Morgunblaðið - 08.11.1945, Side 7

Morgunblaðið - 08.11.1945, Side 7
Fimmtudagur 8. nóv. 1945. MORGUNBLAÐIÐ J ^:-:*<*<*<*<*<*<*<**>*>*>*>*><~><*<*<><*<*-v<*<*<*<*<*<k**>:k*<*<*<*<*<*<*<**><**>*v<**:**><*<»<*<**>*><*<*<*<»*><**:* t**x**><*<*<*<*<*<*<*<*<*<*<*<**:**:*<*<*<*<*<*<*<*<*<*<*<*<*<*<*<*<**>:**><*<*<*<*<*<*<~:*<«:~:**x**x**:*<*<*<*<*<**>*> ^-J\uenhjóÉin oa ^JJeirn iíi(f Yvonne de CauHe —- j-remita lona ii/aiiia/uls Eftir R. E. Porfer VIÐ KONNUMST áreiðan- lega öll við de Gaulle, sem nú er æðsti valdamaður Frakklands. En hvernig er konífn, sem dyggi- lega barðist við hlið hans á ör- lagaríkustu tímum frönsku þjóð arinnar — Yvonne de Gaulle? Nokkrum dögum eftir að Par ís varð frjáls á ný, hringdi sím inn hjá ýmsum hershöfðingja- frúm borgarinnar, og þægileg konurödd sagði: „Halló? þetta er Yvonne — já, Yvonne de Gaulle. Munið þjer eftir mjer? Þjer búið víst ekki svo vel, að geta lánað mjer eitthvað af gömlum húsgögnum, sem þjer ekki notið — borð, stól, eða eitt hvað því um líkt ... . ? Þennan sama dag hafði Yvonne de Gaulle, fremsta kona Frakklands, haldið innreið sína í París, í kyrrþey. Henni hafði verið fengið til umráða hús í Neuilly. En Þjóðverjar, sem höfðu notað húsið hernámsárin, höfðu flutt öll húsgögnin á brott, svo að frúin varð að leita á náðir vina sinna, til þess að geta búið bónda sínum, æðsta manni Frakklands, sómasam- legt heimili. -—• Fram til þessa hefir fátt verið rætt og' ritað um Madame de Gaulle af þeirri einföldu á- stæðu, að menn vita mjög lítið um hana. Hún er mjög hljedræg kona og lítt um það gefið að koma fram á opinberum vett- vangi. En hún er elskuð og virt af vinum sínum og maður henn ar metur hana mjög mikils, sem sjá má af því, að hann ljet það verða sitt fyrsta verk, þegar hann var kominn í valdasess, að veita frönskum konum kosn- ingarjett. Á flótta yfir Ermasund. De GAULLE hjónin eiga þrjú börn: Philippe, sem er liðsfor- ingi í her Leclerc hershöfðingja, og mjög líkur föður sínum, Elísabeth, sem stundaði nám við háskólann 1 Oxford, meðan. hún dvaldi landflótta 1 Englandi, og Önnu, sem er fötluð. Um það leyti, sem Frakkland var að gef ast upp, dvaldi frú de Gaulle með börn sín í Brest. Hún hafði ekkert frjett af manni sínum lengi og hafði ekki hugmynd um, hvað hann ætlaðist fyrir. En hún þekti hann nógu vel til þess að vita, að hann myndi aldrei hætta að berjast fyrir Frakkland. „Jeg geri ráð fyrir, að faðir ykkar sje í Englandi“, sagði hún við Philippe, son sinn“. — Við munum einnig gera alt, sem við getum til þess að komast þangað. . “ Ffú de Gaulle og börn henn- ar voru meðal síðustu flótta- mannanna, sem komu til Plymouth. Elísabeth var sífelt að spyrja móður sína, hvernig hún ætlaði að fara að því, að finna pabba innan um alt fólk- ið í Englandi. „Jeg veit ekki, hvernig jeg fer að því“, svaraði móðir hennar. „En jeg er viss um, að við höfum einhvern veg inn upp á honum“. Og Madame de Gaulle hjelt kyrru fyrir í þrjá daga, áður en hún ljet mann sinn heyra frá sjer, en þá var hann orðinn leiðtogi frjálsra Frakka. Fremsta kona Frakklands er mjög feimin. ÞÓTT Yvonne de Gaulle sje í dag fremsta kona Frakklands, er ekki hægt að segja, að hún láti neitt til sín taka á opin- berum vettvangi. Hún lætur sjer nægja það starfssvið, sem heimilið markar henni og held ur áfram að búa til matinn og vinna heimilisstörfin sjálf, þótt ótal yngismeyjar í Frakklandi sjeu óðfúsar á að ganga í þjón- ustu hennar. Það er aðeins ör- sjaldan, sem hún lætur sjá sig í opinberum veislum eða öðr- um slíkum hófum. Og allir, sem eitthvað þekkja til hennar, eru á einu máli um það, hve feim- in hún sje og hve erfitt hún eigi með að gefa sig á tal við ókunn uga. I því svipar henni mjög til manns síns. Mörgum finnst hann fáskiptinn og leiðinlegur fyrst í stað, en þegar er eitt- hvað ber á góma, sem hann hef- ir áhuga á, verður hann ræðinn og skemmtilegur. Ef einhver spyr vini de Gaulle hershöfðingja að því, hverjum augum hann líti á konu sína, verður svarið: „I augum Charles er hún besti vin urinn, sem hann á“. Varist Hjótiærni á vali hatta r íí:'"' fc.