Morgunblaðið - 04.01.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.1946, Blaðsíða 6
6 MOKGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. jan. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónssbn Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefárisson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstraeti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Aramóta-boðskapur HANN var hressandi áramótaboðskapurinn, sem Ólaf- ur Thors forsætisráðherra flutti íslensku þjóðinni á gaml- ársdag. Forsætisráðherrann dró enga dul á, að erfiðleikar væru framundan hjá þjóðinni. Þvert á móti. Erfiðleik- arnir væru miklir og þjóðinni mikill vandi á höndum. í þessu sambandi mintist forsætisráðherrann á hin miklu veðrabrigði, sem eru í vændum að því er snertir markað fyrir aðalútflutningsvöru okkar, sjávarafurðirn- ar. Á stríðsárunum seldum við tveim þjóðum alla út- flutningsvöru okkar. En nú, „missiri eftir ófriðarlok, er sú breyting þégar á orðin, að þessar þjóðir kaupa aðeins % hluta útflutningsvörunnar, en 13 aðrar þjóðir Vð hluta hennar, þar af 3 þjóðir fyrir tæpar 40 milj. króna“, sagði forsætisráðherra. „Hjer er þó miklu meiri röskun í vænd- um“, bætti ráðherrann við. Þessi mikla röskun hlyti að skapa margskonar erfið- leika, í bili a. m. k. Skifti því mestu máli nú, að rjett yrði snúist við hinum nýju viðhorfum. Nú mætti ekki draga kjark úr þjóðinni, með barlómi og úrtölum. „Nú gildir að leggja ekki árar í bát, heldur róa lífróður á ný mið“, sagði forsætisráðherrann. „Og það er einmitt það, sem við íslendingar ætlum að gera“. ★ Forsætisráðherrann mintist sjerstaklega á erfiðleika bátaútvegsins og sagði, að þar væru tvö úrræði fyrir höndum: „Annað er, að ráðast á framleiðslukostnaðinn, að reyna að koma á sem hagnýtustum rekstri og mestum sparn- aði, og, ef í nauðir rekur, að lækka káupið. Hitt er, að brjótast tafarlaust í því að sækja inn á nýja markaði með öllum tiltækum ráðum og treysta því, að hungraður heimur kaupi góða matvöru því verði, sem með þarf til þess að útvegurinn fái borið sig“. Því næst sagði forsætisráðherrann: „Núverandi ríkisstjórn lítur á það sem höfuðmarkmið sitt, að tryggja öllum íslendingum atvinnu við sem arð-' vænlegastan atvinnurekstur. Hún játar að sjálfsögðu, að til langframa verði eigi unt að reka útveginn með tapi, en telur hinsvegar fullkomið neyðarúrræði að lækka lífs- kjör almennings í landinu, ekki síst sjómanna, sem mesta hafa áhættu og erfiði. Til slíkra ráða einna út af fyrir sig verður ekki gripið undir hennar forystu. Ef þraut- reynt þykir, að annars sje ekki úrkosta, verður að hennar dómi samtímis að neyta ýmissa annara ráða. Verður þá hver og einn, ef að því kemur, að leggja sinn skerf af mörkum. Með því og því einu móti verður eigi um verulegar fórnir að ræða, þótt tekjur og eignir skerðist eitthvað tölulega. Frá þátttöku allra verður því ekki vik- ið. Öll sjergæska skapar ófarnað". ★ í beinu framhaldi af þessu sagði forsætisráðherrann: „Jeg er meðal þeirra, sem í ræðu og riti hefi gert ráð fyrir að að þessu geti dregið. En jeg hefi verið andvígur baráttu um kjararýrnun meðan atvinnurekstur bar sig og enn voru óreynd önnur úrræði. Jeg er enn sama sinnis. Jeg tel því rjett að bíða úrslita viðskifta- og verslunar- samninga þeirra, sem nú standá fyrir dyrum við ýmsar þjóðir, svo fuilreynt verði, hvers vænta megi af hinum nýju mörkuðum. Jeg álít þetta leyfilegt, vegna þess, að ekki sje óskynsamlegt að vænta þess, að vegna mikillar matvöruþurðar kunni þeim að auðnast að ná sæmilegu verði., sem góða vöru býður og getur veitt einhvern gjald- frest, ef óskað er. Og jeg álít það æskilegt vegna þess, að ef grípa þarf til þess óyndisúrræðis að lækka kaupgjaldið og gera aðrar tilsvarandi ráðstafanir, veltur á öllu að það lánist á friðsamlegan hátt og án blóðtöku á atvinnu manna og fjármunum. En það verður ekki nema þjóðin sjái og