Morgunblaðið - 08.11.1945, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. nóv. 1945.
MORGUNBLAÐIÐ
9
ÁTÓMSPRENGJUR OG STJÖRNMÁL
ÞAÐ var ómögulegt ann-
að en umræðurnar, er fóru
fram um atómsprengjuna í
lávarðadeild breska þings-
ins, yrðu ófullkomnar og lítt
tæmandi, því breska stjórn-
in getur enn ekki kynt til
fulls stefnu sína á þessu
sviði. Allt það, sem lávarða-
deildin gat gert að þessu
sinni, var að láta í ljós mik-
inn kvíða, þann, sem upp
hefir komið, ekki aðeins hjer
á Bretlandi, heldur um
heiminn allan, vegna hinna
óskaplegu möguleika þessa
vopns, sem getur náð eins (
langt fram í tímann, eins og
vopn þau sem nú eru til, ná,
aftur í fortíðina. Cherwell!
lávarður hafði áreiðanlegaj
á rjettu að standa, er hann(
afneitaði þeirri hugmynd, I
að hið nýja afl gæti sloppið
úr hömlum og orkað engu'
minna en gjörevðingu þessa!
hnattar. Vísindamennirnir j
eru fullvissir þess, að svo!
vel viti þeir, hvað þeir sje í
að gera, að slíkt komi ekki I
til greina. Enn eru að vísu;
órannsakaðir ýtrustu mögu!
leikar kjarnorkunnar, en1
enginn alvarlegur efi er á;
því, að hægt sje að halda afl j
inu í skefjum, og verja til!
nytsamlegra hluta engu síð- j
ur en til eyðingar. Það er}
mikil ógæfa, að fólki skuli
ekki hafa verið kyntar nið-
urstöður rannsókna þeirra,
er Rutherford framkvæmdi
í Cambridge fyrir hálfum
mannsaldri, áður en fregn-
in barst um árásina á Hiros-
hima. Auðvitað hlutu frá
því augnabliki, augu mann-
kynsins að beinast að hin-
um nýju eyðingaröflum, er
alt í einu var svift af leynd-
arhjúpnum, og við höfum
verið varaðir við því, að
eyðing sú, sem varð í Hiros-
hima og Nakasaki. myndi
ekki verða neitt samanborið
við það, sem orðið mvndi
geta í nýjum ófriði. Afl at-
ómsprengjunnar, stærð
hennar og þær vegalengdir,
sem hægt er að senda hana,
þegar maður hugsar um hve
langt rakettutæknin er kom
in, virðist því nær ótak-
markað. — Engin stórborg
neinsstaðar getur átt í von-
um að komast hjá gjörevð-
ingu. Ef styrjaldir eiga að
halda áfram, og ef atóm-
sprengjan með öllum sínum
hryllilegu möguleikum á að
verða aðili í slíkri stvrjöld,
þá er blákaldur sannleikur-
inn sá, að menningin, eins og
hún er í dag, verður ekki til
lengur.
Hver áhrif hefir þessi
staðreynd?
HVAÐA áhrif hefir þessi
hryllilegi sannieiki á hugi
manna? Aðeins að spyrja
þeirrar spurningar, er að
leggja áherslu á það, hversu
órökrænir menn eru yfir-
leitt. Væru þeir rökrænir,
ljetu aðeins stjórnast af
rökvísi og blákaldri skyn-
seminni, þá myndu þeir
ákveða, að hvað sem það
kynni að kosta, yrði að af-
nema styrjaldir fyrir fullt
og allt, og mannvitið yrði að
1111 ■ i ■ 11111 ■ i • 1111111 ■ 111 ■ ■ i ■ 11111 ■ 1111111111 ■ ■ 11 ■ 111 ■ i ■ 1111 ■ 11 ■ i ■ ■■ 11 ■ 11 ■ i ■ ■ ■ ■ 1111 ■ ■
ii l■lll■lllll■ll■llll 111111111 iii
Eftirfarandi grein er þýdd, nokkuð stytt
úr hinu kunna breska vikublaði „The Specta-
tor”. — Greinin er komin frá blaðinu sjálfu og
sýnir stefnu þess og skoðun í atómorkumálun-
um. Oss finst hun eiga skilið að komast fyrir
almenningssjónir, án þess að Morgunblaðið á
nokkurn liátt geri skoðanir hennar að sínum í
ölíum atriðum.