-Í .Y . • ■ >| t <. ; Þetta snotra og hentuga höfuðfat, sem þið sjáið á myndinni lijer fyrir ofan er búið til eftir fyrirmynd hins fræga kvenhattasjerfræðings, Chanda. Hatturinn sjálfur er brúnn að lit, en böndin græn. Böndin má hafa á marga vegu, og á myndinni til hægri er sýnt, hvernig búinn er til úr þeim „túrban“. ÞEGAR þjer veljið yður hattl við nýju vétrarkápuna, þá skul J ið þjer um fram allt ekki vera fljótfærin. Látið ekki duglega I en hafa á tilfinningunni, að mað ur sje með of áberandi höfuð- fat. Chanda, frægur kvenhatta- og mælska búðarstúlku telja yð sjerfræðingur, sem áður starf- ur á, að kaupa einhvern fárán- aði hjá Hattie Carnegie, en hef- legan hattkúf, aðeins vegna ir nú komið á fót eigin fyrir- þess að hann er „móðins“, sem tæki, heldur því fram, að allar þjer eruð svo ef til vill orðnar konur, sem kunni í raun rjettri dauðóánægðar með, þegar þjer að klæða sig smekklega, hafi í- farið að skoða hann í betra næði mugust á hverskonar öfgum 1 heima hjá yður. | klæðaburði, haldi sig við ein- Þegar þjer veljið yður nýjan faldan og látlausan búning. — hatt — eða yfirleitt hvaða fat Hann ráðleggur konunum, að og sem er — þá verðið þjer fyrst og fremst að hafa í hyggju, hvort hann fer yður vel. í öðru lagi — ef þjer eruð þá ekki ein þeirra kvenna sem vitið ekki hatta yðar tal — hvort hann er hentugur og fer vel við fleiri en eina kápu. Og í þriðja lagi hvort yður fellur vel við hann, því að það er ekkert ónotalegra, athuga sig vel í stórum spegli, áður en þær kaupi sjer hatt. Vitið þjer— — að sumsstaðar í Frakk- landi og Ítalíu er það gömul þjóðtrú, að stúlka fái rósrauðar kinnar, ef hún grafi einn dropa af blóði sínu undir rósatrje. Varaiitasaín KVENNASIÐUNNI hefir bor ist bókin „Ábætisrjettir og kök ur“. Það er allra myndarleg- asta rit, 120 blaðsíður að stærðl í Skírnisbroti. Skiftist bókin í sjö kafla, er heita: Ábætisrjett- ir, Hlaup, Ávaxtagrautar, Sós- ur með ábætisrjettum, ísbúð- ingar, Kökur sem ábætisrjett- ir og Bökun. Bókin er þýdd úr matrelðslu bók frú Henriette Schönberg Erken: Stor Kogebog for större og mindre Husholdninger. Þýð andans er eigi getið. Bókin er prentuð á ágætan pappír, prýdd mörgum mynd- um og er frágangur allur hinn snyrtilegasti. — Bókaútgáfan Logi, Reykjavík, gefur bókina út. Fegrun og snyrting. Varaliturinn. í Ameríku þykir ungu stúlk unum það ganga glæpi næst, ef varaliturinn er ekki í samræmi við litinn á kjólnum. Þessvegna hafa á síðari árum verið fram- leidd fleiri og fleiri litbrigði af varalitum, en þar eð framleið endur hafa sjeð, að það getur orðið nokkuð dýrt fyrir stúlk- urnar að kaupa altaf nýjan vara lit í hvert sinn sem þær fá sjer kjól eða hatt, eru þeir farnir að senda á markaðinn ódýrt vara- litasafn í snotrum umbúðum, þar sem stúlkurnar geta fengið öll þau litbrigði sem þær þarfn ast. Geta því ijóshærðar, dökk hærðar, rauðhærðar og grá- hærðar konur fengið sitt sjer- staka varalitasafn. Unga stúlkan á myndinni hjer við hliðina á heldur á einu slíku „safni“. Munið — — að í eina einustu leðurskó, þarf 291 mismunandi efni. — að einn kvenmölur, ásamt fjölskyldu, getur á einu ári eyði lagt jafnmikla ull og fæst af tólf kindum. — að blekblettum af fingrum er hægt að ná af með því að bleyta endann á eldspýtu, og núa blettina vel með henni. Þvo síðan með sápu og vatni. 1 Hvenskór Kveninniskór Karlm.-inniskór Barna- og unglingaskór Skóverslunin 1 Framnesveg 2. Sími 3962. l■mllllllmmlllllmmuuuumHlumuluuulUUUu» 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.