Morgunblaðið - 22.02.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.1946, Blaðsíða 8
B p» MOROUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. febr. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). • Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innan^ands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. ísafjörður SAMSTARF það, sem fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæð- ismanna og einn fulltrúi Sósíalista í bæjarstjórn ísafjarð- ar hafa samið um næstu fjögur ár, hefir verið Tímanum og Alþýðublaðinu mikið umræðuefni. Hafa bæði þrssi blöð talið þessa samvinnu tákna svik umræddra flokka við kjósendur sína. Athugum hvernig þessi mál horfa raunverulega við. í bæjarstjórnarkosningunum á ísafirði beið Alþýðu- flokkurinn mikinn ósigur, tapaði meirihluta, sem hann hefir haft þar í bæjarstjórn í nær 24 ár. Fyrir kosningar lýstu foringjar Alþýðuflokksins því yfir, að þeir myndu ekki koma nálægt stjórn bæjarins, ef þeir ekki fengju hreinan meirihluta. Þegar hin nýja bæjarstjórn kom saman, áttu fulltrúar Sjálfstæðismanna og Sósíalista því um tvent að velja. I fyrsta lagi að taka höndum saman um bæjarmálin eða að horfa upp á bæjarstjórnina óstarfhæfa og stefna þann- ig út í nýjar kosningar. Flokkarnir völdu fyrri leiðina, þeir gerðu bæjarstjórnina starfhæfa, en buðu þó Alþýðu- flokknum að taka þátt í víðtækum málefnasamningi um hagsmunamál ísfirðinga. Alþýðuflokkurinn hafnaði sam- vinnutilboðinu og hefir síðan sakað hinn nýa bæjarstjórn- armeirihluta um svik við kjósendur sína. Þessi afstaða Alþýðuflokksins sýnir dálítið sjerkenni- lega afstöðu hans til lýðræðisins. Hvað er hægt að gera annað en stofna til samvinnu milli einhverra flokka í bæjarstjórn, þar sem enginn einn flokkui hefir hreinan meirihluta? Á að fara þá leið, sem farin var á Akranesi, að láta alla samvinnu um ópólitískt hagsmunamál eins bygðarlags stranda og krefjast nýrra kosninga? Á að láta allt fara í öngþveiti og stjórnleysi? Nei, þetta á ekki að gera. Hinir ýmsu flokkar hljóta að taka upp samvinnu. Þetta er líka í flestum tilfellum afar auðvelt. Innanbæjarmál eru yfirleitt ópólitísks eðlis og auðvelt fyrir fólk úr öllum flokkum að sameinast um lausn þeirra. Þetta hefir líka gerst í fjöldamörgum bæj- um og þorpum í landinu, þar sem enginn einn flokkur hefir hreinan meirihluta. Hvernig getur svo Alþýðuflokk- urinn áfellst Sjálfstæðismenn á ísafirði fyrir s-líkt sam- starf við sósíalista, þar sem að sjálfur Alþýðuflokkurinn hefir á mörgum stöðum, og í sjálfri ríkisstjórn landsins, gengið til samstarfs við Sósíalistaflokkinn7 Nei, Alþýðuflokkurinn hefir í ásökunum sínum á hend- ur Sjálfstæðismönnum á ísafirði sýnt furðulegan lýðræð- islegan vanþroska. Lýðræðið krefst ábyrgrar stjórnar, meirihluta eins eða fleiri fiokka í samvinnu um opinber mál. Flokkar með ólíkar stefnur og hugsjónir verða oft að vinna saman að lausn málanna, án þess þó að ganga frá stefnu sinni eða svíkja kjósendur sína. Á þessari stað- reynd hefir Alþýðublaðið strandað í ádeilum sínum Akranes NÝJAR KOSNINGAR hafa verið fyrirskipaðar á Akra- nesi sunnudaginn 10. mars næstkomandi. Svo sem kunnugt er, er ástæðan til þessara kosninga sú, að ekki tókst að fá starfhæfan meirihluta í bæjarstjórn Akrariess eftir kosningarnar 29. janúar síðastliðinn. Allar tilraunir til þess að koma á starfhæfum meirihluta eftir kosningárnar, reyndust árangurslausar. — Fyrst reyndu þrír andstöðuflokkar Sjálfstæðisflokksins að ná samkomulagi um stjórn bæjarmálanna, en sú tilraun fór út um þúfur. Síðan var reynt að koma á samstarfi allra flokka, en það fór á sömu leið. Báru þá allir flokkar fram þá ósk, að nýjar kosningar yrðu látnar fram fara. Að þessu sinni verða þrír framboðslistar í kjöri, en voru fjórir síðast. Framsóknarflokkurinn býður ekki fram lista að þessu sinni. Þessir listar