Morgunblaðið - 22.02.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIö Föstudagur 22. febr. 1946 L ÁST í MEINUM JJa (j (or (Ja (dwe (( iuuiiiiiirmii niiiiiiiimiiiniiiiiMM ■MMIIIIHIIIIIII 24. dagur Hún þaut á fætur, dauð- 6kelkuð. Ofviðrið var að skella á. A næsta andartaki varð nær albjart í herberginu. Eldingu hafði slegið niður í trje, sem stóð rjett fyrir utan gluggann. Hún heyrði hvininn í stormin- um og litlu síðar buldi regnið á glugganum. Gamla húsið skalf og nötraði. Amalía var skelfingu lost- in. Hún var alein í húsinu. Ef eitthvað kæmi fyrir . . . Hún ijet fallast niður á stól. — Það varð andartakshlje á þrumun- um, og hún heyrði ekki betur, en dyr væru opnaðar einhvers- staðar og lokað strax aftur. — Hún þaut á fætur og kallaði, en fjekk ekkert svar. Það hafði verið misheyrn. Ofviðrið hjelt áfram að geisa. Hún gat ekki verið lengur ein í þessu stóra herbergi. — Hún varð að reyna að komast upp í herbergi sitt. Hún gæti dregið fyrir gluggann, farið upp í rúm ið, og breitt upp fyrir höfuð. Hún hljóp í áttina til dyr- anna. Svo nam hún allt í einu staðar á miðri leið. í dyragætt inni stóð Jerome og horfði á hana. Hún rjetti ósjálfrátt fram hendurnar, en ljetr þær svo falla niður. Hann gekk hægt í áttina til hennar. Hún horfði á hann, án þess að hreifa sig. Hún beið, þangað til hann var kominn að henni og tók hana í faðm sjer. Þá var eins og hún misti alla stjórn á sjer. Hún greip dauða haldi í votar frakkaermar hans og skalf frá hvirfli til ilja. Hún stilltist þó brátt, og hvíldi lje- magna í faðmi hans. Svo lyfti hún andlitinu og varir þeirra mættust. Hún var gagntekin svimandi sælukennd — sem virtist eiga eitthvað skylt við þrumurnar og eldingarnar, sem geisuðu úti. III. Um áttaleytið hafði óveðrinu slotað. Stóri fjölskylduvagninn ók hægt upp brekkuna. í hon- um sat Dórótea. Hún var dálít- ið óróleg vegna Amalíu. Þó að hún væri hugrökk og ljeti sjer eícki allt fyrir brjósti brenna, gat hæglega eitthvað hafa kom ið fyrir hana, í þessu voðaveðri. Vagninn var nú kominn upp að húsinu. Dórótea sá, að ekk- ert ljós var í herbergi Amalíu. En þegar vagninn ók framhjá glugganum á herbergi Jerome, sá hún, að þar var ljós. Hún beygði sig áfram og horfði upp í gluggann. Svo tók hún allt í einu viðbragð. Hún sá greinilega, að Jer- ome var ekki einn í herberg- inu. Amalía var hjá honum. Og ekki nóg með það. Hún hafði hendurnar utan um hálsinn á horium og þau voru að kyss- ast Dórótea var sem stéini lostin. Sundurlausar hugsanir þyrluð- usí gegnum vitund hennar. — Slíkt og þvílíkt hafði aldrei komið fyrir hana áður. Vagninn nam staðar fyrir framan aðaldyrnar. Hún steig út úr honum. Hún þráði það eitt að komast upp í herbergi sitt., Útidyrnar voru ólæstar. Hún! læddist upp stigann í myrkr- inu. Þegar hún var komin upp í herbergi sitt, fleygði hún sjer upp í rúmið. Þar lá hún lengi j hræringarlaus, og starði fram fyrír sig galopnum augum. Svo var barið laust á dyrnar og þjónustustúlka kom inn með kerti í höndinni. ,,Ungfrú Dórótea!“ hrópaði hún. ,,Jeg vissi ekki, að þjer væruð komnar. Hr. Jerome1 sagði, að þjer mynduð sennilega gista i þorpinu, en mjer datt í hug, að búa um rúmið, ef þjer. .. .“. ,,Jeg var að koma rjett í þessu, Nancy“, sagði Dórótea ró lega. „Jeg er mjög þreytt. Viltu gjöra svo vel að færa mjer íe- ! bolla hingað upp?“ „Já — undir eins“. Stúlkan hraðaði sjer aftur út. Dórótea reis á fætur með erf iðismunum. „Jeg verð að vera rólég“, sagði hún uppl átt. „Jeg má ekki missa stjórn á mjer“. Hún þvoði andlit sitt og hend ur, og settist því næst við eld- stóna. Það fór hrollur um hana Hvað átti hún til bragðs að taka? Átti hún að fara á fund Jerome og segja: „Jeg veit allt. Jeg sá til ykkar?