Morgunblaðið - 17.01.1946, Page 4
4
M O K G U*N BLAÐIÐ
Fimtudagur 17. jan. 1946
V eggflísar
nýkomnar.
Jóhannes Jóhannesson fyrv. bæjar-
• fógeti áttræður
ivharssoYi
Cjf Jud
I SÆNSKIR
| Ferðaprímusar
| nýkomnir.
GEYSIR H.F.
Veiðarfæradeildin.
Mulin krít
—« ..... x
!
«5 3
í'*XMX‘*I*vv*X*v*X’*),v<*v,X‘,I,'/v*X,'X"!*w*I*vvvvv,>'I‘*X*,X*v,/v,'X,v-.
%
I
1
|
I
1
f
V 5
<* V
❖<^xkk^:^x^xk-xk-x-x-xkkkk^x^x-x-xk-x^*x^x^x-
? . *
í
nýkomin.
28.00 pr. 50 kg. poka.
\JersíuYi (J). JJKincýóen Lf.
1
y
9
?
t
t
Atvinna
Duglegur og reglusamur ungur maður, van-
ur bifreiðaakstri, óskast til að aka vörum um
bæinn, á nýrri vörubifreið.
dleilclu.
ja^nusaY
Hafnarstræti 5.
dJjavan
t
<“X„X";»;**>*X“X“;*.:“X“X"K.*m..:“X"X“!*.;**K“X“W":“XmK“:"M“K"K“:«
3!
V
t
Hæð í nýju steinhiisi
t
X á hitaveitusvæði í Vesturbænum, til sölu. 5
f \
herbergi og eldhús, eða 3 herbergi og eldhús,
£ og eitt herbergi og eldhús.
4 Tilbúið til íbúðar í febrúar n. k.
^y4ím. Uaó teLefnaóa ían
Bankastræti 7. Sími 6063.
|
9
t
❖
Z
V Y
T f
** ♦♦♦
| Jörðin FlagbjarnarhoSt
% neðra, í Landssveit, Rangárvallasýslu, er til
jl sölu og ábúðar á næstu fardögum. — Tilboð
$ sendist ábúanda jarðarinnar, Jóni Jónssyni,
% er gefur allar nánari uppl. og áskilur hann
;j* sjer rjett til að taka hvaða tilboði sem er eða
♦*; hafna öllum.
♦?
’f+Z**^*•t*+•*****^*****^**»*****l**t**•*****•**•**•**»**•**•**•**^**^•**t*+•**l*•*+*Z•**•*Z+*^•+*+***+•,*•**^**l*******,i**^•*•••t*•l*+l+^l•+Z+•l,
Best að augfýsa í Morgunbhðinu
JOHANNESJOHANNESSON
fyrrv. bæjarfógeti, á áttræðis-
afmæli í dag. Hann var lengi
meðal virðulegustu og glæsileg-
ustu embættismanna þjóðarinn-
ar, friðsamur maður og rjett-
| sýnn, stjórnsamt yfirvald. —
Hann er ljúfmenni hið mesta í
’ viðmóti og dagfari, átti miklum
vinsældum að fagna sem þing-
! maður, sýslumaður og bæjar-
fógeti, elskaður og virtur af öll
um, sem haft hafa af honum
náin kynni.
’k
Jóhannes er fæddur að Hjarð
arholti í Stafholtstungum. Fað-
ir hans Jóhannes Guðmundsson,
var sýslumaður í Borgarfjarðar
og Hnappadalssýsfii. — Þegar
! Jóhannes var þriggja ára, misti
Jiann föður sinn’. Hann var á
heimleið að 'Hjarðarholti í blind
byl og hörkufrosti, fannst hel-
frosinn að morgni við túngarð-
irin. Hafði sýslumaður orðið að
yfirgefa fylgdarmann sinn nokk
uð frá heimilinu, vafið um hann
yfirhöfn sinni, áður en hann
hjelt af stað aftur.
Kona Jóhannesar sýslumanns
í' Hjarðarholti átti 5 börn, er
þetta skeði, en yngsti sonurinn
Ellert fæddist nokkru eftir lát
manns hennar. Hún fluttist nú
norður að Enni á Höfðaströnd
og tók þar við búi móður sinn-
ar, Elínar Thorarensen er. ný-
lega var orðin ekkja. Faðir frú
Marenar var Lárus Thoraren-
sen sýslumaður í Skagafjarðar-
sýslu, sonur Stefáns Thoraren-
sen amtmanns á Möðruvöllum.
