Morgunblaðið - 19.12.1945, Blaðsíða 16
VEÐURUTLITIÐ. Faxaflói:
NA-stormur. Urkomulaust. Hiti
um frostmark.
TITO MARSKÁLKUR, einvald-
ur í Jugoslaviu — sjá grein á
bls. 9.
IvTiðv ikudagur 19. desember 1945.
Hvað var á ferð
yfir Akranesif
í FYRRAKVÖLD klukkan
tæplega fimm sáu menn á Akra
nesi hvar ferlíki eitt, líkast flug
vjel, flaug yfir bæinn, og stóð
eldsúla úr afturenda þess.
Menn þessir voru staddir á
Suðurgötu er þeir alt í einu sáu
hvar loftfar eitt, sem þeir halda
ákveðið fram að hafi verið flug
vjel, sveif í boga yfir húsunum.
Það fór ekki mjög hratt. Menn
þessir sáu hvar það hvarf á bak
við húsin og stefndi þá mjög
lágt til vesturs. — Ekki sáu
þeir frekar til ferðar loftfars
þessa.
Þóttust menn vita fyrir víst,
að það hefði stungist í sjóinn.
Var farið á bát þangað sem tal-
ið var að það hefði stungist. —
Var á þessum slóðum nokkurn
tíma, en leitarmenn urðu eins-
kis varir.
Samningaumleifanir
í (hungking
London í gærkveldi:
Fulltrúar frá kommúnistum
í Norðvestur-Kína eru nú komn
ir til Chungking þeirra erinda
að semja við stjórnina þar um
það, hvort ekki megi takast að
koma á friði í norður-hluta
landsins, en þar berjast stjórn
arhermenn og kommúnistar
stöðugt. Stjórnin í Chungking
kvaddi fulltrúa þessá til borgar
innar, og halda frjettaritarar
þar, að vel geti komið til mála,
að samningar takist um að
koma á friði, að minsta kosti
vopnahljei. — Reuter.
Eldur í Iv. ÓlaSi
Bjamasyn!
í NÓTT sem leið kom upp eld
ur í lv. Ólafur Bjarnason, frá
Akranesi. — Eldurinn kviknaði
í hálmdýnu í rúmi skipstjóra.
Er hann varð þess var fleygði
hann dýnunni út um gluggann
út á þilfarið. — Logaði hún þar.
Varðmaður á síldveiðiskipinu
Fanney sá hvar eldur logaði á
þilfari skipsins. Brá hann því
fljótlega við, með handslökkvi-
tæki. — Hafði honum nær tek-
ist að slökkva eldinn, er slökkvi
liðið kom á vettvang. x
Skemmdir urðu litlar.
onmimiiZ' li*1"
NEW YORK: Doolittle flug-
foringi, sem fyrstur stjórnaði
lofíárás á Tokio, hefir nú lagt
einkennisbúninginn til hliðar
og er farinn að vinna hjá hinu
mikla olíufjelagi Shell. — Mun
hann verða háttsettur þar. )
é SiglufirSi
Frá frjettaritara vorum
á Siglufirði, þriðjudag.'
í GÆRMORGUN kom upp
eldur í húsinu Suðurgata 70,
sem er einlyft timburhús í smíð
um. — Húsið brann alt að inn-
an, svo aðeins hanga uppi út-
veggir þess.
Eldsins var fyrst vart um
fótaferðatíma. Var húsið þá orð
ið alelda. — Var slökkviliðinu
þegar gert aðvart og var það að
mestu brunnið, er það kom á
vettvang.
í gærdag var verið að vinna
við húsið; — Rafmagnsofn var
þar og er talið að kviknað hafi
í út frá honum, því þar sem
hann stóð, var mest brunnið. —
Ekki voru önnur hitunartæki í
húsinu, og það mannlaust.
Eigandi þess var Jóhannes
Hjálmarsson, verkamaður. —-
Ætlaði hann að flytja í húsið á
næstunni. — Hann hefir beðið
mikið tjón, því alt efni til að
fullgera húsið brann. — Það
vátryggt, eins og það stóð, fyrir
fjörutíu þúsund krónur.
Lokaumræða fjárlaganna:
Fjármálaráðherrann
aðvarar Alþingi
Veðursfofan flyfur í
Sjómannaskólann
VEÐURSTOFAN er nú að
flytja úr hjsakynnum sínum í
Landsímahúsinu. — Hún verður
flutt upp í hinn nýja Sjómanna
skóla. — Fær Veðurstofan þar
ti umráða 10 herbergi í fyrstu
hæð, í austurálmu.
I Landsímahúsinu hafði stof-
an aðeins til umráða 2 herbergi
og önnur tvö er voru mjög
lítil.
