Morgunblaðið - 17.01.1946, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 17. jan. 1946
Framsókn er íylgislaus
í Reykjavík
Starfsmannafél. Rvk.
er 20 ára í dag
Af ýmsu fráleitu, sem
fram hefir komið í kosninga
baráttunni, eru einna frá-
leitastar yfirlýsingar Fram-
sóknarmanna um að þeir
muni geta fengið hjer mann
kjörinn.
Á meðan Framsóknar-
menn enn höfðu mikilhæfa
forustumenn tókst þeim í
upphafi, er þeir hófu afskifti
af bæjarmálum Reykjavík-
ur að fá menn kosna.
En eftir því sem menn
kyntust flokkinum betur fór
fylgi hans minkandi hjer í
Reykjavík. Þannig að fvrst
misti hann helming af full-
trúum sínum og síðan fjekk
hann engan kosinn. Var þó
veldissól Framsóknarmanna
ennþá hátt á lofti ý942, og
vald þeirra yfir flbkksmönh
um þeirra hjer í bænum
býsna mikið.
Framsókn afturhaldssam-
asti flokkur, sem hefir
starfað á íslandi.
Síðan hefir alt gengið þess
um flokki til óþurftar. Hann
hefir mist völdin í landinu
og sýnt sig að vera hinn
mesta afturhaldsflokk, sem
hjer á landi hefir starfað.
Hann einn skarst ur leik,
þegar aðrir flokkar sáu og
skildu nauðsyn þess að taka
varð saman höndum til þess
að tryggja velferð landsins
og búa svo í haginn, að at-
vinnulífi yrði borgið eftir
ófriðinn. Og síðan hefir
hann haldið hatrömum árás-
um uppi gegn hinum vin-
sælu nýsköpunaráformum
ríkisstjórnarinnar.
Á Alþingi legst þessi
flokkur yfirleitt á móti öll-
um málum, sem Reykjavík
eru til góðs. Á málfundum
úti á landi er höfuðverkefni
hans að rógbera Revkjavík
og í málgögnum hans birt-
ist sí og æ skætingur og
skammir til höfuðstaðarbúa.
Framsókn er á móti bygg-
iwgum í Reykjavík.
Frá fyrri árum minnast
Reykvíkingar þess, hvernig
Eysteinn Jónsson beitti inn-
flutningshöftunum til þess
að koma í veg fyrir að Reyk-
víkingar gætu bygt einsjmik
ið af íbúðarhúsum og hugur
þeirra og geta stóð til. Þess-
ari sömu stefnu er enn hald-
ið óbreyttri.
Það hefir komið fram í
Tímanum að byggingar
yrði að stöðva hjer í Reykja
vík og standa að öðru leyti
á móti framförum borgur-
unum/til góðs, vegna þess
ef svo væti fram haldið sem
gert hefir verið, mundi af-
leiðingin verða sú, að fólk-
ið flýði til Reykjavíkur
hvaðanæfa af landinu. Þess
vegna yrði að stöðva fram-
kvæmdir íhaldsins í Reykja-
vík til þess að jafna þannig
metin. Þessum sömu skoð-
unum halda Framsóknar-
menn fram á almennum
fundum; þar sem þeir geta
komist höndum undir.
Reynir að gera komm-
únistum það gagn
sem hún getur
Framsókn vanrækti
að útvega vjelar
í Mjólkurstöðina.
Athafnageta Framsóknar-
manna hefir glögglega sýnt
sig í framkvæmdum mjólk-
urmálsins, þar sem nú er
sannað, að fyrir vanhirðu
þeirra hefir árum saman
dregist að koma hjer upp
sæmilegri mjólkurstöð. Þó
að þeir beri fyrir sig erfið-
leika af völdum ófriðarins,
þá eru það tylli-ástæður ein-
ar. Ef vel hefði verið á hald
ið, hefði verið hægt að út-
vega mjólkurvjelarnar í
Ameríku á sama tíma eins
og ýms önnur tæki til fram-
fara hjer í bæ voru þar út-
veguð.
Alt er því á sömu bókina
lært. hjá þessum flokki varð
andí skifti hans af málefn-
um Reykvíkinga.
Fólkið flýr undan
áhrifum Framsóknar
úti á landi.
Nú er sagt, að Framsókn
setji vonir sínar til þeirra
manna, sem nýkomnir eru
í bæinn, og telji sig hafa
slæðing af fylgi þeirra, svo
þess vegna sje ekki með öllu
útilokað, að hún fái mann
kosinn.
