Morgunblaðið - 20.02.1946, Síða 2

Morgunblaðið - 20.02.1946, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. febr. 1946 Gislihús í Reykja- vífe - Nokkrar athugasemdir frá Húsameistarafjelagi íslans DAGBLÖÐIN hafa nýlega flutt þær fregnir, að nú sje verið að gera ráðstafanir af hálfu hins „opinbera", til þess að reisa hjer í bænum allstórt gistihús og er talið að það muni kosta 15 miljónir króna. Ennfremur var þess getið, að amerískur húsameistari mundi verða ráðinn til þess að gera uppdrætti af þessu húsi. Stjórn Húsameistarafjelags íslands telur ástæðu til þess, að gera nokkrar athugasemdir við þessa ráðagerð, ef rjett er frá þessu sagt. Gistihús eru að vísu vanda- söm hús, en þau eru þó hvorki svo óvenjuleg. nje slíkum ann- mörkum bundin frá tæknilegu sjónarmiði, að engum íslensk- um húsameisturum sje treyst- andi til þess, að taka þetta verk að sjer. Hin fyrirhugaða útvarpsstöð var falin amerískum húsameist- ara. Um þá rástöðfun munu verá skiptar skoðanir. En þar koma svo margir sjerfræðing- ar til, að þeirra mun ekki hafa verið kostur hjer, nefa að litlu leyti og verður þetta þá skilj- anlegra. Svona sjaldgæf verk- efni verður að telja til undan- tekninga. Hitt er lítt skiljanlegt, að seilast yfir í aðra heimsálfu eftir uppdráttum af gistihúsi handa okkur, jafnvel þótt það éigi að vera stórt og vandað. Hvaða trygging er fyrir því, að einhver amerískur húsa- meistari geri þetta betur en ís- lenskur? Hvað veit hann um stað- hætti hjer og hvernig yrði hátt- að samvinnu hans við iðnaðar- mer.nina hjerna í Reykjavík og aðra, sem að þessu standa. Það er sannarlega ekki nóg, að fá með póstinum uppdrætti af einhverju gistihúsi og borga fyrir nokkra tugi þúsunda doll- ara. Um gjaldeyrirmn mundu nú .<$umir segja, að honum væri betur varið til efniskaupa — ef einhverjir dollarar verða af- gangs. Vera má, að eitthvað skorti hjer á um tækni á þessu sviði sem öðrum. Uppdrættir af húsi nægja ekki til þess að bæta úr því. Hitt er miklu vænlegra til framfara, að leitað sje aðstoðar út' fyrir landsteinana um þá tækni, sem ekki er völ á hjer, en landsmenn fjalli að öðru leyti um það, sem þeir eru færir um. Það er eðlilegt og sjálfsagt, að við notum okkur aðstoð er- lendra sjerfræðinga og ^iana sem best, þegar hennar er þörf. En hitt sýnir lítin’n þjóðarmetn að, að stjórn ríkis og þæjar sniðgangi hæfa íslendinga, eins og stundum hefir brunnið við, þegar komið hefir til meiri hátt ar framkvæmda. LRÐU AÐ SVERJA New York: — Þegar konur Eandaríkjahermanna voru að fara vestur frá Bretlandi, ljetu h afnaryfirvöldin í Southamton þær sværja, að þær hefðu ekki meðferðis byssur nje skotfæri. Akranesbær kaupir innrásarker SÍÐASTLIÐIÐ sumar skrif- aði bæjarstjórinn á Akranesi f. h. bæjarstjórnarinnar þar sendi herra Islands í London fyrir milligöngu utanríkisráðuneytis íslands, og spurðist fyrir um það, hvort hægt mundi að fá keypt eitthvað af kerum þeim, sem notuð höfðu verið við hafn argerðir á Frakklandi, er inn- rásin var gerð þar í landi, og upplýstist þá, að til voru 14 ker, sem ekki