Morgunblaðið - 28.12.1945, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. des. 1945
iOESUNBLAÐIÐ
7
Frú Kristín fsleifsdóttir frá Stóra-Hrauni
Fáein minningarorð
FRÚ Kristín ísleifsdóttir frá
Stóra-Hrauni andaðist að heim
ili sínu, Eiríksgötu 31 hjer 1
bænum, 21. þ. m. Hún verður
til moldar borin í dag.
Frú Kristín var fædd á
Stokkalæk á Rangárvöllum 22.
júní 1869. Foreldrar hennar
voru merkishjónin frú Karitas
Markúsdóttir og sjera ísleifur
Gíslason, er síðar varð prestur
í Arnarbæli og jafnan kendur
við þann bæ. Frú Kristín var
elst þeirra Amarbælis-systra,
sem mikið orð fór af, vegna
glæsileiks og mannkosta. Hún
ólst upp í foreldrahúsum og var
heima til tvítugs. Þá sigldi hún
til Kaupmannahafnar og dvaldi
þar einn vetur. Hún var þá trú
lofuð cand. theol. Ólafi Helga-
syni, lektors, en hann var þá í
Höfn að kynna sjer kenslu mál
leysingja, Vorið 1892 komu þau
heim og hjeldu brúðkaup sitt
22. júní þ. á., á fæðingardegi
brúðarinnar. Hafði Ólafur feng
ið veitingu fyrir Gaulverjabæj
arprestakalli og tók jafnframt
að sjer kenslu málleysingja.
Eftir eins árs þjónustu í
Gaulverjabæ, fjekk sjera Ólaf-
ur veitingu fyrir Stokkseyrar-
prestakalli. Hann settist að á
Stóra-Hrauni og reisti þar
myndarlegt hús, með það fyrir
augum að málleysingjaskólinn
gæti verið þar eínnig. Þar
dvaldist sjera Ólafur til dauða
dags, en hann andaðist í febrú-
ar 1904.
Það var mikið Iagt á hina
ungu prestskonu, að veita for-
stöðu hinu fjölmenna heimili á
Stóra-Hrauni.
Málleysingjaskólinn var þar
öll árin. Oftast voru 12 nem-
stækkaði. En frú Kristín leysti
þessi störf af hendi með mik-
illi prýði. Hún var hvorttveggja
í senn umhyggjusöm móðir og
mikilvirkur stjórnandi hins fjöl
menna heimilis.
Þau Kristín og sjera Ölafur
eignuðust 6 börn, mistu eitt í
æsku og upþkominn son, Helga.
Þessi börn þeirra hjóna eru á
lífi: Frú Karitas, gift Helga Guð
mundssyni bankastjóra, Þór-
hildur, forstöðukona barnaheim
ilisins í Tjarnarborg, Hálfdán,
verkstjóri hjá Shell og ísleifur
Gísli, gjaldkeri hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur.
Frú Kristín hafði málleys-
ingjaskólann í nokkur ár eftir
að hún misti mann sinn, eða þar
til skólinn fluttist til Reykja-
víkur 1908.
Hmn 15. apríl 1909 giftist
Kristín sjera Gísla Skúlasyni,
er fengið hafði veitingu fyrir
Stokkseyrarprestakalli. — Þau
endur í skólanum, er bættust' bjuggu á Stóra-Hrauni þar til
við -í heimilinu, því að þeir í ársbyrjun 1937, að þau flutt-
dvöldu þar alt árið. Var oft um I ust til Eyrarbakka.
30 manns í heimili, sem þurfti
að fæða og klæða. Má nærri
geta, að oft hafa áhyggjur hlað
ist á húsfreyjuna, ekki síst eft
ir að hennar eigin barnahópur
Tvö börn eignuðust þau hjón:
Skúla lyfjafræðing (andaðist
1943) og Sigríði, sem er gjald-
keri í Ingólfs Apóteki.
Sjera Gísli þjónaði prestakall
|
| Laugardaginn 29. þ.m.
verður ekki gegnt
greinds banka.
afgreiðslu í sparisjóðsdeild neð-
ídána&arbanhi ^dóíandó
Ungur maður
getur fengið atvinnu í Kaffibætisverksmiðju 0. John-
son & Kaaber h.f. — Upplýsingar í verksmiðjunni.
inu til dauðadags, en hann and
aðist 19. ág. 1943.
Eftir andlát manns síns flutt
íst frú Kristín til Reykjavíkur
og dvaldi hjer síðan.
