Morgunblaðið - 04.01.1946, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 4. jan. 1946
Bók sem allir lesa
Kommúnistar hver
öðrum líkir
Aðalfundur Islend
ingafjelagsins í
New York
Kaflar þeir úr bók Arthurs
Koestlers um kommúnismann,
sem birtust , Lesbók Morgun-
blaðsins, er borin var út til bæj
arbúa með blaðinu í gær, vekja
óskipta athygli allra þeirra, er
þá hafa lesið.
Höfundur bókar þessarar var
lengi kommúnisti og málefn-
um þeirra ná-kunnugur. Meðal
annars hefir hann dvalið lang
dvölum í Rússlandi. Kann rúss
nesku og hefir tekið virkan þátt
í starfi kommúnista víðsvegar
um Evrópu. Var hann um skeið
eitt af átrúnaðargoðum kom-
múnista hjer á landi. — Þeim
mun eftirtektarverðari er lýs-
ing Koestlers á kommúnisman-
um í framkvæmd. Hversu mjög
ber þar á milli kenningárinnar
annarsvegar og verkanna hins-
vegar.
Leyndinni verður að eyða.
Rússland er eitt af mestu
vhldum veraldarinnar. En þrátt
fyrir það veit umheimurinn
ekki eins lítið um nokkurt ríki,
sem eitthvað kveður að eins og
Rússland. Og engir menn meðal
hvítra þjóða munu vita jafn lít-
ið um umheiminn og Rússar. —
Valdhafar Rússlands hafa ekki
viljað láta þegna sína kynnast
umheiminum nema sem allra
minnst, og þá einungis gegnum
frásagnir, er þeir hafa sjálfir
búið landsmönnum í hendur. —
Nje heldur hafa þeir viljað láta
heiminn utan Rússlands kynn-
ast því mikla landi, nema sára
lítið, og þá helst af einhliða frá
sögnum, sem þeir sjálfir hafa
samið eða haft áhrif á, hvernig
væri samdar.
Öllu þessu lýsir Koestler ræki
lega í þeim bókarköflum, er
Morgunblaðið nú hefir birt, og
skal það því ekki rakið frekar
að sinni.
Þessi stranga ritskoðun í
Rússlandi er alkunn og óum-
deilanleg staðreynd. Um hana
þarf því í sjálfu sjer ekki vitnis
burðar svo nákunnugs manns
sem Koestler er. Sú staðreynd
er mönnum kunnug eftir öðrum
heimildum.
N
Samanburður á Iífskjörunum.
Ýmislegt annað af því, sem
Koestler segir, hefir mönnum
hinsvegar ekki verið jafn-ljóst.
Menn hafa að vísu vitað, að
mikill væri lífskjaramunur und
ir hinu kommúnistiska skipu-
lagi og hjá hinum frjálsu, vest-
rænu lýðræðisþjóðum. — Hinu
munu fáir hafa gert sjer grein
fyrir, að munurinn væri jafn
mikill og Koestler heldur fram
og færir rök að. Allra síst mun
menn hafa rennt grun í, að lífs-
kjörunum hafi svo mjög hnign-
að undir stjórn kommúnista, er
í Ijós kemur af tölum þeim, er
Koestler birtir og telur sig hafa
eftir óyggjandi heimildum.
En ef eitthvað er rangt í þess
um skýrslum, þá er það vegna
þess, að rjettari skýrslur hafa
ekki legið fyrir. Stjórnarvöldin
rússnesku hafa ekki birt sams-
konar skýrslur um hag þjóðar
■sinnar eins og aðrar siðmenntað
ar þjóðir hafa gert. Þau hafa
ekki gefið veröldinni sama færi
á að kynnast því, sem innan
endimarka Rússlands er að ger
ast, eins og allar lýðræðisþjóðir
telja sjálfsagt að gera um sig.
Tekst kommúnistum á
íslandi betur?
Ýmsar af ályktunum Koest-
lers geta vafalaust valdið nokkr
um ágreiningi. Hann er sjálfur
ennþá sannfærður socialisti og
telur ávirðingar stjórnarfarsins
í Rússlandi fyrst og fremst vera
þær, að stjórnendur ríkisins
hafi herfið frá sinni kommún-
istisku stefnu og yfir til annars
þjóðskipulags.
