Morgunblaðið - 19.12.1945, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. des. 1945.
Enskur
Ásókn Framsóknnr
Hvar hafa þelr
Stálvír V;
Benslavír =
Lyftuvír f
Vantavír, allar
stærðir.
Vcrðandi h. f. g
iMimiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!]iiiiiidiimiiininiiiii]
nnnmiiimmiimiiHmiiiiiiiimmumimimmimiiiiiD
Philips-
/>
Utvarpstæki
4 lampa, og tveggja manna i
svefnottoman, til sölu. Til g
sýnis hjá Vjela- og raf- j§
tækjaversl. Heklu, — =
__ Tryggvagötu 28.
nminimmiiiiiiiiiimiuiniiiiiiumiiinmiuiuiiiniiiiit
mnfliumBMBMáMUMMIMgMMBIBMP
Tíl sölu
2 djúpir stólar á
Hrísateig 35.
iiimmmimmiiiuimiiiimmmmummimmmimu
^iiiiuiiiiimiiiimmiiiiiiiimmmimumummiumim
Til sölu
lýr Hawaii guitar á Há- j
irallagötu 44, frá kl. 8—9 j
e. h.
—mmnuniÉM*i
Aflar íslendinga-
söprnar
ásamt Eddum og Sturlungu ]
I.—-IV., í skrautbandi, er til i
sölu og sýnis í Fjelagsbók s
bandinu. — Verð krónur 9
1000.00.
■aiiBau!iimHUfig«ii«pcaanimmniininiiB
aimmmimiiimimmiuiiiiiiiiiiimiimunuuimunm
% |
| Vasaljós (
I Og |
vasaljósn-j
| battorí (
|fám & Cjter Lf |
| Laugavegi 70. Sími 5362. =
mmiimimiiiiiiiiiimiimnmimnimimiumiiiiimiiH
jliii!iuiiiiumimiiimii'!iiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
llmvötn |
Hálsfestar
Armbond
Garðastr. 2. — Sími 4578. =
klimHliraHmnnmurainillinnnnnnnminnffflfc^
Reykvíkingar verða að
forða Alþýðuflokknum
FLESTIR kannast við söguna
af maddömunni, sem ólm vildi
ganga að eiga Jónas skáld Hall-
grímsson. Blessaða maddömuna
hafði dreymt, að skáldið ætti
að verða seinni maðurinn sinn.
Því miður fjellu þrár skálds-
ins ekki saman við drauma
maddömunnar, og ljet Jónas
sjer fátt um atlot hennar finn-
ast. En maddaman gerðist þeim
mun aðgangsfrekari og lyktaði
þeim viðskiftum svo, að skáldið
varð að leita sjer verndar hjá
lögreglu höfuðstaðarins. Og
misti maddaman þar með af
ráðahagnum, sem hana hafði
svo fagurlega dreymt fyrir.
Draumur Framsóknar.
Þessi saga hlýtur að koma
manni í hug, þegar hann velt-
ir fyrir sjer viðskiftum Fram-
sóknar og Alþýðuflokks um
þessar mundir. Það er ekki um
að villast, að maddömu Fram-
sókn hefir dreymt, að Alþýðu-
flokkurinj^ ætti eftir að ganga
í hjúskap við sig.
Þessi hjú hafa að vísu haft
sameiginlegt bú áður fyrri, en
sá búskapur flosnaði upp. Mest
vegna fyrirsjáanlegs bjargar-
leysis, eftir margra ára sukk og
óspilunarsemi, en síðar einnig
vegna ósamlyndis þokkahjú-
anna sín á milli.
Síðan hefir maddaman að
vísu víða komið við, en Ijóst
er, að hugur hennar stendur
ætíð fyrst og fremst til hins
fyrsta elskhuga, Alþýðuflokks-
ins. Það er hann, sem hún treyst
ir á, og með honum, sem hún
vonar að finna jarðneska sælu
að lokum.
Framsókn fær ekki
að vera með.
Aldrei hefir þessi ástríða
Framsóknar komið berlegar
fram en nú í vetur. Lengi vel
var í ráði, að Framsókn hefði
ekki í kjöri hjer við bæjarstjórn
arkosningarnar, heldur reyndi
að beina hinum litlu leifum liðs
síns yfir á Alþýðuflokkinn og
sýndi honum þannig enn einn
lítinn vott ástar sinnar og
trygðar.