JETlorgtTribla&tð
AÐ GEFNU tilefni skal
athygli manna vakin á því
að Morgunblaðið kemur
ekki út á aðfangadag jóla,
sem nú ber upp á mánu-
dag. — Síðasta blað fyrir
jól kemur sunnudaginn 23.
desember. —
Krisiján S. Sigurðs-
son á Akureyri
sjöfugur
Frá frjettaritara vorum
á Akureyri.
Kristján S. Sigurðgson, trje-
smíðameistari, Brekkugötu 5 á
Akureyri er 70 ára í dag. Hann
er fæddur 19. des. 1875 í Bárðar
dal. — Foreldrar hans voru
Sigurður Jónsson og Sigríður
Halldórsdóttir kona hans.
Kristján lærði trjesmíði hjá
Snorra Jónssyni á Akureyri, og
vann eftir það að iðn sinni á
ýmsum stöðum á landinu. —
Hann fluttist til Akureyrar
1915, en fór sama ár til Osló
og lærði þar skíðasmíði. Flutt-
ist hann síðan aftur heim til
Tslands og átti í nokkur ár
heima í Glæsibæjarhreppi í
Eyjafjarðarsýslu, en hefir síðan
1934 átt heima á Akureyri og
stundað þar trjesmíði, aðallega
verkstæðisvinnu.
Kristján hefir verið formað-
ur sóknarnefndar Akureyri í
mörg ár og er kirkjuvörður. —
Hann hefir um langt skeið tek-
ið mikinn þátt í ýmsum fjelags
störfum á Akureyri og rækt þau
öll með trúmennsku og hagsýni.
Kona hans var Guðríður Jósefs
dóttir ‘ frá Finnastöðum á
Skagaströnd. Hún andaðist
árið 1923.
ÞRIÐJA umræða fjárlaganna
hófst í gær. Stóð hún allan dag-
inn og langt fram á nótt.
] Auk breytingatillagna fjár-
veitinganefndar, sem að vísu
voru. ekki margar, en hækka þó
^ útgjöldin um nál 3 milj. kr.,
í lá fyrir fjöldi tillagna frá ein-
stökum þingmönnum, sem all-
ar fóru fram á aukin útgjöld
ríkissjóðs.
Ræða fjármálaráðherra.
Seint í gærkvöldi kvaddi fjár
j málaráðherra, Pjetur Magnús-
son, sjer hljóðs.
j Ráðherrann gat þess í upp-
hafi ræðu sinnar. að hann hefði
í fundarhljeinu (kvöldverðar)
lauslega reiknað út, hverju
framkomnar hækkunartillögur
I
þingmanna næmu og taldist það
vera nál. 6 milj. Síðan hefðu
bætst við mangar till., er vafa-
laust næmu miljónum króna.
Þingmenn hefðu nú flestir
talað fyrir brtt. sínum — en
þær væru aðallega um aukið
framlag til vega og brúa — og
þeir hefðu fært ágæt rök fyrir
nauðsyn framkvæmdanna. En
hitt væri jafnljóst, að ekki væri
unt að leggja alla vegi og
byggja allar brýr á íslandi á
einu ári. Vegamálastjóri og
fjárveitinganefnd hefðu gert
tillögur um þessar framgvæmd
ir á næsta ári og þar væri vissu
lega fremur of langt gengið en
of skamt, bæði þegar tillit væri
tekið til möguleikanna til þess
að vinná þéssi verk (vinnuafl-
ið) og einnig til getu ríkissjóðs
til að rísa undir þeim.
Þessu næst mintist fjármála-
ráðherra á nokkrar brtt. frá
einstökum þingmönnum, er
hann taldi að ekki ættu fram
að ganga. Voru það tillögur um
víðtækar ábyrgðarheimildir.
Samgöngumál
Sunnlendinga.
Þá fór ráðherrann nokkrum
orðum um brtt. um 3.7 milj. kr.
(1. greiðsla af sex) til Suður-
landsvegar. Sagði ráðherra í
sambandi við þessa tillögu, að
búið væri að verja milj. króna
til Krýsuvíkurvegar. Kvaðst
ráðherra aldrei hafa haft trú
á, að samgöngumál Sunnlend-
inga yrði leyst með þesbum
vegi, og kraðst 4 sínum tíma
hafa borið fram á Alþingi til-
lögu um fjárveitingu til hins
vegarins, um Þrengslin, en Al-
þingi ekki á það fallist, en lagt
í þess stað frani fje til Krýsu-
víkurvegar. Nú væru ólagðir
30—40 km. af þessum vegi.
