Morgunblaðið - 09.04.1946, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudgaur 9. apríl 1946
12. dagur
Alston roðnaði enn meir.
„Já“, muldraði hann, og gekk
á eftir henni fram í anddyrið.
Málverkin voru geymd í
stóru herbergi upp á lofti. A
meðal þeirra voru margir dýr-
gripir, og Aaron var mjög
hreykinn af safni sínu. Þar
voru þrjú stór málverk eftir
Vanderlyn, nokkrar myndir
eftir Stuart og franska og
ítalska listamenn, þar á meðal
tvær Venus-myndir og eftir-
líking af málverki Titians:
„Himnesk og jarðnesk ást“. —
Aaron hafði mikið dálæti á
þeirri mynd. „Hann var raun-
sæismaður — þessi ítali“,
sagði hann oft. „Sjáðu, hvað
hann hefir gert jarðnesku kon-
una miklu fallegri og girni-
legri en þá himnesku“.
Theo hafði heyrt þessar og
álíka athugasemdir oft og'
mörgum sinnum — án þess að
veita þeim nokkra sjerstaka
athygli. Málverkin voru öll
gamlir kunningjar hennar. Hún
hafði alltaf gaman af því, að
heyra gesti dást að þeim —
en annars hafði vaninn sljóvg-
að áhuga hennar á þeim.
Hún varð þess vegna forviða,
þegaii hún sá, hvað Alston brá
í brún, er hann kom inn í sal-
inn, og sá málverkin.
Þau staðnæmdust frammi
fyrir annari Venus-myndinni.
Theo mælti: „Föður mínum
gekk erfiðlega að ná í þessa
mynd. Hún er talin mjög góð,
sjer í lagi ....“. Hún þagnaði
allt í einu og starði á Alston.
Hann velti vöngum, og Ijet
augun hvarfla hægt yfir mynd
ina. Svo leit hann skáhalt til
hennar, og ræskti sig.
Theo var gröm, Vandræði
hans höfðu óþægileg óhrif á
hana. Kertastjakinn titraði í
hönd hennar. Hún hafði allt í
einu á tilfinningunni, að kjóll-
inn hennar væri helst til fleg-
inn. Gremja hennar jókst —.
Það skorti augsýnilega mikið
á, að Alston kynni almenna
háttvísi.
En vandræði Alstons áttu
sjer eðlilega orsök. í Suður-
Karólína þótti ekki hlýða, að
ungar stúlkur horfðu á myndir
af nöktu fólki í návist karl-
manna. Það gerði hann í senn
hneykslaðan og æstan, að Theo
skyldi vera svona djörf og ó-
•feimin.
Kynhvatir hans höfðu aldrei
beinst að stúlku af hans eigin
stjett. Slíkt myndi ósæmilegt.
Það voru konur, bæði svartar
og hvítar, sem skaparinn ætl-
aði til slíkra hluta. Hann myndi
vitánlega giftast um síðir, ein-
hverri stúlku, er væri vel efn-
uð og af góðu bergi brotin. Og
hann myndi eignast börn. En
hann gerði sjer engar vonir um
að hann myndi kvænast konu,
sem Íann væri hrifinn af.
Hegðun Theodosiu gerði
hann: dálítið ruglaðan í rím-
inu.
„Málverkin eru mjög falleg“,
muldraði hann. „Eigum við þá
ekki að skoða garðinn — eins
og faðir yðar stakk upp á?“
Hún kinkaði kolli, fegin að fá
tælcifæri til þess að koma út
undir bert loft.
Á leiðinni niður tók hann
klaufalega utan um handlegg
hennar. Það veitti honum ó-
vænta ánægju, að finna mjúkt,
og svalt hörund hennar. Hann
herti taki sínu, og hún dró
handlegginn snöggt að sjer.
Úti var glaðatunglsljós og
hlýtt í veðri.
Theo gekk hratt, og benti í
leiðinni á það markverðasta,
sem var að sjá í garðinum.
Alston átti fult í fangi með að
fylgja henni eftir.
„Þjer gangið of hratt“, sagði
hann loks í umkvörtunartón.
