Morgunblaðið - 20.02.1946, Page 12
VEÐURUTLITIÐ. Faxaflói:
VERKALÝÐSHRE YFINGIN
N og NV gola. Þyknar sennil.
upp með S-átt í dag. Miidara.
Miðvikudagur 20. febrúar 1946
í Bandaríkjunum er öflug. —
Grein á bls. 7.
Aðalfundur
kvennadeildar S.V.F.Í.
Eru aS ka
leyfiibrjef
Deiktin hefir veiii
tep 56 þÉs. Ir. lil
skipbrotsmanna-
skýla
AÐALFUNDUR Kvenna-
deildar S.V.F.Í. í Reykjavík var
haldinn 18. febr. í Tjarnarcafé
og var mjög fjölmennur. A
fundir.um fóru fram venjuleg
aðalfundarstörf, kosning stjórn
ar og ýmsra nefnda, reikningar
lagðír fram o. s. frv.
A skipun stjórnarinnar varð
sú breyting, að frú Lára
Schram baðst undan endurkosn
ingu, og var frk. Guðrún Magn
úsdóttir kosin í hennar stað, en
hún var áður í varastjórn, — I
varastjórn var kosin frú Hall-
dóra Guðmundsdóttir.
Deildin hefir árlega með
hóndum mikið fjársöfnunar-
starf, og kýs á aðalfundum
nefndir, tii þess að vinna að
því með ýmsu móti. svo sem
hiutaveltu, merkjasölu, dans-
leikjum o. s. frv. Var kosið í
allar þessar nefndir. — Einnig
voru kosnir fulltrúar á lands-
þiug S.V.F.Í., sem halda á í
hyrjun aprílmánaðar.
Af starfsemi deildarinnar
imá-geta þess, að hún hefir reist
þrju skipbrotsmannaskýli, og
afhenti hún á síðastliðnu ári
:S V.F.Í.«tvö þeirra, með öllum
úfbúnaði, gegn því að S.V.F.Í.
sjái um, að skýlunum sje hald-
ið vel við og að þau sjeu jafn-
an tiltækileg, ef skipbrotsmenn
kann að bera þar að garði. —
Kostnaður við skýli þessi er
sem hjer greinir: 1. Skipbrots-
rnannaskýlið á Meðallandsfjör
U)i' kr. 22.357.66. 2. Skipbrots-
mannaskýlið á Fossfjöru kr.
24.842.40. Samtals kr. 47.200.06.
Til björgunarstöðvar S.V.F.Í.
í örfirisey keypti deildin vand-
aða sjúkrabifreið með öllum út
búnaði og nam verð hennar um
27.000 krónum. Nemur þetta
rúmum 74.000 kr. Þá hefir
deildin í sumar látið gera skýli
é Fossfjöru, mjög afskektum og
hættulegum stað, og látið stika
leíðina frá skýlinu til bæja.
Kostnaður við þetta telst á
reikningi deildarinnar r.álægt
kr. 13.000.00.
Tekjuöflun ársins var rúml.
kr. 65.000.00 og vantar því á,
að hún hafi getað mætt tilkostn
aðinum, en á sunnudaginn kem
ur hefir deildin sinn árlega
fjáröflunardag — 1. góudag —
og væntir þá, að sjer verði vel
til. enda þótt Reykvíkingar hafi
undanfarið haft í mörg horn að
líta, með fjárframlög til þeirr-
ar margháttuðu hjálparstarf-
aemi,,sem hjá þeim hefir verið
leitað liðsinnis til handa.
BÓKASAFN OPNAÐ
LONDON: Biretar hafa opnað
breskt bókasafn í höfuðborg
Hollands, Haag. Verða bæk-
'urnar lánaðar út, og ennfrem-
ur er mikill lestrarsalur í safn-
finu.
Þau eru að fá sjer leyfisbrjefið þessi tvö, kvikmyndalcikarinn
John VVayne og mexikanska dansmærin Esperanza Baur. Síðan
munu þau hafa gift sig hið snarasta.
Fyrirlestrar í 11 skól-
um í dag á vegum
„Ingólfs“
SLYSAVARNADEILDIN Ingólfur gengst fyrir útbreiðslu-
starfsemi í dag í 11 skólum hjer 1 Reykjavík. Mun 21 maður flytja
erindi í skólunum á vegum deildarinnar. Verður einni kenslu-
stund fyrir hádegi varið í þetta
menn þar erindi.
í Háskólanum tala: Sjera
Bjarni Jónsson, vígslubiskup
og Eysteinn Jónsson, alþm. -
í Mentaskólanum: Sr. Jakob
Jónsson og* Jóhann Sæmunds
son, trygging&ryfirlæknir. —
í Gagnfræðaskóla Reykvík-
inga: Guðbjartur Ólafsson,
forseti Slysavarnarfjelags ís-
lands og sr. Jón Auðuns. —
í Gagnfræðaskólanum í Rvík:
Sigurjón Á. Ólafsson, form.
