Morgunblaðið - 10.03.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1946, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBíiAÐIÐ Sunnudagur 10. marz 1946 65 ára: Gísli J. Johnsen, stórkaupmaður REYKJAVIKURBUAR hafa um mörg undanfarin ár veitt sjerstaka eftirtekt manni nokkr um, sem með reglubundnum hætti leggur leið sína um götur bæjarins að og frá starfi sínu. Hann er rösklega meðalmaðu,” á hæð og mjög þrekinn, karl- mannlegur,ókvikull og yfirlæt- islaus í framgöngu, snyrtilega klæddur. Fasið alt vottar um sterkan vilja ©g fasta ákvörð- un. Hann hefir ávalt ærið starf framundan og ráðinn um það, að leysa það af hendi, svo sem best má verða. Þessi maður er Gísli J. Johnsen stórkaupmað- ur, fyrrum breskum konsúll í Vestmannaeyjum og sjálfkjör- inn forystumaður eyjaskeggja í nálega öllum nytjamálum og framfaramálum Vestmanna- eyja um tugi ára. Hann er 65 ára í dag. Grsli er fæddur í Vestmanna eyjum 10. mars 1881, sonur Jó- hanns Jörgens Johnsen veitinga manns 'og konu hans Sigríðar Árnadóttur frá Hofi í Öræf- um. Hann misti föður sinn 12 ára gamall og varð því snemma að treysta á eigin forsjá. Hann hóf og ungur sjálfstæðan at- vinnurekstur og gerðist versl- unarrekandi 19 ára að aldri með sjerstakri undanþágu fyr- ir æsku sakir. Gísli tjáir'mjer, að sjer hafi snemma runnið til rifja ófremdarástandið í versl- unarmálum og atvinnulífi öllu í Eyjum. Eyjaskeggjar höfðu þá öldum saman hangið á hor- rim sárrar fátæktar, þraut- píndir af selstöðuverslun Dana, framtakslausir um úrbætur í atvinnuháttum og viðskiftum. Hann tók sjer því snemma fyr- ir hendur að hrynda ríkjandi verslunaránauð í Eyjum og efla samborgara sína til fram- taks um betri hagnýtingu afla- fanga. Er skemst frá því að segja, að hann gerðist forvíg- ismaður eyjarskeggja um hvers konár framtak og úrbætur, er horfðu til atvinnubóta, fjelags- samtaka og aukinnar menning ar. Fyrir forgöngu hans og dyggilega þátttöku blómgaðist hagur Eyjabúa mjög á þeim ár- um, er hann starfaði þar. Fólk tók að streyma til Eyjanna. Um aldamótin var tala íbúanna um 500 og voru fasteignir þeirra rnetnar 90 þús. kr. Þrjátíu ár- um síðar er íbúatalan orðin 3400 og fasteignir þeirra eru þá metnar 8l/2 milj. kr. fyrir utan bátaflotann, sem er þá lágt metinn á 2—3 milj. Fólks- fjöldinn hafði með öðrum orð- urn næstum sjöfaldast á þessum árum, en eignirnar meira en hundraðfaldast. I stuttri grein getur athafna saga Gísla J. Johnsen ekki orð ið rakin" öðruvísi en sem þurr annáll eða upptalning. Hjer skal þó. til þess að finna stað framanskráðum dómi um hann, fátt eitt rakið. Eins og áður er greint hóf hann verslunarrekstur 19 ára gamall. Um sömu mundir eign aðist hann fyrstu fleytuna, sexæring, til fiskiróðra. Árið 1904 keypti hann frá Khöfn fyrstu bátavjel, er flutt ist til Suðurlandsins og samdi við Bjarna skipasmið Þorkels- son um smíði á fyrsta mótor- bátnum. Þótti þetta ærið stór- brotin nýlunda, sem jók mönn um hugdirfð og framtak og tók bátaflotinn skjótt að vaxa. Árið 1907 sigldi Gísli til Khafnar, til þess að kynna sjer viðgerðarverkstæði fyrir báta- vjelar. Setti þar mann til náms og stofnaði síðan slíkt verk- stæði í Eyjum. Eins og Ijóst má vera kom bátafloti að litlu liði, ef beitu skorti. I Eyjum kom naumast til greina beitufrysting með þeim aðferðum, sem þá tíðkuð- ust alment, sökum skorts á ís. Fyrir því sigldi Gísli árið 1908 til Danmerkur og Englands, á- samt Högna Sigurðssyni, til þess að kynna sjer vjelfrysti- hús. Reisti hann síðan í Eyj- um fyrsta vjelfrystihúsið á ís- landi og veitti Högni því for- stöðu. Áður, eða þegar um aldamót- in, hafði