Morgunblaðið - 17.01.1946, Side 12
12
MOKGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 17. jan. 1946
Skapvonska Jóns
Axels og loforð
Þjóðviljans
Laufey Valdimarsdóttir
— Kveðjuorð —
JÓN A. PJETURSSON er úrill-
ur í Alþýðublðainu í gær. —
Hann hefir allt á hornum
sjer. í þetta sinn vonskast
hann við Hitaveituna. — Það
er ekki ný bóla. Alla tíð hef-
ir hann barist gegn þessu
vinsælasta fyrirtæki Reykja
víkur. Alþýðublaðið tók að
nefna Hitaveituna „plágu
Reykjavíkur“.
JÓN HREYTIR ÓNOTUM í
Bjarna Benediktsson borgar-
stjóra. Það hefir líka komið
fyrir áður. En áltæðan fyrir
þessari skapvonsku hans í
gær, stafar af því, að í fyrri
viku vegsamaði hann Hita-
veituna og talaði vel um borg
arstjórann. Þetta er siður
Jóns og flokksbræðra hans í
Alþýðuflokknum. Þegar þeir
hafa sýnt ákveðna skoðun í
einhverju máli, þá vera á
gagnstæðri skoðun næst. Svo
útkoman sje altaf á milli.
LOFORÐ KOMMÚNISTA í
Þjóðviljanum eru orðin al-
mennt að hlátursefni í bæn-
um. Þó eru þetta yfirleitt
gamlir kunningjar. — Eins
og sagt var frá hjer í blaðinu
í gær. Er Sigfús Sigurhjartar
son og fjelagar hans þóttust
ætla að koma hingað 10 nýj-
um togurum, ef þeir ynnu
þingkosningar með Fram-
sóknarfl. Þeir unnu þing-
kosningarnar. En komu ekki
með neinn togarann. Næst
lækkuðu þeir loforðin niður
í 4 togara. Og seinast niður
í tvo. En enginn kom.
ÞAÐ VAR EKKI FYRR en
Sjálfstæðisflokkurinn tók við
forystunni í stjórn landsins,
að hafist var handa um út-
vegun nýrra veiðiskipa í
st^rum stíl. Meðan Framsókn
og Alþýðuflokkurinn rjeði í
landinu, ásamt sr. Sigfúsi og
ýmsum kommúnistum, þá
voru menn sektaðir fyrir að
fá sjer skip til landsins.
Sósíalistar þakka sjer ný-
skipun útvegsins. Þeir geta
talist miklir menn af henni.
En allir heilvita menn sjá, að
menn sem enga útgerð hafa
getað rekið, verða ekki allt í
einu forystumenn þeirra
mála.
Á ÆSKULÝÐSFUNDINUM á
þriðjudaginn, benti Geir
Hallgrímsson á það, að fyrr
meir hefðu kommúnistar ver
ið andstæðir því kjörorði
Sjálfstæðisflokksins, að stjett
ir þjóðfjelagsins ynnu sam-
an. Vildu kommúnista ekki
heyra slíkt nefnt, og töldu
það fjarstæðu eina.
En hvað skeði. Kommúnist
ar gengu í stjórn með Sjálf-
stæðismönnum, og sýndu
með því, að þeir höfðu fallið
frá fyrri fullyrðingum sín-
um. *
ÞJÓÐVILJAMÉNN ÞRÁSTAG-
AST á því, að engir íhalds-
samir flokkar stjórni höfuð-
borgum Evrópu. Reykvíking
ar verði því, segja þeir,að
apa það eftir öðrum þjóðum
og kjósa kommúnista í bæjar
stjórn. Ekki er kunnugt að
kommúnistar ráði í öðrum
höfuðborgum álfunnar en
þar sem aðrir flokkar en
kommúnistar eru bannaðir,
eða hömlur eru settar á starf
semi annara flokka.
Reykvíkingar vilja frelsi.
Kommúnistar vilja flokksein
ræði, og geta hvergi haldið
völdum, þar sem vilji almenn
ings fær að ráða því hver
völdin hefir. Þetta er saga
kommúnista. Hún er ekki
uppörfandi fyfir þá, sem
hafa flækst út í þá firru að
ganga í kommúnistaflokk-
inn.
HERMANN OG EYSTEINN
JÓNSSON skrifa daglega
miklar langlokur í Tímann
um bæjarmál Reykjavíkur,
og þykjast geta unnið hjer
stórvirki, ef Pálmi Hannes-
son verði kosinn í bæjar-
stjórn. Þ. e. a. s. Lítið er tal-
að um Pálma í því sambandi,
efsta manni á lista Tíma-
Framhald á bls. 16.
— Myndir ór
bæjarlíSfnu
Framhald af bls. 8
reynslu og fyrir eigin dóm-
greind að Islendingar eru frjáls
borin þjóð, sem hatar einræði
og kúgun eins og pest, þá gætu
þeir byrjað á nýjan leik, og
komið fram eins og íslending-
um sæmir.
— Heldurðu að þeir hafi still-
ing og vit á þessu?
— Lengi skal manninn reyna,
segir máltækið. Það er ekkert
að vita, nema einhverjir þeirra,
er hæst gala nú sem málpípur
kommúnismans, haldi áfram
flóttanum, sem brostinn er í
lið þeirra, hafi vit á að fara í
hvarf, til þess að reyna að koma
fram á sjónarsviðið seinna í líf-
inu, sem frjálsbornir Islending-
ar.
íþróttir
Fframh. af 11. síðu.
við eigum og á alþjóðamæli-
kvarða má mæla.
Erlendur dómari.
VEL VÆRI og, ef hin ágæti
breski dómari Mr. Rae sæi sjer
fgert að dæma þenna leik, því
auðvifað verðum við að hafa
erlendan, hlutlausan dómara.
Rae dæmdi leik milli Svía og
Svissíendinga suður í Sviss í
haust og fáum við hann ekki,
verðum við að fá annaðhvort
norskan, sænskan eða finskan
dómara, en landsleik hæfa ekki
nema fyrsta flokks dómarar, og
aðrir eru heldur aldrei látnir
dæma landsleiki.
Þessi landsleikur við Danina
er merkilegasti viðburðurinn,
sem nokkru sinni hefir skeð í
knattspyfriusögu okkar, og veit
jeg að knattspyrnumenn vorir
munu búa sig undir hann af
kappi, enda mun varla af veita.
Jeg mun fylgjast með eftir
megni öllu því,. sem gerist í
knattspyrnunni í Danmörku, og
láta lesendur Íþróttasíðunnar
vita jafnharðan, svo þeir sjái
betur, er þar að kemur, á hverju
þeir eiga von í viðureign okk-
ar bestu manna við bestu menn
hinnar gömlu og grónu knatt-
spyrnuþjóðar, frænda vorra,
Dana. J. Bn.
KJÓSIÐ D-LISTANN
í DAG verður í Dómkirkj-
unni hjer í Reykjavík, minning
arathöfn um Laufeyju Valdi-
marsdóttur, en hún ljest í Par-
ís þann 9. desember síðastlið-
inn.
Laufey Valdimarsdóttír var
fyrir löngu orðin þjóðkunn
kona. Eftir lát hennar hefir
helstu æviatriða hennar verið
getið í blöðum og útvarpi, og
mun jeg ekki rekja þau hjer,
en með þessum línum vildi jeg
segja fáein kveðjuorð um þessa
látnu merkiskonu, byggð á
þeim persónulegu kynnum, er
jeg hafði af henni nokkur síð-
ustu árin.
Það mun hafa verið í Kven-
stúdentafjelagi Islands, sem
leiðir okkar Laufeyjar báru
fyrst saman. Hygg jeg að fleiri
ungum kvenstú'dentum hafi far
ið sem mjer þá, að sú mynd,
sem við í huganum höfðum skap
að okkur af þessari skeleggu
baráttukonu, hafi tekið nokkr-
um stakkaskiftum, er við þarna
í stúdentahópnum kynntumst
henni sem elskulegri, glaðlegri
konu, orðheppinni og gæddri
ríkri kímnigáfu. Laufey var
alla tíð lífið og sálin í þessum
fjelagsskap, enda mun hún í
ungu kvenstúdentunum hafa
sjeð vísi að því, að sú hugsjón
hennar rættist, að konurnar
öfluðu sjer þeirrar mentunar,
er gerði þeim fært að standa
jafnfætis karlmönnunum í op-
inberum vettvangi og berjast
þar fyrir rjettindamálum sín-
um. Áhuga sinn í þeim efnum
sýndi hún ekki síst, er hún
nokkru fyrir andlát sitt gekkst
fyrir stofnun Menningar- og
minningarsjóðs kvenna, sem
stofnaður er í minningu móður
hennar, Bríetar Bjarnhjeðins-
dóttur, hinnar landskunnu
kvenr j ettindakonu.