Þetta kemur af því, að þrátt
fyrir reynsluna hefir Koestler
ekki sannfærst um, að stefnan
sjálf væri röng. Öðrum sýnist
vafalaust miklu nær að álykta
sem svo, að úr því að ekki hefir
tekist betur til hjá hinni ágætu
þjóð, Rússum, undir forystu
þeirra afburða manna, sem þar
hafa með völdin farið, þá er
ekki líklegt, að kommúnisminn
gefi betri raun hjá öðrum.
Hvað sem um þetta er, þá eru
það ekki ályktanir Koestlers,
sem skipta máli hjer, heldur
staðreyndirnar, sem hann skýr-
ir frá, sem menn verða að
kynna sjer og síðan draga álykt
anir sínar af þeim. Og Islend-
ingum hlýtur þá að verða sjer
staklega ríkt í huga, að kom-
múnistar hjer á landi hafa ætíð
vitnað til Rússlands sem þess
fyrirmyndar lands, þar sem
stefna þeirra hefði sannað ágæti
sitt. Þeir hafa þessvegna fyrir-
fram viðurkennt, að árangur
stefnunnar í Rússlandi ætti að
verða prófsteinn á ágæti henn-
ar. —
íslenskir kjósendur munu
gera ályktanir sínar í samræmi
við þetta. Enda mun mönnuní'
hjer á landi finnast ólíklegt, að
íslensku kommúnistarnir verði
happasælli í störfum, heldur
en þeir yfirburðamenn, sem
með völdin hafa farið í Rúss-
landi.
Lifandi mynd af kommúnistum
hjer á landi.
En þó að Koestler skýri frá
mörgu, sem mönnum hefir ver
' ið ókunnugt um Rússland, þá
er einnig margt í lýsingu hans,
' sem menn kannast ákaflega vel
við. Þannig eru t. d. lýsingar
hans á kennisetningum kom-
múnista, og hvernig þeir bregð
ast við óvelkomnum staðreynd-
um. Þar hafa íslendingar fyrir
augunum lifandi dæmi til sam
anburðar, og sjá, að hvort sem
lýsingar höfundarins eiga við
þá kommúnista, sem hann hef
ir kynnst, þá eiga þær sannar-
lega við um þá kommúnista,
sem Islehdingar hafa kynnst.
Og alveg eins og höfundur-
inn rekur það, hvernig myndast
hefir sjerstök yfirráðastjett í
Rússlandi, Sem meir og meir
hefir losnað úr tengslum við
fjöldann, alveg á sama hátt er
að myndast lítill yfirráðahóp-
ur í flokki kommúnista hjer á
landi.
Lítil klíka ræður.
Kommúnistar kalla lista sinn
við bæjarstjórnarkosningarnar
t. d. lista verkamanna, launþega
o. s. frv. Sannleikurinn er þó
sá, að helmingur af núverandi
bæjarfulltrúum þeirra hefir
aldrei verið verkamenn og
mundu samkvæmt orðbragði
kommúnista tilheyra yfirstjett-
inni. M. a. s. þeim hluta hennar,
er kommúnistar oft hafa talið
einna fyrirlitlegastan. Eru sem
sje lærðir guðfræðingar.
Auðvitað er andúð kommún-
ista á guðfræðingum yfirleitt
með öllu ástæðulaus. En eftir-
tektarvert er það, að þessir
tveir guðfræðingar, sem hafa
komist til valda hjá kommúnist
um, eiga það sammerkt með
verkstjóranum og hinni ágætu
húsfrú, sem setið hafa í bæjar
stjórn af hálfu kommúnista, að
ekkert þeirra treystir á fylgi
meðal eigin flokksmanna. Öll
hafa þau svo slitnað út tengsl-
um við fjöldann, að þau þora
ekki að láta umboð sitt vera
komið undir prófkosningu með-
al kjósenda sinna, heldur hafa
sett sig á kjörlistann með ein-
ræðisákvörðun.
