Morgunblaðið - 22.11.1945, Side 8

Morgunblaðið - 22.11.1945, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 22. nóv. 1945. t i I ! ! t f t I ? i i Hljómleikar Rögnvaldar Sigurjónssonar' HLJÓMLEIKAR Rögnvaldar Sigurjónssonar (sl. þriðjudag í Gamla Bíó), sönnuðu ótvírætt, að músiklíf Reykjavíkur hefir auðgast við heimkomu hans. Efnisskráin var óvenju fjöl- breytileg og fjörefnamikil; náði hún frá Rameau yfir Beethoven, Chopin og Liszt til hinna rúss- nesku meistara Scriabin, Rach- maninoff og Prokofieff, en verk eftir Scriabin og Prokofieff munu sjaldan — ef nokkurn tíma — hafa verið flutt af öðr- um píanóleikurum hjer á landi. Þó að val verkefna, þegar op- inberir hljómleikar eiga í hlut, sje ætíð háð ýmsum skilyrðum, þá lýsir það samt geðlagi og ,,typus“ listamannsins ekki síð- ur en sjálf túlkunin. Dirfska Prokofieffs, tilraun hans (og annara nútímameist- ara) til að nota píanóið sem ,,slagfæri“ fremur en „hljóm- færi“, eða, ef svo má segja, sem teikniblýant eða meitil fremur en sem málarapensil, virðast í samræmi við listamannseðli Rögnvaldar, og er slíkt gleði- efni, þar sem alvarleg nútíma- tónlist hefir lengi saknað sendi- boða hjer heima. Hvenær fáum við að heyra Stravinsky, Bar- tok, Hindemith? Hneigð Rönvaldar til að sýna línur fremur en liti, kom einn- ig fram í flutningi hinna ,,klass- isku“ verkefna, og þótti hún þar þó ekki alltaf eiga við. — Ennfremur verður undirritaður að viðurkenna, að honum fanst listamaðurinn standa fult ná- lægt mynd sinni — ef honum leyfist að halda sig við samlík- inguna; :—- en eins og teiknar- inn eða myndhöggvarinn verð- ur að færa sig frá verki sínu til þess að fá yfirlit yfir mynd- heildina, þá verður einnig tón- listarmaðurinn að hafa öll hlut- föll tónverksins í huga til þess að geta gefið sjálfum sjer (og áheyrandanum) tóm til að njóta stígandi og fallandi hending- anna. Rögnvaldur leyfir þeim sjaldan að sjatna. Flutningur- inn verður með því móti nokk- uð hastarlegur, sjer í lagi, þeg- ar hraðinn og styrkleikinn, virðast öðruhvoru ýktir, pedal- notkun ekki stillt í hóf. Tækni- stíll Rögnvaldar (úlnliða-, og handleggjanotkun) er óvenju- legur nú á dögum, og munu kollegarnir hafa misjafnar skoð anir um, kosti hans. Um hitt verður ekki deilt, að vald hans yfir nótnaborðinu er svo fram- úrskarandi, að telja má ,,virtuost“ á heimsmælikvarða. (Hinn góði engill .píanóleikar- anna, Pálmar Isólfsson, mun með ítrekaðri stillingu hafa bætt hljómgalla flygilsins á diskantsviðinu, en enn gætir mismunar á gæðum og magni einstakra tóna, sem mætti lík- lega jafna með því að mýkja hamrafiltið. A meðan þessum kröfum verður ekki fullnægt, er ógerningur að dæma um áslátt píanóleikarans með nokk urri sanngirni). Rögnvaldur Sigurjónsson er ungur maður. Lítill vafi leik- ur á því, að flutningur hans muni geta mótast af hinni nauð- synlegu „perspektive“, þegar tíminn er kominn. En skap hans og leikni, þol hans og , minni eru trygging fyrir því, að mikils megi vænta af starfi þessa listamanns. Róbert Abraham. — Nurnberg Framh. af 1. síðu. að sakborningarnir væru kyn- þáttahatrið, ofbeldið og villi- menskan persónugerð. — Glæp ir þeirra hefðu verið framdir að vandlega yfirlögðu ráði. — Þegar í maí 1939 hefði Hitler látið syo um mælt við hérráðs- menn sína, að ráðast yrði á Pól íand, og í ágúst sama ár Ijet hann svo um mælt, að markmið ið með árásarstríði væri ekki fyrst og fremst það að vinna lönd, heldur að eyða óvinunum. Jackson vitnaði því næst í einkaskjöl og dagbækur ýn^issa forsprakka nasista, og sagði, að þau gögn sýndu ljóslega ofbeld ishneigð og villimennsku, sem þessir menn hefðu borið í brjósti og bæru sjálfsagt enn, svo framarlega sem þeir væru ekki dauðir. — Bæjarmál Framh. af bls. 2. á milli og ummælum þeirra hvers um annan, að líklegt væri, að þeir yrðu til þess hæf- ir að leysa vandamál bæjarins og standa fyrir stjórn hans á skaplegan hátt? Óhætt er að vísu að sleppa Framsóknarmönnunum úr þess ari upptalningu, því að enginn er svo heimskur, að hann láti sjer koma til hugar, að Fram- sóknarmenn fái framar mann kosinn í bæjarstjórn hjer í Reykjavík. En jafnvel þótt þeim sje slept úr upptalning- unni, hver er þá möguleikinn til þess að Alþýðuflokksmenn og kommúnistar geti komið sjer saman? A milli hverra tveggja flokka hjer á landi og í bæn- um er meiri fjandskapur held- ur en þessara? Hvaða traust bera þeir til stefnu og skoð- ana hvors annars, og hvaða traust bera liðsmenn hvors flokksins til foringja hins? Hvernig ættu þessir flokkar því að geta