Hann tók við Skagafjarðarsýslu
eftir Jón Espólín og settist að í
Enni, bjó þar allan sinn bú-
skap. Elín, kona hans, var dótt
ir Jakobs Havsteen kaupmanns
í Hofsós en systir Pjeturs Hav-
steen amtmanns.
Frú Maren bjó í Enni í 10
ár. Hún var dugnaður- og kjark
kona mikil. Hún var einbirni.
Þegar synir hennar, Lárus og
Jóhannes voru orðnir það stálp
j aðir, að þeir væru komnir á
' skólaaldur, flutti frú Maren til
j Reykjavíkur. Bjó hún hjer síð-
1 an til dauðadags. Hafði hún
lengi á hendi fæðissölu og voru
margir skólapiltar hjá henni í
j fæði. Hún andaðist 1907. Hún
I var gáfuð kona og gagnmerk.
★
Jóhannes Jóhannesson útskrif
aðist úr Latínuskólanum vor-
ið 1886. Þá sigldi hann til Hafn
ar til laganáms og lauk lög-
fræðiprófi 1891. Gerðist hann
síðan aðstoðarmaður í íslensku
stjórnarskrifstofunni í Höfn.
Skrifstofustjóri þar var þá Ól-
afur Halldórsson.
Vorið 1894 andaðist Lárus
Blöndal sýslumaður Húnvetn-
inga að Kornsá þá nýorðinn amt
maður norðan og austan. Var
Jóhannes nú settur sýslumaður
Húnvetninga, og tók við því
embætti haustið 1894. Þar var
hann settur sýslumaður í nál.
3 ár, en sótti ekki um þá sýslu.
M. a. vegna þess, að hann vildi
ógjarna þurfa að sinna búskap
samfara embættisstörfunum.
♦
Sýslumanns- og bæjarfógeta-
1897. Sótti Jóhannes um það
embætti og fjekk það. Samsum-
ars giftist hann Jósefínu Lár-
usdóttur Blöndal að Kornsá,
glæsilegri dugnaðarkonu. —
Reistu þau heimili á Seyðis-
firði, sem fljótt varð víðkunn-
ugt fyrir gestrisni og höfðing-
skap.
Jóhannes hafði fá ár verið
sýslumaður Norðurmýlinga, er
þeir kusu hann á þing. Þá var
Seyðisfjörður ekki sjerstakt
kjördæmi. Jóhannes átti nú
sæti á Alþingi í þrjá áratugi,
fyrst sem þingmaður Norðmýl-
inga, og síðar fyrir Seyðisfjörð.
Nema eitt sinn fjell hann í kosn
ingum, meðan Seyðisfjörður
var í sama kjördæmi og sýslan.
Þá var haldinn kjörfundur að
Fossvöllum fyrir alla sýsluna,
en fylgismenn Jóhannesar gátu
ekki fjölmennt á kjörfund, eins
og þeir hefðu óskað, vegna þess
að þá vantaði nægilega marga
fararskjóta. Þannig gátu ýmsar
orsakir ráðið úrslitum í kosn-
ingum, meðan kjörstaður var
einn í hverju kjördæmi.
★
Á Seyðisfirði undi Jóhannes
vel hag sínum. Þá var blómlegt
atvinnulíf á Seyðisfirði og örar
samgöngur við útlönd. — Ljet
Jóhannes sjer mjög ant um
framfaramál kaupstaðarlns,
gekkst m. a. fyrir því, að bær-
inn keypti hafnarbryggju, sem
erlent útgerðarfjelag hafði bygt
þar. Með hagsýni kom hann því
til leiðar, að hafnarsjóður kaup
staðarins efldist mjög. Rafvirkj :
un komst á þessum árum á fót
þar, ein hin fyrsta á landinu,
og skólahús var þar byggt
stærra og vandaðra, én þá var
títt. Var Jóhannes bæjarfógeti
lífið og sálin í framfaramálum
kaupstaðarins.