Meiri fjarstæðu er vart
hægt að hugsa sjer, því að
einmitt þeir menn, sem ný-
lega eru fluttir utan af landi,
hafa flæmst þaðan sökum
þess að vald Framsóknar-
manna úti um bygðir lands
ins torveldar þar eðlilegar
framkvæmdir og er þrö-
skuldur í vegi fyrir heil-
brigðu athafnalífi. Engir
hafa þess vegna fundið sár-
ar til óstjórnar Framsóknar
heldur en einmitt þessir
menn. Engir eiga þeim
grárra að gjalda en þeir. Og
engir eru ólíklegri til fylgis
við hana en þeir. Nú eru þeir
komnir hingað og eiga alt
sitt undir eðlilegri framþró—
un Reykjavíkur, og þá
stuðla þeir vitanlega að því,
að sú framþróun geti orðið
í samræmi við þá farsælu
stefnu, sem hjer hefir ráðið
á undanförnum árum undir
stjórn Sjálfstæðismanna.
Framsókn vinnur með
kommúnistum.
Ef svo illa færi, að Fram-
sóknarflokkurinn fengi
mann kosinn, og kæmist í
meiri hluta ásamt hinum
rauðu flokkunum, sem vissu
lega verður ekki, myndi það
verða til þess að allsherjar-
glundroði og upplausn kæm
ist á í bæjarmálefnum
Reykjavíkur. Því að hver
hefir tru á því, áð sk'apleg
stjórn geti átt s.jer stað hjer
í bænum undir sameigin-
legri forustu Framsóknar,
Alþýðuflokks og kommún-
ista?
Eina vonin, sem Fram-
sóknarmenn hefðu til að
hafa einhver áhrif í bæjar-
málefnum Reykjavíkur,
væri sú, ef kommúnistar
leyfðu þeim að styðja síná
stjórn-og kjósa sinn borgar-
stjóra, Pálmi Hannesson er
einmitt einn af þeim Fram-
sóknarmönnum, sem ætíð
hafa verið hlyntir kommún-
isturn, svo sem glögglega
kom í ljós við hneykslismál
Björns Franzsonar í útvarp-
inu í vetur. Þegar Pálmi
Hannesson var sá eini af
fulltrúum lýðræðisflokk-
anna, sem þar skarst úr leik,
og reyndi, þótt á veikan hátt
væri, að veita kommúnist-
um nokkurt liðsinni.
Mundi því svo íara, að
komrnúnistar gætu einnig
notað hann, ef hann yrði
kosinn í bæjarstjórn Reykja'
víkur. Það eru líka einu
möguleikarnir, sem hann
hefði til að hafa þar nokkur
áhrif.
Háðungarför.
Er þessi afstaða frambjóð
anda Framsóknar í fullu
samræmi við heilindi henn-
ar í öðrum málefnum
Reykjavíkur, þar sem alt er
af óheilum hug mælt. Flokk
urinn þykist vera að berjast
á móti kommúnistum en hef
ir þá eina von til áhrifa, að
maður hennar verði auð-
sveipur kommúnistum, ef
hann nær kosningu.
En til þessa kemur ekki.
Aum var síðasta ganga Fram
sóknar hjer í bæ. Verri verð
ur þessi. Hraklegri útreið
hefir Framsókn aldrei feng-
ið en hún mun nú fá hjá
Reykvíkingum.
Utvarpið
15.45 Miðdegisútvarp.
19.25 Söngdansar (plötur).
20.00 Frjettir.
20.20 Útvarpshljómsveitin leik
ur (Þórarinn Guðmundsson
stjórnar).
a) Spánskur gleðiforleikur
eftir Kéler-Béla.
b) Suðrænar rósir, vals eft-
ir Johann Strauss.
c) Draumur engilsins eftir
Rubinstein.
20.45 Lestur fornrita: Þættir úr
Sturlungu (Helgi Hjörvar).
21.15 Dagskrá kvenna (Kven-
fjelagasamband íslands):
Erindi: Konan Pearl Buck
(frú Aðalbjörg Sigurðardótt-
ir)-
21.40 Frá útlöndum (Gísli Ás-
mundsson). . t t
22.00 Frjettír. — Ljett lög
(plötur).
ÞENNAN DAG fyrir tuttugu árum síðan var Starfsmanna-
fjelag Reykjavíkur stofnað, eða 17. janúar 1926. — Stofnendur:
voru 68, þar af voru aðeins tvær konur. Nú er fjelagið meS
stærstu fjelögum opinberra starfsmanna og fjelagatala þess
nokkuð yfir 550.