verða í kjöri: A-listi frá Alþýðuflokknum, B-listi frá Sósíalistum og C-listi frá Sjálfstæðisflokknum. \Jikverji ólripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Spellvirkjar. UNDARLEGA margir menn eru haldnir einhverri ólækn- andi skemdafýsn. Þessir menn geta ekkert sjeð í friði án þess að skemma það á einhvern hátt. Lengi vel var ekki hægt að hafa skrautblóm hjer í görð um fyrir þessum skemdarvörg- um, sem rifu upp blómin og tröðkuðu niður blómabeðin. — Jafnvel kirkjugarðarnir voru þessum skríl ekki helgir og oft hefir það komið fyrir og kem ur fyrir enn, að fólk fær ekki að hafa leiði í friði fyrir spell- virkjum. Skemdafýsnin lýsir sjer hjá sumum í því að þeir mega ekk ert sjá án þess að krota á það. Bera margir húsveggir í bæn- um vitni um þá ómenningu. — Þá má geta um þann ósið hjá mönnum að ráðast á bifreiðar manna og krota allskonar ó- þverraorð eða merki á þær, sjerstaklega, ef þær eru hrein- ar. Þá hefir komið fyrir að hin ir sjúku spellvirkjar hafa ráð- ist inn í bifreiðar og rifið þær allar og tætt og skorið í sundur sætaáklæði. Sjaldan næst til þessara spell virkja og væri þó ekki ástæðu- laust að þeir væru látnir sæta ábyrgð gerða sinna, því þeir valda oft, miklu fjárhagslegu tjóni. • Fullorðnir ekki síð- ur en unglingar. ÞAÐ ER venja að unglingum sje kennt um flest spellvirki, sem framin eru og víst er það rjett, að unglingar eru margir illa siðaðir og valda tjóni með fikti sínu og skemdafýsn. — En því miður eru það líka fullorðn- ir menn, sem fremja speljvirki ekki síður en unglingar. — Jeg hefi .sjeð fullorðinn mann gera það að gamni sínu að hleypa vindi úr öllum hjólum á bifreið, sem stóð mannlaus við gang- stjett í fáfarinni götu. Ekkert kom honum til nema skemda- fýsn, eða óstjórnleg löngun til að láta eitthvað illt af sjer leiða. Jeg tilkynnti lögreglunni þetta athæfi mannsins, en hann náð- ist ekki, því miður. Almenningur ætti að gera sjer það að reglu, að kæra spell virkja, ef þeir verða varir við skemdarverk þeirra. Það er eigi rjett að segja sem svo að mönn um komi þetta ekki við á með- an ekki er ráðist á þeirra eigin eigur, því meðan þessir spell- virkjar ganga lausir og er ó- hegnt, halda þeir 'áfram að gera skömm af sjer, og ef til vill verða þínar eigur næst fyrir skemdum af völdum dónanna. Sóðaskapur við hús. MIKIÐ ER það misjafnt hvernig fólk gengur um við hús sín. Of víða er allt í niður- níðslu. Húsagarðar fullir af rusli, brjefarusli, tómum flösk- um, blikkkrúsum og öðrum ó- þverra. Úrgangsílát eru þannig úr garði gerð, að það er meira af úrgangi utan við þau en í þeim. Rottur safnast saman í þenna úrgang, sem verður hin ákjósanlegasta gróðrarstía fyr- ir þau dýr. Við önnur hús er altaf þrifa- legt. Þar hugsa húsráðendur um að þrífa til fyrir sínum eig- in dyrum. Það er hægt að sjá það með því að ganga fram hjá húsunum í bænum, hvort þar búa sóðar, eða þrifið fólk. Við og við er hafin ,,herferð“ um bæinn til að hreinsa til og gera tilraun til þess að láta bæinn líta út eins og hjer búi siðað fólk. En það er ekki nóg. Bær- inn verður aldrei þrifalegur í heild nema að allir taki höndum saman og hafi hug á að gera hreint, — hver fyrir sinum dyr um. Að því ber að stefna. |a■ hjt«**■ a■ *■ pnwimnmaniinanHaBMiiNiiiitiimiMmnBMmiHafliiíiiaiii Á ALÞJÓÐA VETTVANGI ■■■■■■■■■■■■•■■■■■■ ulb ■ mraa ■■■■■ umaonoofliiaMQfls Sæmundar Edda á fjekknesku. Nýjasta verk dr. Emil Walt ers í þágu ísl. bókmennta. ÁRIÐ 1942 kom út í Praha, á forlag Evropský Literárni- Klub, falleg bók í skrautlegri útgáfu, sem hafði inni að halda öll hetjukvæðin úr Sæmundar- Eddu, þýdd á tjekknesku. Þýð andinn var — mjer liggur við að segja: vitanlega — dr. Emil Walter sendiráð, því að hann hefir um mörg undanfarin ár verið langst fremstur í flokki allra landsmanna sinna um að efla kynni þeirra á íslenskum bókmenntum, fornum