Morgunblaðið - 06.11.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1945, Blaðsíða 10
10 n ~n-’ MORGUNBLiAÐIÐ Þriðjudagur 6. nóv. 1945 ae9 er JÓNATAN SCRIVENER tCftir (Jlaade ^Jdoacjliton 69. dagur „Þjer verðið þá að fyrirgefa mjer, ef jeg verð of persónu- legur“, sagði Winkworth. — „Mig langar til þess að heim- færa kenningu mína á yður. — Hinir fáfróðu kunna að. ætla, að þjer lifið algjörlega áhyggju lausu lífi, af því að þjer eigið peninga, þjer þurfið ekki að hugsa um annað en skemmta yður og njóta lífsins. En það er nú eitthvað annað! í fyrsta lagi þurfið þjer að gæta yðar fyrir samviskulausum þorpurum..“. Francesca hjelt áfram að hvetja Winkworth til þess að tala. Jeg hafði altaf vitað, að einhvers staðar í djúpum hinn- ar flóknu skapgerðar hennar leyndist grimd, en jeg hafði ekki gert mjer ljóst, hve ríkur þessi eðlisþáttur hennar varj fyrr en nú. Hún hafði verið miskunnarlaus við Rivers og nú virtist henni það hrein nautn að stuðla að því, að Winkworth gerði sig hlægilegan. Ef hún ætlaði að hlífa Middleton, var það ekki vegna þess, að hún kendi í brjósti um hann. Hann hafði auðmýkt sjálfan sig svo algjörlega, að þar var engu hægt við að bæta. Hún var nú að hefna fyrir tíma þann, sem hún hafði sóað í nærveru þeirra. Með lægni tókst henni að fá Winkworth til þess að ræða efni, sem hún vissi, að myndi gera bæði Middleton og Rivers gramt í geði. Hún spurði hann um það, hvernig álit hans væri á yngri kynslóðinni. „Jeg hefi athugað unga fólk- ið nákvæmlega“, sagði Wink- worth, „og jeg hefi spurt sjálf- an mig að því, hvað gengi eig- inlega að þessum ungu mönn- um og konum. Hvers vegna er unga kynslóðin svona þreyju- laus og óánægð, — af hverju ber hún ekki virðingu fyrir nokkrum sköpuðum hlut? Ann- að hvort vill hún fá peninga, án þess að nenna að vinna fyr- ir þeim, eða hún kastar sjer út í einhverja vitleysu, án þess að hugsa um afleiðingarnar. Og enn spyr jeg sjálfan mig: hver er ástæðan? Getur það verið, að ....“. Alt í einu stökk Middleton á fætur. Hendur hans skulfu og það var tryllingslegur glampi augum hans. „Hver er ástæðan? Jeg skal segja yður, hver ástæðan er! Það eruð þjer! Já, þjer!“ öskr- aði hann. Hann skjögraðist í áttina til Winkworth og andartak hjelt jeg, að hann ætlaði að berja hann. „Þjer!“ hvæsti hann, „og yðar líkar — þessir svínfeitu, sj álfbyrgingslegu karlar, sem sitja í hægindastól og tala um England eins og sína einkaeign. Það eruð þjer, karl minn, þjer og ekkert annað!“ Winkworth starði á Middle- ton með opinn munninn af undrun og skelfingu. Sá síðar- nefndi rak upp sinn stutta, snögga hlátur og hjelt áfram: „Unga kynslóðin þarf ekki að glíma nema við eitt vanda- mál: hvernig getur hún fárið að því að losna við yður og yð- ar líka? — Drottinn minn dýri — hvað þjer hafið gert yður að miklu fífli! Hjerna hafið þjer snúist í kringum þessa konu, skriðið fyrir henni, smjaðrað fyrir henni — aðeins vegna þess, að hún á peninga! Þjer látið hana hafa yður að ginn- ingarfífli! Mjer er sama — haldið þjer bara áfram hunda- kúnstum yðar, en þjer skuluð láta það vera að hnýta í drykkjumenn í nærveru minni. Þjer væruð nær guði en þjer eruð, ef þjer kynnuð að drekka“. Hann sneri sjer frá honum og leit í kringum sig í herberg- inu. „Nú er jeg farinn — og þetta er í síðasta sinn, sem jeg sje nokkurt ykkar. í þetta sinn er mjer alvara. Og jeg er viss um, að það var andskotinn sjálfur, sem rjeði því, að jeg kyntist þessum svikara, Scrivener“. Hann hló aftur og reikaði út úr herberginu. Allra augu mændu á Wink- worth. Það var eins og hann hefði minkað. Hann var alt í einu orðinn svo skelfing lítill og vesældarlegur. Árás Middle- ton hafði verið svo snögg, ó- vænt og heiftúðug, að hann hafði ekki getað neina vörn sjer veitt. Hann ljet fallast niður í stól og starði á okkur með kátleg- um vandræðasvip. Eina mann- eskjan, sem gat komið honum til hjálpar, var Francesca, og hún naut þess bersýnilega að draga það dálítið á langinn. Loks, þegar þögnin var orðin óbærileg, sagði hún huggandi: „Þjer eruð ekki sá fyrsti, sem verður fyrir barðinu á Middleton. Wrexham varð vitni að því hjerna um daginn, að hann jós yfir mig skömmun- um“. „Yður!