Morgunblaðið - 09.12.1945, Page 1
12 síður og Lesbók
32. árgangur.
278. tbl. — Sunnudagur 9. desember 1945.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Stofnlán handa sjá-
varútveginum til
nýbygginga
Tvö frumvörp á Afþingi
ÍFRAM ERU komin á Al-
þingi tvö frumvörp varðandi
stofnlán handa sjávarútvegin-
um. Nýbyggingarráð hefir sam
ið bæði frumvörpin, en sjávar-
útvegsnefnd Nd. (sumpart öll
eða meirihl. hennar) flytur
þau að beiðni atvinnumálaráð-
nerra.
Kvaðir á Seðladeild
Landsbankans.
Annað frv. er um breyting
á lögunum um Nýbyggingar-
ráð. Aðalefni frv. er í 2. gr.
og segir þar svo:
,,A eftir 1. gr. komi tvær nýj-
ar greinar, er hljóði þannig (og
breytist greinatalan samkv.
því):
a. (2. gr.). Seðladeildinni skal
skylt, gegn ríkistrygðri inni-
eign hjá þeim stofnunum, er
með sjerstakri löggjöf er falið
að sjá atvinnuvegum lands-
manna fyrir lánum til kaupa á
atvinnutækjum erlendis, að
lána þeim íslenskan gjaldeyri í
rjettu hlutfalli við þá gjald-
eyrisnotkun úr nýbyggingar-
sjóði, er leiðir af lánum þess-
ara stofnana. Lán seðladeild-
arinnar sje sem næst sami
hundraðshluti af beinni gjald-
eyrisnotkun við kaup fram-
leiðslutækjanna og lán stofn-
ananna nema af heildarfram-
kvæmdum þeim, sem lán eru
veitt til. .
b. (3. gr.). Vextir af hinum
ríkistrygðu innieignum skulu
vera 0.5% hærri en meðalvext-
ir af hinum erlendu innstæðum
nýbyggingarreiknings á því al-
manaksári, er lánið er veitt, þó
aldrei lægri en 1.5%“.
í greinargerð segir m. a.:
„Ríkisstjórnin er sammála
um, að tryggja beri sjávarút-
veginum stofnlán með hag-
kvæmum vaxtakjörum. Hins
vegar er ágreiningur innan
stjórnarinnar um það, á hvern
hátt afla skuli lánsfjár í þgssu
skyni. Mun verða reynt að ná
samkomulagi um það, meðan
þingið fjallar um málið“.
Fiskveiðasjóður fslands.
Hitt frumvarpið er um Fisk-
veiðasjóð íslands í greinargerð
eru nýmælum þessa frv. lýst.
Þar segir svo:
„Frumvarp þetta og frum-
varp til laga um breyting á
lögum nr. 62 frá 27. nóv.. 1944,
um nýbyggingarráð, mynda
efnislega sjeð eina heild, og er
aðalinnihald þessa frumvarps
þetta: Fiskveiðasjóður skal
veita stofnlán til þeirra fram-
kvæmda, sem núverandi ríkis-
stjórn beitir sjer fyrir á sviði
sjávarútvegsins og þeirra at-
vinnugreina, sem starfa í sam-
bandi við hann. Eiga lánin að
vera tvenns konar. A-lán og
B-lán. A-lánunum má ein-
göngu verja til greiðslu á at-
vinnutækjum smíðuðum er-
lendis og til kaupa erlendis á
efni og vjelum, en B-lánunum
skal verja til innlendra fram-
kvæmda. Fjár til A-lánanna
skal aflað með þeim hætti, að
seðladeild Landsbankans skal
skylt að lána fiskveiðasjóði ís-
lenskan gjaldeyri, sem sje sem
næst sami hundraðshluti af
gjaldeyrisnotkuninni og lán
fiskveiðasjóðs eru af verði fram
kvæmda þeirra, sem lánin eru
veitt til (sbr. 2. gr. frumvarps
til laga um breyting á lögum
nr. 62 24. nóv. 1944). Vextir
af þessum lánum eru 1Vz %
(sbr. 3. gr. f;-v. til laga um
breyting á lögum nr. 62 24 nóv.
1944) og eru miðaðir við, að
Landsbankinn fái V2 % hærri
vexti heldur en hann hefir feng
ið af hinu erlenda fje nýbygg-
ingarreiknings. Fjár til B-lán-
anna skal afla með skuldabrjefa
útgáfu, að svo miklu leyti sem
fje sjóðsins hrekkur ekki til
eða nau.ðsynlegt er talið að
halda því sem handbæru fje.
Útgáfa skuldabrjefa má hæst
nema tvöfaldri hreinni eign
hans eins og hún er á hverjum
tíma. Þegar sjóðurinn hefur
starfsemi sína með hinu nýja
fyrirkomulagi, má áætla, að
hrein eign hans sje um það bil
24' milj. kr., þannig að skulda-
brjefaútgáfa sjóðsins frá upp-
hafi má nema alt að 48 milj.
kr. Svo framarlega sem sjóður-
inn kemst hjá alvarlegum töp-
um, má gera ráð fyrir, að hrein
eign sjóðsins aukist um alt að
2—3 milj. kr. á ári, svo að heim
ild hans til skuldabrjefaútgáfu
eykst allverulega ár frá ári.
