Morgunblaðið - 17.01.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.1946, Blaðsíða 8
8 MOBGUNBLA0IÐ Fimtudagur 17. jan. 1Q46 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjór.i: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasclu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Því má kjósandinn aldrei gleyma KOMMÚNISTAR eru við og við að kvarta yfir því, að Sjálfstæðisflokkurinn beini kosningabaráttunni frá bæjarmálunum og yfir á svið landsmálanna Vitanlega er þetta fjarri sanni. Sjálfstæðisflokkurinn hefir gefið út fjölþætta stefnuskrá í bæjarmálunum. Þessi stefnuskrá er sjerstæð. Hún er ekki loforðagjálfur, búið til í því augnamiði að brengla dómgreind fólksins og villa því sýn fyrir kosningarnar. í stefnuskránni er bygt á þeim undirstöðum, sem Sjálfstæðismenn hafa iagt í bæjarmálunum. Stefnuskráin er beint framhald af starfi Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn skorast vissulega ekki undan að ræða bæjarmálin í þessari kosningabaráttu. Þar lætur hann verkin tala. Flokkurinn æskir þess, að bæjarbúar kynni sjer starf og stefnu flokksins í bæjarmálunum. Flokkurinn veit, að því betur sem bæjarbúar kynnast verkum hans, því stærri og glæsilegri verður sigurinn i kosningunum. ★ En þott bæjarstjórnarkosningar snúist að jafnaði fyrst og fremst um bæjarmálin, er hitt augljóst, að þessar kosn- ingar hljóta einnig að grípa inn á svið landsmálanna. Þetta eru fyrstu almennu kosningarnar, sem háðar eru í Reykjavík eftir að kommúnistar hófu skipulagðan áróð- ur fyrir hinu „austræna lýðræði“, en það nafn hafa þeir valið einræðisstjórnarfari kommúnista í Rússlandi. Þess vegna er það ekki aðeins levfilegt, heldur beinlínis skylt, að kjósendum sje gert ljóst, hvers þeir megi vænta, ef flokkur kommúnista nær völdum í landinu. ★ Hjer skiftir það engu máli, að sumir ráðamanna komm- únista hafa verið að reyna að afneita „ráðstjórnarlýð- ræðinu“, eftir að þeir fundu andúð íslendinga á háttalagi þeirra. Englnn þarf að halda, að tilviljun hafi því ráðið, að einn af „fræðurum“ kommúnista fór í útvarpið til þess að lýsa fyrir íslendingum yfirburðum rússnesks stjórnarfars. En hann gat ekki um það, þessi „fræðari", að þetta marglofaða stjórnarfar bannar starfsemi allra stjórnmálaflokka, nema eins, stjórnarflokksins — flokks kommúnista. Hann gat ekki um það, að öll stjórnarand- staða er bannfærð í þessu landi. Ekkert blað má gefa út, nema það túlki málstað stjórnarinnar. Hann gat heldur ekki um rjettleysi kjósendanna, þar sem kosninga- rjettur þeirra er í því einu fólginn, að segja já eða nei við framboðslista valdhafanna. Um alt þetta og ótal margt fleira ríkti dauðaþögn hjá útvarpsfyrirlesara kommún- ista. Hann kaus þögnina um það, „útvarpsfræðari“ komm- únista, sem þó skiftir mestu rnáli fyrir íslendinga, sem unna frelsinu, að hið „austræna lýðræði“ bannfærir dýr- mætustu mannrjettindi. Mannrjettindi, sem frelsiselsk- andi þjóðir hafa orðið að fórna blóði^ bestu sona sinna, til þess að fá þau viðurkend þegnunum. ★ Nei, kommúnistar. Meðan lýðræði ríkir á íslandi, með- an hverjum manni er heimilt að láta í ljós skoðun sína, meðan kjósendur ganga frjálsir og óþvingaðir að kjör- borðinu, skulið þið ekki halda, að þegjandi verði gengið framhjá því athæfi ykkar, að ætla að blekkja þjóðina" til fylgis við einræðisstefnu, þar sem fámenn yfirstjett ræð- ur öllu og stjórnar í skjóli hervalds og vopnaðrar þefara- lögreglu, en allur fjöldinn er kúgaður og rjettlaus. ★ Þess vegna er það svo, að í hvert sinn sem íslenskur kjósandi gengur að kjörborðinu, má hann aldrei gleyma því, hver stefna kommúnista raunverulega er. Og þekki kjósandinn skil á stéfnunni, en greiðir samt kommúnist- um atkvæði, er hann vitandi vits að afsala sjer dýrmæí- ustu mannrjeítindum. ÚR