En Alþýðuflokkurinn brást
illa við og sagði, að litlar væri
vonir sínar áður um fylgi með-
al Reykvíkinga, en með öllu
mundi úti um þær, ef á daginn
kæfni, að flokkurinn nyti enn
hins sama ástríkis Framsóknar
og áður fyrri. Því að þaðan
vissu Reykvíkingar sjer æ ills
von, sem Framsókn væri.
Fyrir þrábeiðni forustumanna
Alþýðuflokksins mun Framsókn
því horfin frá því að veita
flokknum opinberan stuðning,
heldur er sagt, að hún hafi nú
í ráði að senda sína eigin fram-
bjóðendur út á völlinri. í
gremju sinni yfir þessu hrygg-
broti mun hún meira að segja
hafa tekið nokkra af sínum
gömlu króum, sem í búi Al-
þýðuflokksins voru, með sjer
og mun nú hafa í hyggju að
koma upp lista hjer í bænurn
með þessum óartarbörnum Al-
þýðuflokksins. Þykir sú fylk-
ing öll heldur ólánleg.
Hermann flytur bónorðið.
En þó að Framsókn sje þann
ig gröm í aðra röndina, þá hef-
ir hún ekki látið sjer þetta
hryggbrot Alþýðuflokksins
eitt nægja. í útvarpsumræðun-
um ljet hún sinn aðal fyrirsvars
mann, Hermann Jónasson, bera
upp formlegt bónorð til Al-
þýðuflokksins og lofaði honum
gulli og grænum skógum, ef
hann vildi nú sýna þá ábyrgð-
artilfinningu að skríða upp í
gömlu Framsóknar-flatsængina
á ný.
Alþýðuflokknum mun nú
hafa þótt nóg komið. Hann var
áður búinn að segja Framsókn,
að hann vildi ekki, að hún væri
að nálgast sig á mannamótum,
hvað sem um dulda vináttu í
skúmaskotum kynni að vera.
Emil Jónsson synjaði því bón-
orðinu og sagði maddömunni
hreinlega, að flokkurinn hefði
ekki þá reynslu af fyrri sambúð
við hana, að líklegt væri, að
hann fýsti mjög til að taka hana
upp á ný.
Að vísu þótti sumum kenna
f fi
nokkurs fyrirvara í alyktunar-
orðum Emils þetta varðandi.
Og það mun hafa verið af þeim
sökum, sem hinn ráðherra Al-
þýðufokksins tók skarið alveg
af gagnvart hinni gömlu madd-
ömu og eyðilagði með öllu hina
fögru hjúskapardrauma henn-
ar. —
Finnur veifar lögreglu-
skýrslunum.
Honum fór svipað og skáld-
inu forðum. Honum þótti svo
mjög fyrir um hjúskaparásókn
iná endalausu, að hann tók upp
gamlar lögregluskýrslur og
leynigögn stjórnarráðsins og
ógnaði maddömunni með þeim,
ef hún hefði sig ekki hæga.
Að vonum brást maddaman
hið versta við og hefir nú í
grimmilegum heitingum gegn
sínum gamla ástmög. Er þó trú
manna, að sú heift standi ekki
lengi, og er sennilegt, að flokk-
urinn sleppi ekki frá þessari
leiðu ásókn, fyrr en hann hef-
ir mist enn meir af þeim ver-
aldargæðum, sem maddaman
girnist svo mjög. En það eru
kjósendurnir. Á meðan Alþýðu-
flokkurinn hefir svo mikið af
þeim, að einhver von er til, að
Framsókn geti notað þá til að
hefja nýjan sukk-búskap, mun
hún seint láta Alþýðuflokkinn
í friði. Er og viðbúið, að ef flokk
•urinn sjer, að jafnvel lögreglu-
skýrslurnar nægja ekki til að
lama hjúskapar-ákefð maddöm
unnar, kunni manndómur hans
að bila fyrir ástríðu-þunga
maddömunnar.
Það er því sannur velgern-
ingur við sjálfan hinn hrelda
Alþýðuflokk, ef Reykvíkingar
sjá til þess, að hann fái nú ekki
of marga kjósendur, svo að
freistingin hverfi frá maddömu
Framsókn.
„VIÐ SKULUM EKKI víla
bót“ — segja kommúnistar —
og bera sig karlmannlega á yf-
irborðinu. Þykjast enn hafa
vonir um mikinn sigur hjer í
Reykjavík í janúar-lokin.
En þetta er ekki nema upp-
gerð hjá þeim. Því þeir sjá sem
er, að þeir geta ekki vænst
mikils fylgis.