“ Átti hún að tala við Ámalíu? Eða átti hún að gera Alfreð aðvart? Hún var sannfærð um, að hún þekkti Jerome — vissi, hvern mann hann hafði að geyma. — Hann var samviskulaus þorþ- ari. Hann væri vís til þess að hlægja Upp í opið geðið á henni. Það gat jafnvel verið, að hann afrjeði að hlaupast á brott með Amalíu, þegar hann kæmist að því, að systir hans vissi allt af ljetta. Hvað myndi þá verða um heiður fjölskyldunnar? — Myndi faðir hennar lifa slíkt reginhneyksli af? Nei, hún gat ekki sagt Jerome, að hún vissi um glæp hans. Það myndi heldur ekki stoða neitt, þó að hún talaði yfir hausamótunum á Amalíu. Hún myndi segja Jerome það undir eins. Andartak blossaði hatrið upp í brjósti hennar, og varð skyn- seminni yfirsterkara. Þau voru blygðunarlausar skepnur — bæði tvö! Hvernig dirfðust þau að koma þannig fram við Al- freð? Dórótea var sannfærð um, að þetta hefði allt verið afráðið áður. — Jerome hafði farið einn til þorpsins, svo að hann gæti snúið aftur heim, þeg ar honum þóknaðist. Amalía hafði neitað að koma með henni til þess að hún gæti beðið elsk- huga síns. Dórótea stökk á fætur. Hún kreppti hnefana og augun skutu neistum. Hún var þotin fram á ganginn, áður en hún áttaði sig. Hún greip utan um hand- riðið, til þess að verjast falli. Svo staulaðist hún aftur inn í herbergið sitt og ^okaði dyrun- um á eftir sjer. Guð minn góður — hún hafði verið komin á fremsta hlunn með að eyðileggja líf Alfreðs.— og föður síns! Hún starði fram fyrir sig þurrum augum. Átti þá aldrei að refsa þeim seku? Það urðu æðri máttarvöld að sjá um. Hún átti ekki annars úrkosta en þegja. „Jeg verð að vaka yfir hverri hreyfingu þeirra, og sjá um, að þetta komi ekki fyrir oft ar“, sagði hún hátt. Hún gekk að speglinum og athugaði andlit sitt. Já — hún var áreiðanlega veik. Hún ætl- aði að hátta þegar í stað. Hún ætlaði að biðja Amalíu að sofa hjá sjer. Hún gæti borið því við, að hún þyrði ekki að sofa ein. Hún fylltist að y,ísu viðbjóði þegar henni varð hugsað til þess að þessi blygðunarlausa kvenvera ætti að verða rekkju nautur hennar. En Dóróteu var ekki fisjað saman. Hún hringdi og bað þjónustustúlkuna að senda Amalíu upp til sín. Dórótea þurfti á öllu sínu þreki að halda næsta hálfa mán uðinn. Hún mátti aldrei sleppa Amalíu úr augsýn • En hún mátti heldur ekki láta á því bera, að hún hefði auga með henni. Hún kendi sjer einskis meins, en hún varð að láta líta svo út, sem hún væri sárþjáð, svo að það þætti ekki grunsam- legt, þó að hún krefðist þeSs, að Amalía væri sífellt hjá henni og hjúkraði henni. — Það skifti hana engu, þó að hún sæi, að Amalía yrði fölari og veiklu legri með hverjum deginum sem leið. Læknirinn hafði sagt Ama- líu, að Dórótea væri slæm á taugum — eins og algengt væri ,um konur á hennar aldri. Dóró tea notfærði sjer þessi ummæli hans út í ystu æsar. — Ymist mælti hún ekki orð við Ama- líu eða þá að hún var með sí- feldar umkvartanir og dylgjur í hennar garð. Amalía tók því öllu með ró og spekt. Það var yfirleitt eins og hún væri ekki með sjálfri sjer þessa dagana. Hún vann störf sín vjelrænt — eins og í leiðslu. Ef til vill var hennar eigin þjáning svo mikil, að hún gat ekki skynjað neitt annað. Jerome hitti hana aldrei eina. Þau hittust að vísu við kvöld- verðarborðið, en Dórótea var altaf viðstödd. Amalía leit aldrei á hann, en það fór ekki framhjá honum, að henni myndi líða alt annað en vel um þessar mundir. Loks stóðst hann ekki leng- ur mátið. Dag'einn hripaði hann nokkrar línur á blað, setti það í umslag og fjekk Jim. „Sjáðu.um, að þetta komist i hendur frú Amalíu. Það er mjög mikilvægt. Og þú verður að gæta þess, að Dórótea systir verði ekki vör við það“. Jim tók við brjefinu og kink aði kolli. Skömmu fyrir hádegið kom Amalía niður í stofuna< til þess að sjá um, að allt væri til reiðu. Þar fann Jim hana. Hann leit flóttalega í kringum sig, gekk síðan hratt til hennar og hvísl aði: „Jeg átti að fá yður þetta“. I sömu andrá var hann horf- inn, því að hann heyrði í Dóró- teu frammi í anddyrinu. M^ú, VU, orlaciud s, | hæstarjettarlögmaOur i 1 Aðalstræti 9 Sími 1875 3 nniniiinii»tiiniiuiiiiiiimnmiiiiiíii!!iit miiimiimu Stríðsherrann á Mars 2) ren cj f a ó a ^ a Eftir Edgar Rice Burroughx. 