höfðu verið notuð í Frakklandi, og sem komið gat til mála að fengjust keypt. í nóv. s.l. skrifaði bæjarstjóri Axel Sveinssyni vitamálastjóra og bað hann um að láta athuga, hvort ker þessi gætu komið að tilætluðum notum við hafnar- gerð þá, sem fyrir dyrum stóð á Akranesi. Svo var það, að vitamálastjóri fór til Englands og einnig Ar.nljótur Guðmunds son, bæjarstjóri á Akranesi. Og skoðaði vitamálastjóri ker þessi, ásamt Arnljóti. Síðan gerðist það, að breski herinn tók til eigin afnota 12 af þess- um 14 kerum og fóru nokkur þeirra til Hollands og voru not uð til að gera við varnargarða þar. Loks samþyktu bresk yfir- völd að selja Akranesbæ 2 ker, og er hvort ker 62 metrar á lengd og vegur um 3.500 lestir. A Akranesi standa miklar hafnargerðir fyrir dyrum á komanda sumri og verða þá ker þessi notuð. Búið er að semja við hollenskt flutningafyrir- tæki um flutning á kerunum hingað til lands. Kerin verða væntanlega flutt hingað til lands á tímabilinu maí—júlí næstkomandi. Aætlað er, að ekki þurfi að fylla ker þessi grjóti, jjeldur er í ráði að steypa yfir þau. Veggir keranna verða gerðir mun þykkari með steypu A kerum þessum eru vistar- verur fyrir 8 manna áhöfn, sem fylgir þeim eftir, og sem auk þess að hugsa um dráttartaug- ar, dælir sjó í kerin, þegar vont er í sjó, til að gera þau stöð- ugri, Eins og sakir standa er ekki hægt að fá keypt fleiri ker þess arar tegundar, en hinsvegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að fá fleiri ker til landsins, og eru líkur til, að það geti orð ið síðar. Eftir að vitamálastjóri og bæjarstjórinn á Akranesi fóru frá Englandi, fólu þeir í samráði við íslenska sendiráðið í London, íslenska ræðismann- inum í Glasgow, Mr. Peacock, að ganga frekar frá samningum þessum. Fjárhagsáætiun (safjarðar afgreidd Frá frjettaritara vorum. SÍÐARI umræða fjárhagsá- ætlunar fór fram í gærkveldi. Niðurstöðutölur voru 3 miljón- ir og 146 þús. kr. Útsvör áætl- uð 1.675 þús. og 800 kr. Aðrar tekjur samtals 1489 þús. og 100 krónur, þar á meðal nýr vatns skattur 16 þús. kr. — Gjaldalið ir til atvinnuframkvæmda: — M. a. 200 þúsund kr. til togara kaupa, 100 þús. kr. til fiskiðju vers, til gatnagerðar 206 þús. til opinberra bygginga 80 þús- und krónur. Ham cr saknað Sigurður Benónýsson <ÞRÁTT fyrir hverskonar eft- irgrenlsan hefir ekki spurst til Sigurðar BenónýssMiar sjó- manns frá Siglufirði, er hvarf hjer í bænum mánudaginn 11. febr. s.l. Sigurður hefir verið háseti á mb. Keflvíking. Hann er meðal- maður á hæð, ljós yfirlitum og ljóshærður. Hann var í bláum fötum, með ljósum teinum, 1 gráum, loðnum vetrarfrakka og með brúnan hátt á höfði. > Nýtt brauð- gerðarhús BAKARAMEISTARAR í Rvík og Hafnarfirði hafa tekið hönd- um saman um að reist verði hjer í Reykjavík, nýtísku brauð gerðarhús. Hafa þeir myndað um það hlutafjelag og nefnist það Rúgbrauðsgerðin h.f. í brauðgerðarhúsinu verða eingöngu kökuð brauð. Aðallega rúgbrauð. Verður í sambandi við það rafknúin kornmylla. — Verður-rúgur til brauða allur malaður, eftir því, sem með þarf, frá degi til