Morgunblaðið - 05.01.1946, Side 1
33. árgangur.
3. tbl. — Laugardagur 5. janúar 1946
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Morgan hershöfð-
ingi verður að víkja
Vegna ummæla sinna um Gyðinga
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
YFIRSTJÓRN UNRRA hefir tilkynt, að hún verði að segja
Morgan hershöfðingja, eftirlitsmanni sínum á hernámssvæði
Bandaríkjamanna í Þýskalandi, upp stöðu sinni, vegna ummæla
þeirra, er hann ljet falla í viðtali við blaðamenn á dögunum, um
það, að mikið af auðugum og vel búnum Gyðingum streymdi
nú austan úr Póllandi, vestur á hernámssvæði Bandaríkjamanna
a Þýskalandi, með það fyrir augum, að komast þurtu úr Evrópu.
Þessi ummæli hershöfðingjans vöktu feikna eftirtekt, ekki síst
vegna þess, að hann fullyrti að leynifjelagsskapur Gyðinga
stæði þarna á bak við.
Flugvjel bjargaðl skipstjóranum
ÞEGAR skipið, sem hjer sjest á myndinni, strandaði, björg-
uðust allir nema skipstjórinn, vegna þess að skyndilega brimaði
svo, að bátar komust ekki út að flakinu. Skipstjóranum varð
samt bjargað, og gerði það Helicopterflugvjelin, sem sjest hjer
á myndinni vera að taka skipstjórann frá borði.
Góðar horfur um sam-
komulag í Kína
Marshall er að miðla málum
London í gærkveldi. Einkaskeyti til
Morgunblaðsins frá Reuter.
GÓÐAR íIORPUR eru nú taídar á því. að samkomulag ná-
ist í deilu Chungkingstjórnarinnar og kommúnista í Kína.
Marshall hershöt'ðingi, hinn nýji sendiherra Bandaríkja-
manna í Chungking, hefir boðist til þess að miðla málum,
og hafa báðir 'aðilar tekið þessu tilboði vel. llafa samninga-
nefndirnar þegar setið á fundum ásamt með Marshall.
Frakkar svara slór-
veldunum jrrem
London í gærkveldi:
FRAKKAR hafa sent stór-
veldunum þrem, Bretum, Banda
ríkjamönnum og Rússum orð-
sendingu í tilefni af ráðstefn-
unni í Moskva, og því, sem þar 1
gerðist, og leggja fram nokkrar
spurningar. Spyrja þeir fyrst
um það, hvernig verða skuli
í framtiðinni með hina fimm
utanríkistráðherra, sem sam-
þykkt var á ráðstefnunni í
Potsdam, að skyldu koma sam-
an með vissu millibili, en ráð
herrarnir sem saman komu í
Moskva hefðu aðeins verið þrír.
Þá segjast Frakkar hafa áhuga
á friðarsamningum, sem gerð-
ir verði við allar fylgiþjóðir
Þjóðverja í styrjöldinni, og
vilja vita sem gerst um þá. Enn-
fremur krefjist þeir þess, að
þótt rætt verði við Balkanþjóð
irnar um friðarsamninga, þá
verði alls ekki samið neitt við
Þjóðverja. — Reuter.
Má ekki kenna
sögu Japana
LONDON: Mac Arthur hers
Ihöfðingi hefir lagt bann við
því, að kend sje saga Japana,
landafræði Japans og japansk
ar siðareglur í skólum lands-
ins. Munu aðrar námsgreinar
verða settar í stað þessarra.
.Hershöfðinginn segir, að
þetta sje gert, til þess að
leggja grundvöllinn að lýð-
ræði. — Pregnritarar herma,
að fólki hafi brugðið ákaf-
lega, þegar keisarinn lýsti því
yfir á dögunum, að hann væri
ekki af guðlegum uppruna.
þiagði hann að þetta hefði
Iraft svipuð áhrif á þjóðina
og það hefði á kristna þjóð,
að maður, sem hún tryði al-
gerlega, lýsti því yfir við
Iiana, að Kristur hefði aldrei
verið til, og alt væri blekk-
jng, sem um hamy hefði ver-
ið kent. — Reuter.
Sprengja veldur
Ijóni í London
London í gærkveldi:
SPRENGJA, sem legið hefir
í jörðu í fimm ár, eftir að henni
var varpað úr þýskri flugvjel,
hefir valdið skemmdum á mörg
um húsum í Eastbourne. Verið
var að grafa fyrir húsgrunni,
er sprengjunnar varð vart. —
Varð fólk svo hrætt, að það
flutti úr mörgum húsum í
grendinni. Síðan voru fengnir
menn úr verkfræðingasveitum
hersins, til þess að eyðileggja
sprengjuna. Er þeir sprengdu
hana, brotnuðu allir gluggar í
húsum ömhverfis, og þök fuku
af sumum. Ekkert manntjón
varð af sprengingunni. —-
Sprengja þessi var -500 kg. að
þyngd. — Reuter.
Bardagar minka í Jehol.
I hjeraðinu Jehol, þar sem
all-hatrammir bardagar hafa
átt sjer stað að undanförnu,
hefir nú færst kyrð yfir aft-
ur, og telja sumir frjettarit-
arar, að vopnahlje muni verða
samið innan mjög skamms
tíma. Annarstaðar í Norður-
Kína, eru bardagar svo að.
segja engir, en þó hefir sums-
sjtaðar þar komið til lítilfjör-
legra átaka, en báðir aðilar
virðast reyna að hafa hemil
á mönnum sínum.
