Morgunblaðið - 12.02.1946, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.02.1946, Qupperneq 8
8 M O K G 0 NB L A » t Ð Þriðjudagur 12. febr. 1946 Útg.: H.f.”'Árvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson fíitstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Tuttugu vaskir sjómenn ENN hefir stórt skarð verið höggvið í sjómannastjett landsins. Fullvíst er nú talið, að í ofviðrinu í lok s. 1. viku hafi farist fjórir vjelbátar í fiskiróðri með allri áhöfn; auk þess tók tvo menn út af fimta bátnum og druknuðu þeir báðir. Eru það því 20 sjómenn sem hjer hafa farist í einni svipan. Alt voru þetta menn á besta aldri, margir um og innan við tvítugt. Þetta er eitt af stórfeldustp sjóslysum, sem orðið hefir hjá fiskibátaflota okkar íslendinga nú um langt skeið. Tuttugu sjómenn í hafið í einum fiskiróðri! Þetta er mikið aíhroð _hjá okkar fámennu þjóð. Þetta manntjón okkar er sambærilegt því, er miljónaþjóðir bíða þús- unda eða jafnvel tugþúsunda manntjón. Styrjöldin hafði leikið íslensku þjóðina grátt. Árlega varð þjóðin að sjá á bak fjölda manns í sjóinn, af henn- ar völdum. En eftir að styrjöldinni lauk og þeim fækk- aði vítisvjelunum, sem dreift hafði verið um höfin í því augnamiði að granda skipum og sjófarendum, var það von okkar Islendinga, að nú færi að fækka hinum stóru sjóslysum. Og við höfðum nokkra ástæðu til að treysta því, að þessi von mætti rætast, því á s. 1. ári var tala druknaðra sjófarenda lægri en nokkurt ár annað, síð- an 1937. En svo kemur skyndilega yfir okkur þetta reiðarslag. Tuttugu vaskir sjómenn tína lífinu í einum fiskiróðri! íslenska þjóðin er harmi lostin. Hijóð samúð hennar streymir til aðstandenda hinna föllnu sjógarpa, en minn- ingin um þá mun lifa, meðan drengilegt starf er metið að verðleikum. ★ ÚR DAGLEGA LÍFINU Smjörsala. HÖRGULL liefir verið á smjöri í flestum verslunum undanfarna ,daga. Ástæðan til þess er sú, að vjelar, sem not- aðar voru til að hnoða smjörið og vega það, biluðu og kaup- menn hafa ekki getað fengið smjör hnoðað, vegið og inn- pakkað. En þessi „ástæða er ástæðu- laus“, eins og haft var eftir P. Z. hjer um árið. Danska smjörið flyst í tunnum og kaup menn geta fengið það þannig til sölu, ef þeir kæra sig um og 50 aura á kílóið fyrir að mæla það í smásölu úr tunn- unum. Hafa sumir kaupmenn heldur viljað fá smjðrið þann- ig og ekki þarf að spyrja að viðskiftavinunum. • Geymist betur óhnoðað. FRÓÐIR MENN telja meira að segja, að smjörið sje miklu betra, ef það er ekki hnoðað. Það geymist lengur, ef það er m-ælt út til kaupenda beint úr tunnunum. Komið hafi fyrir, að útmælda og hnoðaða smjör- ið hafi . myglað eftir stutta geymslu. Og þó að vitað sje, að undralyfið penicilin sje unnið úr myglu, þá kæra menn sig ekki um að fá það lyf með smjörinu sínu. Eftir því að dæma, sem að framan er’- sagt, virðist lang- best að kaupmenn selji smjör- ið beint úr dönsku umbúðun- um og að ekkert sje átt við að hnoðast "með það frekar en brýn nauðsyn krefur. « Kunningjabrjef frá Melchior. PJETUR JÓNSSON óperu- söngvari fjekk nýlega brjef frá Lauritz Melchior *vini sínum. En eins og kunnugt er, komst Melchior heldur betur í frjetta dálkana hjá okkur í haust, eft- ir að ummælin um Island höfðu birst í Politiken, sem hann var borinn fyrir. Síðar fjekk hann þó leiðrjettingu birta þess eðl- is, að hann hefði aldrei látið sjer þau orð um munn fara, sem hann var borinn fyrir. I brjefi sínu minnist Melchior á blaðasamtölin í dönsku blöð- unum og farast m. a. orð á þessa leið: „Hvað segir