Morgunblaðið - 09.04.1946, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLASíÐ
Þriðjudgaur 9. apríl 1946
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (abyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar GuSmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600. .
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlanda,
kr. 12.00 utanlands.
í lausasölu 50 ausra eintakið, 60 aura með Lesbók.
Fyrir sex árum
NÍUNDI APRÍL 1940 er einn dimmasti dagur í sögu
Norðurlanda, er árásarlið harðsví'raðs herveldis rjeðist
fyrirvaralaust á tvær friðsamar saklausar Norðurlanda-
þjóðir, og eyddi viðnámsþrótti annarar að heita mátti
á svipstundu, en braut varnir hinnar á bak aftur, eftir
tveggja mánaða viðureign.
í dag fagna þessar frændþjóðir okkar, Danir og Norð-
menn, unnum sigri og endurheimtu frelsi, samtímis
sem þeir minnast með lotningu þeirra ættjarðarvina,
er ljetu lífið í baráttunni fyrir frelsi þjóðar sinnar.
★
Enn eru þessar tvær þjóðir, að nokkru leyti í sárum
eftir hörmuingar styrjaldaráranna, eftir kúgun hinna
erlendu harðstjóra og hin sáru vonbrigði er það kom í
Ijós að meðal þjóðanna sjálfra voru nokkrir menn, sem
gerðust þæg og viljalaus verkfæri í höndum hins harð-
svíraða herveldis.
★
Innrásardagurinn 9. apríl 1940 verður Islendingum
lengi minnisstæður. Enda þótt hjer gerðust engin stór-
tíðindi þann dag, þá orkuðu ægifregnirnar frá Dan-
mörku og Noregi mjög á taugar manna. Vegna þess,
hve rík samúðin var hjer, með frændþjóðum þeim, er
fyrir árásunum urðu. Jafnframt skildu íslendingar þá
til fulls, að sú styrjöld, sem brotist hafði út fyrir 7—8
mánuðum, myndi verða ægilegri miskunarlausari en
styrjöldin sem háð var 1914—U8. Framrás þýsku herj-
anna í norðurátt þessa apríldaga, var með þeim stór-
merkjum, að fáir hernaðarfræðingar gátu, að óreyndu,
hugsað sjer að annað eins gæti komið fyrir. Að vísu
hafði þýska herstjórnin undanfarna daga haft styrka
stoð í því trúnaðartrausti áhrifamanna í Danmörku og
Noregi, að ekkert herveldi myndi fyrirvaralaust ráðast
á svo friðsamar og alsaklausar þjóðir, sem hjer var um
að ræða.
★
Síðan hafa menn komist á þá skoðun, og má vera að
sannað verði síðar að þýski herinn sem braust inn
í Noreg, hafi haft fyrirmæli um, að linna ekki
ferðinni, fyrri en komið væri til íslands. Að hetjuleg
vörn Norðmanna vorið 1940 hafi orðið til þess að hindra
þær fyrirætlanir. Með þetta fyrir augum er rjettmætt að
líta svo á að 9. apríl 1940 sje merkisdagur í sögu íslands.
Og það sje frændum okkar í Noregi að þakka, að Nasistar
gerðu ekki tilraun til þess að teygja herklær sínar hingað.
★
Meðan Danir og Norðmenn voru í herfjötrum Nasista,
fylgdi íslenska þjóðin öllum fregnum frá þessum þjóð-
um, með meiri athygli en nokkru sinni fyrr. Á þessum
styrjaldarárum fundu íslendingar yfirleitt meira til
skyldleika og frændsemi við þessar Norðurlandaþjóðir en
jafnan áður, þó sú samúð gæti að sjálfsögðu á engan
hátt haft áhrif á meðferð þá, er við kusum að hafa á
okkar eigin málefnum.
★
Síðan Norðmenn og Danir endurheimtu frelsi sitt, hafa
mörg og erfið mál verið til úrlausnar með þessum tveim
þjóðum. Báðar hafa þjóðir þessar sýnt að þrengingar
styrjaldaráranna hafa stælt þrótt þefrra svo þær verða
vafalaust styrkari en áður í lífsbaráttunni. Þjóðernis-
kendir þeirra hafa orðið ríkari og fórnarlund meiri, þeg-
ar um velferðarmál þjóðanna er að ræða. Andvaraleysið
sem áður var í landvarnarmálunum er horfið fyrir
fult og alt.
Norrænn frelsisandi mun á næstu árum lækna sár
Nasismans. Er það rík ósk íslendinga að þessar frænd-
þjóðir njóti hins besta gengis og verði um alla framtíð
öflugir málsvarar frelsis og lýðræðis er norræn menning
hefir alið.
'Uíkverji ihrijar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Samtaka nú.
BRÁÐUM FER AÐ VORA.
