Morgunblaðið - 09.04.1946, Page 1
Bretar og
Bandaríkjamenn mótfallnir
tillögu Gromikos
Bresk og þýsk logregla í Berlín
verslunarsljéri
látinn
ÁRNI MATHIESEN, versl-
unarstjóri, við verslun Einars
I'orgilssonar, í Hafnarfirði,
andaðist að heimili sínu s. 1.
rnánudagsmorgun.
Andlát Árna bar mjög
snögt að, því að hann hafði
verið frískur vel undanfarið,
en á sunnudagskvöldið, er
bann var nýkominn úr leik-
húsinu í Reykjavík og var
staddur á heimili vinar síns
kendi hann máttleysis svo að
vinur hans keyrði hann heim
í Hafnarfjörð. Er heim kom
var máttleysi hans. ekki orð-
ið það mikið að hann gat geng
ið hjálparlaust inn til sín, en
um klukkustund síðar var
hann orðinn algerlega meðvit
undarlaus og ljest um kl. 5
um morguninn.
Árni var lyfsveinn við
Hafnarfjarðar Apótek í um 10
ár eða alt frá stofnun þess,
þar til 1929, er hann gerðist
verslunarstjóri við verslun
Tinars Þorgilssonar, og hefir
hann gengt því starfi síðan.
Kona hans var Svava Einars-
dóttir Þorgilssonar. Áttu þau
þrjú börn, tvo syni og eina
dóttur.
Árni var maður á besta
aldri, 42 ára gamall, elju og
starfsmaður inn mesti, góður
vinur, hjálpsamur þeim er
hjálpar hans sóttu og hugljúfi
hvers er einhver kynni höfðu
af honum.
Hollenskur hermað-
ur drepinn á Java
Breskir herlögreglumenn og þýskir lögreglumenn á eftirlits-
göngu á götum Berlínarborgar.
Þjóðverjar mótmæla kröfum
Frakka um Buhr og Rínarlönd
Berlín í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
NEFND, skipuð fulltrúum fjögurra lýðræðisflokka í
Berlín, hefir farið þess á leit við stjórnarvöld bandamanna
í Þýskalandi, að þau hlutist til um það, að haldið verði fast
við þá ákvörðun Potsdamráðstefnunnar, að Þýskaland verði
áfram ein efnahagsleg heild. í tilmælum nefndarinnar er
komist svo að orði, að friðurinn í heiminum sje ekki tryggð-
ur, nje það, að Þjóðverjar geti greitt bandamönnum skaða-
bætur, verði Ruhrhjeraðið og Rínarlönd skilin frá Þýska-
landi.
London í gærkvöldi.
EINN hollenskur hermað-
ur ljet lífið og 6 særðust, er
könnunarsveit þeirra varð
fyrir skyndiárás öfgamanna
úr liði Indónesa nálægt Band
Ummæli þessi eru komin
fram vegna yfirlýsingar
franska utanríkisráðherrans
í gær þar sem hann lýsti því
yfir, að Frökkum sje það
nauðsynlegt, öryggis síns
nng í morgun. Viðureignin
imr snörp en stutt, en til nokk
urra átaka hefir komið að
undanförnu milli Indónesa
annars vegar og Breta og
Hollendinga hins vegar. Báð--
ir aðilar hafa beitt stórskota-
liði.
Þá fjellu tveir óbreyttir
borgarar og einn særðist, er
uppreisnarmenn skutu úr
sprengivörpum sínum á
norðurhelming eyjarinnar.
Breskir hermenn svöruðu
skothríðinni.
yegna, að Ruhrhjerað verði
tekið undan yfirráðum Þjóð-
verja.
Frönsku blöðin í dag virð-
ast yfirleitt vera fylgjandi til
lögu utanríkisráðherrans. Þó
kemur það fram í ritstjórnar
greinum noklcurra blaða, að
þau eru áhyggjufull yfir því,
að þessi stefna frönsku stjórn
arinnar geti haft slæm áhrif
á bandalag Breta og Frakka,
sem mikið hefir verið rætt
um að undanförnu. Einstaka
blöð ganga svo langt að telja,
, að þetta geti haft mjög slæm
! áhrif á sambúð þessara
tveggja þjóða.
Raufaihöfn, sunnudag.
Frá frjettaritara vorum.
TUNDURDUFI, rak í nótt
•ýett undir Rifstangavita, sem
er í auðsýnilegri hættu. ef
duflið springur. Mörg önnur
dufl hafa rekið víðsvegar um
Melrakkasljettu og sum þeirra
sprungið. Jafnvel dufl, sem
hafa legið í fjörum árlangt og
talin hafa verið óvirk, hafa
tprungið í vetur.