“ Winkworth reis á fætur. „Kæra frú Bellamy, ef því er svo farið ....“. Hann þagnaði. Hann virtist stækka aftur. Hann rjetti úr sjer og þandi út brjóstið, og með hægri höndinni fálmaði hann eftir loníettunum. Þegar hann tók til máls aftur, var rödd hans eins og hún átti að sjer. „Ef því er svo farið, þá eru móðganir hans gullhamrar“. Síðan sneri hann sjer að mjer og spurði valdsmannslega: „Hver er þessi náungi?“ „Vinur Scrivener“, svaraði jeg. „Það hryggir mig að heyra“, sagði hann. „En til allrar ó- hamingju, frú Bellamy, þá virð' ist skjólstæðingur minn hafa sjerstaka ánægju af því að gefa sig að grunsamlegum mönn um, sem standa honum langt- um neðar að mannvirðingu“. Hann ætlaði að halda áfram, en Francésca tók fram í fyrir honum. „Jeg vissi, að þjer mynduð ætla að segja okkur eitthvað um herra Scrivener“. Hún brosti blíðlega til hans. „Jeg er ekki að fara fram á, að þjer ljóstið neinu upp sqm lögfræð- ingur hans — jeg þekki yður of vel til þess að vita, að það myndi yður aldrei detta í hug — en jeg er viss um, að þjer gætuð gefið okkur einhverjar upplýsingar um hann, ef þjer aðeins vilduð. Allir, sem hjer eru inni, hafa ástæðu til þess að hafa sjerstakan áhuga á honum'1. „Já — ef jeg gæti aðeins tal- að í fullri einlægni“, hrópaði Winkworth og gaut augunum til Francescu, eins og hann vildi gefa í skyn, að ef þau gætu talast við einslega, þá myndi hann ekki leyna hana neinu. „Jeg hefi þekt skjólstæðing minn í mörg ár, og gefið nánar gætur að honum, og jeg er á því, að jeg skilji hann“. Síðan hjelt hann langa ræðu um æsku Scrivener, sagði frá föður hans og frænda, skýrði frá, hvernig á því stæði, að hann væri svona undarlegur og hyrfi oft snögglega. Hann gaf í skyn, að hann hefði oftar en einu sinni bjargað honum úr miklum vanda. Hann lauk máli sínu með því að segja: „Hann er barn sinna tíma, frú Bellamy. Hann er þreyju- laus, óánægður, órólegur. Hann hafnar öllu, sem honum er boð ið. Hann gerir tilraunir ....“. „Haldið þjer, að hann geri tilraunir?" flýtti Francesca sjér að spyrja. „Já, jeg er hræddur um það“, svaraði Winkworth, hryggur í bragði. „Og hann verður mjög fljótt leiður á til- raunum sínum“. „Heyrið þjer!“ sagði Rivers alt í einu, eftir að hafa setið steinþegjandi í nær klukku- tíma. „Middleton kallaði Scriv ener svikara. Jeg er ekki viss um, að hann hafi rangt fyrir sjer í því. Hvað segið þjer um það?“ spurði hann og sneri sjer að Winkworth, „Haldið þjer, frú Bellamy, að ástæða sje til þess að skeyta um nokkuð af því, sem mann- kerti það sagði?“ spurði Wink- worth, og ljet sem Rivers væri hvergi nálægur. „Nei — það held jeg ekki“, svaraði hún brosandi, án þess að líta í áttina til Rivers. Winkworth tók aftur til málíi, en í þetta sinn greip Francesca oft fram í fyrir honum. Á tæp- um hálftíma tókst henni að veiða upp úr honum nær alt, sem hann vissi um Scrivener. Þegar ekki var meira á hon- um að græða, dró hún mig inn í samræðurnar og seinna Pál- ínu. Rætt var um Scrivener fram og aftur góða stund. Svo sagði Pálína alt í einu, þegar hlje varð á samræðunum: „Við tölum um hann eins og hann væri dáinn“. LISTEfiííNE RAKKREM Stríðsherrann á Mars 2) renyja&aya. Eftir Edgar Rice Burrough*. 