Alþýðublaðið - 15.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.06.1920, Blaðsíða 1
aoi Cw-eíiÖ -úti af ik.lþýdiAflokk:ii.um. 1920 Þriðjudaginn 15. júní 133. tölubl. €rlenð sfnskeyti. Khöfn 14. júni. Nýtt forsetaefni. Símað er frá Chicago, að fund- w lyðveldismanna (republikana) íiafi útnefnt Harding þingmann isem lýðveídisforseta við næstu for- setakosningar. Frá £ ýakalandi. Frá Berlín er símað, að foringi þýzkra íhaldsmanna hafi gefist upp við að mynda ráðuneyti, vegna þess að meirihluta jafnaðarmenn neituðu að ganga í samband við þá. Trimborn foringi kaþólska flokks- ins (centrum) reynir nú að mynda -stjórn. Essad Pascha myrtnr. Símað er frá París, að albanski alræðismaðurinn Essad Pascha, formaður friðarsendinefndarinnar, hafi verið myrtur í Parfs af Albaria. [Hann var foringi Albana í sjálf- stæðisbaráttu þeirra, en varð þó til þess, að prinsinn af Wied var rekinn frá vóldum í Albaníu. En þá gerðist hann sjálfur alræðis- maður.] LitTÍnoff thefir ekki ennþá sest að í Kristi- aníu. "XCrlencl myixt. Khöfn 13. júní. Sænskar krónur (ieo) kr. 129,12 Norskar krónur (100) — 105,50 Frankar (100) — 4Si25 Pund steríing (1) — 23,36 JDollar (1) — 5,93 Spa-|iinðnrinn. Hvers krefjast Þjóðverjar? Fyrir nokkru fór Millerand íor- sætisráðherra Frakka ásamt fjár- málaráðherra slnum Marsal til fundar við LloydGeorge í Hythe á Englandi. Munu viðræður þeirra aðallega hafa snúist um skaðabæt- ur þær er Þjóðverjar eiga að greiða samkvæmt friðarsamning- unum. Síðan er búist við að Miíle- rand og Lloyd-George talist við í Ostende í Belgíu áður Spa-fundur- inn verður haldinn þ. 22. júní. Að hvaða niðurstöðu fransk- enska fjármálanefndin er nú fjall- ar iim skaðabætumar kemst, er ekki gott að segja, en líklegt að það verði í samræmi við það, sem Bandamenn hafa áður stungið upp á, sem sé 120 miljarðar marka. Búist er við að Þjóðverjnr muni stinga upp á því að skaðabæturn- ar verði eigi nema 100 miljarðar marka. Sömuleiðis að þeir bjóðist til að greiða þegar í stað 5 milj- arða marka í gulli, sem fyrstu af- borgun. „Chicago Tribtine" París- ar útgáfan væntir þess að Þjóð- verjar muni einnig krefjast þess að Bandaraenn flytji burt her sinn úr Rínarlöndunum og styðja þessa kröfu roeð því að kostnaður sá er þeir hafi af hernum á ári, séu 3 miljarðar marka, en herinn á að standa þar í 15 ár, og allur kostn- aðurinn því 45 miijarðar marka; sem þeir segja að verja mætti til afborgunar á skaðabótunum að öðrum kosti. Þjóðverjar þykjast þess fullvissir að Frakkar verði kröfum þeirra mótfallnir, en vonast eftir tilstyrk Ameríkumanna og Englendinga. Þjóðverjar benda á það að Banda- menn geti á ýmsau hátt annan haft hönd i bagga með málum Þjóðverja, þótt þeir hafi eigi her standandi í landinu. Til dæmis þurfi Englendingar eigi annað en setja á þá hafnbann, ef þeir óhlýðn- -A.fgri'eiÖsla biaðsins er í Alþýðuhúsinu við fagólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í siðasta lagi kl. 10, ' þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. ast. Einnig benda þeir á það að Frakkar losi með því vinnukraft lil að endurreisa eyðilögð héruð og borgir í Norður-Frakklandi. Aftur á móti ætla þeir að bjóðast til að eyðileggja sem fyrst herút- búnað sinn og morðvélar sínar og falla frá kröfunni um 200 þús. manna her. Þess var áður getið í skeytum að Poincaré hafi sagt af sér starfi sírtu í endurreisnarnefndinni og mun það stafa af því, að tillögur hennar um skaðabótamálið hafa eigi náð fram að ganga og nefnd- in með því mist þýðingu sína að mestu. í stað nefndar þessarar kemur nefnd, er á sæti í Berlín og á að hafa eftirlit með hvernig Þjóðverjar verja lánsfé því, er þeir fá hjá Bandamönnum. Nefnd þessi mun verða svipuð og nefnd sú er samkvæmt tyrknesku friðarskilmál- unum er sett til höfuðs Tyrkjan- um í Constantinopel. Þær tillögur sem hér er áður talið að Þjóðverjar muni gera á Spa-fundinum, virðast mjög sjálf- sagðar og sanngjarnar, en þó er búist við að Bandamenn muni eigi ganga að þeim, en halda fast við 120 miljarða skaðabæturnar og setuliðið í Rínlöndunum. En veður getur breyzt f íofti áður en varir. X Skrifstofnstjóri borgarstjóra er Sveinn S'gurðsson cand. theol. orðinn nýlega. Hann er fyrsti skrif- stofustjóri er borgarstjóri hefir haft. áður hefir hann gegnt því starfi sjálfur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.