Sjómannafjelagsins og Ás-
geir Jónasson, skipstjóri. —
í Iðnskólanum: Sr. Garðar
Svavarsson og Guðjón Bald-
vinsson, skrifstofustjóri. — I
Húsmæðraskóla Reykjavík-
ur: Sr. Jakob Jónsson og Hall
dór Jónsson, framkvæmda-
stjóri. •— í Kvennaskólanum:
Frú Guðrún Jónasson og frú
Aðalbjörg Sigurðardóttir. —
í Kennaraskólanum: Sigur-
björn Einarsson, dósent og
Lúðvík Kristjánsson, ritstjóri.
— í Samvinnuskólanum: Lúð
vík Jósefsson, alþm. og Ósk-
ar Jónsson, framkvæmdaslj.
— í Handíðaskólanum: Björn
Magnússon, dósent og Helgi
Sæmundsson. blaðamaður.
í hverjum skóla, og flytja tveir
Aðalfundur Fjelags
járniðnaðarmanna
AÐALFUNDUR Fjelags járn-
iðnaðarmanna var haldinn
sunnudaginn 10. febrúar síðastl.
— Formaður setti fundinn og
stjórnaði honum. Formaður gaf
skýrslu um störf fjelagsins á
liðnu'ári. 36 nýir íjelagar gengu
í fjelagið á árinu, alls eru fje-
legar nú 182. Þá voru lagðir
fram reikningar fjelagsins fyr-
ir s.l. ár. Fjárhagur fjelagsins
stendur með miklum blóma,
enda greiða fjelagsmenn nú
kr. 520.00 á ári í fjelagsgjald.
Þessir sjóðir eru starfandi í fje-
laginu: Sjúkrasjóður, Vinnu-
deilusjóður, Utfararsjóður og
ennfremur Ellilaunasjóður,
Stjórn fjelagsins var öll end-
urkjörin með lófataki, en hana
skipa: Form. Snorri Jónsson,
Varaform. Kristinn Ág. Eiríks-
son, Ritari ísleifur Arason. Vara
ritari Ásgeir Jónsson. Fjármála
ritari Bjarni Þórarinss. Gjald-
keri, utan stjórnar, er Loftur
Ámundason.
FuiHrúar ísiands á
fhigmálaráðstefn-
unni í Dubiin
SAMKVÆMT tilkynningu,
sem blaðinu barst í gær frá
flugmálastjóra, hafa nú 7
menn verið skipaðir fulltrúar
íslands á flugmálaráðstefnu,
sem haldin verður í Dublin í
marsmánuði n.k.
Eftirtaldir menn gru skipað-
ir af flugmálaráðherra: Erling
Ellingsen flugrnálastjóri, Guð-
mundur Hlíðdal póst- og síma-
málastjóri, Gunnlaugur Briem
símaverkfræðingur, Teresía
Guðmundsson veðurstofustjóri
og Sigfús H. Guðmundsson
flugvallasjerfræðingur, fulltrúi
flugmálastjóra. — Fulltrúar
flugfjelaganna eru: Agnar Ko-
foed-Hansen lögreglustjóri,
fulltrúi Flugfjelags íslands h.f.
og Óli J. Ólason kaupmaður,
fulltrúi Loftleiða h.f.
Á ráðstefnunni verður rætt
um Noíður-Atlantshafsflugleið
ina. Mæta þar fulltrúar frá 13
—14 þjóðum.
ísfisksalan í s.l.
viku
í VIKUNNI sem leið, hafa 18
íslensk fiskiskip selt afla sinn
í Englandi. — Samanlagt magn
hans nemur 36.689 kits. Sam-
anlagt söluverð er 154.097 stpd.
Söluhæsta skipið er bv. Belg-
aum, er seldi fyrir rúm 12.400
Skipin eru þessi:
Huginn seldi 1827 kits, fyrir
7166 stpd. Júní seldi 2278 kit,
fyrir 7,618 pund. Skallagrím-
ur seldi 2336 kit, fyrir 7,603
pund. Fanney seldi 1518 kit, fyr
ir 5.974 pund. Siglunes seldi
1929 kit, fyrir 7.539 pund. —
Skaftfellingur seldi 745 kit,
fyrir 2.880 pund. Magnús seldi
1056 kit, fyrir 4.193 pund. Ca-
pitana seldi 2737 kit, fyrir 10.-
789 pund. Eldborg seldi 2253
kit, fyrir 11.659 pund. Forseti
seldi 2777 kit, fyrir 9.308 pund.