Bandaríkjalið á brott.
Talið er að 5500 manna lið
Bandaríkjamanna, sem nú er
í Norður-Kína, muni bráðlega
fara þaðan á burtu með alt
sitt. Munu brottflutningar
þessir hefjást einhvern næstu
daga. — Kommúnistar krefj-
ast þess í samningunum í
Chungking, að stjórnin þar
hætti þeirri einangrun Norð-
ur-Ivína, sem verið hefir að
undanförnu.
Þýska hersljórnin
ákærð í Nurnberg
London í gærkveldi:
í DAG hófust ákærur gegn
þýsku herstjórninni og þýska
herforingjaráðinu fyrir rjettin-
um í Núrnberg. Var herstjórn
ákærð fyi-ir að hafa verið verk
færi nasista, fyrir að hafa brot
ið alþjóðalög og búist til styrj-
aldar.
Herforingjaráðið var ákært
fyrir ýmsar svipaðar sakir. —
Hess hefir ekki ritað neitt hjá
sjer í rjettinum fyrr en í dag.
Keitel og Jodel fylgdust af at-
hygli með því sem fram fór. —
Herstjórnin var meðal annars
ákærð fyrir það, að hafa undir
búið loftárásir á Bretland árið
1939. — Reuter.
Frakkar taka við
námum í Saar
London í gærkveldU
KÖNIG hershöfðingi, yfirmað
ur franska hersins í Þýska-
landi, hefir tilkynnt, að Frakk
ar muni taka við öllum kola-
námum í Saarhjeraðinu, en þar
er unnið mjög mikið af kolum.
Munu Frakkar fá mest af þeim,
en nokkuð renna til sameigin-
legra kolabirgða bandamanna.
Ejns og menn muna, höfðu
Frakkar lengi vel Saarhjerað-
ið eftir fyrri heimsstyrjöld, en
árið 1935 samþykktu íbúar hjer
aðsins næstum einróma að hjer
aðið skyldi aftur tengjast
Þýskalandi. — Reuter.
Bændur og frjáls-
lyndir fá sæti
í Rúmeníustjórn
London í gærkveldi:
SAMKVÆMT samkomulagi,
sem varð á fundi utanríkisráð-
herranna í Moskva á dögunum,
munu nú stjórnarandstöðuflokk
arnir tveir í-Rúmeníu, Bænda-
flokkurinn og Frjálslyndi flokk
urinn fá ráðherra inn í stjórn-
ina. Hafa miklar umræður orð
ið um þessi mál í Bukarest milli
stjórnarinnar og nefndar þeirr
ar frá bandamönnum, sem þang
að fór, til þess að athuga stjórn
arfarið.
Stjórnin vill ekki að for-
menn flokka þeirra, sem áður
eru nefndir, taki sæti í stjórn-
inni, heldur varaformennirnir.
Stendur nú í nokkru stappi um
þetta, og eru miklir fundir
haldnir. — Sendinefndin hefir
rætt við Mikael konung um
þessi mál. — Reuter.
Vörusýning í Ankara
LONDON: Nýlega hefir
verið opnuð í Ankara, höfuð-
borg Tyrklands, sýning á!
breskum vörum og hefir orð-
ið mjög fjölsótt.
Úmmæli Morgans.
Morgan hershöfðingi fullyrti
það við blaðamennina, að mik-
il brögð hefðu verið að því upp
á síðkastið, að heilir hópar af
vel búnum og vel útlítandi Gyð
ingum kæmu á hernámssvæði
Bandaríkjamanna austan að,
aðallega frá Póllándi. — Kvaðst
hann hafa sannanir _ fyrir því,
að á bak við þetta stæði leyni-
fjelagsskapur, og hefði fólk
þetta í hyggju að reyna að kom
ast burt úr Evrópu. Alla þessa
Gyðinga kvað Morgan hafa
næga peninga og ekki skorta
neitt af neinu.
Gyðingar bregðast reiðir við.
Ekki hafði fregnin um þetta
fyrr borist út, en Gyðingar í
ýmsum áttum, sjerstaklega í
London, tóku að mótmæla harð
lega. Töldu þeir að þetta væri
alger uppspuni frá rótum. — Á-
rangur þessarra mótmæla hefir
nú orðið sá, að UNRRA hefir
sagt Morgan upp stöðu sinni,
með þeim forsendum, ,,að áhrif
yfirlýsingar hans við blaða-
mennina hafi gert ómögulegt
að hafa hann lengur í stöðunni.
Kveðst stjórn UNRRA þó harma
að þurfa að taka þetta skref,
því Morgan hafi verið dugandi
starfsmaður.
Ætlar ekki að segja af sjer.
Sá kvittur hafði komið upp,
áður en stjórn UNRRA lýsti yf-
ir að hún myndi reka Morgan,
að hann myndi segja af sjer.
Var hann spurður að þessu, en
neitaði, og sagðist ekkert hafa
sagt, nema það sem satt væri,
og enga ástæðu sjá til þess að
segja af sjer. Hann sagði einn-
ig, að Gyðingavandamálin í Ev
rópu væru ekki nema örlítið
brot af öðrum vandamálum, er
leysa þyrfti, svo mjög sem hung
ur og neyð syrfu nú að víðsveg
ar á meginlandi álfunnar.
Húsnæðisyandræði
NEW YORK: Fjölskylda, sem
flutti til borgarinnar Akron
varð að reka gaggandi hænsni
út úr eina húsinu, sem hún gat
leigt í borginni. — Það var
hæsnahús.