í embættisrekstri sínum var
hann hinn frábærasti reglumað
ur. Var altaf kominn til vinnu i
kl. 8 á hverjum morgni, svo
hann hefði „hfeint borð“ og
ekkert mál óafgreitt um hádegi,
sem hægt var að afgreiða.
★
Þegar Jóhannes kom á þing,
stóðu deilur sem hæst í stjórn-
arskármálinu milli Heimastjórn
armanna og Vallýinga. Heima-
stjórnarmenn voru á þeim ár-
um yfirleitt íhaldssamari hluti
þingmannanna. En flokkur sá,
sem skipaði sjer um Valtý Guð-
mundsson, beittu sjer meira fyr
ir umbótamálum innanlands. —
Þeir vildu, með lausn sinni á
mbandsmálinu, fá hinar þrot
lausu deilur lagðar á hilluna,
svo þjóðin gæti þá með meiri
einbeitni unnið að nauðsynleg-
um framfaramálum sínum.
Jóhannes var meðal helstu
forystumanna í þeim umbóta-
flokki. En í deilunum um upp-
kastið að sambandslögum, sem
á dagskrá var 1908, fylgdi hann
ekki flokki Björns Jónssonar og
var utanflokka um hríð. — En
kjósendur Jóhannesar í Norð-
ur-Múlasýslu sýndu honum
traust eftir sem áður, því þeim
hafði gefist vel forysta hans í
lands- og hjeraðsmálum.
Enginn var Jóhannes máls-
skrafsmaður á þingi. Öll ó-
þörf orðmælgi hefir ætíð verið
andstæð þessum hógværa
manni. Málum sínum fylgdi
hann fram með engu minni á-
huga og festu, en aðrir, er um
þau höfðu fleiri orð á þingfund-
um. —,
★
Þegar Jóhannes tók að reskj-
ast, þótti honum ferðalögin um
Norður-Múlasýslu full erfið. Til
þess að komast á alla þingstað-
ina, ef farið er landvég, er yfir
8 fjallvegi að fara, er oft voru
erfiðir í þá daga.
Er hann hafði nýlokið laga-
prófi, kenndi hann brjóstveiki,
en fjekk skjótan bata. Aftur
kenndi hann sömu veiki um
fertugt, og fjekk bót með hælis
vist í Danmörku. Þetta varð þó
til þess að hann sótti frá Seyð-
isfirði um bæjarfógetaembættið
hjer í Reykjavík, er það losn-
aði 1918. Var það embætti þá
brðið æði umsvifamikið. —•
Gegndi hann bæjarfógetaemb-
ættinu hjer í full 10 ár. — En
þá var því -þrískift, og talið
fult starf fyrir þrjá. — Kvað
hann upp fleiri dóma á ári,
en allir aðrir dómarar landsins
til samans. Urðu þeir yfir 700
á ári.
Hjer kom það betur í ljós en
áður, hve frábær lagamaður Jó
hannes bæjarfógeti var, og fljót
ur að átta sig á megin atriðum
og kjarna hvers máls.
Síðari ár Jóhannesar á þingi
var hann um skeið forseti Sam-
einaðs þings, og formaður uhd-
irbúningsnefndar Alþingishátíð
arinnar 1930. Og í ráðgjafa-
nefndinni átti hann lengi sæti.
Verða hjer að öðru leyti ekki
talin þau fjölda mörgu trúnað-
arstörf, er hann hefir haft á
hendi um dagana. Hans verður
lengi minnst, sem eins þeirra
manna, er fremstir stóðu í
framfaramálum þjóðarinnar á
þrem fyrstu tugum 20. aldarinn
ar.
Munu margir vinir hans og
kunningjar senda hinum átt-
ræða heiðursmanni hlýjar
kveðjiii’ sínar á áttræðisafmæli
hans, með þakklæti fyrir ótal
margt er hann hefir vel gert
og drengilega, um dagana.
V. St.
Her stjórnar járnbraut
LONDON: Stjórnin í Costa
Rica hefir látið herinn taka að
sjer starfrækslu járnbrautanna
í norðurhluta landsins, vegna
verkfalls járnbrautarstarfs-
manna. Breskt fyrirtæki á
þenna hluta járnbrautarinnar.