Sumardagurinn fyrsti er ekki
langt undan og fullyrt er að ló-
an sje þegar komin og hafi
meira að segja sjest í hópum
hjer í nágrenni bæjarins. Reglu
samir og framsýnir menn eru
þegar farnir að huga að görð-
unum sínum og hið opinbera
sóðaskap og hirðuleysi, sem
setur sinn svip á bæinn, þótt
það sje ekki nema á stöku stað.
Stundum hafa verið ihaidnar
hjer hreinlætisvikur á vorin.
Mikið væri gaman, ef við þyrft
um ekki á neinni hreinlætis-
viku að halda í ár, vegna þess
að alt væri orðið eins hreint
og fágað, eins og það getur ver-
ið.
hefir marga menn í vinnu við
að undirbúa bæjargarðana und
ir vorið og sumarið.
Alt er þetta eins og vera
ber. En það þarf að gera meira,
ef bærinn okkar á að verða eins
þrifalegur og fallegur og hann
getur verið. Til þess þurfa all-
ir að vera sammála um að gera
Reykjavík til fyrirmyndar að
hreinlæti. Þetta er hægt og það
þarf ekki mikla fyrirhöfn til
þess.
Eins og margoft hefir verið
staglast á hjer í dálkunum, þarf
ekki annað, en að hver geri
hreint fyrir sínum dyrum. Bæj-
aryfirvöldin hafa gert sitt. Göt
urnar eru hreinar og vel lagð-
ar og fleiri götur munu vafa-
laust verða malbikaðar í sum-
ar.
Þegar á þessu sumri skul-
um við allir bæjarbúar vera
samtaka um, að gera bæinn
okkar eins þrifalegan og frek-
ast er unt. Það verður okkur
til sóma útávið og sjálfum okk-
ur til ánægju.
•
Smámunir.
ÞEGAR TALAÐ er um að
fegra bæinn, verða menn að
gera sjer ljóst, að það eru oft
smámunir, sem setja sinn svip
á heil hverfi í bænum. Smá-
kofi, sem ekki hefir verið mál-
aður árum saman stingur í
stúf við hreinleg húsin í kring.
Brotin rúða, sem fatadruslu
hefir verið stungið upp í gatið,
eða neglt fyrir með kassafjöl,
setur ömurlegan svip á um-
hverfið. Öskutunna, sem ligg-
ur á hliðinni, brjefarusl í húsa-
garði. Alt ber þetta vott um
Á fjöll.
NÚ ÞYKIR ÞAÐ ekki lengur
skammaryrði ,,að koma af fjöll
um“. Fjöldi bæjarbúa, sem
vinnur alt árið við innistörf
sækir heilbrigði og ánægju til
fjalla. I vetur hefir tíð verið
þannig að minna hefir verið
um fjalla og skíðaferðir Reyk-
víkinga, en oft áður. En það
getur ræst úr þessu ennþá og
nú er einmitt sá tími kominn,
að sól er hátt á lofti og von
^góðviðrisdaga á fjöllum. Nú
fara páskarnir í hönd og hafa
þá flestir er innivinnu stunda
heila fimm daga til þess að
leika sjer og láta eins og þeir
vilja. Ef að vanda lætur verða
allir skíðaskálar í nágrenninu
yfirfullir af gestum um pásk-
ana.
Það ættu allir, sem hafa ein-
hver ráð að komast upp á fjöll,
þó ekki sje nema dag og dag,
að nota það tækifæri. Látið
ykkur ekki nægja, að öfunda
náungann, sem kemur brúnn
á hörund og hraustlegur eftir
fjallaferð. Farið heldur sjálf og
njótið háfjallasólarinnar.
8
Hættulegir vegfarenclur.
ÞAÐ ER ALLTAF við og við
verið að skamma bifreiðastjór
ana fyrir ógætilegan akstur og
víst ex það rjett, að mikið
mættu þeir og gætu þeir bætt
sig margir. En hitt kemur sjald
an fyrir, að sett er ofan í við
þá sem fara um göturnar á far-
artækjum postulanna. Væri þó
ekki vanþörf á að hnippa í
suma þeirra, sem eru stór-
hættulegir fyrir sjálfa sig og
aðra.
Það er alveg furðulegt hve
menn geta anað yfir fjölfarn-
ar götur, eins og þeir sjeu að
ganga í svefni og viti ekki hvar
þeir eru staddir.
Og það eru ekki altaf sljó
gamalmenni, eða óvitabörn,
sem hjer eiga hlut að máli,
heldur fullfrískt fólk á besta
aldri, sem ekki verður sjeð í
fljótu bragði, að sje með bil-
uð skilningarvit.
Oftast er það þó af aulaskap,
að menn fara óvarlega yfir göt-
‘ur, eða ganga eftir miðri ak-
braut, þó gangstjettir sjeu
beggja vegna vegarins.
En svo eru líka hinir, sem
„þykjast hafa fullan rjett til
að ganga um götur bæjarins".
og segjast ekki vita betur ,,en
að þeir hafi greitt útsvarið
sitt“.