þú annars um þessa skarfa, sem eru að gera veður út af þeim áhrifum, sem jeg varð fyrir á íslandi? Þú veist, hvað jeg sá. Mjer er al- veg óskiljanlegt, hvernig dauð legur maður á að geta látið hafa nokkuð eftir sjer um nátt úrufegurð lands, eins og Is- lands^ eftir að hafa dvalið tvo klukkutíma í stormi úti á flug- velli, í hundaveðri. Jeg vona, að jeg fái einhverntíma tæki- færi til að koma til íslands og syhgja þar og sjá þá dýrðlegu náttúrufegurð, sem jeg veit að ! þar er að sjá. En hvað sem því líður, þá verður flugvöllurinn í mínum augum aldrei annað en ljótur og leiðinlegur staður, jafnvel þótt hann sje á íslandi. , „Verði jeg ekki skotinn“. „NEI, jeg get ekki sagt, að jeg hafi sjeð Island ennþá“, heldur Melchior áfram í brjefi sínu. „Og verði jeg ekki skotinn, þegar jeg kem næst til íslands, Makka jeg til að heimsækja landið, kynnast þessu gamla landi af eigin feynd. Þá get jeg látið hafa eitthvað eftir mjer um fegurð þess, en fyr ekki. í starfi mínu hefir mjer oft hlotn ast að vinna fyrir ísland, eink- um á meðan Island og Dan- mörk voru í sambandi hvort við flnnað. Jeg mun altaf líta á Islahd og íslendinga sem eina af hinum norrænu bræðra þjóðum ....“. Þannig er þessi útdráttur úr brjefi Melchicrs* Jeg býst ekki við, að hann þurfi að óttast að hann verði skotinn, þó að hann komi hingað aftur. Við mætt- um vera að, ef við ættum að skjóta alla menn, sem ekki kunna við sig á Keflavíkurflug vellinum, eða hina, sem ó- prúttnir, erlendir blaðamenn hafa haft einhverja vitleysu eftir á prenti. • Veglegt gistihús. ÞÁ ER ákveðið að reist verði veglegt gistihús hjer í bænum og standa að því þrír aðilar, ríkið, Reykjavíkurbær og Eim- skipáfjelagið. Talið er, að bygg ing þessi muni kosta um 15 miljónir króna fullbygð og með öllum þægindum. Því mun alment verða fagn- að, að þetta skuli hafa verið á- kveðið. Gistihúsvandræðin eru mikil hjer í bænum og eins og er getum við ekki tekið á móti erlendum gestum að neinu ráði. Það mun þó alment talið æski- legt, að ísland geti orðið ferða- mannaland og að þjöðin muni hagnast á, ef svo yrði. Vonandi að hægt verði að byrja á þessari gistihúsbygg- ingu hið fyrsta. wjn q b ■ ■ irt - - > m m tt n m *r» * cm> * *n> arn re ■ « • ^ nrmwtanominf nnnni Það, sem gerst hefir, verður ekki umflúið. En skylda okkar er að staldra við og íhuga, hvað við getum gert til þess að koma í veg fyrir, að slík stórslys endurtaki sig. Vaknar þá fyrst sú spurning, hvernig háttað er veð- urfregnum þeim, sem okkar fiskimenn eiga við að búa. Alveg sjerstaklega er ástæða til að spyrjast fyrir um þetta í sambandi við þetta síðasta stórslys, vegna þess, að kl. 23 á föstudagskvöld var send út einkar hagstæð veðurspá fyrir alt landið. Vitað er, að sjómenn treysta mjög á veðurspána, enda fóru allir bátar á sjó næstu nótt. Auðvitað hefir Veðurstofan ekki verið búin að fá neinar fregnir um, að veðurbreyting væri í vændum, er hún sendi út veðurspána seint á föstudagskvöld. En ilt er, ef engar fregnir berast af slíku stórviðri, fyrr en það er á skollið. Menn hafa sjálfsagt veitt því eftirtekt, að nú síðustu dagana eða eftir að slysið varð, hefir Veðurstofan látið þau boð fylgja er hún sendir út veðurspár, að engar veðurfregnir hafi borist frá Grænlandi. Hvað veldur slíkum drætti á veðurfregnum frá þessum þýðingar- miklu stöðvum? Er hjer ekki eitthvað, sem þörf er á að koma í lag? ★ Annað atriði spyrja menn einnig um í sambandi við þetta stórfelda sjóslys: Hvað líður björgunar- og strand- gæslubátum ríkisins, sem bundnir hafa