Síðari árin kynntist jeg Lauf
eyju nánar við störf mín hjá
Mæðrastyrksnefndinni, en hún
var aðalhvatamaður að stofnun
hennar.
Jeg hefi varla kynnst nokk-
urri konu, er með svo einlæg-
um áhuga og ósjerhlífni barð-
ist fyrir áhugamálum sínum,
sem Laufey gerði, og hún var
ávalt reiðubúin til þeirrar bar-
áttu á hvaða vettvangi sem var.
En það voru einnig aðrar hlið-
ar á skapgerð Laufeyjar. Hún
átti til alt að því draumlynda
viðkvæmni, eins og berlega
kemur fram í ýmsu því, er eftir
hana liggur í bundnu máli, en
því hefir hingað til lítt verið
haldið á lofti. Því fór ekki hjá
því, að viðkvæma lund hennar
sviði cft sárt undan þeim skeyt-
um, er jafnan beinast að þeim,
sem í fylkingarbrjósti berjast,
en hvorki það nje margra ára
vanheilsa bugaði baráttukjark
hennar.
Laufey var um flesta hluti
sjerstæð kona, gáfuð, listelsk og
svo góðhjörtuð, að hún mátti
ekki svo aumt sjá, að hún
reyndi ekki á einhvern hátt úr
að bæta. Hún hefir vitanlega
átt sína galla eins og önnur
mannanna börn, en mannkostir
hennar voru svo miklir, að af
bar, og það munu þeir líka við-
urkenna, er voru henni andstæð
ir í skoðunum á ýmsum mál-
um, en við þá gat hún verið ó-
vægin, ef því var að skipta og
deilt var um þau málefni, er
henni voru hjartfólgin.
Það má segja að það skifti
minnstu máli, hvar við berum
beinin, en óviðfeldið finnst
manni það þó,' að Laufey skuli
ekki hvíla í íslenskri mold. —
Við það varð þó ekki ráðið. Hitt
skifti meira máli, að hún skil-
aði slíku starfi, að hennar mun
ætíð verða getið sem einnar
okkar merkustu kvenna.
Islenskar konur senda henni
þakkir fyrir hennar merka for
ystustarf, og yfir landamæri lífs
og dauða fylgir henni blessun
þeirra umkomulausu og smáu,
sem hún alla tíð bar svo mjög
fyrir brjósti og greiddi götuna
fyrir eins og hún best gat. —
Betra veganesti verður ekki á
kosið þegar lagt er upp í ferð-
ina löngu..
Blessuð sje minning hennar.
Auður Auðuns.
Kjósið D ■ listann
I
"i
£
£
Eftir Robert Storm
/Meanwwile
OSíAY, ífO LiFTcD Mi L
DAm AUD WZ'O OVER THERS
RQ/AKiCttie HER ...I'LL EVEN
TNINÍ2S WITH HlM, LATEF! RI6H7
NOW( YJB MESD TH£ PUNKÍ
OKAW, "DREAMER
I’LL 60 OVER
AN'öETHiM. f
AFRAlD OF "DREAMER',’ j
HEV? VOU KNOW VOU'RE
NUT$ ABOUT A\E! WHEN I
KISSED VOU, THE OTHER
DAV; VOU KI65ED ME
^ back—hard! ]m
r PLEA5E/ FRANKIE
I-I'M NOT 6URE I
LOVE YOlUYÖt/RE
A é’WEET 6UV( BUT-
Glámur: — Jæja, við þurfum þá að vinna í kvöld.
Við skulum skipuleggja það. Hvar er Franki? —
Snjáldri: Æ, hann hjerna hann . . . Glámur: Svo
hann hefir laumast með stúlkuna mína heim til
sín og er þar með fleðulæti við hana. Það skal hann
fá borgað seinna, en nú verð jeg að nota ræfilinn.
— Snjáldri: Jeg skal fara og ná í hann. ■— Á með-
an: Júlía: Heyrðu Franki, jeg er hreint ekki viss
um að jeg sje skotin í þjer. Þú ert allra sætasti
strákur, — en . . . Franki: Ertu hrædd við Glám.
Þú veist vel að þú ert hrifin af mjer. Þegar jeg
kysti þig þarna um daginn, þá kystirðu mig þó svei
mjer á móti.