Þeir menn, sem telja að þeir
hafi rjett til að stofna lífi sínu
og annara í hættu, bara ef þeir
hafa staðið í skilum með út-
svarið sitt, eru vandræðamenn,
sem ekki læra, nema að þeir
reki sig duglega á, eða ein-
hver rekist hraustlega á þá.
•
Meiri umferðamenning.
ÞAÐ SEM VANTAR er meiri
umferðamenning og best er að
byrja á börnunum. Skólarnir
eiga að leggja mikla áherslu á
.að kenna unglingunum um-
ferðarreglur. Það getur komið
manni betur í lífinu að vera
vel að sjer í umferðareglum,
heldur en tildæmis að geta þul-
ið upp úr sjer nöfn á ám og
fljótum austur í Afríku.
Ennfremur þyrfti að gera ráð
stafanir til þess að veita full-
orðnum fræðslu í umferða-
reglum. Hefir nokkuð verið
gert í þeim efnum, m. a. fyrir
forgöngu Slysavarnafjelagsins,
en það virðist aldrei vera hamr
að nóg inn í menn hvernig þeir
eigi að forðast sjálfráðu slys-
in.
A INNLENDUM VETTVANGI
Hin leynda og Ijósa sfefna kommúnisfa
Línan.
F Y R I R nokkrum dögum
skýrði' Stefán Pjetursson, rit-
stjóri Alþýðublaðsins. frá því,
að samkvæmt fyrstu grein
í leynilegri stefnuskrá komm-
únistaflokksins ættu kommún-
istar hjer á landi að vinna að
því, að koma Islandi í Sovjet-
ríkj asambandið.
Menn gætu lagt misjafnlega
mikinn trúnað á þessa fregn
Stefáns Pjeturssonar, ef hann
hefði alla tíð staðið utanvið
flokkssamtök kommúnista. En
því fer fjarri. Stefán var sem
kunnugt er, meðal þeirra ís-
lendinga, sem fyrstur varð hrif-
inn af byltingunni í Rússlandi
1917. Var það hjartans sann-
færing hans að upp af því þjóð-
fjelagsumróti myndi rísa
nýr og betri heimur. Hann
skrifaði bók um byltinguna í
Rússlandi, er var fyrsta sam-
feld íslensk lýsing á þeim at-
burðum.
Honum snerist hugur.
I mörg ár undi hann erlend-
is, og kynti sjer þá rækilega
starfsaðferðir kommúnista ut-
an Rússlands, með það fyrir
augum, að beita sömu aðferð-
um hjer á landi. Síðan var hann
alllengi í sjálfum höfuðstöðv-
unum, til þess að fá þar þá
eldskírn sem þurfti til þess að
takast á hendur ætlunarverk
sitt heima á fósturjörðinni.
Af ástæðum sem löndum
hans eru ókunnar, varð þessi
prófraun honum of þungbær.
Hann kom heim frá Rússlandi
sem andstæðingur þessarar
stefnu, er hann áður hafði
fylgt og ætlað að vinna fylgi.
Er það hans einkamál hvað olli
þeim hughvörfum.
Fánýtar skrautfjaðrir
kommúnista.
Mjög er það eðlilegt, að menn
með þá stefnu, sem Stefán Pjet-
ursson af kunnleik lýsir, grípi
hvert tækifæri sem þeim býðst,
til þess að villa á sjer heimild-
ir. Þeim þykir að því hin mesta
búningsbót, ef þeir gætu talið
einhverju fólki trú um, að
þeir væru öruggir liðsmenn í
sjálfsæðismálum þjóðarinnar.
Undanfarna daga hafa þeir
gerst mjög margorðir um, að
íslensk þjóð þyrfti að standa
sameinuð sem einn maður
gegn allri ásælni erlends valds
úr vesturátt. En alt hefir það
starf þeirra verið mjög hjá-
róma; vegna þess að sjálfstæð-
isþrá kommúnistanna er alveg
einhliða. Þótt þeir skrumskæli
sig alla í vestur, þá er eldheit-
asta ósk þeirra, að austurhlið
lands vors verði alla tíma op-
ið upp á gátt. Ættjarðarást
kommúnista nær ekki austur á
Seyðisfjörð.
Hin ,,leynilega“'stefna kom-
múnista í frelsismálunum, sem
Stefán Pjetursson lýsir í blaði
sínu, er ekki lengur neitt laun-
ungarmál fyrir þjóðinni. Það
er þessi afstaða kommúnista
sem verður erfiðasti þröskuld-
urinn í vegi fyrir fullkominni
eining allra landsmanna gegn
ásælni annara þjóða til áhrifa
á íslensk málefni. Alla tíma,
sem hjer starfar allfjölmennur
flokkur, sem vill að því vinna,
að gera Island að einhverri
litlutá herveldisins í austri,
þá er sjálfstæði þjóðarinnar
hætta búin.
Hver er frjettaritari
Isvestia.
Fyrir nokkrum dögum birt-
ist í einu dagblaði bæjarins
frégn um það, að blað Moskvu-
Framh. á bls. 10.