Morgunblaðið - 20.03.1946, Page 6

Morgunblaðið - 20.03.1946, Page 6
6 MOJRGONBLAÖle Miðvikudagur 20. marz 1946 tottuutMftfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykfavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Rösklega starfað ÞEGAR fjárhagsáætlun Reykjavíkur var afgreidd í síð- astliðnum mánuði, voru að tilhlutun Sjálfstæðismanna gerðar ályktanir í ýmsum málum, sem varða mjög heill og velferð almennings í bænum. • A síðasta bæjarráðsfundi gaf borgarstjóri skýrslu um þessi mál. Innkaupastofnun bæjarins hefir verið falið að leita fyr- ir sjer um öflun fullkominna tækja til sorp- og gatna- hreinsunar. Einnig hefir bæjarverkfræðingi, * ásamt Ás- geiri Þorsteinssyni verkfræðingi verið falin undirbún- ingsathugun á byggingu fyrirhugaðrar sorpvinslustöðv- ar. Verður lögð áhersla á, að sorpi verði eytt á hagkvæm- an hátt og þann veg, að úr því fáist verðmæt efni. Hinn nýi heilbrigðisfulltrúi, sem enn dvelur ytra, hefir og verið beðinn að kynna sjer fyrirkomulag þessara mála á Norð- urlöndum. Allar þessar aðgerðir stefna að auknum þrifn- aði í bænum. ★ Varðandi almenningsþvottahúsið, er húsmæður bæjar- ins þrá mjög, upplýsti borgarstjóri, að forstjóra Elliheim- ilisins hefði verið falið að semja greinargerð um þetta mál, en hann er þessari starfrækslu kunnugur, því að um nokkurt skeið hefir verið þvottahús í Elliheimilinu. Einn- ig hefir ákveðnum mönnum verið falið að athuga mögu- leika fyrir kaupum á þvottavjelum, sem setuliðin eiga hjer. í síðastliðnum mánuði kaus bæjarstjórn fimm manna nefnd til þess að gera tillögur um byggingu og fyrirkomu- lag fullkominnar heilsuverndarstöðvar. Nefndin vinnur nú að þessum málum. En leitað verður samninga við rík- isstjórnina um byggingu nýs farsóttarhúss. ★ Svo sem kunnugt er, gerði bæjarstjórn á sínum tíma þá kröfu, að Reykjavíkurbær fengi í sinn hlut tuttugu togara, af þeim þrjátíu togurum, sem ríkisstjórnin hefir samið um smíði á í Bretlandi. Hefir krafa þessi enn verið ítrekuð við ríkissjóð og Nýbyggingarráð. í sambandi við hina stórauknu útgerð, var á sínum tíma gerð ályktun um nýtísku fiskiðnaðarver við höfnina. Hefir sjávarútvegsnefnd bæjarins og hafnarstjórn verið falið að athuga og undirbúa.þetta mál. Borgarstjóri hefir átt viðræður við forstöðumenn sjó- mannastofu þeirrar, sem hjer starfaði í stríðsbyrjun. •— Verður nú unnið að því, að koma hjer upp myndarlegri sjómannastofu, og leitað samstarfs um það mál við þá aðila, sem áhuga hafa fyrir þessu nytjamáli. ★ Bæjarstjórnin hefir haft hug á að koma upp fyrir- myndar kúabúi á Korpúlfsstöðum og framleiða þar barna mjólk, og var gerð ályktun um þetta í sambandi við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar. Nú hefir landbúnaðar- nefnd bæjarins verið falið að gera ákveðnar tillögur um framkvæmdir í þessu máli. Verður nú vonandi skamt að bíða þess, að á Korpúlfsstöðum verði framleidd fyrsta flokks barnamjólk. Borgarstjóri skýrði frá því, að hið nýstofnaða Fæðis- kaupendafjelag hefði óskað eftir stuðningi bæjarins til þess að koma upp matsölustað. Þetta mál myndi verða tekið til athugunar í bæjarráði. Hjer er nýmæli á ferðinni, sem sjálfsagt er að athuga vandlega og með fullum velvilja. Einnig ætti í sambandi við þetta mál að athuga, hvort ekki væri tiltækilegt að koma upp almennings matsölu, sem heimilin hefðu að- gang að. Væri til slík stofnun, myndu áreiðanlega mörg heimili sjá sjer hag í að kaupa matinn þar, í stað þess að búa hann til sjálf. ★ Af þessu stutta yfirliti er ljóst, að bæjarstjórnin er ekki aðgerðalaus. Hún setti markið hátt strax í uppháfi, og vinnur nú ötuliega að framkvæmd margþættra nytja- mála, til heilla bæjarfjelaginu og íbúum þess. ÚR