Alþýðublaðið - 15.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.06.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Stjírnarjar i Banðarikjnnum. (Framh.) í september 1917 gaf stjórnin skipun um að uppræta hverja eina einustu miðstöð I. W. W. í öllu landinu. Skríllinn réðist á verka- mennina (gylti skríllinn og „attan- iossar" hans) og ríkisvaldið beitti gegn þeim lögunum um „criminal syndikalism" (glæpsamlegur syndi- kalismi!) og ofsóknirnar voru ægi- legar. Nokkur dæmi nægja. í Bisbee í Arizona réðist hópur borgara undir forystu nokkurra vinnuveitenda og annara „kapital ista" á rúml. 1000 námuverka- menn og flæmdi þá út í New Mexico eyðimörkina og skildi þá þar eftir, matvælalausa og án nokkurra tækja til að hverfa aftur til mannabygða, og þar voru þeir og vesluðust nærri því upp, þar til hermenn nokkrir björguðu þeim. Síðan voru 200 menn f Bisbee, og þar á meðal ýmsir merkir borg- arar, settir í fangelsi og eigi rann- sakað mál þeirra fyr en eftir 2V2 ár. (Samkv. stjórnarskrá íslands mega aðeins líða 24 tímar). í Tulsa í Oklahama voru í september 1917 17 fangar, er til- heyrðu I. W. W., hrifsaðir úr höndum lögreglunnar af misendis- mönnum auðvaldssinna og barðir og meiddir og rifín af þeim klæði, i nafni kvenna og barna í Belgíull í Chicago var, 1. apríl 1918, kafíð landráðamál gegn 100 jafn- aðarmönnum og voru 93 þeirra dæmdir, eftir 5 mán. rannsókn, í 1—20 ára fangelsi. í Sacramento í Californíu (þar sem gullið fanst 1848) var rann- sókn hafin gegn 46 I. W. W. meðiimum og þeir ákærðir fyrir landráð. Allir voru þeir dæmdir í 1—10 ára fangelsi. Réttarhölö þessi eru sérstaklega merkileg vegna þess, að 43 af hinum 46 ákærðu neituðu bæði að láta mál- færslumann verja sig og að verja sig sjálfir, kváðu réttarhöldin vera slíkt hneyksli, að eigi tæki þvf að verja sig fyrir slíkum dómstóli. Wichitamálið í Kansan endaði í desember 1919 þann veg, að 27 manns voru dæmdir fyrir landráð, -eftir að hafa beðið rannsóknar cágœti saíŒjöt útvegar Æaupjdlag cfö&yfíjaviMur (í Gamla bankanum). Lysthafendur gefl sig fram fyrir næstu helgi. máls sfns í 2 ár í fangelsi við hræðilegan aðbúnað. Ofsóknir miklar hafa einnig verið hafnar gegn einstökum mönnum. Skulu nefnd fáein dæmi. Rose P. Stokes var dæmd í 10 ára fangelsi fyrir bréf, sem birtist í Kansas City Star. Voru þessi orð, er hér fara á eftir, aðal ákæruatriðið: „Engin stjórn getur bæði verið á bandi okraranna og þjóðarinnar. Eg vil heill þjóðar- innar, en stjórnin heili okraranna (profiteers)." Eugene Debs, sem hefir verið forsetaefni jafnaðarmanna við fjórar síðustu forsetakosningar í Banda- ríkjunum, var f Ohio dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir socialistiska ræðu, sem enga sérlega eftirtekt myndi hafa vakið í Evrópu. Frú Kate O’Hara var dæmd f 5 ára fangelsi í North Dakota fyrir ræðu, sem hún hafði haldið óátalið í mörgum öðrum fylkjum. Victor Berger þingmaður og fjórir aðrir menn voru dæmdir í 20 ára fangelsi fyrir opinbera þáttöku í kosningum í Wiscounsin. Hann var rekinn úr „House of Representatives" (neðrideild þings- ins í Washington), en var endur- kosinn með yfirgnæfandi meiri- hluta í Wiscounsin. (Lausl. þýtt úr „The New Stat- esman".) (Framh) Um dapn og veginn. Opnið Ansturröll. Hann er nú orðinn iðgrænn og allvel gró- inn, Austurvöllurinn, en ástæðu- laust virðist það vera með öllu, að láta hann ekki vera opinn að minsta kosti á sunnudögum. Bless- uðum börnunum ætti borgarstjóri þó að lofa að hafast þar við; þau hafa ekki of mikla grasflöt til þess að leika sér á, og ekki er hægt að kaíla göturnar beinlínis þrifalegar. Barnavinur. Mannslát. Á föstudaginn var lézt á sjúkrahúsinu í Landakoti skipstjóri Jóhann Bergsveinsson frá ísafirði. Var hann búinn að liggja þar hátt á annað ár. Sjúk- dómurinn mun hafa verið berklar, er að síðustu urðu honum að bana. Jóhann sál. var hvers manns hug- ljúfi og duguaðarmaður. Hann var ættaður úr Breiðafjarðareyjum. Líkið var flutt til ísafjarðar með e.s. Borg. S. Ágata, skonnorta, kom í gær frá Kaupmannahöfn með ýmsar vörur til kaupmanna. Hjónaband. A laugardaginn voru gefin saman í hjónabantf ungfrú Inga Guðmundsdóttir (Pét- urssonar nuddlæknis) og Jóhann Kristjánsson stud. med. AlþbL óskar þeim til hamingju. Yatnsreitan bilaði í gærmorg- un í Lækjargötu, en viðgerð er nú lokið þar. Þetta er í þriðja skifti að bilun kemur í ljós á Lækjargötuleiðslunni, og er svo> að sjá sem hún sé sérstaklega undirorpin skemdum. Yeðrið í dag. Reykjavfk .... VNV, hiti 9,4. ísafjörður .... logn, hiti 7,7. Akureyri .... logn, hiti 1 1,0. Seyðisfjörður . . logn, hiti 6,5. Grímsstaðir . . . logn, hiti 12,0. Vestm.eyjar . . . logn, hiti 9,8. Þórsh., Færeyjar logn, hiti 12,5- Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvog há, hæzt um Færeyjar, hægt fallandi á Suður- og VesturL Stéðug annarsstaðar. Mjög stilt veður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.