skilji, að öll önnur úrræði hafi áður verið reynd“. Þjóðin mun áreiðanlega fagna þessum áramótaboðskap forsætisráðherrans. Hún mun og heldur ekki láta á sjer standa að færa fórnir, ef önnur úrræði duga ekki. \Jílwerji óhripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Daginn lengir. DAGINN hefir verið að lengja í tvær vikur og nú líður ekki á löngu, þar til menn fara að taka eftir því. Það birtir um eitt hænufet á dag, sagði gamla fólkið. Með hækkandi sól kem- ur framfarahugur í fólkið. Menn gera áætlanir og telja sjer alt fært. Það vill stundum verða nokkur kyrstaða á yfir svartasta skammdegið, og þó vitum við lítið af skammdeg- inu eins og það var hjá fyrri kynslóðum hjer á landi. Bæði í borg og í bygð er meira ljós og meiri ylur en áður var. Þá þarf ekki að kvarta yfir harðindunum það sem af er vetri. Hjer sunnanlands getur varla heitið að það hafi kom- ið frost. Um þessar mundir ber ast fregnir af miklum vetrar- hörkum á meginlandinu og í Engl^ndi. Frá Ameríku er sömu sögu að segja. En hjer norður undir heimskautsbaug er vor- blíða dag eftir dag og viku eftir viku. Við þurfum sannarlega ekki að kvarta. • Kosningaundir- búningur. ALLIR ERU að búa sig und- ir bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram eiga að fara eftir rúm lega þrjár' vikur. Flokksblöðin keppast um að sýna fram á, að þeirra flokkur hljóti að vera bestur, en hinir allir ómögu- legir. Reykvíkingar þurfa hins- vegar ekki að vera í vandræð- um með, hvað þeir eiga að kjósa. Reykjavíkurbæ hefir ver ið það vel stjórnað á undanförn um árum, að það mun ekki koma til mála að breyta til um stjórn bæjarins. Það er ekkert, sem rjettlætir það, að breyta til og það má heyra það á fólki, að það kærir sig ekki um neina breytingu í bæjarstjórninni. Hinsvegar verður það reynt af andstöðuflokkum núverandi bæjarstjórnarmeirihluta að auka sitt fylgi og sennilega not uð öll þau ráð, sem hugsanleg eru til þess að telja almenningi trú um, að minnihlutaflokkarn- ir geti gert eins vel eða betur en meirihlutaflokkurinn. En það verður erfitt að sannfæra allan þorra manna um þetta. Enda er það vitað, að eins og er getur enginn einn flokkur, nema Sjálfstæðisflokkurinn, fengið hreinan meirihluta í bæj arstjórninni. • Heiðarleg stjórn- málabarátta. ÞAÐ ER EKKI nema gott eitt um það að segja, að deilt sje um bæjarmálefni fyrir kosning ar. í Iýðfrjálsu landi eiga ein- staklingarnir rjett á að segja sitt álit án þess að eiga það á hættu að verða fyrir ofsóknum af hendi valdhafanna. Því mið- ur nýtur almenningur ekki slíkra rjettinda alstaðar í heim- inum, eins og kunnugt er. Stjórnmáladeilur fyrir kosn- ingar eru nauðsynlegar og þarf legar, en aðeins ef þær eru heið arlegar í alla staði. Þær mega ekki fara út í öfgar. Það má ekki skrökva upp sögum um menn eða málefni. En því mið ur hefir þetta oft átt sjer stað hjer hjá okkur. Einu sinni var því til dæmis haldið fram fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar hjer í höfuðstaðnum, að þáver- andi borgarstjóri hefði ætlað að eitra neysluvatn borgarbúa. Þannig á ekki og má ekki berjast. Allir eiga að taka þátt í kosningunum. ALLIR þeir bæjarbúar, sem kosningarjett hafa, eiga að taka þátt í kosningunum. Kynna sjer vel hvað sagt er. Ef bæjarbúar kynna sjer bæjarmálin sam- viskusamlega og án hlutdrægni þá verður enginn í vandræðum hvernig hann á að kjósa og þá er vel kosið þegar vilji fólks- ins kemur fram. Þá geta þéir, sem tapa í kosningunum verið jafnánægðir og þeir sem sigra, er vilji fólksins kemur fram. • Góðar kvikmyndir. KVIKMYNDAHÚSIN í bæn- um höfðu ágætar kvikmyndir á jólunum, hverja á sínu sviði. Býst jeg ekki við að neinn firt- ist við, þó sagt sje að merkust þeirra hvað menningarlegt gildi snertir, hafi verið mynd in um Chopin, pólska tónskáld- ið mikla. Hljómlistin í kvik- myndinni, leikurinn og efnið hjálpaðist að einni mestu kvik- mynd ársins sem