DAGLEGA LÍFINU Yfirvöldin hlífa „sjoppunum". FRÁSÖGNIN af „sjoppun- um“ við höfnina, sem birt var á sunnudag hjer í dálkunum, hefir vakið talsverða eftirtekt. Hefi jeg fengið um þetta nokk- ur brjef, þar sem kvartað er yfir kránum við höfnina, eink- um í Hafnarstræti, þar sem menn geta ekki gengið í friði fyrir hálf- og alfullum rónum. En það er svo einkennilegt, að það er stundum hið opin- bera, sjálf yfirvöldin, sem vernda þessar sjoppur. Fjelag nokkurt á húsnæði, sem ein al- ræmdasta sjoppan er í. Fjelag- ið vildi fyrir hvern mun fá þenna ófögnuð úr húsi sínu. Þegar lætin voru sem mest var hringt á lögregluna og hún beðin að aðstoða við að koma krá þessari burt af lóðinni. — Lögreglustjórinn kvaðst geta lokað kránni í einn eða tvo daga. Hann hafði ekki vald til að gera meira. — Þá var kvartað til húsaleigunefndar, sem úrskurðaði að kráin skyldi vera á sínum stað áfram. Þá var reynt Sð fara í mál fyrir fógétarjetti, en það mál tapað- ist. Með öðrum orðum: Húseig- endur verða að láta sjer lynda að hafa í sínum húsum sjoppu, sem er til skammar fyrir hús- ið og nágrennið og raunar all- an bæinn. — Þetta er úrskurð- ur yfirvaldanna. Er von að vel fari? „Talið ekki við bílstjórann“. í FLESTUM almennings- vögnum erlendis eru festar upp auglýsingar hjá vagnstjórun- um, sem hljóða eitthvað á þessa leið: „Talið ekki við vagnstjór- ann“. Þetta er öryggisráðstöfun. Byggð á þeirri staðreynd, að vagnstjórinn hafi nóg að gera og hugsa við að stjórna öku- tæki sínu. Hjer er þetta öðruvísi. Skraf reifasti náunginn í almennings- vagni hjer á landi er venjulega bifreiðastjórinn. Ekki nauðsyn- lega vegna þess, að hann þurfi að vera málgefinn að eðlisfari, heldur sökum hins, að það er eins og farþegar geri ráð fyrir því að þeir eigi að vera blátt áfram og alþýðlegir við bif- reiðasjórana og „halda þeim upp á snakki“. • Hættulegt málæði. VAFALAUST eru bifreiða- stjórar jafn skemtilegir og aðr- ir menn að rabba við. Þeir fylgjast með mörgu í starfi sínu og kunna ef til vill öðrum fremur að segja frá einhverju frjettnæmu. En það rjettlætir ekki, að farþegar sjeu að dreifa huga þeirra frá hinu ábyrgðarmikla starfi þeirra. Bifreiðarstjóri þarf á allri sinni athyglisgáfu að halda þegar hann ekur bifreið í mikilli um- ferð, eða á slæmum vegi úti á landi. Það getur bókstaflega verið lífshættulegt að vera að ónáða bifreiðastjóra með einhverju slúðri. Eigi menn eitthvað van- talað við bílstjórana er hægt að ná til þeirra, þegar bifreið- in nemur staðar, eða ef mikið liggur við, þá væri kanske hægt að bjóða þeim heim. Eigendur almenningsvagna ættu að setja upp skilti í bif- reiðar sínar, þar sem farþegar eru beðnir að tala ekki við bif- reiðastjórana meðan á akstri stendur. Það eykur öryggi far- þeganna og ljettir vafalaust bifreiðarstjóranum vinnu hans. • Fjörugt leiklistar- líf í Reykjavík. ÞAÐ VERÐA MARGIR fyr- ir barðinu á erlendum blaða- mönnum um þessar mundir. I norska kommúnistablaðinu „Friheten“ er það haft eftir Lárusi Pálssyni leikara, að það sje nú heldur en ekki fjör í ís- lensku leiklistarlífi. í Reykja- vík sjeu tvö leikhús, þar sem leikið sje á hverju kvöldi fyrir fullu húsi allan ársins' hring. Og þetta sje hreint ekki svo lit- ið, þegar þess sje gætt, að í Reykjavík búi aðeins 45.000 manns. Höfundur greinarinn- ar í norska kommúnistablað- inu nefnir sig Gidske Ander- son. Vitanlega hefir Lárus aldrei sagt þessa vitleysu. Það er hug- myndaflug blaðamannsins, sem hefir hlaupið með hann í gön- ur. En þannig getur það farið stundum, er menn tala við er- lenda blaðamenn um íslensk málefni og það er sama hvort blaðamennirnir eru danskir, sænskir, norskir eða amerískir. Miðdegishljeið. í