Morgunblaðið - 06.04.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.04.1946, Blaðsíða 10
10 •r***!. 4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. apríl 1946 THE0D05IR eftiir ýínya $eton 10. dagur Til allrar hamingju var borðhaldinu nú lokið. Theo reis á fætur, og gekk inn í dag- stofuna, ásamt hinum konun- um. Karlmennirnir urðu eftir inni í borðsalnum. Þeir færðu sig nær húsbóndanum, og buggu sig undir skálaræðurnar eftir matinn. Alexis bauð Havana-vindla og neftóbak. Jósep Alston greip einn heljarstóran vindil, þefaði af honum, gretti sig-----dró annan vindil upp úr vasa sín- um og kveikti í. Aaron horfði á hann, og gat varla varist hlátri. Hann var nú á því hreina með, hvernig þessi ungi maður var. Þessir auðugu plantekrueigendur frá Karolina voru aldir upp eins og prinsar — höfðu ótakmarfc- að vald yfir hundruðum svartra þræla og margra hvítra manna. Þeir voru í raun rjettri yfir- drottnarar og leiddi því af sjálfu sjer, að þeir yrðu yfir- lætislegir og skipandi í fasi. Það var einnig eðlilegt, að þeir væru þröngsýnir og hefðu lít- inn áhuga á því, sem var að gerast utan þess litla ríkis, sem þeir voru einráðir yfir. En Aaron hafði veitt því athygli, að það var eins og nokkur óvissa leyndist bak við hroka- fult og leiðinlegt fas Alstons. Harin undi sjer illa þar sem hann var ókunnugur — og reyndi að breiða yfir það með fjandsamlegri framkomu. En með lægni myndi nú hægt að kippa því í lag. Auk þess hafði Theo þegar haft miklu meiri áhrif á hann, en hana grunaði, — þó að Alston hefði ekki enn gert sjer það ljóst sjálfur. Aaron var ánægður. Hann reis á fætur, með glas- ið í höndinni, og brosti. Og eins og endranær hafði hið hrífandi bros hans áhrif á alla viðstadda — að einum manni undanskildum. „Herrar mínir — nú legg jég til, að við drekkum skál okkar ágæta forseta, Mr. John Adams“. Menn skáluðu. Hamilton horfði á Burr, og háðsglott ljek um varir hans. Aaron hjelt áfram: „Svo skálum við fyrir næsta forseta okkar------“. Hann þagnaði, og illkvitnisglampa brá fyrir í augum hans. Allra augu hvíldu á honum. Það hlaut að vera Jefferson, sem hann átti við. Aaron tók aftur til máls: „Skál fyrir nokkar næsta for- seta — hinum mikla og glæsi- lega óþekta manni“. Hann horfði beint framan í Hamilton — og sá, að hann kipraði sam- an varirnar. Alltaf er hann sami hræsnarinn, hugsaði Hamilton með sjer. Hinir gest- irrúr myndu auðvitað ætla, að Burr hefði verið að votta full- trúa federalista-flokksins virð- ingu sína, með því að nota orð- ið „óþektur“-----en Hamilton vissi fullvel, hvað hann hafði átt við: „hinum mikla og glæsi- lega Aaron Burr!“ Aaron hafði gaman af gremju andstæðings síns. Hann hafði ekki hugmynd, hve djúp- rættur sá fjandskapur var, er Hamilton bar til hans. Hamil- ton sjálfur vissi ekki hvernig á því stóð, að hann hafði fengið megna andúð á Burr fyrst er hann kynntist honum — þegar þeir voru báðir ungir liðsfor- ingjar í herliði Washingtons hershöfðingja. Báðir voru fram gjarnir og ætluðu sjer að kom- ast langt áleiðis í lífinu. Að- stæður þeirra voru ólíkar — Hamilton var alinn upp við kröpp kjör, en Burr við auð og allsnægtir, svo að ekki var ó- eðlilegt, þó að Hamilton öf- undaði hann dálítið. En hann vissi, að andúð hans átti sjer aðrar og dýpri rætur. Aaron, sem enn stóð með glasið í höndinni, sagði: „Og nú, herrar mínir, ætla jeg a'J leyfa mjer að kynna yður ung- an mann, auðugan og vel ætt- aðan — duglegan og vél ment- aðan, sem áreiðanlega á eftir að koma við sögu þjóðar vorr- ar einhvern tíma í framtíðinni — herra Jósep Alston!“ Einmitt það já, hugsaði Ham- ilton, um leið og hann reis á fætur ásamt hinum — það er þá þannig, sem' vindurinn blæs. En til hvers var Burr að skjalla þennan sveitamann, sem var bersýnilega bæði heimskur og illa siðaður? Hamilton braut heilann um þetta stundarkorn — en komst ekki að neinni nið- urstöðu. A milli þess, sem menn skál- uðu, ræddi Aaron við Jósep Alston. Von bráðar hafði hon- um tekist að telja unga mann- inum trú um, að hann væri ■ gæddur ýmsum góðum eigin- leikum, sem hann hafði sjálf- ur ekki haft grun um, að hann byggi yfir, til þessa. Alston fór að una sjer betur. Það leit út fyrir að Burr of- ursti væri á því, að hann væri 'mikill og glæsilegur ættjarðar- vinur, er bæri gott skynbragð á ýms þjóðfjelagsmál. Jósep hætti á, að koma með nokkrar athugasemdir, sem Burr ofursti sagði, að væru mjög skarpleg- ar og djúphugs.aðar. Jósep var stórhrifinn af því, að sjá sjálf- an sig skyndilega í þessu nýja ljósi — og honum varð allt í einu Ijóst, að Burr ofursti var fyrsti maðurinn, sem kom auga á það, hvað hann var eiginlega mikill hæfileikamaður. Ólund- in í svip hans varð að víkja fyrir ánægjubrosi og hann þambaði vínið með góðri lyst. — Loks reis Aaron á fætur og sagði: „Jæja, herrar mínir — hvað segið þið um það, að koma nú inn til kvennanna? Jeg geri ráð fyrir, að þær sje orðnar langeygðar eftir okk- ur“. ★ Innni í dagstofunni sátu kon- urnar. Þær, sem voru giftar og komnar til ára sinna, sátu við arninn, umhverfis frú Hamil- ton, og ræddu barneignir af vísindalegri nákvæmni. Frú Hamilton var að segja frá konu, sem hefði gengið sjerlega erfið- lega að fæða barn sitt. Frú Jay kinkaði sínum virðulega kolli, og sagði, að þegar þannig stæði á, væri ef til vill leyfilegt, að gefa konum ópíum. „En ann- ars er jeg alveg á móti slíku dekri. Skapari vor mælti svo fyrir, að konan skyldi ala barn sitt með kvöl — og hann gaf okkur þrek, til þess að þola þær þjáningar“. Sophie du Pont rak upp hálf- kæft hljóð. „Er það — er það svona hræðilegt?“ hvíslaði hún. Konurnar horfðu á óttasleg- ið andlit hennar, og svipur frú Hamilton vildaðist þegar í stað. „Blessað barn — jeg tók ekk- ert eftir því! Það var heimsku- legt af mjer að tala svona gá- leysislega! Jeg sje það núna, •— en það er ekki gott að átta sig á þessu, eins og tískan er nú á dögum! Nei, nei, góða mín, auð- vitað er það ekki hræðilegt“. Sophie reyndi að brosa. „En þetta er fyrsta barnið — og jeg er orðin svo gömul. Tuttugu og fimm ára!“ Þetta þótti gömlu konunum býsn að heyra. Þær höfðu allar átt álitlegan barnahóp á þeim aldri. Frú Hamilton, sem var talin best heima í þessum mál- um vegna þess, hve hún hafði átt mörg börn, hóf samt sem áður langan fyrirlestur um það, hvernig best væri að haga sjer undir þessum kringumstæðum. Sophie hlustaði kursteislega á hana. Ungu stúlkurMer hjeldu sig í hinum enda stofunnar. . Theo var nýlega búin að fá heilmik- ið af nótum, sem þær ákváðu að reyna á nýju, glæsilegu slag- liörpuna hennar. Angelica Hamilton og Theo ljeku fjór- hent. En Angelica var gædd meira en meðalgóðum hljóm- listarhæfileikum — hún átti neista snillingsins — svo að Theo gafst von bráðar upp. Angelica hjelt áfram að leika og Theo sneri sjer að stallsystr- um sínum. „Það er þokkalegt, sem mað- ur hefir orðið að horfa upp á hjer í kvöld!“ sagði Katie. „Natalía hefir ekki haft augun af greifanum og Theo hefir daðrað við þetta viðundur frá Karolina eins og henni væri borgað fyrir! Jeg blygðast mín fyrir þig, góða mín — ekki get jeg neitað því!“ „Jeg daðraði ekki við hann“, hrópaði Theo reiðilega. „Jeg var aðeins að reyna að vera kurt- eis“. Katie hristi gullna lokkana gremjusvipur á andliti hennar. „Þú ert helst til orðhvöt,' Katie“, sagði hún. „Jeg reyndi aðeins að tala við de Joliette greifa, svo að honum leiddist ekki — og Theo sýndi hr. Al- ston ekki annað en venjulega kurteisi“. Katie hristi gullna lokana. „Æ — jeg var bara að stríða ykkur! En það var óneitanlega dálítið spaugilegt, að hlusta á Theo og þennan mann“. Hún hló dátt. „Jeg verð að segja það, ungfrú Burr, að þjer standið ekki að baki fegurstu konunum heima að útliti!