dags. Þá verður sú nýlunda tekin upp í brauðgerð, að bökuð verða hrökkbrauð. Samanber hið danska KR hrökkbrauð. Byrjað er á grunni hússins við Borgartún 8, en hann verð- ur 1300 fermetrar. — Einar Sveinsson, húsameistari, gerði teikningar. Vjelar allar, bökun- arofna og annað* tilheyrandi brauðgerðinni, hefir verið keypt í Svíþjóð. í stjórn hlutafjelagsins Rúg- brauðsgerðin h.f. eiga sæti Karl Kristinsson, Stefán Sandholt og Björgvin Friðriksson. „Dagsbrún" á Suð ureyri minnisl ald- arfjórðungs afmælis Isafirði, mánudag. Frá frjetaritara vorum. STÚKAN ,,Dagsbrún“ nr. 178 að Suðureyri í Súgandafirði, mintist aldarfjórðungs afmælis síns laugardaginn 16. febr. s.l. með samsæti, söng og dansi. — „Dagsbrún“ hefir haft forgöngu um ýms menningarmál kaup- túnsins og starfað ágætlega. — Hermann Guðmundsson, æðsti templar stúkunnar stjórnaði samsætinu, en Halldór Guð- mundsson flutti minni reglunn- ar. Auk þeirra töluðu Sturla Jónsson, Guðmundur Jósefsson og Guðjón Jóhannesson. Greinargerð veðurfræð- inga um veðurspá ÚT AF veðurspám Veðurstof- unnar dagana 8. og 9. febrúar og mannskaðaveðrinu þann 9. febrúar, hafa veðurfræðingarn- ir Jón Eyþórsson, Björn L. Jóns son og Jónas Jakobsson, sem önnuðust spárnaF þessa daga, samið eftirfarandi greinargerð, samkvæmt tilmælum atvinnu- málaráðuney tisins: Við undirritaðir höfum borið saman veðurspár og veðurkort dagana 7.—9. þ. m., og sjer- staklega reynt að meta aðstæð- ur til að kegja fyrir mannskaða veðrið, er skall á hjer vestan- lands undir hádegið á laugar- daginn 9. febrúar. Fimtudag 8. febrúar voru slæm móttökuskilyrði og fregn ir af mjög skornum skammti. Vantaði þá allar fregnir frá Grænlandi allan daginn og sömuleiðis að heita mátti öll skip, sem verulega þýðingu gátu haft, á norðanverðu Atl- andshafi. Var því erfitt að fylgj ast með veðurbreytingum vest- ur undan, og samhengi rofnaði við kortiti frá dögunum á und- Klukkan 5 á föstudagsmorg- un vantar enn öll skeyti frá N.- Ameríku —- Grænlandsskeyti — nema frá tveim stöðum kl. 2 um nóttina — og öll skip frá Atlantshafinu, sem þýðingu gátu haft — nema eitt á 51 °5 n.br. og 51°,0 vl. Kl. 11 á föstudag vantar all- ar Grænlandsstöðvar, N.-Ame- ríku, og öll skip norðan við 52° nr.b. ^Allan þennan tíma var vind- ur norðaustanstæður og veður- lag þannig, a,ð unnt var að gera allöruggar veðurspár eftir veð- urfregnum frá Bretlandseyjum, Færeyjum og skipum um eða sunnan við 50° n.br. Þess var oft getið í veðurlýsingu, að er- lendar veðurfregnir vantaði al- veg eða að miklu leyti vegna slæmra heyrnarskilyrða. Kl. 17 á föstudag telur veð- urfræðinguí (Jónas Jakob^son) sem annaðist veðurspána, að hann bafi fengið skeyti frá 4 stöðum á V.-Grænlandi á síð- ustu stundu, áður en spáin skyldi afgreidd. Virðast þær ekki benda á snöggar veður- breytingar. Hinsvegar vantaði þá fregnir frá veðurathugunár- skipinu „Baker“ (62° n.