Verkafólk í bænum er að
hverfa frá þeim. Treystir ekki
á, að kommúnistar geti haldið
lífi í atvinnunni. Enda sýnir
reynslan, bæði hjer og annars-
staðar, að kommúnistum tekst
allur atvinnurekstur óhöndug-
lega.
Þess vegna beita þeir þræla-
svipum í „paradís" sinni,
skamta kaup úr hnefa og skylda
menn til að vinna fyrir þá smán
arborgun, sem valdhafarnir á-
kveða. Verkafólkið gert að
viljalausum vjelum.
Sjómenn vilja ekki sjá komm
únista. Það hefir nýlega komið
á daginn í átökum innan Sjó-
mannafjelagsins.
Og af 408 atkvæðum í Verka
kvennafjelaginu Framsókn
fengu kommúnistar 12 atkvæði.
Tæplega 3% af fjelagskonum
greiddu atkvæði samkv. óskum
og fyrirmælum kommúnista.
Iðnaðarmenn eru til muna
fráhverfari Kommúnistaflokkn
um nú, en þeir voru um skeið,
verslunarfólk flest vill ekki sjá
þá, og mentamenn eru farnir
að átta sig á hinu „austræna
lýðræði“, svo meðal þeirra fer
fylgi kommúnista þverrandi.
Það sýna m. a. Stúdentaráðs-
kosningarnar í haust.
Hvar skyldu kommúnistar
hugsa sjer að von sje fyrir þá
um vaxandi fylgi? Það er kross
gáta, sem hvorki þeir nje aðrir
geta ráðið.
SNÓT
í DAG kom til mín gömul vin
kona, vinkona, sem jeg unni
meira en nokkru öðru í æsku
minni og fram eftir árum, en
hefi nú ekki sjeð um langan
tíma. Það er ljóðabókin Snót. í
æsku minni var hún til á hverju
heimili, og fólkið kunni ljóðin,
raulaði þau og söng við vinnu
og í tómstundum. Jeg hvai-f að
heiman nokkru eftir fermingu,
og síðan hefi jeg ekki sjeð Snót,
en oft saknað hennar.
Jeg hefi ekki langt í vana
minn að ritdæma bækur. Og
ekki á þetta að vera dómur um
Snót. Jeg býst líka við því, að
þótt jeg segði ekki annað en
satt eitt um bókina, þá yrði ein
hver til þess að telja það pant-
að lof, því að ekki er hægt að
segja annað en gott eitt um þá
bók.
Jeg vildi með línum þessum
gera tvennt: Jeg vil þakka þeim
mönnum, sem stóðu að útgáf-
unni, og jeg vil í einlægni benda
því fólki, sem vill gefa ungum
eða gömlum jólagjöf, á það, að
Snót var sú bókin sem öllum
þótti vænst um, og svo mun enn
verða. Sigurður Jónsson.
•’-msii. .:n;”umr
New YORK: I Southbury í
Bandaríkjunum var maður
nokkur að nafni Laboudy að
fara í skyrtu. Skyrtan veitti svo
harða mótspyrnu að eigandinn
fór úr axlarliðnum.
iLiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiHtiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiimi^!
2 djúpir
(Stólar
5E am
s og barnarúm til sölu á B
Klapparstíg 4.
iiÍiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuuiiiimmiuiuimmiM
iiniiiiiiiiiiiiHiiiiiiuiim>imiiii]iiiiiiiiiiiiiniliiiiniiiiiu|
j Barnabuxur |
! Silkisokkar og fl. nýkomið =
== E5j
Verslun G. Zoega =
’iiniiiiuiiiimimmmwiHiiimiiniimniimiBHUHitH?
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiimiiiiimmiiiiiiiiiiiniiiiinfi
Kjólföt f
Vetrarfrakkar
Smoking.
1 Verslunin Laugavegi 76. §
E ~
miiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiu
E.s. „Aime“
fer hjeðari um 28.—29. desem-
ber til Kaupmannahafnar og
Gautaborgar og hleður þar um
miðjan janúar. — Vörur hjeðan
óskast tilkynntar aðalskrifstofu
vorri sem fyrst. Vörur frá Kaup
mannahöfn óskast tilkynntar;
skrifstofu vorri þar: H. f. Eim-
skipaf jelag íslands Ekspedition,
Strandgade 25, Köbcnhavn. —
Vörur frá Gautaborg óskast til
kynntar umboðsmönnum vor-
um þar: Otto Zell A/B, Pack-
husplatsen 4, Göteborg.
BEST AÐ AUGLÝSA
í MORGUNBLAÐINU