Morgunblaðið - 09.04.1946, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudgaur 9. apríl 1946
200 herbergja gistihús, „sem sje
fyrst og fremst íslenskt,/
Húsnæðismálin rædd
í efri deild
,,ÞEGAR TALAÐ ER UM að
byggja nýtt gistihús hjer í
Reykjavík, þyrfti að mínu áliti
fyrst og fremst að hugsa um að
það yrði eins fullkomið og sam-
kvæmt ströngustu kröfum nú-
tímans, eins og frekast er unt.
Ennfremur ætti að útbúa það
þannig, hvað húsgögn og
skreytingar snertir,- að það
verði í aila ^taði sem íslensk-
ast. Loks ætti að gæta þess að
byggja það úr varanlegu efni
og þannig að sem best trygg-
ing fengist fyrir að það bæri
sig fjárhagslega“. — Á þessa
leið fórust hr. Francis Keally
arkitekt orð er hann ræddi við
blaðamenn í gærkveldi um hina
fyrirhuguðu gistihúsbyggingu,
sem talað er um að ríkissjóður,
Reykjavíkurbær og Eimskipa-
fjelagið byggi í sameiningu, en
hann er annar þeirra amerísku
byggingasjerfræðinga, sem rík-
isstjórnin hefir fengið hingað
til að vera ráðunautur í sam-
bandi við gistihúsbygginguna.
Hinn er verkfræðingur, Alfred
L. Jaros, Jr. að nafni.
200 herberja gistihús.
Þessir amerisku sjerfræðing-
ar komu hingað flugleiðis s. 1.
fimtudag og hafa notað tímann
til þess að kynna sjer aðstæður
hjer í bænum. Þeir munu fara
aftur vestur eftir nokkra daga.
Hr. Keally tók það skýrt fram,
að þeir væru hingað komnir
til þess eins að vera ráðunaut-
ar. Ekki kvaðst hann vera
reiðubúinn að svo stöddu að
benda á ákveðna lóð, sem sjer
litist best á fyrir gistihúsbygg-
ingu hjer í bænum, en 5—6
staðir kæmu til greina að sínu
áliti.
Talað hefði verið um við sig
að byggja ætti 200 herbergja
gistihús. Það væri langt'frá að
hægt væri að flana í fram-
kvæmdir í slíku máli. Það væri
svo ótal margt, sem kæmi til
greina áður en hægt væri að
ákveða nokkuð í jafnalvarlegu
máli. í Ameríku hefði mörgum
gisthúseiganda orðið sú skyssa
á, að vera of fljótur að ákveða
sig, einkum eftir uppgangstím-
ana eftir síðasta stríð, þegar
borgir og bæir kepptust um að
kyggja gisthús, sem einskonar
minnismerki. Allir vildu vera
mestir og byggja sem vegleg-
ustu hallirnir á þessu sviði, en
það hefði komið mörgum í
koll síðar, er kreppuárin komu.
0
Cistihús er eins og bær.
Talað hefði verið um í þessu
sambandi að byggja gistihús
með gistiherbergjum, borðsöl-
um og samkvæmissölum og e‘f
til vill ver'slunum á neðstu hæð
inni. „Gistihús er eins og bær,
þarf þar helst að vera alt til
alls þannig að gesturinn geti
dvalið kanski heila viku innan
veggja gistihússins og fengið
þó þar alt, sem hann þyrfti til
daglegra nota. Það væri t. d.
æskilegt að hafa góða bifreiða-
geymslu í sambandi við gisti-
húsið, helst undir þaki. í þessu
tilfelli rúm fyrir 50—75 bíla,
ef mögulegt væri að koma því
við.
A!it tveggja amerískra ráðu-
nauta á gistihúsi ríkís,
bæjar og Eimskips
Margt hefði reynslan sýnt
undanfarin ár í sambandi við
gistihúsbyggingar, sem ekki
hefði verið tekið til athugunar
áður. T. d. yrði að gæta þess
að hafa eldhús og birgða-
geymslur allar sem hentugast-
ar. Með nýtísku aðferðum í
þeim efnum væri hægt að spara
starfskrafta að miklum mun og
gera þjónustufólki auðveldara
fyrir í vinnu sinni.