- ★
Það mætti ma^gt skrifa um
heimilisbraginn hjá frú Krist-
ínu. Rausn og myndarskapur,
alúð og gestrisni einkendi henn
ar heimili. Þar var yndislegt
að koma. Það var göfgandi og
bætandi að kynnast þessari
ágætu konu. Glaðværð hennar
og hin ljetta lund kom öllum
í gott skap. Hún hafði svo ein-
staklega gott lag á að fá menn
. ! til að gleyma áhyggjum og mót
læti. Þess vegna leið öllum vel
í návist hennar.
Það var oft gestkvæmt á
heimili frú Kristínar. Undruð-
ust vinir hennar hvernig hún
færi að því, að koma fyrir hin-
um mörgu næturgestum, sem
þar voru tiðum. Þar sem er \
hjartarúm, þar er og húsrúm. I
Þetta sannaðist á henni. Hún j
fann altaf úrræði. Það var henn
ar mesta yndi, að hafa vinafólk
sitt hjá sjer. Altaf dró Kristín
til sín á sumrum- börn vensla-
fólksins, til dvalar um lengri
eða skemri tíma Hún elskaði
börnin og börnin elskuðu hana.
Hún var þeirra elskuleg móðir.
Frú Kristín var tilfinninga-
rík kona. Mátti ekkert aumt
sjá. Sjálf varð hún fyrir þung-
bæru mótlæti í lífinu, en það
bar hún með einstakri ró og
stillingu. Þar sýndi hún best,
hve mikil kona hún var. Og ef
á móti bljes hjá einhverjum,
sem henni var r.ákominn, þá
var hún óðara komin þar, til
þess að græða og líkna.
Ekkert var fjær skapferli frú
Kristínar en erjur og ósam-
lyndi meðal þeirra er hún um-
gekst. Þar hafði hún jafnan frið
arorð á reiðum höndum.
Jeg minnist þess aldrei að
hafa heyrt frú Kristínu tala
hnjóðsyrði til nokkurar mann-
eskju. En þætti henni einhver
ganga of langt í því efni, fann
hún altaf málsbætur. Hún
breiddi yfir misfellurnar, en
leitaði jafnan að hinu góða í
fari sjerhvers manns. Ef allir
temdu sjer þetta, myndi vera
gott að lifa í þessum heimi.
★
Frú Kristín var fædd í mesta
sólmánuði ársins. Var engu lík-
ara en hún hefði fengið birtu
og yl hinnar björtu júní-sólar
í vöggugjöf. Líf hennar alt var
einn samfeldur sólargeisli,
hvort heldur var í gleði eða
sorg.
Guð blessi minningu hennar.
J. K.
*
Oskila hestur
Rauðstjömóttur hestur, mark: gat vinstra, er í ó-
skilum á Kolviðarhóli. Rjettur eigandi gefi sig fram
við undirritaðan og greiði áfallinn kostnað.
. Hreppstjóri Ölfushrepps.
Minningarorð um
Guðrúnu Haraídsdóttur
Mjer verður tregt um mál,
þegar rita skal nokkur kveðju
pg minningarorð um nýlátna
Vinkonu mína, frú Guðrúnu
Ilaraldsdóttur hjúkrunarkonu
er andaðist að Vífilsstöðum
,17. þ. m. og verður í dag til
moldar borin.
Gúðrún Ilelga eins og hún
hjet fullu náfni, A*ar fædd 10.
júlí árið 1900, að Reyðarfirði,
en fluttist tveggja ára með
foreldrum sínum til Akureyr-
ar og ólst þar upp til 12 ára
aldurs, er hún missti móður
SÍna. Fór hún þá að Ivristnesi,
til frændfólks síns og dvaldi
þar í tvö ár, en fluttist þá aft-
ur austur á land. Dvaldi hún,
þar á ýmsum stöðum, en lengst
af í Vík á Fáskrúðsfirði, hjá
frú Jakobínu Bjarnadóttur, er
síðar varð tengdamóðir henn-
ar. Með henni fluttist Guðrún
til Reykjavíkur, 21 árs að
aldri.
| Skömmu síðar hóf hún
hjúkrunarnám og( dvaldi þá í
sjúkrahúsunum Kleppi, Laug-
arnesi og Vífilsstöðum, en
sigldi síðan til Kaupmanna-
hafnar, til að Ijúka námi.