— Ráðsiefnan
Framhald af 1. síon
hann m. a. á það, að banda-
lagið gæti ekki arinast öll þau
störf, sem nauðsynleg væru til
þess að skapa tryggan frið í
heiminum. Stórveldin . yrðu að
taka þau að sjer ut'an vjebanda
þess. Þau yrðu að gera sjer það
ljóst, að auknum hagsmunum
fylgdi aukin ábyrgð.
Fulltrúi Salvador lýsti, fyrir
hönd Salvador og smáríkjanna
í Suður-Ameríku, yfir stuðn-
ingi við bandalagið og trú á
störf þess. — Fulltrúi Argen-
tínu, helsta útflutningslandsins
í Suður-Ameríku, sagði, að þjóð
sín hefði fullan hug á því að
rjetta hinum bágstöddu Ev-
rópuþjóðum hjálparhönd. —
Fulltrúi Póllands bar bandalag-
inu kveðju þings síns og þjóð-
ar. Sagðist hann bera því
kveðju þeirra 23 miljón Pól-
verja, sem á lífi væru, en einn-
ig þeirra 6 miljón, sem Þjóð-
verjar hefðu myrt.
Kvöldvaka
Heimdallar
EINS OG auglýst hefir verið
í blaðinu, efnir Heimdallur,
fjelag ungra Sjálfstæðismanna,
til kvöldvöku í Tjarnarcafé í
kvöld. Verða þar fluttar ræð-
ur. Þá verða ýms skemtiatriði,
en að lokum verður dansað
fram eftir nóttu. — Fjelags
menn fá ókeypis aðgang fyrir
sig og einn gest. Aðgöngumið-
ar, sem eftir eru, verða afhent-
ir í skrifstofu Sjálfstæðisflokks
ins, Thorvaldsensstræti 2, frá
kl. 9 f. h. — Athugið, að hús-
inu verður lokað kl. 10.
Fyrsti formaður fjelagsins
var Ágúst Jósefsson, heilbrigð-
isfulltrúi og var hann það til
ársins 1931. Síðan hafa þessir
menn verið formenn fjelagsins:
Nikulás Friðriksson umsjónar-
maður, frá 1931 til 1938. Jóhann
G. Möller, skrifstofustjóri, frá
1938 til 1940. Pjetur heitinn
Ingimundarson, slökkviliðs-
stjóri, frá 1940 til 1941 og síðan
hefir*verið formaður Lárus Sig-
urbjörnsson, fulltrúi.
Fjelagið starfar í 10 deildum,
en lögregluþjónar hafa, sem
kunnugt er, sitt eigið fjelag,
Lögreglufjelag Reykjavíkur,
sem þeir stofnuðu 1940.
Af aeildum fjelagsins er fjöl
mennust deild Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. — Nýjasta deild-
in innan fjelagsins er deild
Vatns- og Hitaveitu starfs-
manna.
Starf fjelagsins hefir mjög
aukist með rekstri bæjar-
ins, enda hafa síðustu ár ný og
mannmörg fyrirtæki bsíst við
bæjarreksturinn, eins og Sund-
höllin, Hitaveitan og nú síðast
Strætisvagnar, þó starfsmenn
Strætisvagna sjeu ekki fjelagar
í Starfsmannafjelagi Rej'kjavík
ur.
Stjórn fjelagsins' er nú skip-
uð þessum mönnum: Lárus Sig-
urbjörnsson, formaður, Karl
Lárusson varaformaður, Karl
Bjarnason ritarí, Helgi Hall-
grímsson gjaldkeri og brjefrit-
ari er Hjálmar Blöndal. í vara
stjórn eiga sæti tveir menn:
Karl Torfason, aðalbókari, og
Georg Þorsteinsson skrifari.
Afmælisins minnist fjelagið
með hófi að Hótel Borg annað
kvöld og hefst það kl. 7,30.
Kjósið D - listann
Hvað fær Sjálfstæð-
isflokkurinn mörg
atkvæði ?
- Verðlaunagetraan -
GETIÐ UPP Á ÞVÍ, hvað Sjálfstæðisflokkurinn muni
fá mörg atkvæði við bæjarstjórnarkosningarnar.
Þrenn verðlaun verða veitt þcim fara næst umatkvæða-
magnið:
1. Verðlauir 2000.00 kr.
2. Verðlaun 1000.00 kr.
3. Verðlaun 500.00 kr.
Ritið uppástungu ykkar ásamt nafni og heimilisfangi
á úrklippu úr blaðinu og sendið Morgunblaðini*. fyrir
kjördag, merkt: „Getraun“.
Sjálfstæðisflokkurinn fær ......... atkvæði.
Nafn .............................
;■ -t < 'V .J : ; . ' hi H ; ’ l ú: r !" I •: UI
Heimilisfang ..........................