Það væri ekki nauðsynlegt
að hafa borð og veislusali á
stofugólfi. Nú væri hægt að
hafa sjálfvirka stiga, þar sem
það væri fyrirhafnarlaust fyrir
fólk að komast frá einni hæð
á aðra.
Geislahitun.
Hr. Jaros verkfræðingur
ræddi um upphitun á slíku
gistihúsi, sem hjer er um að
ræða. Það nýjasta í upphitun
húsa væri geislahitun, en hún
er þannig, að hitunartækin eru
sett inn í veggi herbergjanna,
en ekki notaðir miðstöðvarofn-
ar lengur. Hitinn er tempraður
á sjálfvirkan hátt, þannig að
mælar eru settir utan á sjálft
húsið. Fer þá eftir veðrinu úti,
hvort herberg’in eru hituð mik-
ið eða lítið. Sje kalt úti, stígur
hitinn, en sje hlýtt minkar
hann á sjálfvirkan hátt. Þess
vegna þarf mæla fyrir hverja
hlið hússins. Það getur til dæm
is verið að norðurálma hússins
sje hituð upp, þó sama sem
enginn hiti sje í suðurálmu frá
hitunartækjum hússins. Þarf
ekki nema hluta af því hita-
magni, sem annars þyrfti til að
hita upp slíka byggingu, sem
hjer um ræðir. Er vel hægt að
nota hitaveituvatn til upphit-
unar og þyrfti meira að segja
að kæla það nokkuð með köldu
vatni í því veðurfari, sem al-
gengast er hjer.
Nýtísku loftræsting.
Verkfræðingurinn mintist
einnig á nýtísku loftræstingu,
sem talin væri nauðsynleg í
öllum gistihúsum nútildags.
Auðvelt er að útiloka algjör—
lega matarlykt frá eldhúsum
og hreinsa loft í samkvæmis-
sölum af reyk og veita inn í
þá stöðugu nýju lofti.
Hrifinn af Hitaveitunni.
Verkfræðingurinn ljet í ljósi
mikla hrifningu á Hitaveitunni
og taldi hana vel gerða í alla
staði frá verkfræðilegu sjónar-
miði. Hefir hánn tekið margar
myndir af veitunni og kynt sjer
hana eftir föngum og hygst að
halda fyrirlestur um hana í
fjelagi hitaveituverkfræðinga í
New York, er hann . kemur
vestur.
Báðir ljetu þessir Banda-
ríkjamenn í Ijós hrifningu á
umhverfi Reykjavíkur og töldu
að óvíða hefðu þeir sjeð jafn-
mikinn áhuga fyrir skipulags-
málum bæja og hjer á landi.
Ættu þeir menn, sem að þeim
málum hafa unnið mikið hrós
skilið og væri það trú þeirra,
að Reykjavík gæti með sama
áframhaldi orðið hinn fegursti
bær.
„Fögur þykir mjer
hönd þín"
Finnur Jónsson
í ALÞÝÐUBLAÐINU 3. apríl
auglýsir Finnur Jónsson málari
sinn innra mann, út af grein
þeirri, sem jeg skrifaði í Morg-
unblaðið sunnudaginn 31 f. m.
um sýningu hans.
Það stendur fyrir dyrum að
senda til útlanda íslenska sýn-
ingu, það færi vel á því að
Finnur Jónsson sendi sín bestu
verk, sem hann kallar svo, á
þá sýningu, t. d. „Reimleiki
undir sjávarhömrum“, „Mein-
særi“, „Ragnarök“ og „Fögur
þykir mjer hönd þín“. Líklegt
er að þá fengist dómur útlendra
listfræðinga um þessi sjerstæðu
fyrirbæri íslenskrar myndlist-
ar. Orri.