leið. Þegar afburða kvikmyndir eins og „Unaðsömar“ berast hingað, þyrfti að gera sjerstak ar ráðstafanir til þess að sem allra flestir fái tækifæri til að sjá þær og heyra. Unglingaskólar og æðri skólar ættu að gera sjerstakar ráðstafanir til þess, að nemend ur fengju tækifæri til að sjá slíkar myndir við vægu verði. Það þyrfti ekki að gera fyr en búið væri að sýna myndina fyrir almenning og þá á þeim tíma dagsins, sem myndin væri ekki sýnd fyrir almenning. «■■■■■■ ort ........... Á ALÞJÓÐA VETTVANGI 1 KARL Heinz Neumann gekk í Nasistaflokkinn árið 1930, ,vegna þess að jeg sá, að hann myndi vinna í næstu kosning- um“, eins og Karl sagði, og eins og líka kom á daginn. Hann varð bráðlega yfireftirlitsmaður í her- gagnasmiðju einni. Kona hans varð húsvörður, síðar hverfis- stjóri í kvennafjelagsskap nas- ista. Hans litli Neumann, sonur þeirra, var of ungur til þess að ganga í yngstu deildir Hitlers- æskunnar. En þegar Göbbels kom út í verkamannahverfið á styrjaldarárunum, var Hans litli látinn afhenda honum blómvönd, og var hann þá kominn í ein- kennisbúning Hitlersæskunnar. Eldri bróðir hans, Joachim, gekk í Hitlersæskuna 10 ára gamall og varð flokksforingi þar áður en hann gekk í herinn. Ursula systir þeirra var einnig í Hitlersæsk- unni og safnaði hún hlýjum klæð um handa hermönnunum á Aust- urvígstöðvunum ásamt ýmsu aluminiumdóti, sem brætt var upp og notað í hergagnaiðnaðin- um. Hún safnaði líka til Vetrar- hjálparinnar og margra annarra sjóða. í vor sem leið drukknaði Joa- chim í Oderfljótinu, er hann var á flótta undan Rússum. Þann 21. apríl fjell stórsprengja á heim- ili fjölskyldunnar í verkamanna- hverfum Berlínar og drap hún Hans sem var 8 ára gamall, og Úrsúlu, sem var 14 ára. Sitfhvað frá Berlín Foreldrarnir bjuggu áfram í Berlín, eftir að herir banda- manna voru komnir þangað. Þeg ar veturinn nálgaðist, hjó Karl við í eldinn, en kona hans hreins aði múrsteina, til þess að hægt væri að byggja úr þeim aftur. Þau bjuggu í einu herbergi við Danzigerstrasse og voru engar rúður í glugganum. Einn morg- un í síðastliðinni viku, er frost- stormarnir geysuðu um borgina, höfðu hjónin ekki kjark í sjer til þess að fara á fætur, þótt þau hefðu aðeins eina þunna sæng ofaná sjer. Nóttina eftir reif stormurinn pappann frá guggan- um og þyrlaði snjónum yfir rúm ið. Þegar dagur rann, voru hjón- in svo máttvana af kulda, að þau gátu ekki hreyft sig. Eftir einn sólarhring enn voru þau dáin. Líkunum var hrúgað á handvagn, ásamt fleiri slíkum, og færð í eina af þeim þúsund fjöldagröf- um, sem þegar hafa verið grafn- ar fyrir þá Berlínarbúa, sem deyja á þessum vetri. ★ Berlínarbúar sem vilja stæla vöðva sína í íþróttum, geta leik- ið knattspyrnu t. d., en ekki mega þeir fara á reiðhjólum sjér til hressingar, ekki klifra í fjöll, og ekki fara á skíðum í „skipulögð- um hópum“. — Herstjórn bandamanna í Berlín hefir nýlega sett reglur um það, hvaða íþróttir bofgarbúum væru leyfilegar og hverjar ekki. Þess- ar eru óleyfilegar: Siglingar, róð- ur, hjólréiðar skíðaferðir, leik- fimi, fjallgöngur, hnefaleikar, japönsk glíma, hlaup. Þetta er leyft að iðka: knatt- spyrnu, handknattleik, hockey, tennis, skautahlaup, fiskveiðar í ám og vötnum. Berlínarbúar, sem urðu æði for viða á þessum tilskipunum, áttu erfitt með að skilja, hvað væri „hernaðarlegra“ við hlaup en knattspyrnu, en á þeim grund- velli, að hinar bönnuðu greinar gætu hvatt til hernaðar og eflt hernaðaranda, voru þær bann- aðar. — (Time 24. des. 1945.) I Bæjarsfjórnar- | | kosningarnar. I Orðsending I frá Sjálfsfæðis- | É Reykvíkingar, athugið I í að nú er hver síðastur að i = kæra sig inn á kjörskrá, ef 5 | með þarf. Leitið til skrif- | i stofunnar í Thorvaldsens- i Í stræti 2 um leiðbeiningar i = og aðstoð. Sími 2239. Sjálfstæðisflokkurinn. \ iiiiiimiiiiiiiiimiiiMimiiiiiiiimmiin'MHiiiimmmiiiil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.