Er hún var við nám í Rík-
isspítalanum, kendi hún fyrst
rgúkdóms þess, er hún svo oft
ög lengi harðist við og að lok
um lagði hana að velli. Varð
hún þá að fara á heilsuhæli í
Danmörku og dvaldi þar y% ár
ög náði þar svo góðum þata,
að hún gat lokið námi. Að því
búnu fór hún heim til Islands
og gerðist hjúkrunarkona á
Kristnesh. og síðar á Kleppi.
Árið 1930 giftist hún eftir-
lifandi manni sínpm Sigurði
Sigbjörnssyni, frá Vík í Fá-
skrúðsfirði, ágætismanni. En
brátt dró ský fyrir sólu, því hjúkrunar
að skamt var liðið frá brúð-
kaupi þeirra, þegar Guðrún
veiktist á ný og varð" að fara
á Vífilsstaðahæli.
Dvöl hennar þar var að ið og sýna henni samúð og
þessu sinni stutt, en brátt sótti skilning.
í sama horfið, og varð hún j Kæra vina. Þú -ert nú horf-
alls fimm sinnum að leita hæl(in til bjartari heimkynna. Ilug
isvistar og dvelja þar. Stund- urinn hverfur til baka. Margs
úm langdvölum. Þar urðu okk er að minnast, margra góðra
ar fyrstu kynni, er efldust eft og kyrlátra stunda er setið
ir því sem árin liðu. Það var A*ar saman, rabbað og rætt. -Jeg
gott að eiga vináttu henúar, blessa og þakka þá stund, er
því að hún var falslaus og jeg kynntist )>jer.
traust, Ilún hafði hreint ogi Lengra get jeg ekki fylgt
öfugt hjarta. Ylur og hlý.ja þ.jer á sýniiegan hátt, f anda
strevmdi frá henni, til hælis- fylgist jeg með þjer inn í
f.jelaganna og allra, sem henni landið, sem þú ert horfin til
kynntust. ög umvef þig hlý.jum hugsun-
Guðrún A;ar m.jög vel gerð Um og hestu böndum. H. J.
Byggingaífjelag
BYGGINGAFJELAG barna-
kennara í Reykjavík var stofn-
að hjer í bænum s.l. laugardag.
30 kennarar gerðust þegar fje-
lagar.
Framhaldsaðalfundur verður
haldinn n.k. laugardag í Mið-
bæjarskólanum.
'kona, bæði um mannkosti og
lundarfar. Ilún var greind og
hafði yndi af fögrum skáld-
skap. Ilún var glaðlynd og
I.jettlynd. Það var hlátur og
gleði þar sem Guðrún var, því
að hiin kom öllum í gott skap
með glaðværð sinni og lífs-
fjöri. Hreinskilin, djörfung og
hressileiki fylgdu henni hvar
sem hún fór. En hún átti lí-ka
viðkvæma lund og átti d.júpa
samúð með þeim, sem bágt
áttu.
í byrjun október síðastliðn
um Tagðist Guðrún sína síð-
ustu legu og lá fyrst heima í
2 mánuði en var svo flutt til
Vífilsstaða 7. þ. m. Var þá
brátt auðsjeð að hverju
stefndi. Ilún, sem alltaf hafði
verið svo vongóð og aldrei lát
5ð hugfallast, var nú orðin
vonlaus um bata, og er hún
fann kraftana þverra, óskaði
hún þess eins að fá að losna
sem fyrst og fjekk hún ósk
nína uppfyllta að hverfa hjeð-
an fyrir jól.
1 þessari síðustu legu Guð-
rúnar naut hún hinnar hestu
og umhyggju
manns síns, sem þá eins og
ávallt reyndist henni tryggur
förunautu’’, er aldrei ljettist á
að ljetta henni sjúkdómsstríð
Jeg þakka hjartanlega fyrir þá miklu vinsemd, sem
mjer var sýnd á fimmtugsafmæli mínu þann 23. þ. mán.
með heimsóknum, gjöfum, skeytum og öll þau hlýju orð,
sem fjellu í minn garð við þetta tækifæri.
Finnjón Mósesson,
Nýbýlaveg 30, Fossvogi.
t
I
!
I
í
.•..•.,V..VV..V..W"VX**!*.»*W**W**X**:-W**W-WV-V**X**!**X'.V:-X-!'
Mínar bestu þakkir færi jeg öllum, sem á margar hátt
glöddu mig á sextugsafmæli mínu. Guð blessi ykkur öll.
Gróa Þórðardóttir.
!
?
x
1
?
?