Fangar frá Lifla-
Hrauni sfrjúka
Á LAUGARDAGSKVÖLD
s 1. struku þrír fangar af
Litla-Hrauni. Komust þeir
hingað til Reykjavíkur þá um
kvöldið, með vörubifreið, er
tók menn þessa upp á leið-
inni.
Lögreglan handtók þann
fyrsta þeirra seint á laugar-
dagskvöld, en hina tvo
snemma á sunnudagsmorgun.
Sá þeirra, er fyrst var hand-
tekinn, skýrði frá því, að
hann hefði strokið þaðan á-
samt tveim öðrum.
'Um kl. 5 á sunnudagsmorg
un vaknaði kona Magnúsar
Eggertssonar, lögregluþjóns,
hjá rannsóknarlögreglunni,
við það að hún heyrði rúðu-
brot. Sá hún út um glugga
svefnherbergis þeirra hjóna,
hvar tveir menn standa við
glugga á viðbyggingu við
verslun KRON, Skólavörðu-
stíg 12. Hún sá ennfremur
hvar annar þeirra smeigði.
sjer inn um gluggann. Þau
gerðu nú lögreglunni aðvart
og kom hún skömmu síðar og
handtók menn þessa. Annar
þessara manna var einn af
strokuföngunum frá Litla-
Hrauni.
FRUMVARFIÐ um opinbera
aðstoð við byggingar íbúðar-
húsa í kaupstöðum og kaup-
túnum hefir verið til 2. umr. í
Ed. undanfarna daga.
Haraldur Guðmundsson frsm
fjelagsmálanefndar, gaf þess,
að málið hefði verið nokkuð
lengi til athugunar hjá nefnd-
inni.
Komið hefðu fram skiftar
skoðanir um frumvarpið, sem
þurft.hefði nokkurn tíma til að
samræma.
Um höfuðatriðið væru allir
nefndarmenn ásáttir, að vegna
húsnæðisleysisins væri aðstoð
af hálfu hins opinbera brýn
nauðsyn.
Fjórir nefndarmenn eru sam
mála að fylgja frumvarpinu, en
áskilja sjer að koma með breyt-
ingartillögur.
Gerði Haraldur síðan grein
fyrir breytingartillögun. nefnd
arinnar
Bjarni Benediktsson taldi, að
með breytingartillögum nefnd-
arinnar væri stóTum bætt úr
því, sem áður var ábótavant
við frumvarpið
Hinsvegar taldi hann ekki
nógu langt gengið varðandi
einstök atriði, sjerstaklega við-
víkjandi III. kafla frumvarps-
ins, sem fjallar um útiýmingu
heilsuspillandi íbúða. Taldi eðli
legast að ríkið beini aðstoð fyrst
og fremst til þeirra staða, sem
eru í örum vexti.
Bjarni taldi þá aðferð, að
henda fje í þa staði, sem ekki
vaxa eða fara minkandi, — í
trausti þess, að fólkið haldist
þar við —r sama og aö kasta
því í botnlnusa hít. Fólkið
hefði ár eftir- ár þyrpst til
Revkjavíkur úr góðu hús-
næði, án nokkurra möguleika
um húsnæði hjer. Stjórn og Al-
þingi yrði að fylgja fólksfjöld-
anum og hið cpinbera að veita
fyrirgreiðslu þar. sem fólkið
vildi helst vera.
Þeir Steingrímur Aðalsteins-
son og Herm. Jónasson gerðu
því næst grein fyrir breytingar-
tillögum sínum.
Atkvæðagreiðsla fór fram í
gær um húsnæðisfrumvarpið
og breytingatillögur, sem fram
hafa komið. Voru allar breyt-
ingartillögur nefndarinnar sam
þykktar. En breytt. einstakra
þingmanna (Bjarna Benedikts-
sonar, Hermans og Stemgríms
Aðalsteinssonar) voru ýmist
felldar eða teknar aftur. Var
frv. síðan samþykkt samhlj. til
3. umr.