og nýj- um. Og fyrir rúmu ári hafði dr. Walter lokið við þýðingu sína á Eddu allri. Er þetta í fyrsta sinni, sem Sæmundar-Edda í heild hefir verið þýdd á nokk- urt slavneskt mál, svo að hjer er um merkan viðburð að ræða fyrir íslenskar bókmenntir. — Yms af Eddukvæðum hafa verið þýdd á pólsku, að vísu, en ekki nærri öll. Útgáfan tjekkneska er afar vönduð, prentuð á góðan pappír og með skýru letri. Og sjerstak lega má geta þess að henni fylgja margar teikningar og lit aðar myndir, sem einn af hin- um kunnustu yngri teiknurum Tjekkóslóvaka, Anton Strnadel, hefir gert af ýmsum atriðum er unv getur í kvæðunum. Teikn- ingarnar eru í fornlegum stíl, en þó með mjög sjerkennileg- um persónulegum stíl lista- mannsins. Emil Walter mún vera sá mað ur, sem mest allra núlifandi hefir gert að því að kynna bók- menntir íslands erlendis, bæði nútímabókmenntir en þó eink- um fornbókmenntirnar. Hann hefir þýtt fjöldan allan af ís- lendingasögum, svo sem Eyr- byggju, Gunnlaugs-sögu orm- stungu, Hrafnkels sögu freys- goða, Laxdælu o. fl. sem allar hafa verið gefnar út og Njála mun öll eða mestöll vera til þýdd eftir hann í handriti. — Ýms forn kvæði hefir hann og þýtt, auk Sæmundar-Eddu, svo sem flokka úr Snorra-Eddu og Lilju, sem gefin var út í eink ar vandaðri útgáfu og skreytt á listrænan hátt með lýstum upphafsstöfum. Dr. Emil Walter dvaldist hjer tíma úr sumri fyrir meira en tuttugu árum. ásamt frú sinni, til að kynnast landi og þjóð, og fór þá talsvert um, og kynnti sjer sjerstaklega stöðvar Njáls sögu. Eftir það skrifaði hann að jafnaði mikið um ísland í tjekknesk blöð og tímarit og jafnan af hinum besta skilningi og mestu velvild. En bókmennt um Islands að fornu var hann kunnur löngu áður, því að hann lagði stund á norrænar bók- menntir sem háskólanámsgrein og hlýddi meðal annars á fyr- irlestra próf. Finns heitins Jóns sonar við Hafnarháskóla í nokk ur missiri. En að loknu meistaraprófi gerðist hann starfsmaður í ut- anríkismálaþjónustu hins ný- stofnaða tjekkóslóvakiska lýð- veldis og sökum kunnáttu sinn- ar í norðurlandamálum og þekkingar á norðurlandaþjóð- unum, hefir hann jafnað starf- að í sendisveitum Tjekkósló- vaka þar, fyrst nokkur ár í Kaupmannahöfn og síðan — og lengst af — í Stokkhólmi, nema nokkur ár er hann var forstöðu maður deildar einnar í utanrík isráðuneytisins í Praha. — Þeg ar Þjóðverjar gleyptu í sig Tjekkóslóvakíu 1939, varð hann ekki við skipun hinna nýju valdhafa um að hverfa heim, en sat áfram í Stokkhólmi, þó að sendisveitin væri lögð niður. — Einmitt þessi árin hefir hann einvörðungu helgað sig bók- menntastafsemi og þá ekki síst hinum íslensku hugðarefnum sínum. íslendingar standa í þakklæt isskuld við dr. Walter fyrir það mikla starf, sem hann hefir unn ið í þágu íslenskra bókmennta og að kynningu þjóðarinnar út á við, og fyrir fölskvalausa ást hans á bókmenntum Islendinga. Þetta starf skipar honum á bekk með þeim erlendum mönn um, sem best hafa þótt vera komnir að því að nefnast Is- landsvinir. Sk. Sk. Breski herínn 1 miij. um næstu áramót London í gærkvöldi. í „HVÍTU BÓKINNI“, sem kom út í morgun, er greint frá afvopnunaráformum bresku stjórnarinnar. Er svo ráð fvrir gert, að í breska hernum verði um næstu áramót 1 miljón og 100 þúsund manna, og munu þá um % þeirra manna, sem í breska hernum voru, er styrj- öldinni í Evrópu lauk, hafa ver- ið leystir úr herþjónustu. Gert er ráð fyrir því, að í júnímánuði næskomandi verði afvopnun- inni svo langt komið, að ekki verði þá nema 1 miljón og 900 þúsund manns í hernum. — Þá er og gert ráð fyrir því, að mik il fjöldi manna verði leystur frá störfum við hergagnafram- leiðslu, svo að í árslok 1946, verði ekki nema 500 þúsund manna við þau störf, en í júní- mánuði 1945 voru 3 miljónir 800 þúsund menn við þessi störf. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.