þr. og 33° v.l.), sem síðan hefir verið sett inn á kortið frá þessum tíma. Hann spáði því: SV og S gólu og sums staðar smájeljum fyrir svæðið frá Suðvesturlandi til Vestfjarða, eða nákvæmlega sömu spá og Björn Jónsson hafði sent út kl. 15.30. Kveðst Jónas hafa ráðfært sig um þetta við Björn Jónsson, áður en hann fór af Veðurstofunni þá um kvöldið. Kl. 23 um kvöldið koma skéyti frá fjórum stöðv- um á S.-Grænlandi. Er þar hæg viðri. Enn fremur er þá komið skeyti frá skipinu „Baker“ kl. 17, og er vindur þar SV. 6 vind stig og hæga fallandi loftvog. Hjer á landi er hægviðri. Bend- ir þetta á grunna lægð yfir Grænlandshafi norðanverðu. — Gerir hann þá ráð fyrir að vindur muni fara hægt vaxandi af suðvestri og spáir fyrir vest- urströndina kl. 1 eftir miðnætti: S og SV gola fyrst, síðar kaldi. Dálítil rigning eða slydda á morgun. Um þesar mundir segir breska veðurstofan í London í veðurlýsingu sinni frá lægð vestur af íslandi og bætir við: „This system uncertain due lack of observation“. Laugardagsnjorgun kl. firnm, vantar gersamlega fregnir frá Grænlandi og Ameríku. Hins- vegar eru þá fyrir hendi tvær fregnir frá veðurathuganaskip- inu „Baker“: Önnur kl. 23 kvöldið áður segir VSV átt, 7 vindstig og hægt fallandi loft- vog, og hin kl. 02, segir einnig VSV, 5 vindstig og loftvog stíg- andi. Hjer vestanlands var S og SV-kaldi og rigning. Til viðbótar við þetta komu svo innlendar veðurfregnir kl. 8. Er þá SV-átt, 4—6 vindstig vestan lands og loftvog fallandi en alls ekki óvenjulega- ört. Á þesum grundvelli telur veður- fræðingur (Jón Eyþórsson), er annast þá veðu.rspána ekki fært að gefa út venjdlega ákveðna veðurspá að svo stöddu, og tek- ur fram í veðurlýsingu, að „engar frjettir (sjeu) frá Græn landi eða Atlantshafinu og seg- ir í veðurspánni fyrir allt vest- urland: „Vaxandi SV-átt. Rign- ing“. Þess má aðeins geta, að skeyt in frá skipinu ,,Baker“ kl. 23 og kl. 02 virtust mæla gegn því, að um skaðaveður væri að ræða. Að öðru leyti var rennt blint í sjóinn með það, hvar lægðar- miðjan væri í raun og veru eða hve djúp hún væri. Kl. 11 er vestan veðrið skoll- ið á með 9 vindstig á Horni og Kvígindisdal, en 6—7 vindstig annars staðar. Fregnir berast þá ekki frá S-Grænlandi fyrr en að veðurspá hafði veriS gerð kl. 12 — og frá NA-Græn- landi, sem skiftir höfuðmáli x svona veðurlagi, koma alls engar fregnir. Skeyti koma (síðar) frá tveimur skipum á sunnanverðu Grænlandshafi, og er veðurhæð þar ekki nema 6—8 vindstig. Veðurspá kl. 12 er á þessa leið fyrir Vestur- og Norður- land: Hvass V og síðan NV. —• Skúra og jeljaveður. Kl. 15,30 er þessi veðurspá endurtekin, því nær alveg óbreytt. <(B. L. Jónsson). Kl. 17 á laugardag vantar enn allar fregnir frá Grænlandi. Vindur er þá V eða NV-stæður um alt land. Veðurhæð mest 10 vindstig í Vestmannaeyjum og Kvígindisdal og 9 vindstig í Grímsey, Horni og Reykjanesi. Lægðin er nú sjáanlgg á milli íslands og Jan Mayen á hraðri ferð austur eftir. Á þessum fregnum er byggð veðurspá kl. 20 (Jónas Jakobs- son) bví nær alveg samhljóða hádegis- og miðdegisspánum, en bætt við, að veður muni skána nsésta dag — og reyndist það rjett. —o—• Það er áberandi, þegar litið Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.