Gert er ráð fyrir, að skulda-
brjef þessi verði seld á opnum
markaði með líkum vaxtakjör-
um og fiskveiðasjóður tók lán
sitt þann 31. des. 1944 (3V2%).
Lán úr fiskveiðasjóðj skál því
aðeins veitt, að nýbyggingarráð
hafi samþykt þær framkvæmd-
ir, sem um er að ræða, sem lið
í heildaráætlun sinni um þjóð-
arbúskap íslendinga.
Lánin skulu miðuð við kostn-
aðarverð, ef það að dómi virð-
ingarmanna er eðlilegt, miðað
við kostnaðarverð sambærilegra
Framh. á bls. 12
ÆgiEeg hungursneyð
yfirvofandi á Java
London í gærkvöldi.
FRÖNSK blöð eru óánægð yf
ir því í dag, að Frökkum skuli
ekki vera boðin þátttaka í ut-
anríkisráðherraíundinum í
Moskva, en Rússar hafa ekki
enn látið skoðun sina í Ijósi um
fundinn. — Bidault utanríkis-
ráðherra Frakka ljet svo um
mælt í dag, að Frakkar væru
að vísu ánægðir yfir því, að
þessi fundur skyldi vera hald-
inn, en þeir teldu sig ekki skuld
bundna af neinu því, sem þar
yrði gert, og kynni- að vera
andstætt hagsmunum Frakk-
lands. — Reuter.
ekki heiti vaSn
London í gærkveldi:
ÞAÐ bar til tíðinda í Nurn-
berg í dag, að yfirdómarinn í
stríðsglæpamálunum fjekk ekki
heitt vatn til að baða sig úr. —
Fanst honum þetta mjög óþægi
legt. Kom það af því, að maður
sá, sem miðstöðind kynti, hafði
verið handtekinn fyrir að vera
nasisti. — Reuter.
Bretar ákveðnir að
koma á lögum og
reglu á eynni
Batavia í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá
Reuter. Eftir Noel Buckley, útsendan fregn-
ritara Reuters.
HUNGURSNEYÐ er nú óumflýjanleg hjer á eynni Java, og
eru allar líkur til þess að hún verði ægileg. Hefir hrísgrjóna-
uppskeran orðið helmingi minni en venjulega. Yfirvöldin eru
nú að athuga möguleika á að flytja að matvæli, en það er raun-
verulega víst, að það mun ekki takast í tíma. — Breska hers-
höfðingjanum Christisen hefir verið falið að nota her sinn til
þess að koma á ró og reglu á Java, og hafa Bretar lýst því yfir,
að þeir viðurkenni umráðarjett Hollendinga yfir eynni.
ÆHuðu að taka
K.höfn í gær. — Einka-
skeyti til Mbl.
AÐ ÞVÍ er dönsk blöð hafa
fregnað frá frjettariturum sín-
um í Nurnberg, munu Þjóðverj-
ar um skeið hafa haft í hyggju
að hernema ísland. Komið hef-
ir fram skýrsla frá einhverjum
Fricke flotaforingja, rituð í júní
1940, þar sem hann stakk upp
á því, að Þjóðverjar hernæmu
ísland. (Svo sem kunnugt er
voru Bretar þá komnir til ís-
lands fyrir einum mánuði). —
PáU.
Ástandið verst í Surabaya.
Ástandið í matvælamálunum
er langsamlega verst í nánd
við Surabaya, að baki víglín-
um bandamanna þar. Eru þar
400.000 manns, sem hafa ekki
nema knappan mánaðar forða
af matvælum. — Talið er að
það verði ekki auðvelt að koma
matvælum til þessa fólks, þótt
fólk hafi enn nóg á Austur-
Java, því innbornir menn vilja
ekki láta af höndum matvæli
þaðan. — Einnig hafa allmörg
skip, sem liggja í höfnum í
Ástralíu með matvæli til Java,
stöðvast vegna ástandsins á
eynni.
Samþyktin frá Singapore.
Eftir ráðstefnu þá, sem Alan-
brook lávarður, herráðsforingi
Breta, sat með Mountbatten lá-
varði, Christisen hershöfðingja
og van Mook landstjóra í Singa
pore, hefir Christisen, sem nú
er kominn aftur til Batavia
(honum var sýnt tilræði, er
flugvjel hans var að lenda), gef
ið út tilkynningu, að her hans
muni gera alt sem hann getur,
til þess að koma á lögum og
reglu á eynni, og muni hann
gera upptæk öll japönsk vopn,
hvar sem þau náist. — Bar-
dagar hafa orðið á Java í dag,
bæði í Samarang, Bandoueng
og í námd við höfuðborgina
sjálfa. — Ekki hafa þjóðernis-
sinnar látið uppi skoðun sína
á hinu nýja viðhorfi bresku her
stjórnarinnar.
London í gærkvöldi.
MONTGOMERY marskálkur
hefir neitað að náða þau ellefu,
sem dæmd voru til dauða eft-
ir Belsenrjettarhöldin. Verða
því Joseph Cramer og Irma
Gráser hengd, ásamt hinum öðr
um níu mönnum, sem dæmdir
voru til dauða ásamt þeim. —
Ekkf er enn búið að ákveða af-
tökudaginn. — Reuter.
Fjell af pýramída.
LONDON: Amerískur lið-
þjálfi, sem var að klifra upp
Cheopspýramídann mikla í
Egyptalandi, missti fótanna, er
hann var kominn hálfa leið upp
og beið bana af fallinu.
: