Morgunblaðið - 06.04.1946, Síða 12

Morgunblaðið - 06.04.1946, Síða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: TVÆR GREINAR á bls. 7, Laugardagur 6. apríl 1946 Njósnarar vestra og Örkumla- börn í konungshöll. Fuku á háspennulínu. FJÓRIR Bandaríkjahermenn stukku nýlega iit úr her- flutningaflugvjel, og sjást þeir hjer á myndinni vera ný- stokknir. Allhvast var, og fuku tveir af mönnunum á há- spennulínur. Þótti stórmerkilegt, að hvorugun skyldi saka. Verður íslensk u mferða rkvi kmy nd gerð? Hreyfill beilir sjer fyrir málinu BIFREIÐASTJÓRAFJELAGIÐ Hreyfill hefir ákveðið að hefj- ast handa um að láta taka íslenska umferðarkvikmvnd. Kvik- myndatakan mun hafa allmikinn kostnað í för með sjer. Hefir fjelagið því í hyggju að efna til happdrættis, til þess að afla fjár í þessu skyni. Maður slasast á bv. Haukanes Frá frjettaritara vorum í Hafnarfirði. í FYRRAKVÖLD vildi það slys til á bv. Haukanes frá Hafnarfirði, að Gunnar Guð- mundsson, kyndari, Hafnarfirði varð undir öskutunnu og slas- aðist á höfði. Gunnar var að hala upp ösku tunnuna af kyndaraplássi. Er tunnan var komin í nokkra hæð losnaði hún og fjell niður. Kom hún niður á höfuð Gunnars. Hlaut hann skurð á höfuðið. Skipinu var þegar siglt til Hafnarfjarðar og kom þangað um kl. 2 í fyrrinótt. Læknir var þar fyrir. Gerði hann að meiðsl um Gunnars og athugaði þau nánar. Við rannsókn kom í ljós, að höfuðkúpuna hafði ekki sak- að. Smjör aflur fáan- legf gep skömf- unarseðfum LÖGGILTUR hefir verið stofnauki nr. 3 (á gildandi mat- vælaseðli), sem innkaupsheim- ild fyrir % kgr. af smjöri, og gildir bessi inukaupsheimild til 15. maí n.k. Nýlega fór íram birgðataln- ing á erlendu smjöri, sem til er í landinu. Kom í ljós, að birgðir eru ekki'nægar til þess að full- nægja skamtinum. Hefir rík- isstjórnin því gert þær ráðstaf- anir, að innlent smjör komi upp í það, sem á vantar, og verður það smjör selt við sama verði til neytenda. Svo sem kunnugt er, hefir innlent smjör verið mjög af skornum skamti og verið ófá- anlegt í búðum. En ríkisstjórn- in hefir nú trygt það, að þær stofnanir, sem einhver smjör- ráð hafa, láti það af hendi upp í skamtinn. Almenningur barf því ekki að óttast, að ekki verði nægi- legt smjör í skamtinn. þótt tregða kunni að verða á því suma dagana Smjörið kemur smám saman. Þérballur Arnérs- son stérkaupm. láfinn ÞÓRFIYLLUR Arnórsson stór- kaupmaður andaðist í Kaupm,- höfn miðvikudagskvöldið 3. þ. m. Var hann staddur i versl- unarferð. Eftir því sem frjettst hefir, var lungnabólga, er hann fjekk upp úr inflúensu. bana- mein hans. Þórhallur v, r Svarfdælingur að ætt, fæddur 15. febr. 1914. Hann var kvæntur Ölöfu, dótt- ur Magnúsar Jónssonar próf- essors. Lifir hún mann sinn, ásamt þrém ungum börnum þeirra, 2 dætrum og 1 syni. Morgunblaðinu barst í gær tilkynning um þetta frá fjelag- inu, en þar segir um þetta mál á þessa leið: Eins og öllum er ljóst, fara umferðaslysin nú ört vaxandi með hverju ári sem líður, en hinsvegar ekkert verulegt að hafst urh það að reyna að af- stýra því að slysin eigi sjer stað, svo sem með því að fræða almenning um umferða reglur, bæði vegfarendur og stjórnendur ökutækja S.l. sumar lögðu bifreiða- stjórafjelögin Hreyfill og Þróttur fram allítarlegar til- lögur til úrbóta í umferða- máunum, ^n þessum tillögum hefur ekkert verið sinnt. Bifreiðastjórafjelagið Hreyf ill hefur nú ákveðið að hefjast handa um að láta taka ís- lenska umferðakvikmynd sem gæti orðið almenningi og bif- reiðastjórum til leðbenngar í þessum málum. Hreyfill hefir þegar leitað verklegrar aðstoðar ýmsra aðila við . myndatökuna og hafa þeir allir tekið vinsam- lega undir að veita aðstoð sína í þessu máli. Kvikmyndataka þessi kem ur til með að kosta allmikið fje, ef hún á að ná tilgangi sínum, og hefir Hreyfill á- kveðið að efna til happdrætt- is í vor til þess að afla fjár í þessu skyni. Væntir fjelagið þess að almenningur bregðist vel þessari viðleitni Hreyfils til aukinnar fræðslu í um- ferðamálunum, með því að kaupa happdrættismiða í um- ferðarhappdrætti Hreyfils. Aðalfundur KDR AÐALFUNDUR Knattspyrnu dómarafjelags Reykjavíkur var haldinn í gærkvöldi. Gunnar Axelson var endurkosinn form. og meðstjórnendur þessir: Sig- urjón Jónsson, Þráinn Sigurðs- son, Friðþjófur Thorsteinsson og Hrólfur Benediktsson. í vara stjórn Þórður Pjetursson og Ól- afur Jónsson. I dómarafjelaginu eru 22 fjelagsmenn, þar af 16 virkir dómarar. í nóvember s.l. tóku 15 manns verkleg dómarapróf, og munu þeir ljúka verklegum prófum í vor og sumar. Fyrirspurn á Alþingl varðandi flugvöll- inn í Reykjavík og millilandaflug EYSTINN .TÓNSSON kvaddi sjer hljóðs utan dagskrár í Nd. í gær og spurði hvort Bretar væru búnir eða í þann veginn að afhenda okkur flugvöllinn hjer í Reykjavík. — Kvaðst hann hafa sjeð bað einhvers- staðar, að Bretar hefðu tilkynt stjórninni, að þeir ætluðu að afhenda flugvöllinn í marsmán uði. Stefán Jóhann spurðist einn- ig fynr um bað, hvort nokk- urir samningav hefðu verið gerð ir við skoska flugfjelagið, sem sendi hingað nann til að koma á flugsamgöngum milli Islands og Skotlands, og hvort að flug- málastjóra hefði verið veitt vald til þess að semja við er- lend flugfjelög um viðkomu hj'er. Atvinnumálaráðh., Aki Jak- obsson, varð íyrir svörum. — Kvað hann aphendingu flug- vallarins ekki enn hafa farið fram, en búast við að ,það yrði bráðlega. íslenskir menn hafa verið settir til starfa á flug- vellinum, til að kynna sjer störf og rekstur hans Mikið hefði verið rætt um væntanlegan rekstur flugvallanna hjer og hefðu. ýmsir talið hyggilegast fyrir okkur, að reka aðeins Reykjavíkurflugvöllinn. — Með litlum breytingum mætti gera hann hæfan fyrir stórar flug- vjelar. Varðandi fyrirspurn Stefáns Jóhanns sagði ráðherra, að það væri ekki rjett að leyfi hefði verið veitt til flugferða beint milli Reykjavíkur og Skot- lands. Það hefði ekki verið far- ið fram á það. Skoska flugfje- lagið nefði aðeins farið fram á að fá lendingarrjett hjer í sambandi við flugferðir milli Skotlands og Ameríku, með við ■komu á íslandi. íslenska ríkis- stjórnin hefði farið fram á, að fjelagið sneri sjer til bresku stjórnarinnar og yrði því næst gerður loftleiðasamningur við hana í líkingu við samningana, sem gerðir hafa verið við Sví- þjóð og Ameríku. Fjelaginu hefði aðeins verið veitt bráða- birgðaleyfi til þriggja mánaða og hefði flugmálastjóri haft fult samráð við ríkisstjórnina í þessu máli. Málverkasýning KLUKKAN 10 árdegis í dag opna málverkasýningu í Sýn- ingarskálanum listmálararnir Magnús Á. Árnason og kona hans Barbara Árnason. Á þess- ari sýningu þeirra hjóna verða um 100 málverk og vatnslita- myndir. ' Magnús hefur gert olíumálverkin en frú Barbara vatnslitamyndirnar. Þá verða og á sýningunni eftir frúna 35 pennateikningar í Passíusálm- ana. Loks verða svo 5 högg- myndir, sem Magnús hefur gert. Öll eru verkin ný. Samsæti fyrir próf. dr. Ágúsf H. Bjarnason SÍÐASTLIÐIÐ sumar varð próf. Ágúst H. Bjarnason sjö- tugur og ljet af embætti við háskólann. Hafði hann verið prófessor í heimspeki frá stofnun háskólans — í 34 áv — og var hinn síðasti hinna föstu kennara, sem skipaðir voru við stofnun háskólans. Þegar próf. Ágúst ljet af störf um við háskólann, var hann erlendis, og frestaðist því, að samstarfsmenn hans vottuðu honum þakklæti sitt, þangað til s.l. miðvikudag, að háskóla rektor gekkst fyrir kveðju- samsæti fyrir próf. Ágúst og fiölskyldu hans. Sátu það flestallir háskólakennarar og margir vina hans. Próf. Ólaf- ur Lárusson háskólarektor, stýrði samsætinu og bauð gesti velkomna, próf. Simon Jóh. Ágústsson mælti fyrir minni próf. Ágústs, en próf, Alexander Jóhannesson fyrir minni frú Sigríðar Bjarnason. Aðrir ræðumenn voru Hjalti Jónsson skipstjóri, Sigurður Grímsson lögfræðingur, dr. Matthias Jónasson og Hákon Bjarnason, en próf. Ágúst og frú Sigríður þökkuðu. Að loknu borðhaldi var dang stiginn fram eftir nóttu. Aukið öryggi eggja- kaupenda Frá aðalfundi Eggjasölusamlagsins EGGJASÖLUSAMLAGIÐ . hjelt aðalfund sinn þann 31« mars s. 1. í I samlaginu rnunu nú vera um 120 manns. Sam- lagið hefir látið taka upp þau nýmæli, að allir samlagsmenn stimpli egg sín með númeri fjelaga og dagsetningu. Eykur þetta mjög á öryggi eggja- kaupenda, sem geta skilað skemdum ekkjum aftur og feng ið góð í staðinn, ef númerið er á egginu. Samlagið hefir fleiri nýmæli á prjónunum. í stjórn samlagsins vorU nú kosnir fimm í stað þriggja áður, og baðst öll fráfarandi stjórn undan endurkosningu. Hina nýju stjórn skipa þessir menn. — Björn Eggertsson for- maður, Jóhann Jónasson vara- formaður, Ágúst Jóhannesson, ritari, Gísli Sigurðsson gjald- keri og Halldór Guðmundssorf fjármálaritari. Fjelagið tekur yfir Reykja- vík og nágrenni bæjarins, og eru þrír menn í stjórninni úr Reykjavík, en tveir utan henn- ar. Fjelagsmenn geta fengið stimpla til að stimpla eggin, hjá Gísla Sigurðssyni, Meðal- holti 9, Reykjavík og hjá Hall- dóri Guðmundssyni, Merkur- götu 7, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.