SAMBANDI VIÐ frjettir dagblaðanna um vinnutíma opinberra starfsmanna, sem nýlega hefir verið ákveðið með reglugerð, vaknar enn spurn- ingin um hvort ekki væri rjett að breyta hinum langa matar- tíma um hádegið. Eins og er gerir reglugerðin ráð fyrir, að starfsmenn ríkisins hætti vinnu klukkan 17 á daginn. En ef menn fengju aðeins hálftíma hlje um hádegið gæti vinná hætt klukkan 16,30. Og það munar hreint ekki svo lítið um það, einkanlega á sumrin. Sömu sögu væri að segja með t. d. verkamenn og iðnaðar- menn, sem yfirleitt munu hætta dagvinnu klukkan 6. Ætli það væri ekki munur á sumrin að vera laus úr vinn- unni klukkan 17,30 og fá þann- ig tækifæri til að njóta hinna löngu sumarkvölda betur, en nú er hægt. • Enginn áhugi? GETUR ÞAÐ VERIÐ, að það sje enginn áhugi fyrir því hjá almenningi að fá breytt matar- tímanum um hádegið? Eins og er fer klukkustundar matarhlje til einskis, eða lítils gagns. En ef matarhljeið um hádegi yrði aðeins hálf klukkustund og vinnu yrði hætt hálfri klukku- stund fyr á kvöldin myndi þetta breytast, að því er best verður sjeð, öllum í hag. Það var byrjað að tala um þetta mál í vetur, en síðan hefir það legið niðri. — Nú fer vorið og sumarið í hönd og þar með sá tími, sem menn vilja helst losna sem fyrst úr vinnu á kvöldin. Er ekki ágætt að vekja umræður um hádeg- ismatarhljeið á ný og reyna að komast að einhverri niður- stöðu? Á ALÞJÓÐA VETTVANGI Þjóðholbisfa kommúnista og hin. ÞVf HEFIR verið haldið hjer fram, að fylgi kommúnista á Norðurlöndum hafi náð há- marki sínu. Hjer á eftir myndi það minka. Bæjarstjórnarkosn- ingarnar í Danmörku fyrir nokkrum dögum benda til þess að svo sje. I Kaupmannahöfn t. d. fengu kommúnistar í haust 105 þús- und atkvæði. En nú, missiri síðar, ekki nema um 60 þús- und. Ef flóttinn frá flokknum þar í borg hjeldi áfram með sama hraða, þá væri enginn kommúnisti eftir í Höfn að ári um þetta leyti. ★ Er yfirstjórn herliðsins á Borgundarhólmi hafði horft framaní þessar staðreyndir í nokkra daga, fjekk hún skyndi lega heimþrá. Fyrirskipun kom um það, að nú ætti hver ein- asti rússneskur hermaður að yfirgefa þessa margumtöluðu klettaey í Eystrasalti og halda heim til sín hið skjótasta. Hlut- verki setuliðsins væri lokið. Fögnuður var um alla Dan- mörku yfir þessum tíðindum. Hátíðahöld undirbúin, og þakk læti látið í Ijósi á báða bága, fyrir góða viðkynningu. Manni dettur óneitanlega i hug, að það sje einmift við- kynningin, sem hafi bundið enda á þarveru setuliðsins. Að yfirráðamenn þess hafi sjeð, að hervernd Borgundarhólms gat illa samræmst vexti og við- gangi kommúnistaflokksins meðal dönsku þjóðarinnar. Ef herliðið yrði kyrt, þá gufaði flokkurinn upp. ★ Meðan Danir háðu sína frækilegu baráttu gegn harð- stjórn nazista, lágu kommún- istar þar í landi ekki á liði sínu. Þeir tóku virkan þátt í leynistarfsemi Frelsishreyfing- arinnar og spöruðu hvorki líf nje limi, þegar svo bar við, frekar en danskir ættjarðar- vinir. En afstaða kommúnistanna var ekki slík þ. 9. apríl 1940, er Þjóðverjar hertóku Dan- mörku. Þá voru þeir vinir og stallbræður Stalin og Hitler. Þá ljetu danskir kommúnistar sig litlu skifta hver hafði yfir- ráðin í ættlandi þeirra. En þegar baráttan gegn naz- istum í Danmörku var ekki að- eins fyrir hinum danska mál- stað, fyrir frelsi og sjálfstæði landsins, heldur líka barátta við hlið hins austræna stór- veldis, þá, en ekki fyrr fundu danskir kommúnistar ástæðu til þess að hervæðast gegn naz- istum og harðstjórn þeirra. Meðan nazistar voru banda- menn Stalins og hann þeirra, þá fundu kommúnistar þar í landi enga köllun hjá sjer til þess að fórna kröftum, lifi og Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.