Af þessu sjest, að í kommún-
istaflokknum hjer á landi gætir
nú þegar, jafnvel áður en hann
fær nokkur veruleg völd í hend
ur, alveg sama fyrirbrigðis og
Koestler telur hafa orðið flokkn
um að fótakefli í Rússlandi, að
það er sjerstakur hópur, sjer-
stök lítil klíka, sem hrifsar til
sín völdin og fer með þau eftir
eigin geðþótta, en án þess að
hugsa um vilja eða óskir fólks-
ins sjálfs.
Athugasemd
í GREIN sinni í Þjóðviljan-
um 22. des. segir herra Sv. G.,
að hann hafi fengið brjef frá
kunningja sínum í Danmörku,
og í því sje fullyrt, að hermenn
irnir frá Eystrasaltslöndunum
þremur, sem dvelja núna í Sví-
þjóð, sjeu „gennemgaaende11 SS
menn af verstu tegund“.
Viðvíkjandi þessu vil jeg
taka fram, að á þeim tíma, þeg
ar brjefið frá Danmörku hlaut
að vera skrifað, hafði rannsókn
í máli þessara manna frá
Eystrasaltslöndunum ekki leitt
neitt slíkt í ljós, enda hefir enn
engin frjétt borist hingað um,
að á meðal þeirra sjeu SS menn
af nokkurri tegund. Hef jeg
þetta eftir sjerstaklega áreiðan-
legum heimildum.
Vænti jcg þess, að herra Sv.
G. afli sjer einnig upplýsinga
um þetta mál og birti sem skjót
ast leiðrjettingu í Þjóðviljan-
um.
Fyrirsögn greinar herra Sv.
G. er harla einkennileg, þar
sem í grein hans kemur hvergi
neitt fram um samband Balt-
anna við hina, sem minst er á
í fyrirsögninni, og vona jeg, að
hjer sje um mistök að ræða, en
ekki þá tegund áróðurs, sem
tíðkast í einræðislöndum!
Tcodoras Bieliacldnas.
AÐALFUNDUR í íslendinga-
fjelaginu í New York var hald-
inn að Hotel Shelton þann 1.
desember, að viðstöddum um
160 manns.
Sendiherra íslands í Banda-
ríkjunum, Thor Thors, og frú
voru heiðursgestir' fjelagsins.
Sendiherrann flutti mjög ítar
legt erindi um afstöðu íslands
til utanríkismála Vakti ræðan
mikla athygli og fjekk sjer-
staklega góðar undirtektir.
Hin þekta söngkona íslands,
frú María Markan, söng ein-
söng. Var söng hennar fagnað
mjög að vanda og þurfti frúin
að syngja mörg aukalög.
Fröken Agnes Sigurðsson ljek
einleik á slaghörpu við mikla
hrifningu hlustenda. Varð hún
einnig að leika mörg aukalög.
Fröken Agnes Sigurðsson er af
íslenskum ættum og talar ís-
lensku reiprennandi. Hún er
ættuð frá Winnipeg, Canada og
dvelur í New York um stund-
arsakir við hljómlistanám.
Frökenin hefir nú þegar getið
sjer frægð fyrir hljómleika
sína.
Kosin var ný stjórn. Fráfar-
andi formaður, Óttarr Möller,
baðst undan endurkosningu.
Taldi hann óvíst hve lengi hann
myndi dvelja í New York. Lagði
Óttarr Möller til að þeir, sem
hjer fara á eftir, yrðu kosnir:
Formaður: Hannes Kjartans-
son. Meðstjórnendur: Hjálmar
Finnsson, frú Guðrún Camp,
Grettir Eggertsson, Guðmund-
ur Árnason.
Tillagan var samþykt með
öllum greiddum atkvæðum.
Fyrverandi formaður gerði
grein fyrir starfsemi fjelagsins
undanfarið og fer hjer á eftir
úrdráttur úr þeirri greinar-
gerð:
íslendingafjelagið var stofn-
að árið 1939. Þá bjuggu í New
York um 40 íslendingar. Starf-
inu var fyrst hagað þannig, að
4—5 kvöldvökur voru haldnar
árlega. Fyrirlestrar fluttir og
íslendingar fengnir til að
skemta.
