu að gjöra það. Það kemur ábyggilega oft fyrir, að ýmsir sem eiga bágt með að ganga, reiða sig á að þeir geti fengið bíl til að flytja sig milli húsa, að kvöldi eða nóttu, þegar auglýst er að einhver stöðin eigi að ann- ast næturakstur. Væri æskilegt að fá að vita, hvort þeim bifreiðastöð, sem eiga að annast þenna næturakstur, beri ekki skylda til að gjöra það og ef þær einhverra hluta vegna einhverntíma, gætu það ekki, bæri þá jafnframt skylda til að tilkynna það, t. -d. til lögreglu- varðstofunnar svo snemma, að gerlegt væfi að útvega keyrslu hjá annari stöð, þá nótt. Afleitt finst mjer það, að ekki sje gerlegt að fá bíl húsa milli, þótt komið sje fram eftir mið- nætti, þar sem um svo mikinn fjölda bíla er að ræða, sem hjer í bænum er“. • Eðilegar umkvartanir. ÞAÐ ER ekki nema sanrigjarnt, að menn krefjist þess af bifreiða stöðvum, að þær hafi bifreiðar til taks þegar auglýstur er næt- urakstur hjá þeim. Við hinu er ekki neitt að segja, þó menn verði stundum að bíða eftir bíl að næt urlagi. En það er betra að hafa hreint engan næturakstur heldur en að gabba fólk og láta það halda, að það geti fengið leigubíl að næt- urlagi, ef svo er svikist um að hafa stöðina opna. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI Þsgar fígrisdýríð gafst upp. „JEG segi bara við Mac Art- hur, þegar jeg hitti hann: Gefstu upp, eða gefstu ekki upp?“ sagði japanski hershöfðinginn Yamas- hita, eftir að hann hafði tekið Singapore hjer um árið. — En fyrir nokkrum dögum kom þessi hershöfðingi, sem almennt var kallaður „Tígrisdýrið frá Mal- aya“ niður úr hinu vel falda /irki sínu í Caraballofjöllunum á Norður-Luzon, og undirritaði uppgjöf þeirra 40.000 manna, sem ann voru eftir á Filipseyjum. Yamashita ljet bera sig niður sftir snarbrattri fjallshlíðinni í bægilegum burðarstóli. — Hann var dálítið móður af hitanum, begar hann velti sjer út úr stóln- um og rjetti ameríska hershöfð- ingjanum Robert Beichler hið 700 ára gamla Samuraisverð sitt. Tígrisdýrið, virtist svangt. Úti- legulíf hans hafði Ijett hann um 35 pund, svo það eru fleiri en Göring, sóm spikið rennur af á þessum tímum. Einkennisbúning- urinn hans var líka orðinn altof víður á hann. Yamashita er risi á vöxt, meira cn þriggja álna hár, enda talinn vera afar sterkur. — Hann gaf hermönnum eiginhand árundirritúri síria að vild, og skellihló, þegar blaðamaður nokk rir sþúrði hanri, hVórt hanri | myndi ekki fremja hara-kiri. Um kvöldið át hann stóra steik, rendi henni niður með ísköldum bjór, og fjekk svo þægilegt rúm að sofa í um nóttiria. Daginn eftir tæmdi Yamashita dreggjar ósigursins í botn í sól- björtum dal i- sumarhöll amer- íska landstjórans á Filippseyj- um. Viðstaddir voru Wainwright hershöfðingi, „hetjan frá Cor- reggidor“, eins og hann er ncfndur, og Percival hershöfð- ingi, sem gafst upp fyrir Yamas- hita skilyrðislaust í Singapore í febrúar 1942. Báðir komu þessir hershöfðingjar beinustu leið frá uppgjafarathöfninni í Tokio. Og þegar Yamashita var búinn að skrifa undir, var hann gripinn höndum af herlögreglumönnum og varpað í einn af þeim klefum í Bilibidfangelsinu í Manilla, þar sem dauðadæmdir menn eru venjulega geymdir. En það voru fleiri sem uxðu að bíta í hið súra epli, en Tígrisdýrið 5rá Singapore. — Þrjú amerísk ’.máherskip sigldu að Wake-ey, sem Japanar tóku af Banda- ríkjamönnum, en sem hafði ver- ið farið frairihjá í sókninni. Og þar varð úppgjöfin með skjótum hætti, þótt iiðið á eynni hefði . i uíFramhald á l>ls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.