beina atómorkunni inn á
nýjar brautir til gagns fyrir
mannlega velferð. Vissulega
verður þetta gert. Vísinda-
menn halda fram, að hægt
verði að knýja áfram ýms-
ar vjelar með orku þessari,
t. d. járnbrautarlestir, e. t.
v. bifreiðar. Ekki er enn
neitt vitað um kostnaðar-
hliðina við slík fyrirtæki. —
Þjóðir, sem enn treysta að
miklu leyti á kol, vita ekki
hvort þetta brevtir aðstöðu
þeirra. En allt þetta kemur
og máske fyrr en vísinda-
mennirnir sjá ennþá. En á
meðan er önnur notkun át-
ómorkunnar staðreynd. At-
ómsprengjan er staðreynd,
og ber eins og svart óheilla-
ský við sjóndeildarhring
mannkynsins. Því mann-
kynið hefir of lítið traust á
sjálfu sjer sem heild, til
þess að trevsta því, að eina
skilyrðið til frelsunar, samn
ingur um það, að atóm-
sprengjunni skuli aldrei
framar beitt í styrjöld,
verði í heiðri haldið. — En
maður skyldi ekki ypta öxl-
um yfir möguleikunum á
slíkum sáttmála. Það eru lög
í hernaði, sem hafa, að sumu
leyti vegna mannúðar, að
öðru levti vegna ótta við ár-
angurinn, hafa verið haldin
í heiðri, jafnvel í hinu geysi
harða stríði, sem nú er ný-
lokið. Það, að eiturgasi
skyldi ekki vera beitt þá,
:styður hjer mál vort. En
hitt, að hætta notkun atóm-
' sprengjunnar er ekki hægt
1 að því er virðist, nema að
hætta við stríðið sjálft. Það
sem mannkynið þarf að
spyrjá um nú, meðan undir-
búningur undir stofnun
hinnar nýju þjóðasamkundu
stendur sem hæst, er hvort
það sje ómögulegt. Ef svo
reynist, verður mannkynið
ekki lengi svo statt, að það
geti spurt sjálft sig neinum
frekari spurningum.
Vonirnar byggjast á sátt-
málanum.
ÞAÐ er mannanna sjálfra
að ákveða, hvernig þetta
fer. Cartwell lávarður gerði
lítið úr hugsjónum manna í
þessu efni, og satt er það, að
mannlegar ástríður, metorða
girnd og græðgi, geta rekið
þjóðir út í styrjöld, hverjar
sem afleiðingarnar verða. —
En hitt, að atómsprengjan
hefir gert enn óhjákvæmi-
legra að koma í veg fyrir
stríð en áður, er gefið mál,
nema þá því aðeins að þjóð-
irnar hafi sleppt sjer alveg.
Að segja það, að sprengjap
ónýti sáttmála hinna sam-
einuðu þjóða, er hreinasta
vitleysa. Þvert á móti ger-
ri hún það að verkum, að
sáttmálinn er eina vonin um
björgun mannkyninu til
handa. Vissulega getur sátt-
málinn verið ófullkominn,
en í honum sjálfum felast
tillögur til úrbóta. Það er
nú svo, að skjöl skapa í
sjálfu sjer aldrei neitt ör-
yggi, en ef mannkynið vill
hætta við styrjaldir, þá verð
ur það að hafa lífsreglur, og
reglur um það að útkljá
deilur sínar með öðru móti
en að vegast með vopnum.
í San Franeisco voru slíkar
reglur settar, ef heimurinn
vill nota sjer þær. Og hver
segir að þjóðirnar vilji það?
Jú, það er hægt að segja
með fullu öryggi að því er
virðist. Öll stórveldin hafa
skuldbundið sig til þess að
heyja ekki styrjöld framar.