DAGLEGA LÍFINU Brjef frá systrum í New York. ÍSLENSKAR SYSTUR, sem eiga heima í New York, senda mjer brjef í flugpósti og vilja leggja orð í belg um klæðnað íslenska kvenfólksins. Birti jeg hjer brjef systranna í heild: „Kæri Víkverji: — Blessað reykvíska kvenfólkið, aldrei fær það að vera í friði fyrir alls konar aðdróttunum og aðfinsl- um viðvíkjandi klæðaburði þess og einkum þó fótaburði. Við erum staddar í amerískri borg og fáum Morgunblaðið sent heintanað. Venjulega lít- um við fyrst í „Úr daglega iíf- inu“ og síðan í „Dagbók“. Virð ist okkur nokkuð oft ymprað á því, hve íslenska kvenfólkið sje alveg einstakt í sinni röð um heimsku i klæðaburði. Silki- sokkum-og opnum skóm er auð vitað ekki bót mælandi að vetr arlagi, en að það sje einsdæmi um ísienskt kvenfólk, er algjör lega rangt, því það er síst betra hjer, ef ekki verra“. • Hálfsokkastelpur. „ÞAÐ VIRÐIST vera tíska hjer“, heldur brjef systranna áfram, „að skólastúlkur gahgi í hálfsokkum, eða jafnvel sokka lausar alt árið um kring og er veturinn hjer síst mildari en heima á íslandi. Eitt er okkur einnig í fersku minni, en það eru ummæli þektrar útlendrar frúar, sem kom heim kringum 1930. í blaðaviðtali gerði hún að umtalsefni, það sem hún nefndi smekklausan búning ís- lenskra kvenna á ferðalögum, sem sje pokabuxur og hælaháa skó. Má segja, að ekki sje kon- unni láandi, þó hún yrði ekki hrifin af þeim útgangi. En sú hin sama frú yrði senni lega ekki minna hneyksluð, ef hún kæmi hingað og sæi roskn ar konur í síðbuxum og hælahá um skóm á öllum mögulegum og ómögulegum tímum dagsins. íslensk gestrishi rægð. „AÐ LOKUM“, segja sysúirn ar, „langar okkur til að gagn- rýna ummæli frúar einnar, er nýlega heimsótti Island og var þar sjálfsagt tekið með kost- um og kynjum. Þakkaði frúin með því að rgggja opinberlega gestrisni íslenskra húsmæðra“. Kaffi eða „cock- tail“ boð. „VIÐ HEFÐUM viljað gefa mikið til að fá góðar, ís.lenskar pönnukökur, eða annað íslenskt kaffibrauð, í staðinn fyrir ör- smátt skorið, bragðlaust og þurf brauð, er átti að heita „sandwiches", sem okkur var veitt með gegnsæju kaffi í eft- irmiðdagsboði hjá miljónerafrú einni hjer í borg. „CocktaiT1- boðin, sem frúin vill láta inn- leiða í staðinn fyrir hin „gamal- dags“ kaffiboð á íslandi, tíðk- ast ekki hjer nema við sjerstök tækifæri. Þrátt fyrir marga galla á íslandi og íslendingum er það okkar álit, að íslenska gestrisnin eigi hvergi sinn líka. Að síðustu ætlum við að þakka þjer fyrir dálkana þína,- okkur þykir mjög gaman að lesa þá. Okkar bestu nýárskveðjur. Systur". • Þakkir fyrir til- skrifið. FYRIR HÖND lesenda „dag- lega lífsins“ vil jeg þakka systrunum fyrir tilskrifið. Það er fallega gert af þeim að taka málstað íslenskra kvenna. Þær eru augsýnilega ekki úr þeim hópi íslenskra stúlkna, sem ekki sjá neitt gott heima, eftir að þær hafa einu sinni siglt og forframast. Það ætti að vera sjálfsagt hjá hverjum sem er, að hann muni eftir sínu föðurlandi og þjóð og haldi jafnan uppi vörnum fyrir málstað þess, hvar sem hann er staddur í heiminum. En því miður vill það stundum fara svo, að menn láta glepjast af öllu því nýja, sem fyrir augun ber, þegar komið er til útlands ins og telja alt ómögulegt, sem heima er. En þessar systur eru augsýnilega ekki af því sauða- húsi. • Ónæðið í kvik- myndahúsunum. BÍÓGESTUR skrifar mjer um hið sífelda ónæði í kvik- myndahúsunum. Hann segist nýlega hafa farið að sjá ágæta kvikmynd í Gamla Bíó, „Augu sálarinnar", og hafa strax hrif ist af efni myndarinnar og góð um leik. En hann fjekk ekki frið til þess að njóta hinnar á- gætu kvikmyndar. Fyrir fram- an hann sátu tvær konur og gerði önnur ekki annað alla myndina en að útskýra fyrir hinni efni myndarinnar háum rómi. Þá var það pískrið út um allan sal og fábjánaleg hlátra- sköll hjá fólki, sem augsýni- lega skildi ekki orð af því, sem fram fór. Jeg veit, að brjefritari er ekki sá eini, sem hefir orðið fyrir þessu ónæði í kvikmyndahús- unum. Það er þögn á meðan ljósin eru, en undir eins og menn halda, að þeir sjáist ekki, byrja lætin. Annar brjefritari, sem skrif- ar um sama málefni, stingur upp á því, að það sje auglýst á kvikmyndatjaldinu, að fólk sje beðið að hafa hægt um sig með an á sýningu stendur, en jeg efast satt að segja um, að slík hvatning bæri nokkurn árang- ur. Ef fólkið finnur.