Gísli komið upp lýs- isbræðslu. Áður höfðu sjómer.n ‘orðið að sætta sig við 6 aura verð fyrir hvern lýsispott hjá selstöðukaupmönnunum dönsku. Nú gátu þeir notið fylsta verðs fyrir framleiðslu meðalalýsis. Árið 1913 stofnsetti Gísli fiskimjölsverksmiðju í Eyjum til hagnýtingar þeirra verð- mæta, er áður hafði verið fleygt til óþrifnaðar og stórtjóns. Árið 1920 gekst Gísli fyrir því, að reistir voru olíugeymar í Eyjum, til þess að unt væri að koma við hagkvæmari innkaup um olíunnar og sparsamlegri hagnýtingu hennar. Auknar framkvæmdir Vest- mannaeyinga í útgerð og afla- nýtingu tók á sig merkilegt samtakasnið. Sjómennirnir áttu báta sína og hlutdeild í sameiginlegum umbótum til framfára. Standa þeir öðrum landsmönnum framar um fje- lagsþroska í atvinnumálum. Þegar síminn kom til ís- lands, þótti eyjaskeggjum súrt í broti að fá eigi notið þess mikla hagræðis. Fóru þeir þess á leit við Alþingi árið 1908, að sími yrði lagður til Eyja, en margir þingmenn töldu það fjarstæðu, því vart myndi heyr ast mannsins mál í slíkum sjma fyrir brimhljóðinu við Vest- mannaeyjar og Landeyjasand. Við þetta sat í fimm ár, frá því er síminn kom til landsins. Átti Gísli forgöngu um það ár- ið 1911 að Vestmannaeýingar fengu leyfi þingsins til þess að leggja síma til Eyja á eigin kostnað. Þá ljet og Gísli sjúkrahús- málin til sín táka. Hann að- stoðaði Halldór Gunnlaugsson lækni við alla uppskurði um 10 ára skeið. Hann gerðist for- göngumaður þess, að sjúkrahús var reist í Eyjum og bót ráðin á óviðunandi ástandi um sjúkraflutninga milli lands og Eyja. * Gísli reisti sjer myndarlegt íbúðarhús í Eyjum. Meðal ný- brigða við það hús var vatns- salerni hið fyrsta, sem flutt var til landsins. Enn má telja það, að Gísli beitti sjer fyrir því, að reistir voru barnaskólar í Eyjum, hinn fyrri árið 1904 og síðari árið 1915. Loks skal þess getið um fram takssemi Gísla í Eyjum, að hann var einn af frumstofn- endum sparisjóðsins þar og efldi hann með ráðum og dáð. Gísli var breskur ræðismað- ur í Eyjum, forstöðumaður franska spítalans þar í nokkur ár, póstafgreiðslumaður í 20 ár. Var sýslunefndarmaður og síð- ar bæjarfulltrúi uns hann flutt ist brott úr Eyjum. Auk forgöngu sinnar og þátttöku í framfaramálum Vestmannaeyja hefir hann lát- ið fjölmörg önnur framfara- samtök til sín taka. Þannig var hann frumkvöðull að stofnun h.f. Shell á íslandi og h.f. Olíu- salan. Hann gerðist meðstofn- andi Fiskiveiðafjelagsins ís- land og Fiskiveiðafjel. Hrönn, Sjóvátryggingarfjel. íslands, h.f. Isaga, Eimskipafjel. Suður- lands, h.f. Herðubreið og hef- ir átt sæti í stjórn Slippfjelags- ins og Hamars. Hjer skal látið staðar numið um þessar þurru upptalningar. Er með þeim að vísu fátt eitt sagt áf því, sem merkast er og fróðlegt til frásagnar í lífi og starfi eins hins djarfasta og framsýnasta athafnamanns, sem uppi hefir verið á landi hjer á 20. öldinni. — Baráttan við tregðuna, deyfðina, hleypi- dómana og flokkadráttinn er hjer ekki færð í letur. Enda er Gísli síður minnugur á örðug- leikana en sigrana og ber hinn mesta vinarhug til fjelaga sinna og samherja í Eyjum. Gísli aflaði sjer ungur ment- unar svo sem kostur var á við hans aðstæður og varð vel kunn "ándi í nauðsynlegum tungu- málum. Hann hefir mikla reynslu að baki og víðtæka þekkingu um alt það, er lýtur að viðskiftum. Jeg hefi undr- ast það, að ríkisstjórnir þær, sem á undanförnum árum hafa staðið í margháttuðum samn- ingum um utanríkisviðskifti, hafa ekki leitað til slíks manns um sendifarir fyrir landsins hönd og virðast fremur hafa treyst jafnvel þekkingarlitlum og reynslulausum unglingum, sem hafa unnið sjer það eitt til ágætis að ryðjast framarlega í pólitiska flokka. Ber slíkt vott um mikla óhagsýni í stjórnar- störfum. Hinsvegar útvegaði hann Reykjavíkurhöfn stórlán, Framh. á 4. síðu. Utvarpið ÚTVARPIÐ í DAG: 10.30 Útvarpsþáttur (Helgi Hjörvar). 