Morgunblaðið - 22.11.1945, Page 11
Fimtudagur 22. nóv. 1945.
MORGUNBLAÐIÐ
11
• ■
Fjelagslíf
Kvennflokkur.
Æfing í kvöld, kl.
9y2, í Aaustur-
bæj arskólanum.
Stjórnin.
JÁRNSMÍÐANEMAR
Reykjavík. Fundur í kvöld, kl.
9, í Iðnskólanum. Áríðandi mál
á dagskrá.
Mætið allir!
Stjórnin.
Tilkynning
K. F. U. K.
Ud fundur í kvöld, kl. 8,30. Þar
verður upplestur, gítarsamspil,
píanósólo o. fl. Hugleiðing: Síra
Sigurjón Árnason. Allar stúlkur
velkomnar. Fermingarstúlkum
haustsins sjerstaklega boðið á
fundinn.
K. F. U. M.
A-D-fundur í kvöld, kl. 8,30.^Sr.
Friðrik Friðriksson talar. Allir
karlmenn velkomnir.
FÍLADELFÍA
Almenn samkoma í kvöld, kl.
8,30.
♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»»♦♦♦
I.O.G.T
ST. FREYJA
Fundur í kvöld, kl. 8,30. Inn-
taka. Frjettir o. fl. Æðstitempl-
ar.
Upplýsingaskrifstofa
opin í Templarahöllinni, Frí-
kirkjuveg9, kl. 6—8 í dag.
>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<*>♦♦♦♦
Kaup-Sala
STOFUBORÐ,
útvarpsborð, blómaborð, Bóka-
hillur o. m. fl.
Versl. G. Sigurðsson & Co.
Grettisgötu 54.
RISSBLOKKIR
fyrir skólabörn og skrifstofur.
Blokkin 25 aur.
Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guð-
jóiissonar, Hallveigarstíg 6 A.
NOTUÐ HÚSGÖGN
keypt ávalt hæsta verði. — Sótt
♦
heim. — Staðgreiðsla. — Sími
5691. — Fornverslunin Grettis-
götu 45.
KAUPUM FLÖSKUR
Sækjum. — Versl. Venus. —
Sími 4714.
. Vinna
Tökum að okkur
IIREINGERNINGAR
Áhersla lögð á vandvirkni. —
Sími 5932. — Bjarni.
HREINGERNIN G AR
Magnús Guðmunðs.
Teppa- og husgagnahreinsun
Sími 6290.
BÓKHALD
reikningaskriftir.
Ólafur J. Ólafsson,
Hverfisg. 108. Sími 1858 til kl 17
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«
Leiga
FUNDARSALUR
til leigu. Smurt brauð á sama
stað. Sími 4923 kl. 1—3.
BEST AÐ AUGLTSA I
SlORGUNBLAÖINU.
326. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 7.10.
Síðdegisflæði ltl. 19.35.
Ljósatími ökutækja frá kl.
15.35 til kl. 8.50.
Næturlæknir er í læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunni.
Næturakstur annast B. S. R.,
sími 1720.
Helgafell 594511237 VI 2.
í. O. O. F. 5 = 1271122814 =
9. O.
Dánarfregn. — í fyrradag and-
aðist í Stykkishólmi konan Anna
Sigurðardóttir Dalmann, rúmlega
80 ára að aldri, ekkja Jóhanns
Erlendssonar skósmiðs í Stykkis-
hóhni, sem andaðist fyrir nokkr-
um árum.
Hjónaband. Præp hon. Böðvar
Bjarnarson vígði nýlega saman
í hjónaband, brúðhjónin
Baldur Böðvarsson og Hólmfríði
Jónsdóttur. Heimili þeirra er að
Njálsgötu 13 A.
Skipafrjettir: — Brúarfoss er
sennilega að ferma í Leith. Fjall-
foss, Lagarfoss, Selfoss, Reykja-
foss, eru í Reykjavík. Buntline
Hitch fór frá Reykjavík 17. nóv.,
til New York. Lasto kom 17. nóv.
frá Leith. Span Splice er senni-
lega að ferma í Halifax. Mooring
Hitch er að ferma í New York.
Anne kom 15. nóv. frá Gautaborg
Baltara fór sennilega frá Leith í
gær til Reykjavíkur.
Maður og kona hefir nú verið
sýnt 75 sinnum hjer í bænum.
Þeir Alfred Andrjesson, Valdi-
mar Helgasön og Jón Leós hafa
farið með sömu hlutverkin í öll
þessi 75 skipti. — Sýningar eru
nú í fullum gangi.
Happdrætti Snæfells: Dregið
var 1. nóv. s. 1. í happdrætti UMF.
Snæfells í Stykkishólmi, og komu
upp eftirtalin númer: 1539, radio
grammófónn. 4347 rafmagns-
þvottavjel og 4351, 1000 kr. í pen
ingum. — Vinninga sje vitjað til
Árna Helgasonar, Stykkishólmi,
sem fyrst.
ÚTVARP í DAG:
8.30 Morgunútvarp.
12.10 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
18.30 Dönskukensla, 2. flokkur.
,19.00 Enskukensla, 1. flokkur.
19.25 Þingfrjettir.
20.00 Frjettir.
20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór-
arinn Guðmundsson stjórnar).
a) Vikulok, svíta eftir Caludi.
b) Forleikur að óperettu eftir
Lincke.
c) Franskur vals eftir Auvray.
20.45 Lestur fornrita: Þættir úr
Sturlungu (Helgi Hjörvar).
21.40 Frá útlöndum (Einar Ás-
mundsson, hæstarjettarmála-
flutningsmaður).
22.00 Frjettir. —• Ljett lög (plöt-
ur).
Var rekinn út.
LONDON: Þingmaður einn í
þingi Norður-írlands var ný-
lega rekinn út úr þingsalnum,
vegna þess að hann hafði gef-
ið öðrum þingmanni kjaftshögg.
Hann baðst afsökunar á næsta
þingfundi. Báðir voru þing-
mennirnir úr verkamanna-
flokknum.
MÁIiFLUTNINGS-
SKRIFSTOFA
Einar B. Guðmundsson.
v Guðlaugur Þorláksson.
Austurstræti 7.
Símar 3202, 2002.
Skrifstofutími
kl. 10—12 og 1—5.
Eiríkur Þór Jónsson
Minning
„Dauðinn er lækur, en lífið
er strá“. —
Hve miklar vonir voru ekki
bundnar við þennan fagra efni-
lega dreng, er aðeins varð 15
ára gamall. Hann ljek við alla
og allir ljeku við hann. Lundin
var viðkvæm, brosið ástúðlegt.
Og þá var karlsmannslundin
sterk og þrekið og þolgæðið í
stríði við dauðann hvíta frá-
bært. Hann vissi sjálfur hvers
var að vænta, en léit brosandi
til ástvinanna á síðustu stundu.
Reyndi hann þannig að hugga
þá og ljetta söknuðinn, minna
þá á, að lífið er eilíft og hann
væri aðeins að skilja við .þá um
stundar sakir.
Hann var meiður af sterkum
stofni, sonur Magneu Torfadótt
ur og Jóns Eiríkssonar, skipa-
smiðs frá Vattarnesi eystra,
Þórðarsonar Eiríkssonar, Guð-
mundssonar frá Bessastöðum í
Fljótsdal. Þessi ætt var miklum
hagleik gædd og hinn látríi virt-
ist hafa erft þær gáfur í rík-
um mæli.
„Fyrst deyr í haga rauðust
rós“. B. S.
— Jessen
Framh. af bls. 2.
smiðjunum, og það er mikils
virði fyrir alla aðila.
Síðan taldi Jessen skólastjóri
upp marga af fyrri nemendum
sínum, sem reynst hafa hinir
duglegustu menn og nýtustu
þjóðfjelagsborgarar. En hann
sagði um leið, að þeir væru svo
margir í alt, að jeg skyldi ekki
nefna nein nöfn. Því ef nefna
ætti þá alla, sem ástæða væri
til, þá yrði greinin altof löng.
— Og svo á þetta að vera
grein um yður, en ekki þá.
— Ojá, segjum það, sagði
skólastjórinn, sem útskrifað
hefir alla vjelstjórana, nema
þessa tvo, sem komnir voru á
undan honum, og sem í upp-
hafi kendi allar námsgreinar í
hinum unga skóla, nema tungu
málin.