Sjálfsagt væri að Ijúka hon-
um, enda þótt það kostaði tals-
vert fje. Öll skynsamleg rök
mæltu með því, að ljúka þess-
um vegi áður en. byrjað væri
á hinum nýja vegi um Þrengsl-
in. Því að ef reynslan yrði sú,
að Krýsuvíkurvegurinn hjeldi
vetrarsamgöngum opnum,
þyrfti ekki að hraða hinum
Gálausleg afgreiðsla
fjárlaganna
veginum svo mjóg sem nu er
ráðgert. En um hitt kvaðst ráð-
herrann ekki vera í vafa, að
framtíðar samgönguleiðin yrði
um Þrengslin.
Aðvörun til þingmanna.
Þessu næst ræddi fjármála-
ráðherra afgreiðslu fjárlaganna
almennt. Hann sagði m. a.:
Jeg býst við að flestum þing-
mönnum sje ljóst, hver útkom-
an er orðin á fjárlögunum. Ef
tillögur fjárveitinganefndar
verða samþyktar mun rekstr-
arhallinn verða nálægt 3.5 milj.
k»- og greiðsluhallinn um 15
milj. kr. Bætist svo þar á ofan
eitthvað af till. einstakra þing-
manna (3—5 milj. kr.), þá nálg
ast greiðsluhallinn 20 milj.
króna.
Um það geta ekki verið skift
ar skoðanir, að þetta er ekki
varfærin afgreiðsla fjárlaga.
Og hún er ekki varfærnari fyr-
ir það, að nú síðustu dagana
hafa borist þær fregnir,
að, hætta kunni vera á því, að
erfiðlega gangi með sölu fisk-
framleiðslu okkar. Það er að
vísu ekki unt að miða fjárlög-
in við þær fregnir, því að ef
svo reyndist, þá væri búið að
reisa stórhýsi á sandi, sem hlyti
að hrynja. Þessvegna verður að
að vona, að framleiðslan hald-
ist á næsta ári.
Hinsvegar liggur sú stað-
reynd fyrir, að á fjárlögum
verða um 30 milj. króna fram-
lög til ýmiskonar framkvæmda,
auk margháttaðra framkvæmda
einstaklinga, bæjar- og sveitar
fjelaga; er vissulega ástæða fyr
ir Alþingi að stinga við fótum.
Jeg sje gkki, að það sje með
nokkru móti verjandi, að vera
að hlaupa í kapp við framleiðsl
una um vinnuaflið. — Komi í
ljós, að skortur verði á vinnu-
afli, tel jeg nauðsynfegt, . —•
i hvað sem fjárhag ríkissjóðs líð
ur — að stjórnin fái heimild til
að draga úr framkvæmdum.
Sú afgreiðsla, sem nú er á
fjárlögunum væri óverjandi, e£
árið sem er að líða kæmi ekki
út með verulegum tekjuafgangi
og talsverðum greiðsluafgangi.
Og þetta er hið eina sem afsak-
ar það, að tekið er við slíkum
fjárlögum. Ef þetta væri ckki,
myndi jeg ekki taka við fjárlög
unum.
En hvorttveggja er, að ekki
er enn fullvíst um afkomu þéssa
árs og ekki vitað hvernig tekj-
ur næsta árs reynast má ekki
mikið út af bera til þess að illa
fari.
Af þessu tel jeg ekki annað
forsvaranlegt en að veita stjórn
inni heimild til lántöku.
Að lokum bar fjármálaráð-
herra fram svohlj. brtt. við 22.
gr. (heimildargr.) fjárlaganna:
Ríkisstjórninni er heimilað:
„Að draga úr framlögum til
verklegra framkvæmda, sem
ekki eru bundin í öðrum lögum
en fjárlögum, um alt að 30%,
eftir jöfnum hlutföllum, að þvi
er við verður komið, svo fram-
arlega sem ríkisstjórnin telur,
að vinnuafl dragist um of frá
framleiðslustörfum. Telji stjórn
in hinsvegar, að ekki sje á-
stæða til að draga úr fram-
kvæmdum, skal henni heim-
ilt að taka innanlands lán, alt
að 15 milj. kr., ef tekjur rík-
issjóðs hrökkva ekki fyrir
gjöldum“.
Atkvæðagreiðsla um fjárlög-
in fer fram í dag.
Bæ ja rsfjérsi a rko sn ingarnar
Frá SjálfstæðisMknum
Sjálfstæðismenn — konur og karlar!
Skrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Thorvaldsensstræti 2
— sími 2339 og 3315 — veita allar upplýsingar í sambandi
við bæjarstjórnarkosningarnar.
Eruð þið á kjörskrá?
Eru líkur til að þið hafið fallið niður af kjörskrá vegna
fjarveru?
Spyrjist fyrir í skrifstofu flokksins eða í síma.
Leitið aðstoðar í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins með að
kæra inn á kjörskrá, ef mcð þarf.
Veitið skrifstofu Sjáifstæðisflokksins þær upplýsingar,
sem að haldi mættu verða við undirhúning kosninganna.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN.