Morgunblaðið - 22.11.1945, Síða 6

Morgunblaðið - 22.11.1945, Síða 6
6 MORGUNBLAÐYB Fimtudagur 22. nóv. 1945. mifrbiMb Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Spor í rjetta átt Á SÍÐASTA Alþingi var samþvkt svohljóðandi þings- ályktunartillaga, sem Bjarni Benediktsson boígarstjóri hafði borið fram: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta athuga rneð hverjum hfetti best verði af opinberri hálfu greitt tyrir byggingu íbúðarhúsa í kaupstöðum, kauptúnum og sveitum landsins. Skal stjórnin svo fljótt sem kostur er láta afla gagna um þá tækni í húsbyggingum erlendis, sem þar hefir rutt sjer til rúms hin síðari ár og líkur væru til, að okkur mætti að haldi koma. Þá skal stjórnin og leita álits Qg tillagna byggingafróðra manna hjer á landi um nýja tilhögun við húsagerð, er íeiða mætti til þess að byggingum skilaði fljótar áfram og drægi jafnframt úr kostnaðinum. Ennfremur skal ríkisstjórnin láta taka til endurskoð- unar löggjöf þá, sem nú gildir um byggingarmál í landinu. Verði athugun þessa máls hraðað sem mest, svo að stjórnin geti sem fyrst lagt fram álit og tillögur um málið“. t Þetta var þingsályktunartillaga borgarstjórans, sem síðasta Alþingi samþykti. ★ Fjelagsmálaráðherra, Finnur Jónsson, hefir brugðist skjótt og vel við þeim atriðum þingsályktunarinnar, sem heyra undir hann sjerstaklega. Að tilstuðlan hans er nú komið fram á Alþingi frumvarp „um opinbera aðstoð við byggingu íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum". Er þetta mikill lagabálkur, í fjórum köflum, alls 49 greinar. Frumvarpið er bygt upp þannig, að auk einstaklinganna verði það byggingarfjelög verkamanna og byggingar- samvinnufjelög, sem annast byggingarframkvæmdir. Er i frv. steypt í eina heild öllum lagaákvæðum um stuðn- ing hins opinbera við íbúðabyggingar í ka'upstöðum og kauptúnum. Tveir fyrstu kaflar frv. fjalla því um verkamannabústaði og byggingarsamvinnufjelög, þar sem endurskoðuð eru gildandi lög um þetta efni. Þriðji kafl- inn er um íbúðabyggingar sveitarfjelaga (í kauptúnum) og fjórði kaflinn um skiftingu byggingarefnis og eftirlit af hálfu ríkisvaldsins með byggingarmálum þeim, sem lögin tak-x til. Byggingarfjelög verkamanna hafa verið óstarfhæf um nokkurt skeið, vegna þess að þau hafa ekki fylgst með þróuninni. Stefnan í frv. er sú yfirleitt, að stuðningur ríkisins við byggingaframkvæmdir er aukinn verulega, frá því sem nú er. Einnig eru gerðar meiri kröfur til annara aðila, sem hjer eiga hlut að máli. í greinargerð frv. er mikill og margskonar fróðleikur. T. d. segir þar, að skýrslur sýni, að um 1000 íbúðir sjeu í byggingu á þessu ári í kaupstöðum og kauptúnum landsins og eru % þeirra í Heykjavík. Þetta frumvarp fjelagsmálaráðherrans er árangur margra ára baráttu borgarstjórans í Reykjavík, í þá átt, cið fá ríkisvaldið til þess að sinna meir byggingarmálum kaupstaðanna, en gert hefir verið fram að þessu. Borg- arstjórinn hefir margsinnis bent á, að ríkisvaldinu berí að hafa samvinnu við bæjarfjelögin um lausn þessara mála. Það er í fyrsta sinn nú, að ríkisvaldið fæst til að sinna þessum málum svo nokkru nemi. Ber að þakka fjelags- málaráðherra fyrir aðgerðir hans. Því að þótt ýms atriði í frumvarpi ráðherrans kunni að orka tvímælis, er það vafalaust til stórra bóta. Mestu máli skiftir þó, að hjer viðurkennir ríkisvaldið skyldu sína. Viðu.rkennir, að því ber ekki að vera að- gerðalaust, þegar um það er að ræða, að koma upp holl- um íbúðum fyrir landsfólkið. Vonandi fæst nú heilbrigð bróun í þessi mál, sem leiðir til vitu.rlegra framkvæmda. \Jiluerji ólrij-at': ÚR DAGLEGA LlFINU Ný herferð. LÖGREGLAN okkar er skömm uð nóg, þótt þess sje getið, sem hún gerir vel, og ekki verður því neitað, að þó mistök eigi sjer stað hjá lögreglunni, eins og öðr um mannlegum fyrirtækjum, þá er það margt, sem lögreglan ger ir gott og vel. Þessa dagana hefi jeg sjeð út um gluggann minn í Austurstræti að lögregluþjónar hafa gengið fram og aftur um strætið með minnisbók og blýant og ^krifað upp númer á bílum, sem lagt hefir verið ólöglega við gang- stjettina. Sumir bílarnir eru þversum á götunni, eins og veg- farendur hafa vafalaust tekið eftir. Þessi nýja herferð lögreglunn- ar kemur ekki vonum fyrr. Bíla- eigendur verða að læra að nota bílastæðin, áður en þeir stöðva eða torvelda umferð í heilum götum, með því að leggja bílum sínum eins og þeim sýnist, eða þægilegast er í það og það skift- ið fyrir þá persónulega. 0 Umferðin gæti verið miklu öruggari. UMFERÐIN gæti verið mikið öruggari en hún er hjer á landi, ef bifreiðastjórar og vegfarendur þrjóskuðust ekki við að fara eft- ir settum reglum. Það kemur oft fyrir, að fótgangandi menn ana yfir umferðarbrautir, án þess að líta til hægri nje vinstri. Sumir gera þetta af aulahætti, en aðrir af þrjósku. „Jeg á eins mikinn rjett á brautinni eins og hann“. „Altaf halda þessir bílstjórar, að þeir eigi götuna". Þannig hugsa margir. En þrjóskan kemur að litlu gagni, þegar menn eru komn ir slasaðir í sjúkrahús. Alveg sömu söguna er að segja um marga bifreiðastjóra: Þeir taka ekki neitt tillit til þess, hver á rjettinn. Bara um að gera að komasf áfram á sem skemstum tíma og bölva þeim, sem þeir telja vera í vegi fyrir sjer. Undarlegt að ekki skuli þó verða fleiri slys á gatnamótum hjer, eins og bifreiðastjórar aka margir óvarlega fyrir horn. í þeim efnum gætu íslenskir bif- reiðastjórar tekið þá amerísku sjer til fyrirmyndar. Þeir nema ávalt staðar við horn og gæta að, hvort annara farartækja er von og beygja síðan. — Það mun ekki vera ákvæði, sem mæla þannig fyrir í bifreiðalögunum, en sje það ekki þar skráð, þá er það ókvæði, sem vantar. Því það er mikið öryggisatriði, að bif- reiðastjórar nemi staðar áður en þeir aka fyrir horn. # Pantaðir aðgöngu- miðar. ÞEIR, sem hafa það starf með höndum að selja aðgöngumiða að hljómleikum og öðrum skemtun um, eru alveg að gefast upp á að taka frá pantanir. Menn eru orðn ir svo kærulausir með að sækja pantanir, að það hefir komið fyr ir, að pantaðir aðgöngumiðar að vinsælum skemtunum hafa alls ekki verið sóttir og þeir, sem aðgöngumiðana selja, hafa setið eftir með þá óselda, vegna þess, að búið var að auglýsa, að allir miðar væru uppseldir að viðkom andi skemtun. Það eru vitanlega ekki annað en svik að sækja ekki aðgöngu- miða, eða annað, sem búið er að láta taka frá fyrir sig. Þegar það fer að verða algengt, að menn láti taka frá fyrir sig aðgöngumiða og sækja þá ekki, þá er ekki nema eitt að gera og það er, að þeir, sem að skemt- anahaldi standa, taki sig saman um að afnema með öllu pant- anir. Það er ekkert rjettlæti í því, að teknir sjeu frá bestu mið arnir með pöntunum, en þeir, sem tilbúnir eru að kaupa strax, fá annaðhvort ljelegustu sætin, eða enga miða. 0 Þrengslin í Póst- húsinu. ÞRENGSLIN í Pósthúsinu eru að verða alveg óviðunandi, bæði fyrir starfsfólkið og viðskiftavin ina. í fyrradag kom það fyrir konu, sem átti erindi í böglapóststof- una, að í þrengslunum þurfti ein hver að rjetta blekbyttu- yfir hana til næsta manns. I þrengsl- unum kom einhver við þann, sem rjetti blekbyttuna, og blek- ið slettist á yfirhöfn konunnar. Yfirhöfnin eyðilagðist með öllu, því engin fatahreinsunarstofa í bænum treysti sjer til að hreinsa flíkina. Það má ekki minna vera, en að fólk hafi eitthvað öryggi fyr- ir því, að flíkur þess sjeu ekki stórskemdar, þó það eigr erindi inn á opinbera skrifstofu. 