Hversu hátíðlegt það loforð
er, verður ekki sagt, nema
aðeins það, að þjóð, sem er
ákveðin í því að fara í styrj-
öld, skeytir ekki slíku lof-
orði hið minnsta. Ef þjóðir
eru aðeins skuldbundnar til
þess að heyja ekki strið, en
ekki einnig til þess að halda
uppi og auka stöðugt sam-
vinnu um friðarmarkmið,
verður styrjaldarhættan
eins mikil og nokkru sinni
fyrr. •
Þeir, sem hafa og hafa ekki.
VEGNA þessa eru tvenn-
ir möguleikar tengdir atóm-
Þar sem atomsprengjan íjell
ÞESSI mynd var tekin, þar sem borgin Hiroshima einu sinni stóð. Eins og sja má á myndinni,
stendur hvergi steinn yfir steini. —
sprengjunni. í dag óttast all-
ar þjóðir á mismunandi hátt
það, að önnur þjóð hafi yfir
sprengjunni að ráða. Eins
og er, hefir aðeins ein þjóð,
Bandaríkj amenn, sprengj u
jþessa. Við Englendingar er-
um nú ekki hræddir við
Iþað. Við getum aldrei litið
!á Bandaríkin sem ágenga
þjóð neinsstaðar, og ef við
tryðum því, að leyndardóm
ur sprengjunnar yrði í fram
tíðinni í höndum Bandaríkja
manna einna, þá myndum
við líta bjartari augum á
framtíðina en við gerum. —
En auðvitað kemur það ahs
ekki til greina. Eins og sagt
var í lávarðadeildínni, eru
ekki lengur nein levndar-
mál, eða að minnsta kosti
mjög fá varðandi kjarnork-
una. Kunnátta á þeim svið-
um fer alls staðar vaxandi.
iÞótt Bandaríkin ein ættu
Inægileg hráefni og annað,
!sem með þyrfti til .fram-
jleiðslu sprengjunnar, þá er
(alveg víst, að aðrar þjóðir,
t. d. Sovjetríkin. eru ekki
svo óralangt á eftir. — En
meðan Rúsar eru á eftir,
kemur það greinilega fram
í öllum þeirra viðhorfum og
aðgerðum. Til þess að skilja
slíkt, er nauðsynlegt að líta
á þróun Sovjetríkjanna síð-
an 1920. Byltingin, er varð
þrem árum áður, fór mjög
illa með þjóðina. Mikið los
var um skeið á stjórnmála-
og fjármálakerfi hennar. Og
þótt hún væri að nafninu til
stórveldi, stóð hún þó lengi
utan þjóðafjölskyldunnar.
Þjóðinni fannst hún ekki
vera jafnoki neins annars
stórveldis, fyrr en eftir sig-
urinn við Stalingrad, og síð-
anþá, ekki þó síst eftir stríðs
lokin, hefir Rússum stöðugt
fundist nauðsynlegt að láta
mikið á stöðu sinni bera, og
ekki notað sem fínust meðul
oft og tíðum, til þess að
r£yna að berja inn í aðrar
þjóðir, að þeir væru stór-
veldi. Og hver áhrif hefir
það á jafnskapvonda þjóð að
sjá annað stórveldi hafa í
fórum sínum úrslitavopn í
hernaði, leyndarmál, sem
neitað er að láta, jafnvel
bandamenn hennar hafa? -—■
Svarið um það, hve áhrif
þetta hefir, hafa Rússar sýnt
nógsamlega í síðustu stjórn-
málaviðræðum sínum.
Engu er hægt að spá.
ÞAÐ er engu vissu hægt
að spá um Rússa. Nje held-
ur um framtíð sprengjunn-
ar, en oss finnst það eiga að
vera öryggisráð hinna sam-
einuðu þjóða, sem eigi að
' hafa eftirlit með sprengj-
unni. Það á að sjá um ,að
jengar sprengjur sjeu fram-
leiddar neinsstaðar nema
þar, sem þær þegar hafa ver
ið framleiddar, og að sú verk
smiðja verði aldrei notuð til
þess að framleiða sprengjur
handa neinni sjérstakri
þjóð, ekki einu sinni Banda-
ríkjunum sjálfum. Ráðið er
að vísu ekki til enn, en hin-
ir fimm aðalfulltrúar þess
hafa verið útnefndir. Þetta
Framhald 4 bl8. 12