þetta ekki sjálft, þá er ekkert við því að gera. Það er vissulega hart að þurfa að viðurkenna þetta. gl«Mffa«ffff ■■»■■■!■*»' nawmanwtMafiwamBaiBRBaaMumnkavininmmmm*H*aeffffiðc«ffffMffffff■■■fftnfavirwfftuCIIJnrff'rfarintltltíft 1 MYNDIR ÚR BÆJARLlFINU i * : TrúboSar og flóttamenn — HVERNIG fanst þjer æskulýðsfundurinn á þriðju- dagskvöldið? sagði Hannes við kunningja sinn, Svein, er þeir urðu samferða heim úr skólan- um á miðvikudaginn. — Á jeg að segja þjer, hvað mjer fanst merkilegast við hann? Það var, hve fjölsóttur hann var og hve kommúnist- ar voru þar tiltölulega fáir. Jeg býst við, að inn í húsið og for- dyrið hafi troðist um 1000 manns, útidyragangurinn var alveg fullur af fólki. En fyrir utan, í rokinu og rigningunni, stóðu nokkur hundruð manns og hlustuðu. Af þessu er það greinilegt, að áhugi bæjarbúa hefir aldrei verið eins mikill og nú við bæj- arstjórnarkosningar, — Og það ekki síst meðal unga fólksins, segir Hannes. Jeg tók líka eftir því á þess- um fundi. að kommúnistar höfðu smalað mjög rækilega. Kl. 20 mínútur yfir sjö byrjuðu Krön-bílarnir að koma með fólk á fundarstað. Kommar hafa ætlað sjer að fylla húsið áður en hinir kæmust að. En þeir höfðu ekki fólk nema í fremstu bekkina í miðsalnum. Þeir, sem þar voru, ljetu óspart til sín heyra með klappi og fagnaðarlátum. Enda hafði ekki verið skotið undir þá flutninga bílum frá Kron, til þess að þeir sætu eins og brúður á bekkj- unum. Jeg gat ekki betur sjeð, en að hið smalaða klapplið kommúnista væri um fjórði hluti þeirra fundarmanna, sem voru inni í salnum. — Hvað fanst þjer svo um ræðumennina? — Veistu hvað, segir Sveinn. Það liggur við að jeg geti kent í brjósti um kommúnistana, bæði þá sem þarna komu fram og aðra, sem eru í sama sálar- ástandi. Þegar þeir minnast á bæjarmálefni, hafa þeir ekkert annað en gömul og gatslitin slagorð. Enda geta þeir ekki fest hugann við þessi málefni stundinni lengur. Því kommún isminn, hin jarðneoka paradís, sæluríkið, er altaf efst í huga þeirra. Þeir eru ekki að hugsa um framfaramál Reykjavíkur. Þeir eru ofstækisfullir trúboð- ar, fyrst og fremst fyrir ér- lenda stefnu. — En hafa svo hlaupið frá trúnni í orði kveðnu! — Já. Þetta er einmitt hið aumkvunarverða. Að ungir menn skuli lána sig í að boða trú á blinda hlýðni við einræði, og það jafnvel þegar þeir eru farnir að sjá, að andstaðan gegn hinu austræna einræði er erð- in svo sterk meðal almennings, að þeir þora ekki lengur að kannast hreinlega við sjálfa sig — tala nú svo, sem þeir sjeu hættir við að hugsa um komm- únismann í framkvæmd hjer á landi. — Já. Það er ekki efnilegt fyrir unga menn að byrja lífs- starf sitt á þenna hátt. Vaða uppi í blöðum og á mannfund- um sem útsendarar frá erlendu stórveldi, gleyma velferðar- málum þjóðar sinnar fyrir ofsa legri áfergju við að verja ó- frelsi og kúgun, en vera svo ekki einu sinni menn til þess að standa við þær kenningar, sem heimtað er að þeir prjediki. Eina ráðið fyrir menn, eins og hina mikið talandi og flágjallandi «ungu kommúnista væri það, að þeir drægju sig í hlje á tímabili, ljetu sem allra minst á sjer bera, meðan þeir eru að átta sig. Þegar þeir hafa lært, bæði af Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.