Andmæltir því að
Persíumálin verði
tekin aí dagskrá
New York í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
ALMENT var búist við því í dag, að bæði Bretland og
Bandaríkin mundu le,ggjast á móti þeirri tillögu Gromi-
kos, fulltrúa Rússa í Öryggisráðinu, að mál Persa og
Rússa verði tekið út af dagskrá. Fregn þessi barst
skömmu eftir að Firouz, formælandi persnesku stjórn-
arinnar, hafði lýst því yfir, að tillaga Gromikos sje
Persum óviðkomandi en snerti hinsvegar Öryggisráðið
eitt. Tillaga rússneska sendifulltrúans byggist á því, að
stjórn hans telji að engin ástæða sje að ræða Persíu-
málin frekar, þar sem samkomulag hafli náðtet milli
deiluaðila um brottflutning hersveita Rússa úr landinu.
Lítill drengur verSur
fyrir bíl
í GÆRDAG vildi það slys til
í Austarstræti, að 10 ára gam-
all drengur varð fyrir vöru-
bifreið og slasaðist. Drengur
þessi heitir Svavar Júiíusson,
Sólheimatungu við Laufásveg.
Svavar var á leið vestur
strætið og teymdi reiðhjól við
hlið sjer. Er hann var kominn
á móts við verslun L. H. Möller
kom vörubifreiðin R-1753 ak-
andi á_ eftir honum. Lenti
bifreiðin á reiðhjólinu og
skellti drengnum í götuna.
Björn Vigfússon, fyrv. lögreglu
þjónn var þarna nærstaddur.
Tókst honum þegar að gera
bifreiðastjóranum merki um að
stöðva bifreiðina. Er hann hafði
stöðvað hana var framhjól
hepnar komið fast að síðu
drengsins. Bílstjórinn hefir
skýrt svo frá, að hann hafi ekki
haft hugmynd um slysið.
Lögreglan flutti Svavar þeg-
ar í Landspítalann. Voru
meiðsli hans þar rannsökuð.
Hann hafði hlotið skurð á fót-
legg. Ekki mun legginn sjálfan
hafa sakað.
Þrjár aðalbrauiir
Á SÍÐASTA fundi bæjar-
ráðs, var mælt með tillögu
lögreglustjóra, um að gera
Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og
I ækjapgötu að aðalbrautum,
þó þannig, að umferð um
Bankastræti njóti forrjettar
fram yfir Lækjargötu.
LONDON: — Útsvör í New
York munu hækka verulega á
þessu ári, að því er tilkynt hef
ir verið þar í borginni.
Persar fegnir.
EFTIR fregnum að dæma
virðast Persar yfirleitt fegnir,
að samkomulag skuli hafa
náðst við Rússa, enda þótt
raddir hafi heyrst um það, að
stjórnarvöldin hafi látið stjórn-
ast af hótunum Rússa.
Ókyrð við Kaspíahaf.
SÖMU fregnir bera það þó
með sjer, að töluvert vanti á
að allt sje með kyrrum kjör-
um í Persíu. Þannig vai opin-
berlega tilkynt í Teheran í dag,
að 3 stjórnarherdeildir hefðu
verið sendar til suðurstrandar
Kaspíahafs, en þar óttuðust
menn að til uppreisnar gæti
komið, vegna óánægju yfir
olíusamningunum við Rússa.
Hersveitum stjórnarinnar, en
þær hafa auk þessa verið send-
ar til ýmissa borga og bæja,
hefir nær undantekningalaust
verið tekið með miklum fagn-
aðarlátum borgarbúa.
Rússar að hverfa heim.
SVO er að sjá sem Rússar
hafi nú hafið heimflutning liðs
síns fyrir alvöru. I dag hófst
brottflutningur hersveita
þeirra, sem aðsetur hafa haft'
í hjeruðum þeim, sem næst
liggja Rússlandi, en fyrir
tveim dögum síðan vörp-
uðu rússneskar ílugvjelar
þarna niður fallhlífum, þar
sem íbúunum var þakkað fyr-
ir gestrisni þeirra. Þá hafa
flugvellirnir við Kaztin og
Goran verið opinberlega af-
hentir persneskum stjórnar-
völdum.
Loks hefir persneska stjórn-
in boðið Aserbajan að senda
fulltrúa til viðræðna í Teher-
an, en ákveðið hefir verið að
halda kosningar í öllu landinu
einum mánuði eftir að brott-
flutningi Rússa er algerlega
lokið.