11.00 Morguntónleikar (plöt- ur): Sónötur: a) Cellosónata í C-dúr, eftir Beethoven. b) Fiðlusónata í A-dúr eftir Schuburt. c) Fiðlusónata í G-dúr eftir Brahms. 13.15 Hannesar Árnasonar fyr- irlestrar dr. Matthíasar Jón- assonar um uppeldisstarf foreldra, VI.: Þráabelgur. 14.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Jón Auðuns). 15.15—-16.30 Miðdegistónleik- ar (plötur): a) Lotte Leh- mann syngur. b) Impromtus Op. 142 eftir Schubert. c) Lagaflokkur eftir Dohnanyi. 18.00 Barnatími (Pjetur Pjet- ursson o. fl.). 19.25 Brúðkaupskantatan eftir eftir Bach (plötur). 20.20 Samleikur á klarinett «g píanó (Vilhjálmur Guðjóns- son og Fritz Weisshappel): Sónata eftir Brahms. 20.35 Erindi: Minningar frá Kínasljettum (Ólafur Ólafs- son kristniboði). 21.00 Norðurlandasöngvarar (plötur). _ ^ 21.15 Upplestur: Úr ljóðum Tómasar Guðmundssonar Andrés Björnsson). 21.30 Mandólínhljómsveit Reykjavíkur leikur (Stjórn- andi: Haraldur K. Guð- mundsson). 23.00 Dagskrárlok. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: 18.30 íslenskukensla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Frjettir. 20.30 Lestur fornrita: Þættir úr Sturlungu (Helgi Hjörv- ar). 21.00 Um daginn og veginn (Gunnar Benediktsson rit- höf.). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Rússáesk þjóðlög. Einsöngur (Ólafur Magnússon frá Mos- felli). 21.50 Lög leikin á bíó-orgel (plötur). Vfðgerð á Esju og Ægi miðar vel VIÐGERÐ ms. Esju er nú nokkuð á veg komin. Er búist við að henni verði að fullu lokið eftir um það bil mánaðartíma. Skipið er til viðgerðar í Ála- borg. Skrifst^fustjóri' Skipaútgerð- arinnar skýrði blaðinú frá þessu í gær. Hann gat þess einnig. að farþegarúm skipsins, sem rúmar 150 manns, væri þegar fullskipað, þegar skipið færi heim. Farþegana tekur skipið í Álaborg og Kaupmannahöfn. Enn er nokkru af lestarrúmi þess óráðstafað-fyrir vörur. Um viðgerð varðskipsins Æg- ir, sem fram fer í skipasmíða- stöðvum Burmeister & Wain, er það að segja, að viðgerð Ægis mun verða lokið um miðjan þennan mánuð. Afli góður í ú. viku AFLI í öllum helstu verstöðv- um víðssyegar á landinu, hefir verið mjög góður þessa viku. Fiskurinn hefir ýmist verið hraðfrystur, saltaður eða flutt- ur út. Ms. Sleipnir, sem annast fisk flutninga frá Hornafirði á Eng- landsmarkað, hefir síðastliðna 9 daga selt tvisvar í Aberdeen. í fyrra skiftið seldi skipið þ. 27. febrúar og í síðara skiftið var selt 9. mars s.l. Þetta mun vera met, hjer á landi. ENGIR SOKKÆIí. NEW YORK: — Það var ekki langt frá því að liði yfir búðar- stúlkuna Mary Flaherty, er hún hafði neitað frú einni, sem spurði um silkisokka, er frúin dró upp silkisokka og gaf Mary með þeim forsendum, að hún neitaði sjer altaf svo kurteis- Akurnesingar! • Listi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi við bæjar- stjórnarkosningarnar er C-listi. • Tryggið bænum ykkar örugga og farsæla stjórn með því að kjósa C-listann. • Forðist öngþveiti og glundroða með því að fylkja ykkur um C-listann. • Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkuiinn, sem hefir möguleika til meirihluta aðstöðu í bæjarstjórn. — Kjósið þess vegna C-listann. • Undir merki sjálfstæðisstefnunnar hefir Akranes vaxið og bæjarfjelagið þróast. Kjósið C-listann. C-listinn á Akranesi Sjálfsfæðisflokkurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.