0 Jóhann Svarfdæling- ur á förum. JÓHANN SVARFDÆLINGUR, hinn risavaxni, er á förum úr landi. Hann fer með Drotning- unni í kvöld. Jóhann hefði hvergi kosið að vera frekar en hjer á landi, en honum hefir ekki tekist að fá neitt að gera við sitt hæfi. Hann getur ekki unnið erf- iðisvinnu, en það eru margvís- leg ljett störf, sem hann gæti unnið. Það er leiðinlegt, ef Jó- hann þarf að flýja land vegna þess, að hann getur ekki unnið fyrir sjer heima. Jóhann mun dvelja erlendis nú um hríð, en segist ætla að koma heim aftur eins fljótt og hann getur og vonast þá eftir að þurfa ekki að fara af landinu aftur. Það væri gott, ef einhverjir ^vildu taka sig saman og útvega honum vinnu áður en hann kem- ur heim aftur, svo hann þurfi ekki að hröklast úr landi. 0 Brennivínsflaska inn um glugga. UPP Á FLESTU eru þeir farn ir að taka nátthrafnarnir hjer á götunum. Fyrir nokkrum dögum kom tóm brennivínsflaska fljúg- andi inn um glugga hjá konu einni hjer í bænum. Var það hin mesta mildi, að ekki skyldi hljót ast af stórslys. Konan brá við og gat náð númeri bílsins, sem maðurinn, er fleygt hafði brennivínsflöskunnr, var í. Ætti lögreglunni því að vera hægðarleikur að hafa upp á dónanum. En það eru nú liðnir allmargir dagar, síðan þetta var kært og enn hefir ekki, svo vit- að sje, verið haft upp á mann- inum. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI ! ■ ■ ■ ■ ■ mmmm.mMOC Loforð í 350 ár BARIST var enn í hollensku | Austur-Indíum í síðastliðinni viku. Þjóðernishreyfingin virtist nokkuð óstýrilát við leiðtoga sína. í Surabaya mistu Bretar og Indverjar 100 menn, þegar Java- búar, vopnaðir japönskum vopn- um, þar á meðal skriðdrekum, rjeðust á þá. Sokarno flaug hing að og þangað, til þess að segja mönnum sínum að hætta að berj ast. Njósnaflugmenn Breta sáu, að þjóðernissinnar drógu saman mikinn her inni á eynni, og höfðu þar meðal annars 62 japanskar flugvjelar, fóru Bretar nú að setja roeira lið á land. Mest af því voru indverskir hermenn, sem voru síður en svo hrifnir af því verki, sem þeim var falið. Sokarno bað menn sína árang- urslaust -um að hætta að berj- ast. Hubertus van Mook, hol- lenski landsstjórinn, fjekk skammir frá stjórn sinni fyrir að lítillækka sig svo, að tala við Sokarno. Hollendingar vilja ekki | missa auðugasta hluta veldis síns, gleyma því ekki, að So- karno var við völd á Java, með- an Japanar voru þar, og vilja enn alls ekki viðurkenna að Java búar hafi þroskast stjórnmála- lega undir hernámi Japana. Þeir sögðu van Mook, að hann gæti rætt við aðra leiðtoga hinna inn- bornu manna, en ekki dr. So- karno. Atburðirnir hafa þegar fært hinn vel klædda og hraðmælska Sokarno í skemtilegt einbýlis- hús í evrópiska hlutanum af Bataviu. Þar lætur hann með á- nægju taka af sjer myndir með fallegu konunni sinni og 10 mán aða gömlum syni Iþeirra. Hann gegnir engu, þegar hann er spurður um áróðursfyrirlestra sína gegn bandamönnum í út- varp, og þegar hann er intur eft ir för sinni til Japan á stríðstím- unum, segist hann aðeins hafa viðrað sig upp við Japana, til þess að þjóð hans fengi betri kjör. Ef að frjettamaðurinn held ur áfram að spyrja hann um samvinnu hans við Japana, læt- ur hann venjulega bera inn bestu góðgjörðir, sem fáanlegár eru. Ef Sokarno er Kerensky bylt- ingarinnar á Java, getur vel ver- ið að fjelagi hans, Mohammed Hatta, sje Lenin hennar. Það var Hatta, sem myndaði fyrsta þjóð- ernissinnahópinn um sig, er hann var 15 ára gamall. Hann var svo, eins og Sokarno, rek- inn í útlegð af Hollendingum. Þeir virðast ekki treysta hvor öðrum alt of vel, blaðamenn ræða venjulega við þá saman, svo að þeir geti heyrt það, sem hinn segir. Hatta gerði uppkast að stjórnarskrá fyrir sjálfstætt ríki á Java, og verður ekki annað sagt, en í henni sjeu nógar hol- ur til þess að smjúga um. Þriðji merkilegi maðurinn í hreyfingunni er Palim, 61 árs að aldrí, einn af upphafsmönmim hennar. Margir yngri leiðtogar Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.