Skinfaxi seldi 2182 kit, fyrir
10.533 pund. Kópanes seldi 1920
kit, fyrir 7.688 pund. Kári seldi
2032 kit, fyrir 7,875 pund. —
Gyllir seldi 3238 kit, fyrir 12.-
012 pund. Belgaum seldi 2704
kit, fyrir 12.469 pund. Vörður
seldi 3091 kit, fyrir 11,496 pund
Sleipnir seldi 938 kit, fyrir 3.-
768 pund og Narfi seldi 1128
kit, fyrir 4.527 sterlingspund.
Ný bók efiir Huldu
NÝKOMIN er á markaðinn
ný bók eftir Huldu skáldkonu,
Unni Bjarklind. Þetta er smá-
sögúsafn, sem Bókfellsútgáfan
gefur út.
Safnið nefnist: í ættlandi
mínu, og er þess getið, að þetta
sjeu sögur af íslensku fólki. í
bókinni, sem er 227 blaðsíður að
stærð og snotur að frágangi, eru
alls 20 sögur. Prentsmiðja Jóns
Helgasonar hefir annast prent-
un. —
Þetta er 18. bók Huldu skáld
konu, sem löngu er þjóðkunn
orðin fyrir hin ljúfu ljóð sín
og hugnæmu sögur.
Virkjun Sogsins —
Fiskitnálasjóður
FRUMVARPIÐ um virkjun
Sogsins var til 2. umr. í Nd. í
gær. Iðnaðarnefnd hafði gert
nokkrar breytingar á frumvarp
inu milli umræðna og er sú
helst, að „auk þeirra ábyrgða,
sem ríkissjóður er í við gildis-
töku þessara laga vegna orku-
versins við Ljósafos, ábyrgist
ríkisstjórnin lán handa Reykja-
víkurbæ til framkvæmda skv.
1., 3. og 4. gr. að upphæð 34
milj. kr., þó eigi yfir 85% af
kostnaðarverði“.
Frmsm. Sig. Thoroddsen, gat
þess, vegna tilmæla um að fella
þetta ■#rv. inn í hin almennu raf
%
orkulög, að allir nefndarmenn
mæltu með samþykki þessa
frumvarps, enda bryti það á
engan hátt í bág við hin al-
mennu raforkulög. Atkvæðagr.
var frestað.
Fiskimálasjóður o. fl.
Frurrívarp Eysteins og Björns
Kristjánssonar um Fiskimála-
sjóð, markaðsleit sjávarafurða,
útflutning á fiski o. fl., var til
2. umr. í Nd. í gær.
Meiri hluti sjávarútvegsnefnd
ar (Sig.Kr., Lúðv. Jósefss., Ásg.
Ásg. og Jóh. Jósefss.), lagði tiL
að frumvarpinu yrði vísað frá
með svohljóðandi rökstuddri
dagskrá: „Þar sem fyrirhugað
er, að fram fari sjerstök athug-
un á því, hvernig starfsemi
Fiskimálasjóðs og fiskimála-
nefndar verði best fyrirkomið
með tilliti til þeirra breytinga,
sem fyrirhugaðar eru á Fiski-
veiðasjóði íslands, telur deildin
ekki rjett að gera breyt. á 1. um
fiskimálasjóð á þessu þingi“.
í nefndaráliti er þess getið,
að á þessu þingi, verði sett lög
um stórfelda eflingu Fiskiveiöa
sjóðs íslands, þannig, að vel
verði sjeð fyrir stofnlánaþörf
sjávarútvegsins á þessu ári.
. Eins og kunnugt er, hefir
Fiskimálasjóði að langmestu
leyti verið varið til lánVeitinga
til byggingar frystihúsa, en með
þeim breytingum, sem nú er
fyrirhugað að gera á Fiskiveiða
sjóði, er honum ætlað að lána
svo ríflega til slíkra framkv.,
að viðbótarlán úr Fiskimála-
sjóði ættu varla að koma til
greina. Verkefni Fiskimálasjóðs
hlj.óta því að breytast þannig,
að á næstunni gæti hann gefið
sig meir að tilraunum í þágu
sj ávarútvegsins.
Einn nefndarmannanna, Ey-
steinmJónsson, lagði til að frv..
yrði samþykt.
Rökstudda dagskráin var
samþykt með 18:8.
-- Indlandsmálin
Prarnh. af 1. sí^n
arsamninga við möndulveldin
og verða þar jafnrjetthátir öðr-
um þjóðum.
Einnig kom það íram, að um
Indlandsmál hafði ekki verið
rætt á utanríkisráðherrafundin-
um í Moskva.
New York: Kona ein í Los
Angeles heimtaði skilnað frá
bónda sínum með þeim forsend
um, að hann neitaði að borga
henni fimm dollara fyrir hvern
koss, sem hann kyssti hana.