verið hjer við hafnargarðinn síðan snemma á s. 1. hausti? "Eftir að dómsmálaráðherra- hafði farið reynsluför með einum þessara báta til ísafjarðar á s. 1. hausti, ljet hann þau boð út ganga, að hann myndi felá sjerfróðum mönn- um að athuga hæfni bátarína til björgunarstarfa og landhelgisgæslu. Yrði síðan birt skýrsla um athugunina og kaup bátanna. Síðan hefir ekkert heyrst frá ráð- herranum. En bátarnir eru bundnir við hafnargarðinn og kosta ríkissjóð að sögn tugi þúsunda á mánuði. Hverjum er verið að þóknast með svona vinnubrögð- um? Þjóðina vantar tilfinnanlega hentuga björgunar- báta. Sjeu þessir bátar óhæfir til slíkra starfa, því þá ekki að segja það hreint út og hefjast svo handa um kaup á öðrum? Á ALÞJÓÐA VETTVANGI ■ ■■«■■■ ■■■■■jBHK«Beuuuciira'KiCBBnan» SAMKVÆMT skýrslum, sem nýlega hafa borist hingað, er talið að í Póllandi sjeu nú um 40Q.000 börn, sem á ófriðarár- unum hafa mist bæði föður sinn og móður. Auk þess um 700.000, sem mist hafa annað foreldra sinna Reynt hefir ver- ið að koma hinum munaðar- lausu börnum fyrir á uppeld- isheimilum og hælum, eða á heimilum ættingja þeirr, ef á lífi eru, eða hjá vandalausum. En þótt miklu hafi þegar orðið ágengt í þessu efni, er enn mik- ill fjöldi barna, sem bókstaf- lega á hvergi höfði sínu að að halla, en er á hrakningi og ver- gangi um sveitir landsins eða hefst við í skúmaskotum stór- borganna, einkum þó 1 líöfuð- borginni. Fyrir stríð var íbúatala War- sjár 1.500.000, en síðastliðið haust bjuggu þar um 600.000 manns. Mikill hluti borgarinn- ar er þó rústir einar og eru húsnæðismálin því í hinu mesta öngþveiti. Talið er, að enn sjeu nál. 100.000 lík grafin þar undir húsarústunum, en það hefir aft ur valdið miklu rottufaraldri í borginni. í Warsjá verður mikill hluti íbúanna að hafast við í ónot- hæfum húsakynnum, flestir í s ! kjöllurum brunninna eða hrun- inna húsa. Af 150.000 börnum í Póllandi, sem talið -er að-búi við slík húsakynni, eru flest 1 Warsjá. Af 6 miljónum barna í land- inu, sem eru innan við 14 ára aldur, búa um 2 milj., eða þriðja hvert barn, við ónógt viðurværi. — Sýking og daUðsföll vegna berklaveiki hafa stórum aukist að undanförnu og eru hin ’þröngu og Ijelegu húsakynni, ásamt ljelegu viðurværi, talin orsök þessa. Aðstaðan til þess að hlynna að þeim, sem sjúkir j eru, er mjög erfið. Árið 1938 var tala sjúkrarúma í Warsjá. um 9000, en nú aðeins 2300. Á sama tíma hefir læknum fækk- ' að úr 2000 í 500. Póllandi er eitt af löndum þeim, sem RaUði Kross íslands hygst að senda lýsi til. Einkennileg atkvæðagreiðsla NEW YORK: Fjöldi Banda ríkjamanna undrast hvers- vegna þeir þurftu nokkru sinni að fara í þessa nýliðnu styrjöld. Hjer koma úrslit skoðanakönnunar, sem gerð var meðal 1700 Bandaríkja- manna í Þýskalandi. Skoð- unakönnunin var gjerð í haust, en úrslitin birt í síð- astliðinni viku. 51% hieldu því fram, að Hitler hafði gert Þjóðverjum mikið gott á árunum 1933— 1939. 19% fanst það rjettlætan- legt af Þjóðverja hálfu afð byrja styrjöldina. , 30% líkaði betur við Þjóð- verja, en Englendinga og Frakka. 12% fanst, að sumir kyn- þættir væru í eðli sínu lægra settir en aðrir. 22% hjeldu því fram, að Þjóðverjar hefðu haft nægar ástæður til þess að hafa and úð á Gyðingum. — (Time 4. febr.). NAÐU EKKI REFNUM. LONDON: — 83 menn, sem voru-á refaveiðum í Bretlandi nýlega, sáu aðeins einn ref, heilan dag. Gerðu þeir alt, sem þeir gátu, til þess að leggja hann að velli, en þrátt fyrir fjölda þeirra, slapp tófan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.