Stofnlánadeildin.
Síðastliðinn föstudág fór
fram atkvæðagreiðsla í neðri
deild uf breytingartillögur
meirihl sjávarútvegsnefndar
við frv. um fiskveiðasjóðinn. —
Eins og kunnu’gt er, er aðal-
breytingin, sern nefndin ieggur
til, fólgin í þ/í, að stofnlána-
deildin verði við Landsbank-
ann. Var það samþykt með 20:7
Á móti voru Sósíalistar.
Allar breytingaitill. nefnd-
arinnac voru samþyktar og frv.
afgr. til 3. umr.
Eitt 'skólafrunwarpið lögfest.
Frumvarp um skólakerfi og
fræðsluskyldu var afgreitt sem
lög. Fer frur.rvarpið tram á
samræmingu alls skólakerfis
landsins. Ed. hafði gert þá
breytingu á frumvarpmu, að
ákvæði laganna högguðu engu
rjetti Verslunarskólans til að'
útskrifa stúdenta.
Fræðsla barna.
Allmiklar umræður hafa
staðið að undanförnu um frv.
um fræðslu barna. Heíir frv.
sætt harðri gagnrýni. Ha*a þeir
Bjarni Benediktssori og Gísli
Jónsson talið að dregið væri
óeðlilega mikið úr valdi skóla-
nefnda. í því sambandi vítti
Bjarni harðlega skipun for-
manna skólanefnda fyrir
nokkru. Þar hefði meníamála-
ráðherra notað vald sítt póli-
tiskt, sjer og flokki sínum til
framdráttar. Allir gömlu skóla-
nefndarmennirnii4 hefðu verið
reknir, en kommúnistar skip-
aðir í staðinn.
Allmargar breytingartillögur
eru komnar frá þingmönnum.
Atkvgr. var frestað.
Virkjun Sogsins.
Frv. um virkjun Sogsins var
samþ. með*10 samhlj. atkv.
og afgr. til 3. umr.
Síldarniðursuðuverksm.
í Neðri deild urðu í gær all-
miklar deilur um, hvort fela
ætti stjórn SíldarverKsmiðjá
ríkisins stjórii hinna fyrirhug-
uðu síidai niðursuðuverksmiðju.
Lagðisí atvinnumálaraðherra
mjög á móti því. Umr. var
frestað.
Hatvælum driifi
úr flugvjelum
. London í gærkvöld.
UNRRA, hjálparstofnun
Sameinuðu þjóðanna, hefir
nú gert ráðstafanir til þess.
að dreift verði úr flugvjelum
matvælum handa milljónum
manna í Kína, þar sem skort-
urinn er svo mikill, að fólk
þetta er byrjað að leggja sjer
gras og trjákvoðu til munns.
Utvarpið
8.30— 8.45 Morgunútvarp.
12.10—13.15 Hádegisútvarp.
15.30— 16.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Þingfrjettir.
20.00 Frjettir.
20.20 Tónleikar Tónlistarskól-
ans: a) Konsert nr. 3 fyrir
horn og hljómsveit eftir
Mozart. (Einleikur: Wilhelm
Lansky Otto. b) Tilbrigði um
stef úr „Don Juan“ eftir
Mozart. — Tónverk fyrir pí-
anó og hljómsveit. (Einleik-
ur: Rögnvaldur Sigurjóns-
son).
20.55 Erindi: Paricutin, •—eld-
fjallið, sem varð til í Mexi-
kó 1943 (dr. Sigurður Þór-
arineson).
21.20 íslenskir nútímahöfund-
ar: Kristmann Guðmundsson
les úr skáldritum sínum.
21.50 Kirkjutónlist (plötur).
22.00 Frjettir.
22.10 Lög og ljett hjal (Einar
Pálsson o. fl.)
23.00 Dagskrárlok.