“ Eru það nú gullhamrar! Jeg held jeg hefði gefið honum utan undir, í þín- um sporum!“ Ef Loftur getur það ekki — þá hver? Lóa Langsokkur Eftir Astrid Lindgren. 23. —Já, og svo fær maður jólafrí og páskafrí og sumarfrí, sagði Anna. Lóa beit hugsandi í stóru tána á sjer, en sagði ekki neitt. Allt í einu varð hún ákveðin á svip, hellti úr balanum á eldhúsgólfið, svo að allar buxurnar hans herra Nilson sem sat skamt frá, urðu rennandi blautar. — Þetta er órjettlæti, sagði Lóa gremjulega, án þess að skeyta um kveinstafi herra Nilson vegna buxnanna. Þetta er hreinasta órjettlæti. Og jeg ætla ekki að þola það. — Þola hvað? spurði Tumi hissa. — Það eru fjórir mánuðir til jóla og þá fáið þið jóla- frí. En hvað fæ jeg? Ekkert jólafrí, ekki hið minsta jólafrí, sagði hún í hryggum róm. Þessu verður að breyta Jeg byrja í skólanum á morgun. Tumi og Anna klöppuðu saman höndunum af kæti. — Húrra, sögðu þau. Þá bíðum við eftir þjer hjerna við hliðið klukkan átta í fyrramálið. — Nehej, sagði Lóa, svo snemma get jeg ekki farið í skólann. Og þar að auki fer jeg þangað ríðandi. Og það gerði hún. Á slaginu 10 morguninn eftir lyfti hún hestinum sínum niður af svölunum. og svo fór allt fólkið'á staðnum að hlaupa út að gluggunum, af því það heyrði hófdyn, og vildi sjá hvaða hestur hefði fælst. En það hafði enginn hestur fælst. Það var bara Lóa, sem var að flýta sjer í skólann. Hún reið allt hvað af tók eftir götunum og inn í skólagarðinn, stökk af hestinum og batt hann við trje og hratt upp dyrunum inn í kenslu- stofuna með svo miklu braki að Tumi og Anna og öll skólasystkini þeirra hoppuðu hátt upp í ioftið úr sætum sínum. — Sæl, hrópaði Lóa og veifaði stórum hatti, sem hún var með. Kem jeg nógu snemma í margföldunina? Tumi og Anna höfðu sagt kennslukonunni frá því, að það mpndi koma ný telpa, sem hjeti Lóa íangsokkur. Og kennslukonan hafði líka heyrt talað um Lóu í bænum. Og þar sem þetta var ákaflega góð og alúðleg kenslu- kona, þá hafði hún ákveðið að gera allt sem hún gat fyrir Lóu, þegar hún kæmi. Lóa hlammaði sjer niður í autt sæti án þess að nokkur Það var tunglsljós og við hlið hans sat Pálína Palla, falleg- asta heimasætan í sveitinni — og sú ríkasta, að því að sagt var. Þetta var hin ákjósanleg- asta stund til að biðja hennar. „Ertu ekki hrædd um að ein- hver muni giftast þjer pening- anna vegna?“ spurði hann og færði sig nær henni. „Nei, nei. Það hefir aldrei hvarflað að mjer“. „Já, en, Pálína, þú gerir þjer ef til vill ekki ljóst, hvað karl- menn geta verið harðbrjósta og lúmskir“. „Máske þú hafir rjett fyrir þjer“, svaraði stúlkan rólega. „Jeg gæti ekki hugsað til þess, að eitthvað slíkt ætti eftir að henda þig“, sagði hann og tók í hendur hennar. „Þú er of góð — of fögur. Sá, sem gengur að eiga þig, ætti að elska þig aðeins vegna þín og einskis annars“. „Hann kemst ekki hjá því“, svaraði stúlkan. „Það er hún Stína frænka, sem á alla pen- ingana. Það virðast hafa orðið einhver mistök hjá þjer. Jeg á ekki einn einasta eyrir“. „Þetta er nú meira fína veðr- ið“, stamaði sá rómantíski, „sem við höfum haft undanfar- ið“. — ★ Móðirin: Hættið þessu börn! Getið þið aldrei verið sammála um einn einasta hlut? Nonni litli: En við erum sammála, mamma. Jón vill fá stærra eplið og það vil jeg líka. ★ Kalli: — Hvers vegna er þetta band bundið um þumal- fingurinn á þjer? Svenni: — Konan mín setti það þarna, svo að jeg gleymdi ekki að láta brjefið hennar í póstinn. — Og gerðir þú það? — Nei, hún gleymdi að fá mjer það. ★ Úr ritgerð efnilegs barna- skólanemanda: „Viljirðu reyna að skilja skepnurnar, ættirðu að hugsa um Eskimóana. Þeim þykir mjög vænt um hreindýrin sín, stundum þykir þeim jafnvel vænna um þau en konuna sína. En hreindýr eru líka voða gagnleg.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.