62. Rjett fyrir framan vagnlestina reið aðkomukonungur- inn einn saman á alhvítum thoat, — en slíkur litur á þeim leiðskjótum er óvenjulegur mjög og á eftir vagnlestinni komu stórar fylkingar af byssuberum, spjótmönnum og sverðbúnum hermönnum. Þetta var vissulega mjög til- komumikil sjón. Ef maður tekur undan einstaka öskur í reiðum thoat, eða murr í zithidar, var fylking þessi algjörlega hljóð- laus. Reiðskjótarnir hafa ekki hófa, og hjólin á vögnun- um hafa hjólbarða úr teygjanlegu efni, svo að ekki heyr- ist hið minsta, er þau veita eftir veginum. Stundum heyrist hlátur konu eða barns, því rauðu Marsmennirnir eru fjörugt, kátt og lífsglatt fólk, sem ann skemtunum og samvistum við aðra menn, — alger and- stæða við hina kuldalegu og þvermóðskufullu grænu menn. Hirðsiðir þeir og umstang, sem heyrði til, er tveir höfðingjar mættust, tóku fulla klukkustund, og svo sner- um við við, og öll hersingin hjelt áleiðis til Kaol, og kom fylkingarbroddurinn þangað, er rökkva tók, en mjög mun hafa farið að nálgast morgun, er hinir síðustu í lest- inni fóru inn um borgarhliðið. Sem betur fór, var jeg framarlega í fylkingunni, og eftir hina miklu kvöldveislu, sem jeg var í ásamt öðrum herforingjum, var mjer frjálst að leita hvíldar. Það gekk svo mikið á í höllinni alla þessa nótt, þar sern sífelt voru að koma göfugir menn úr fylgdarliði hins tigna gests, að jeg vogaði mjer ekki að leggja út í að reyna að leita að Dejah Thoris, og fór því í herbergi mitt, eins fljótt og jeg gat siíkt vegna hæverskunnar við þá, sem með mjer sátu veisluna. Þegar jeg gekk eftir göngunum til herberja þeirra, sem jeg svaf i, fannst mjer allt í einu, að einhver væri að fylgj- ast með ferðum mínum, svo jeg sneri mjer snögglega við, og þá sá jeg einhverjum bregða fyrir, um leið og hann skaust inn í hliðargöng. Þótt jeg hlypi eins og leiftur þangað, sem jeg hafði sjeð Hver skilur þá? Fylliraftur: — Við komum seint heim í nótt í morgun. Annar fylliraftur: — Það er alt í lagi. Við sofum bara þang að til í kvöld á morgun. 'k Golf er ákaflega líkt hjóna- bandinu. Það er afar auðvelt í augum þeirra, sem aldrei hafa reynt það. ★ Skoti og Gyðingur gengu saman á götu. Gyðingurinn beygði sig niður og tók upp 25-eyring, sem lá á götunni. — Skotinn tók ofan gleraugu sín og fægði þau. ★ Maður skimaði í allar áttir í fatadeildinni. Afgreiðslumað- ur snýr sjer að honum og spyr: „Eruð þjer að leita að karl- mannsfötum?“ „Nei, jeg er að leita að kven- mannsfötum, og konan mín er meira að segja í þeim“. ★ Kaupmaður nokkur var að verða gjaldþrota vegna þess, hve viðskiftavinir hans greiddu lítið* af skuldum sínum. Þar sem hann hafði heyrt mikið um verslunarvisku Gyðinga, gerði hann mann af þeim kynstofni verslunarstjóra hjá sjer. Það leið ekki iangur tími þar til peningar fóru að streyma að versluninni. Skuldunautarnir voru farnir að borga. Kaupmað urinn varð sem von var glaður yfir þessum umskiftum, og_ spurði Gyðinginn, hvernig hann færi að því að láta mennina greiða. Gyðingurinn svaraði með því að rjetta húsbónda sín um eftirfarandi innheimtu- brjef: „Jónsson kaupmáður hefir miklar áhyggjur vegna við- skifta yðar við hann. Hann hef ir tjáð mjer, að þjer hafið ekki enn borgað skuld yðar við verslunina og falið mjer að inn heimta hana. Þjer eruð sannkristinn mað- ur. Stendur það ekki í biblí- unni, að menn skuli ekki skulda nokkrum neitt, en samt skuld- ið þjer Jónsson kaupmanni all háa upphæð. Jeg hefi orðið var við, að þjer hafið kallað mig ýmsum móðgandi ónöfnum, og jeg hefi þagað yfir því, en ef þjer hafið ekki greitt skuld yð- ar hjá Jónsson kaupmanni inn- an þriggja daga hjer frá, legg jeg fyrir yður eina spurningu: Hver er guðleysingi, þrjótur og þjófur? Yðar Isac Levy“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.