Morgunblaðið - 04.01.1946, Blaðsíða 1
leil fhigsveif hverf-
ur olgjörlegu
Ekkert fannsl, þótt mikið væri leifað
NEW YORK:- Nýlega lagði Charles C. Taylor flugliðsforingi
i Bandaríkjaher upp í æfingaflug í tundurskeytaflugvjel, ásamt
íjórum flugmönnum öðrum. Síðan hefir ekkert spurst til þessara
fimm flugvjela, þrátt fyrir mikla leit fjölmargra flugvjela og
skipa. — Flugsveitin lagði upp frá Fort Lauerdale á Atlants-
hafsströnd Bandaríkjanna. Þykir þessi atburður næsta óskilj-
anlegur.
Það var glaða sólskin og
stinningskaldi, er flugvjelarnar
lögðu upp frá Fort Lauerdale
í Florida Taylor, flugforinginn,
sem var þaulvanur flugmaður
úr styrjöldinni við Japana, var
ekki í neinum vanda með þetta
auðvelda flug. En engin flug-
vjelanna hefir sjest aftur.
Taylor og þeir fjórir flug-
menn og níu menn aðrir, sem
í flugvjelunum voru, hurfu al-
gerlega. Og ekki batnaði þegar
fyrsta leitarflugvjelin, flug-
bátur einn mikilL'lagði af stað.
Sást springa í lofti.
Þegar ekkert frjettist af flug-
sveitinni, lagði flugbátur með
13 manna áhöfn af stað til þess
að leita hennar. Hann hvarf
einnig. En síðar kom fregn frá
skipi um það, að hann hefði
sjest springa í tætlur á flugi
nokkuð frá ströndinni.
Hundruð breskra og amer-
ískra flugvjela og mörg skip,
hófu nú leit á víðu svæði alt
frá Floridaströndum að Baham
eyjum. Meðal leitarskipanna
var flugvjelaskip eitt. Leitað
var lengi, en ekkert fannst.
Hvernig mátti þetta ske?
Hvernig gat það komið fyrir,
að.fimm flugvjelar gætu horfið,
án þess að nokkur þeirra gæti
sent frá sjer neyðarmerki með
loftskeyti? Hafði ein af flug-
vjelunum rekist á þá næstu á
undan og svo orðið allsherjar
árekstur?
Eftir hálfsmánaðar leit var
henni hætt. Flotayfirvöldin
vissu ekkert hvað þau áttu að
halda. Rannsóknarnefnd var
skipuð, en hún hafði harla lítið
til þess að fara eftir, sem að
líkum lætur. Þessi dularfulli
atburður á friðartíma var ótrú-
legri en flestir þeir undarleg-
ustu, sem orðið höfðu í styrj-
öldinni. — Time
tlit tyrir kaupdeilur
s
K.höfn. í gær. Frá frjetta
ritara vorum.
ATVINNUREKENDUR og
verkamannasamtökin eru nú
að semja um kaup og kjör verka
manna, en ekki er talið líklegt
að lausn fáist á málum þessum.
Samningaumleitanir í mörgum
starfsgreinum, þ. á. m. járniðn-
aðinum, hafa reynst árangurs-
lausar. Hafa atvinnurekendur
yfirleitt ekki talið sig geta geng
ið að kröfum vinnuþyggjenda.
Búist er við að verkamanna-
fjelögin segi upp öllum samn-
ingum, og lítur út fyrir að lítið
verði um vinnufrið, en mikið
um deilur, er kemur fram í
marsmánuði, ef löggjafarvaldið
tekur ekki í taumana. — Páll.
Keyes flotaforingi látinn.
LONDON:
(hurchiii
á förum vestur
Winston Churchill og frú
hans munu leggja af stað vest-
ur um haf til Bandaríkjanna
næstkomandi miðvikudag með
hafskipinu Queen Elizabeth. —
Munu hjónin dveljast vestra um
alllangann tíma. Síðar mun
Sarah, dóttir þeirra koma vest
ur til þeirra. — Churchill og
frú hans munu vera gestir Tru
mans forseta og konu hans um
viku tíma. — Síðar mun Churc-
hill fara norður í Kanada, til
vinar síns, sem hann dvaldi hjá
eftir Ottawaráðstefnuna forð-
um. — Reuter.
William Joyce
i gær
London í gærkvöldi.
í MORGUN kl. 9 eftir bresk
um tíma, var William Joyce.
kallaður HaW Haw lávarður,
Nýlátinn er í hengdur í Wandsworth- fang-
Englandi Keyes flotaforingi, elsinu, eftir að innanríkisráð-
í hárri elli. Ilann var einn^af herrann breski, hafði fyrir
kunnustu flotaforingjum nokkrum dögum neitað að
Breta í fyrri styrjöld og náða hann. — Joyce, sem var
stjórnaði hanh flotadeildum. 39 ára að aldri, hafði sem
])éim, sem voru á verði á Erma kunnugt er, haldið andbresk-
sundi og við Belgíustrendur.1 ar áróðursræður í útvarp
Lentu skip hans iðulega í bar-[iÞjóðverja á styrjaldartíman-
zérja. — ium. — Reuter.
Mikill undirbúningur
undir fund sam. þjóðanna
enour i sirongu
MIKLAR óeirðir eru stöðugt
í Gyðingalandi, og verður
breska herliðið að hafa sig alt
við til þcss að halda óaldar-
lýðnum í skefjum, en fyrir upp-
þotunum standa leynifjelög
Gyðinga. Yfirforingi bresku
herjanna og landstjóri í Gyð-
ingalandi er Sir Allen Cunn-
ingham hershöfðingi, sem sjest
hjer á myndinni að ofan. Hann
stjórnaði einu sinni áttunda
hernum breska í Norður-Af-
ríku. Hann er bróðir Cunning-
ham flotaforingja.