143. komu. Þarna hafði Thurid sjálfsagt dvalist, og fært sig í hlýja yfirhöfn, ásamt Dejah Thoris, áður en hann lagði af stað með hana út í heimskauta kuldann. í asanum, sem á'honum var, hafði hann misst nokkra loðfeldi á gólfið og einn hafði orðið á milli hurðarinnar og þröskuldsins, og vísað mjer þannig leið einmitt á þann stað, sem hann hefði síst viljað að jeg fyndi. Það tók mig aðeins nokkur augnablik að færa mig í hlý klæði úr Orlukskinnum og hin þykku, stígvjel, fóðruð með loðskinni, sem voru svo bráðnauðsynleg þeim, sem ætluðu að fara undir bert loft þarna norðurfrá. Aftur gekk jeg út úr ganginum, og fann förin eftir Dejah Thoris og Thurid í nýföllnum snjónum. Að lokum var nú verkefni mitt orðið auðvelt, því þótt -vegurinn væri ákaflega vondur, skeytti jeg lítt um það, þar sem jeg vissi upp á hár í hvaða átt skyldi halda, og þurfti ekki lengur að óttast neinar faldar hættur. Vegurinn lá um snævi þakið dalverpi lítið, upp á hæð eina. Hinumegin við hana tók við önnur lægð og síðan klettótt hæðadrag. Jeg sá af sporum þeirra, sem jeg var að elta, að þegar Dejah Thoris hafði gengið, hafði hún stöðugt spyrnt á móti, og að svarti maðurinn hafði orðið að draga hana áfram. Stundum sáust líka aðeins spor hans, sjerstak- lega þar sem fönnin var dýpri, og gat jeg af því sjeð, að hann hafði þar neyðst til þess að bera hana, og jeg vissi að hún hafði brotist um alla leiðina. Þegar jeg kom fram fyrir kletta nokkra á hæðinni, sá jeg sýn, sem gladdi mig eigi lítið, því í lítilli lág milli þessarar hæðar og þeirrar næstu, stóðu tveir karlar og tvær konur fyrir framan hellismuna einn, en á snjónum hjá þeim var lítið loftskip, sem auðsjáanlega hafði verið geymt í hellinum og nýdregið fram. Þetta voru þau Dejah Thoris, Phaidor, Thurid og Mathai Shang. Karlmennirnir tveir rifust hástöfum, fað- ir þernanna var. að ógna hinum, en hinn hló að honum og gretti sig og hjelt áfram við það sem hann var að gera. Darryl Selznick, kvikmynda- J framleioandinn, hafði ekki fund 1 ið sögu, sem hann taldi sig als- J kostar ánægðan með, í sex ár. Svo var komið, að hann hlust- aði á hvaða sögu sem var, enda var honum hætt að standa á sama. Dag nokkurn var litlum, vandræðalegum manni vísað inn á skrifstofu hans. „Mjer er sagt að þjer hafið samið leikrit", sagði Selznick. „Lesið það fyrir mig.“ Þetta var meir en höfundur- inn, sem stamaði ákaflega mik ið, hafði búist við. En tækifær- ið var einstakt og hann hóf lest urinn. Er hann var búinn, stökk Selznick á fætur. „Gerið strax samning við þenna náunga“, hrópaði hann. „Þetta er stór- kostleg nýung hjá honum og bíó gestir koma til með að veltast um af hlátri. Hver einasta per- sóna í leiknum stamar“. ★ Lord Halifax skemmti eitt sinn gestum sínum með eftir- farandi sögu: Farþegaskip nokkurt strand aði á eyði-eyju. Ekki leið á löngu þar til farþegarnir höfðu tekið til óspelltra málanna. —- i Þjóðverjarnir voru farnir að þjálfa þá innfæddu í hernaðar list. Bandaríkjamennirnir höfðu komið upp verslun og bílaverk stæði. Ástralíumennirnir hófu starfrækslu veðhlaupabrautar, Frakkamir höfðu sett upp veit ingahús. Tveir Skotar höfðu lán að peningana til allra þessara framkvæmda, og Englending- arnir þrír biðu enn eftir því, að vera kynntir fyrir hinum far- þegunum. ★ Síðan Japanir hófu árás á Pearl Harbor, hafa 150.000 verkamenn dáið af slysförum í Bandaríkjunum, 60.000 manns hafa Iátist í bílslysum og 112 þús. af alskonar slysum á heim ilum sínum. ★ Enska er notuð í dag við 50% allra dagblaða, 60% allra út- varpsstöðva, 70% allra tíma- rita, og 80% allra brjefaskrifta. ★ Voðaskot hafa orðið að með altali 50 manns að bana viku- lega í Bandaríkjunum mörg undanfarin ár. Tíu af hverjum 50 eru börn 15 ára eða yngri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.