starfað sameigin- lega að bæjarmálum, ef þeir ættu að fá þar forystu? Ákvörðun Reykvík- inga örugg. Það er þessvegna alveg víst, að Reykjavíkur bíður ekki ann að en glundroði og óstjórn, ef Sjálfstæðismenn missa þar meirihlutann. Reykvíkingar eru staðráðnir í að láta slíkt ekki koma fyrir. Enda er það vitað, að fjölda margir af þeim, sem áður hafa um skeið fylgt komm únistum og Alþýðuflokk, þeir munu nú svifta þessa flokka fylgi sínu, þegar þeir sjá hvert stefnir, ef þessir flokkar ná að eflast frá því, sem nú er. GúsðaS Adolf Svía- prins í Lcndon London í gærkvöldi. GÚSTAF Adolf Svíaprins dvelst nú í London. — Hann snæddi í dag miðdegisverð hjá Georg Bretakonungi og Eliza- beth drotningu. « LONDON: — Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar munu fara fram á Spáni í marsmán- uði næstkomandi. Stjórnin hef ir veitt stórfje til þess að gera kjörskrár. Axel Andrjesson sendi * j* kennari I.S.I fimtuqur í DAG er Axel Andrjesson, sendikennari ÍSÍ í knattspyrnu og handknattleik fimmtugur. Hann er nú að kenna knatt- spyrnu á Hvanneyri, einum þeim stað, sem hann hefir unn- ið að því á, að skapa braut- ryðjendur í íþróttum, en þeim hefir hann helgað alla krafta sína. Axel eFfæddur hjer í Reykja vík, sonur Andrjesar Andrjes- sonar verslu'narm. við Brydes- verslun, og Kristínar Pálsdótt- ur konú hans. Tólf ára gamall var Axel einn af stofnendum Knattspyrnufjelagsins Víkings og formaður þess í samfleytt 16 ár. Þjálfari Víkings var hann ffá 1916—1933. Axel byrjaði að gegna versl- unarstörfum 13 ára gamall, og vann því öll sín íþróttastörf í frístundum. Hann fór úr búð- inni kl. og beint suður á í- þróttavöll og þjálfaði þar flokk ana til kl. 11 á kvöldin. Má af þessu sjá, að áhuginn hefir verið mikill og eljan að því skapi. Fyrsti fulltrúi, sem Víking- ur átti í knattspvrnuráði, var Axel, og var hann varaformað- Ur ráðsins um fimm ára skeið. Ennfremur var hann einn af þeim fyrstu, sem hjer tóku dómarapróf í knattspyrnu, og dæmdi flesta leiki hjer á tíma- bilinu 1919—1933. Hann var hvatamaður að stofnún dómara fjelagsins og 'formaður þess fyrstu árin. Hann þjálfaði úr- valslið úr fjelögunum hjer árið 1930. Fór bað til Færeyja og vann alla leikina, er það ljek þar. Árið 1933 fluttist Axel til Akraness. Meðan hann dvaldi þar, var hann formaður íþyótta ráðsins á staðnum og þjálfaði fjelögin. Árið 1941 rjeðist Axel eftir beiðni forseta ÍSÍ, sem sendi- kennari sambandsins í knatt- spyrnu og handknattleik. Fann hann bráðlega upp kennslukerfi í knattspyrnu og handknattleik sem hann notar við kennsluna, og sem talin eru taka mjög fram fyrri aðferðum í þessum efnum. Eru kerfin þegar lands- kunn orðin. Axel liefir haldið 52 námskeið, síðan hann gerð- ist sendikennari og kennt rúm- lega fimm þúsund manns. Og það er áreiðanlegt, að allt þetta unga fólk er vinir kenn- arans, hefir orðið snortið af áhuga hans og margt gerst brautryðjendur um íþróttir í sinni heimasveit. en Axel kennir aðallega á vetrum í bænda- og hjeraðsskólum. Eins og sjá má af því, sem hjer á undan er ritað, hafa í- þróttirnar allt frá æsku átt huga Axels allan. og þeim hef- ir hann helgað mest af sínu starfi. Fimmtíu ár eru ekki hár aldur, og á Axel áreiðanlega eftir að tífalda nemendatölu sína frá því sem nú er. Það munu margir hugsa upp að Hvanneyri í dag, til samherj ans, þjálfarans, formannsins og kennarans, eigi síst geunlir Vík- ingar og aðrir knattspyrnu- menn hjer, og svo allur nem- endafjöldinn úti um landið, sem man og þakkar það, sem Axel Ar.drjesson hefir gert til að efla atgjörfi og drengskap ungs fólks á íslar.di. J. Bn. - Alþj. vettv. Framh. af bls. 6. spyrja hann nú ráða um öll meiriháttar mál. Palin segir: „Hollendingar hafa lofað okkur öllu fögru í 350 ár. Við viljum ekki meira af slíku. Ef þeir vilja koma á allsherjar styrjöld, þá skulu Hollendingar senda hingað her“. Þegar Palim var spurður, hvort hann vildi heldur breska nýlendustjórn en hollenska, svaraði hann: „Vilduð þjer held- ur að köttur biti yður, en hund- ur?“ Giámur: — Þú segir að þeir hafi ekki viljað hafa þig í herinn? — Frankie: Já, jeg reyndi að komast inn, en þeir fundu hjartaveilu. — Snjáldri: Þú lít- ur nú hraustlega út, Frankie. Hvað hefirðu verið að gera síðan þú fórst? — Frankie: Það er nú ekki mikið. Jeg hefi verið í hergagnasmiðju, en það er lítið á því að græða, — enginn stríðsgróði. — Glám- ur: Kannske að þu -u’ eKKi unnið fyrir rjetta menn. Kannske jeg gæti látið þig græða nokkrar grunkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.