Aðalritari hins nýja
bandalags kjörinn á
fundinum
London í gærkveldi. Einkaskeyti til
Morgunblaðsins frá Reuter.
MJÖG er nú unnið að undirbúningi fundar hinna sameinuðu
þjóða, sem á að hefjast hjer í borg' þann 10. þ. m. og streyma
nú fulltrúar að hvaðanæfa, en alls verða þeir um 2000 talsins.
Á fundinum verður kjörinn aðalritari bandalags hinna sam-
einuðu þjóða, einnig úr því skorið, hverjir fulltrúar ríkja skuli
sitja í öryggisráðinu, en þar skulu fulltrúar 6 ríkja eiga sæti.
Breska stjórnin hjelt í dag fund um mál þau, sem leggja á fyrir
samkomuna af hennar hálfu.
______________________________Attlee og Bevin tala.
Fundurinn mua. hefjast með
ræðu Attlee forsætisráðherra,
en snemma á honum mun Bevin
flytja merkilega ræðu um ýms
aðkallandi mál. Að lokinni
ræðu Attlee mun forseti sam-
kundunnar verða kjörinn.
Verða fulltrúunum haldnar
margar veitslur af hálfu Breta,
meðan þeir eru í London, með-
al annars mun konungur halda
þeim veitslu.
dögum við
Kröfugöngur og
uppþot í Florens
London í gærkveldi.
ÓGURLEGUR mannf jöldi, —
mest atvinnuleysingjar, fór í
dag fylktu liði um götur ítölsku
borgarinnar Florens og heimt-
aði matvæli og atvinnu. — Fólk
ið brautst inn í matvörubúðir
og rændi öllu, sem hönd á festi
þar. Þegar á daginn leið rak
fólk þetta gesti út af ýmsum
veitingahúsum og settist þar
upp. Einnig tók það á sitt vald
ýms kvikmyndahús og leikhús
og neitaði að fara þaðan út, fyrr
en það væri öruggt um vinnu
og mat. Fyrr um daginn hafði
lögreglustjóri borgarinnar lofað
fólkinu, að yfirvöldin skyldu út
vega því atvinnu, en það ljet
sjer ekki segjast að heldur. —
All-órólegt er í ýmsum fleiri
borgum Ítalíu, og munu ástæð-
urnar yfirleitt vera hinar sömu
og í Florens. — Reuter.
Þrír Indverjar
gerðir úilægir
— Voru náðaðir
London í gærkveldi:
AUCIIINLECK hershöfð-
ingi Breta í Indlandi, til-
kynnti í dag, að þrír af for-
ft gjum hins svonefnda ind-
verska þjóðarhers, sem barð-
ist gegn Bretum, en með Jap-
önum, hefðu verið sviftir
tign sinni í hernum og dæmd-
ir til æfilangrar útlegðar.
J Miklar deilur hafa orðið
'vegna málaferlanna gegn þess
um mönnum, þar sem Indverj
ar telja þá frelsishetjur og
föðurlandsvini. Urðu uppþot
út af þessu í ýmsum borgum
Indlands fyrir nokkru, svo
sem kunnugt er.
Síðar bárust fregnir um það,
að hinir þrír liðsforingjar
hefðu verið náðaðir að nokkru
leyti, þ, e. a. a., þeir þurfa
ekki að fara í útlégð, en eru
sviftir tign sinni í hernum og
reknir úr honum. Yoru þeir
látnir lausir seint í kvöld, og
jhjelt þá Ivongressflokkurinn
þeim mikla veitslu. -— Reuter.
Gröf Nordah! Grieg
Friðarráðstefna í París.
Ýmsir telja líklegt, að frið-
arráðstefnap muni verða haldin
í París og hafa Frakkar látið
í ljós ánægju sína. með þetta.
Þá telja og sumir, að Rússar
sjeu nú orðnir meðmæltir þeirri
kröfu Frakka, að Rúhrhjeraðið
og Rínarlöndin verði algerlega
skilin frá Þýskalandi. Mun
þetta ef til vill verða rætt á
fundi hinna sameinuðu þjóða í
London, en Rússar munu hafa
gefið frönsku sendinefndinni,
sem nýlega var í Moskva, ádrátt
um að styðja þeþsar kröfur
Frakka.
fundin
London í gærkveldi:
TALIÐ er í Berlín, að gröf
norska skáldsins Nordahl Grieg,
sem fórst með sprengjuflugvjel
er var að gera loftárás á borg-
ina, sje nú fundin í einum graf
reit borgarinnar. — Reynist
þetta rjett, munu Norðmenn
hafa í hyggju að láta grafg lík
ið upp og flytja það heim til
Noregs. — Reuter.
Rósfusamf
í Bafavia ennþá
London í gærkveldi:
RYSKINGASAMT hefir ver-
ið í Batavia í dag, þótt hervörð
ur sá, sem verið hefir umhverf
is borgina, hafi nú verið látinn
hætta störfum. Kom til átaka
milli hinnar nýju lögreglu, sem
Bretar og Indonesiumenn hafa
sett í borginni og ofstækis-
manna innfæddra. — Innfædd
ir menn kenna Hollendingum
um upptökin að árekstrum þess
um, sem voru allsnarpir, en sem
Bretar tóku engan þátt í. —
Breskt herlið hefir þó ráðist að
ýmsum stöðum í borginni í dag,
þar sem ofbeldismenn hafa
bækistöðvar, vel víggirtar.