Hamingja hans hefir m. a.
verið í því fólgin, að hann hef-
ir haft gaman af að kenna. Það
hefir líka verið mikilsvirði fyr
ir hina mörgu nemendur hans,
vjelstjórana, sem sóttu skól-
ann til þess að læra þá tækni,
er atvinnulíf landsmanna þurfti
á að halda og til þess að verða
nýtir menn í þjóðfjelaginu.
Fyrir aðstoð, leiðbeiningar,
kenslu og alla velvild þakka
þeir Jessen skólastjóra í dag.
V. St.
25 ára hjúskaparafmæli eiga í
dag frú Jóhanna Jóhannesdóttir
og Óskar Ólason matsveinn, Mið-
tún 66.
Bridgekepnin
SJÖTTU UMFERÐ er lokið
og fór hún þannig- Sveit Guð-
mundar Ó. Guðmundssonar
vann sveit Sveinbjörns Angan-
týssonar, sveit Gunnars Möller
vann sveit Guðlaugs Guðmunds
sonár, sveit Gunngeirs Pjeturs-
sonar vann sveit Jóhanns Jó-
hannssonar, sveit Stefáns Þ.
Guðmundssonar varín sveit
Gunnars Viðar og sveit Jóns
Ingimarssonar vann sveit Jens
Pálssonar.
Hæst er nú sveit Gunnars
Möller með 10 stig. Guðmund-
ur Ó., Gunnar Viðar og Stefán
Þ. hafa 8 stig; Gunngeir 6 stig;
Guðlaugur, Jóhann, Jens og
Sveinbjörn 4 stig og Jón og
Ragnar 2 stig.
Næst verður kept á Röðli í
kvöld kl. 8. Öllum er heimill
aðgangur og fjelagar fá ókeyp-
is aðgang, enda sýni þeir skýr-
teini sín.
tmmimmuiuuunM
s
Herra 1 hf
1 C&P A I w 1 jjJtíhuion
iniiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiniininiiimiiiiiiiiiiimi
LISTERINE
RAKKREM
Mitt besta þakklæti og blessunaróskir, sendi jeg öllum
þeim, sem glöddu mig á áttatíu ára afmælj mínu.
Stefanía Stefánsdóttir,
frá Minni-Ólafsvöllum, Grettisgötu 28 B.
Alúðar þakkir, votta jeg öllum þeim, fjær og nær, er
sýndu mjer hlýjann vinarhug og glöddu mig á sextugs af-
mæli mínu, þann 12. þ. m., með heimsóknum og góðum
gjöfum, þar á meðal blóm í ríkum mæli, svo og heilla-
skeytum, hlýum handtökum og glöðu brosi.
Alt þetta varð, til þess að gleðja mig og gefa mjer góð-
ar ehdurminningar um daginn.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðiríka framtíð.
Hafliði Pjetursson.
IflKðCfib^
Hjartkær sonur okkar,
KRISTINN,
andaðist að heimili sínu, Suðurgötu 3, Keflavík, þann 20.
þessa mánaðar.
Vilborg Guðnadóttir,
Þórður Kristinsson.
Faðir okkar,
GUÐBJARTUR JÓNSSON, beykir,
frá ísafirði, andaðist 20. nóv., að heimili sínu, Smyrilsveg
22, Reykjavík.
Systkinin.
Litla dóttir okkar,
SIGURRÓS,
sem andaðist 15. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá
heimili okkar, í dag, fimtudag, kl. 114 eftir hádegi.
Anna Helgadóttir,
Svavar Guðjónsson.
Hjartans þakklæti til allra þeirra, er sýndu oss samúð
og vinarhug við útför föður okkar,
GUÐJÓNS EINARSSONAR, prentara.
Sjerstaklega viljum við þakka Hinu íslenska prentara-
fjelagi, fyrir þann heiður, sem það sýndi hinum látna, með
því að kosta útför hans.
Ben. G. Waage, Einar G. Waage,
Gunnar H. Guðjónsson.
Innilegt þakklæti til allra þeirra, er sýnt hafa samúð
og vináttu við andlát og jarðarför sonar míns,
ÁSGEIRS BÚASONAR.
Guðrún Brandsdóttir.