Er hin nýafstáðna heimsstyrj
öld skall á og utanríkisviðskifti
íslands færðust mestmegnis til
Vesturheims, jókst íslendinga-
bygðin í New York hröðum
'skrefum. Borgin varð miðstöð
verslunar og menta. Þó fluttist
margt skólafólk til mentastofn-
ana víðsvegar um Bandaríkin.
Telja má að flest íslendinga
hafi dvalið í New York fyrri
helming ársins 1945, eftir bestu
heimildum um 500 mhnns. Eru
þá börn talin með.
Þess skal getið, að starfssvið
íslendingafjelagsins nær yfir
New York og útborgirnar
Brooklyn, New Jersey, Bronx
o. fl. Einnig sóttu samkomur
fjelagsins landar frá fjarlæg-
um borgum, t. d. Boston, Phila
delphia, New Haven, Washing-
ton og Baltimore.
í byrjun ársins 1945 tók
stjórn fjelagsins upp ýmsa ný-
breytni í starfsháttum.
Til að ná sem best til hinna
ýmsu dreifðu íslendingabygða,
voru stofnaðar deildir innan
fjelagsins, er unnu að íþrótta-
og kynningarstarfsemi.
Deildir störfuðu í Forest
Hills, Manhattan, New Jersey
og Brooklyn. Milli sumra þess-
ara íslendingabygða eru 40—60
kílómetrar.
Þá starfaði sjerstök deild að
kynningarstarfsemi meðal Is-
lendinga í New York er störf-
uðu að verslun, framleiðslu,
iðnaði, flutningum og öðrum
greinum íslensks viðskiftalífs.
35—40 manns mættu að meðal-
tali einu sinni á mánuði í há-
degisverð. Á þessum samkom-
um var fluttur fyrirlestur, og
þeir, er nýkomnir voru frá Is-
landi, fengnir til að segja frjett
ir frá Fróni. Leitast var við að
ná í á þessi borðhöld íslendinga
er gistu New York um stundar
sakir í viðskiftaerindum. Starf-
semi deildarinnar var að sjálf-
sögðu óháð stjórnmálum og öðr
um ágreiningsmálum, enda ein-
göngu starfrækt til að styðja að
auknum skilningi og kynningu
meðal íslendinga. er við við-
skifti fást.
Nefnd -starfaði innan fjelags-
ins, skipuð sjö íslenskum kon-
um, til að hlynna að íslenskum
sjúklingum. er kynnu að dvelja
á sjúkrahúsum í New York um
lengri eða skemmri tíma.
Ásamt öðru 1 viðleitni fjelags
ins til að kynna ísland, var
gengist fyrir kvikmyndasýn-
ingu á móti 29. september. Sýnd
var kvikmynd af íslandi. Einn-
ir var staðið í brjefaviðskiftum
við íslendingafje'iög víðsvegar
um heim.
Fimm íslandsmót voru hald-
in á árinu, þar á meðal eitt úti-
mót, 17. júní. Á íslendingamót-
unum mættu að staðaldri um
170 manns. Valdir ræðumenn
fluttu erindi. íslenskir skemti-
kraftar skemtu. íslenskir söngv
ar sungnir og dans stiginn. Öll
þessi mót fóru sjerstaklega vel
fram. Mikið fjelagslyndi ríkti
meðal íslendinga alment.
Gera má ráð fyrir, að fyrir-
sjáanleg gjaldeyrisvandræði og
endurreisn viðskifta við Evrópu
verði þess valdandi að Islend-
ingum fækki í New York. Þá
ber ekki hvað síst nauðsyn til
að halda við og efla starfsemi
íslendingafjelagsins. Fjelagið
getur og á að vera þýðingar-
mikill liður í tengslum milli
voldugasta og elsta lýðveldis
veraldarinnar.
Ó. M.
Reglur £yrir jólasveina.
NEW YORK: Heilbrigðisfull-
trúinn í Newark gaf út svo-
hljóðandi reglur til jólasveina
nú fyrir síðustu jól: 1) Mega
ekki kyssa börn. 2) Mega ekki
snýta sjer í vetlingana. 3)
Verða að hafa hrein skegg. Einn
ig tilkynti fulltrúinn að maður
frá honum, klæddur sem jóla—
sveinn, myndi njósna um hina
og kæra þá, ef reglur þessar
væru brotnar.