Morgunblaðið - 24.01.1946, Síða 10

Morgunblaðið - 24.01.1946, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 24. jan. 1946 Margþætt starf Breið- firðingafjelagsins BREIÐFIRÐINGAFJELAG- 'IÐ hjelt aðalfund sinn nýlega. Er það nú stærsta hjeraðaf jelag ið, sem starfandi er hjer í Rvík, enda nær það yfir þrjár sýslur, Barðastrandar-, Dala- og Snæ- fellsnessýslu. Telur það nú nær níu hundruð fjelaga. Starfsemi fjelagsins er mjög fjölþætt. Stærsta dagskrármál f jelagsins nú er hið svo kallaða húsmál. Beitti fjelagið sjer fyr- . ir kaupum á eigninni Skóla- vörðustíg 4, 6 og 6 B og var síðan stofnað hlutafjelag um eignina. Breiðfirðingafjelagið er þar stærsti hluthafinn. Mjög almennur skilningur og vinsemd er í garð þessa máls af hálfu fjelagsmanna. Hafa mjög margir fjelagsmenn lagt fram gjafadagsverk og unnið að end urbótum hússins. Þá hefir Hús- byggingarsjóð Breiðfirðingafje- lagsins borist peningagjafir frá ýmsum fjelagsmönnum. Til fjáröflunar fyrir húsmál ið mun Breiðfirðingafjelagið efna til hlutaveltu nú á næst- unni. Þá er komið af stað happ drætti, sem er einnig til fjár- öflunar fyrir sama málefni. Breiðfirðingafjelagið vinnur um þessar mundir að fram- gangi skólamáls Snæfellinga, er fjelagið í því máli í samvinnti við Samband breiðfirskra kvenna og aðra aðila í Snæfells nessýstu, sem beita sjer fyrri stofnun húsmæðraskóla í sýsl- ,unni. Á árinu veitti fjelagið kr. 1000.00 úr sjóði og gekst fyrir skemtun þessu máli til stuðn- ings. Breiðfirðingafjelagið vinnur nú sem áður að tvíþættri út- gáfustarfsemi. Er annað ársrit- ið Breiðfirðingur, sem hefur nú göngu sína í fjórða jsinn. Rit- stjóri er Jón Sigtryggsson cand. phil. og framkvæmdastjóri Magnús Þorláksson símamaður. Hinn þáttur útgáfustarfseminn ar er hin væntanlega hjeraðs- saga Dalamamrar Hafa verið ráðnir menn til að rita söguna og munu þeir hefja störf sín á næstunni. Þá hefir fjelagið mikinn á- huga fyrir lausn hins svo kall- aða Reykhólamáls og lætur sig miklu skifta, að á Reykhólum verði komið upp hið allra fyrsta veglegu menningarsetri. Á s.l. ári hjelt fjelagið uppi ferðast^fsemi; voru farnar 6 ferðir með 135 þátttakendum; var þátttaka í ferðalögunum ekki eins góð og árið áður, en það mun einkum hafa stafað af því, hversu veðráttan var ó- hagstæð til skemtiferðalaga. Innan Breiðfirðingafjelagsins var starfandi á árinu nefnd, sem hafði það verk með hönd- um, að skygnast eftir landsvæði sem gæti verið hentugt fyrir einskonar sumarbústað fyrir Breiðfirðingafjelagið. Formað- ur þessarar nefndar var Sigurð iur Sveinsson garðyrkjuráðu- } nautur. Gaf Sig. Sveinsson fje- |laginu í þessu skyni landsvæð- j ið „Heiði“, sem er nálægt i Hveragerði. Mun það verða eitt j af verkefnum fjelagsins á næst í unni að vinna að fegrun þessa ? staðar. Varðandi fjelagsstarfsemina má m. a. geta þess, að fjölmarg ir fundir og mót hafa verið hald in, við mjög almenna þátttöku. Á s.l. ári bauð Breiðfirðingafje- lagið öllum Breiðfirðingum 60 ára og eldri til kaffidrykkju. Var þar ýmislegt til skemtun- ar. Boðið þágu um 200 manns, og skemtu sjer hið besta. Breiðfirðingafjelagið efndi til útvarpskvöldvöku, Breiðfirð- ingamótsins og fjölda annara fagnaða. Innan fjelagsins starfa nú 6 deildir. Blandaður kór, 33ja manna, undir stjórn Gunnars Sigurgeirssonar píanóleikara. Fór kórinn s.l. sumar í söngferð vestur um Breiðafjörð, og var hvarvetna tekið með sjerstakri alúð og hrifningu. Aðrar deildir eru: Málfunda fjelagið, skemtideild, skák- deild, handavinnudeild og leikflokkur, en hann hefir ekki getað starfað á árinu sökum húsnæðisvandræða. Fjelagsmönnum hefir fjölgað mjög mikið á árinu, og eru þeir nú samtals 894. Stjórn fjelagsins skipa nú: Jón Emil Guðjónsson formaður og meðstjórnendur: Friðgeir Sveinsson, Sigurður Hólm- steinn Jónsson, Lýður Jónsson, Snæbjörn G. Jónsson, Ingveld- ur Á. Sigmundsdóttir, Davíð O. Grímsson, Ólafur Þórarins- son, Óskar Bjartmars, Jóhann- es Ólafsson, og til vara Guð- björn Jakobsson, Guðmundur Einarsson, Björgólfur Sigurðs- son, Bergsveinn Jónsson, Þor- björns Jónsson og Sigurður Sveinsson. Bæjarstjórnarkosningarnar FRÁ SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKNUM. • Listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er D-LISTI. 9 Skrifstofa Sjálfstæðis- flokksins, sem annast alla fyrirgreiðslu við utan- kjörstaðakosningar er í Thorvaldsensstræti. Sím- ar 6472- og 2339. • Kjósendur, sem ekki verða heima á kjördegi, þurfa að kjósa nú þegar. • Sjálfstæðismenn, sem vildu lána bíla sína á kjör degi, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það skrifstofu flokksins —. síma 3315. • Allir þeir, er gætu að- stoðað skrifstofuna við margvisleg störf, ættu að gefa sig fram þegar í stað. D-LISTINN Sjálfstæðisflokkurinn. Svissnesk kven og herra armbands- úr í miklu úrvali ávalt fyrirliggjandi í skraut- gripaverslun minni á Laugaveg 10, gengið inn frá Bergstaðastræti. | GOTTSVEINN ODDSSON úrsmiður. Hjartans þakklœti sendum við öllum þeim, er glöddu okkur með sendingum á síðastliðnum jólum. Sjerstaklega viljum við þakka Haraldi Böðvarssyni og frú. Þorsteini Briem og frú, frú Emelíu Þorsteins- dóttur, Grund, Kvenfjelagi Akraness og ekki síst Andrjesi Nielssyni, sem nú og á undanförnum árum hefur sent heimilinu valdar bœkur. — Öllu þessu fólki og fleiri vinum óskum við blessunarríkt ár. Vistmenn Elliheimilisins Akranesi. i * s ? I 1 t ? y (UlllimilMlllllllllllliqtlllllillllllIIIllimiUlMiilllllllllIi StU & DííL S Smurt brauð og snittur |£ ... I t = v = t = : lufmnninmnnimnsinuiiurininiiniiiimimÐnBiaa % Sijósið D - listann VVVVV V V V vvv V í—:—:**;**:**;**;*-;*-;*--^ Innilegar þakkir til allra fyrir sýnda vinsemd og virðingu á 75 ára afmœli mínu. Björn Guðmundsson, Hásteinsveg 34, Vestmannaeyjum. Gleymið ekki oð branatryggja Athugið hvort brunatrygging yðar sje miðuð við núgildandi verð- lag, ef svo er ekki, getið þjer keypt viðbótar- (hækkunar-) tryggingu hjá oss, þótt þjer hafið tryggt annarsstaðar. 1 Tryggið vöruforða yðar, innbú og aðra lausafjármuni hjá oss Það nægir að biðja um trygginguna í síma og gengur hún 1 gildi við pöntun. Firemen’s Insurance Company of Newark, New Jersey, USA. Aðalumboð fyrir ísland: - CARL D. TULINIUS & CO., h.f. Austurstræti 14 (I. hæð). Ennfremur hagkvæmustu sjó- oy stríðstryggingar Sími 1730 (tvær línur) Sími 1730 (tvær línur) Fulltrúaráð Sjálf- stæðisfjelaganna •s> f FUDUR verður haldinn í Fulltrúaráði Sjálfstæðisfjelaganna í Reykjavík, föstudaginn 25. janúar Td. 8,30 e. h. í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Þetta er síðasti fundur Fulltrúaráðsins fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar. Gengið verður frá salnum með borðum og öðru fyrirkomulagi á þann hátt, sem verður á kjördegi svo að fulltrúar geti kynnt sjer áður alla aðstöðu. Fulltrúar. Nú þurfa allir, hver einn og einasti að mæta. Heilir hildar til-----Heilir hildi frá“. -Stjótrn ^Jaíítráai'á^ó S)jáIj^ótœ^ió ^jeíacjcmna í ^\eyl?jauíh

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.