— „Við skulum tylla okkur
snöggvast á bekkinn hjerna“.
Hún hikaði. Út um opinn
gluggann á dagstofunni heyrði
hún í hljómsveitinni. Hún var
að leika vals og gestirnir
skemtu sjer hið besta eftir
hlátrasköllunum að dæma. —
Theo brann í skinninu eftir að
komast inn til þeirra. Henni
hafði þótt Alston leiðinlegur
áður — en nú fannst henni
hann vera óþolandi. En faðir
hennar myndi sjálfsagt una því
illa, ef þau kæmu svo fljótt
aftur.
Hún varp öndinni, og settist
á bekkinn. Tunglsgeislarnir
seitluðu gegnum laufkrónur
trjánna og Theodosia virtist
nær yfirnáttúrlega fögur í
mjúku skini þeirra.
Alston settist við hlið henn-
ar. Hann hafði ekki augun af
henni. Hann vætti varirnar.
Hjarta hans barðist um. Áður
óþektar kendir náðu tökum á
honurn.
Hann er eins og dauður
hrútur, hugsaði Theo óþolin-
móð. Skyldh hann alltaf vera
svona fámáll?
„Segið mjer meira frá lífinu
•í Suður-Karólina, hr. Alston.
Farið þjer ekki oft á veiðar?
Þjer eruð sjálfsagt mikill hesta
maður. Eigið, þjer ekki marga
gæðinga?“
Hann svaraði engu. Hann
hjelt áfram að stara á hana,
eins og hún væri yfirnáttúrlegt
fyrirbæri.
Húr> hreyfði sig órólega. —
„Heyrðuð þjer ekki spurningu
mína?“ sagði hún.
Var hann meira drukkinn,
en hún hafði haldið? Hún færði
sig fjær honum. Andardráttur
hans var þungur og slitróttur
— og hafði óþægileg áhrif á
hana.
„Það — það er orðið hálf
kalt. Eigum við ekki að koma
inn?“ Hún ætlaði að rísa á
fætur, en áður en hún fengi
svigrúm til þess, hafði hann
þrifið utan úm hana. Hún
reigði höfuðið aftur á bak,
þegar hún fann votar varir
hans á vanga sjer. Hún rjetti
fram höndina, og sló liann. —
"Röggið kom á eyra hans. Hann
skeytti ekkert um það —
reyndi aðeins að þrýsta henni
fastar að sjer. Ótti hennar sner-
ist í ofsareiði. Hún barðist um
á hæl og hnakka — og allt í
einu sleppti hann henni.
„Þjer eruð viðbjóðslegur
ruddi!“ hvæsti hún, titrandi af
reiði. „Hvernig dirfist þjer að
sýna mjer slíka móðgun! Fað-
ir minn veit, hvað honum ber
að gera, þegar jeg hefi sagt hon
um, hvernig þjer launið gest-
risni hans! Þó efa jeg að hann
telji yður þess virði, að skora
yður á hólm!“
Alston rak upp hálfkæft
hljóð. Hann grúfði andlitið í
hendur sjer, og kippir fóru
urn breiðar herðar hans.
Drottinn minn! Maðurinn var
að gráta! Undrunin dró úr reiði
Theo. Ófreskjan, sem hafði ráð
ist á hana áðan, var alt í einu
orðin að skömmustulegum,
grátandi dreng.
Hann sagði eitthvað, en hún
heyrði aðeins orð og orð á
stangli: „Ungfrú Burr — get
aldrei bætt fyrir þetta. Jeg
misti stjórn á mjer. Reynið að
fyrirgefa mjer — þjer voruð
svo engilfögur“.
Hún kendi alt í einu með-
aumkvunar. Engin kona getur
hlustað á karlmann segja, að
fegurð hennar hafi borið hann
ofurliði — án þess að verða
snortin.
„Reynið að fyrirgefa mjer,
ungfrú Burr. Eyrirgefning yð-
ar er mjer meira virði, en jeg
get sagt yður“. Hann leit upp,
og hún sá, að blygðun hans var
engin uppgerð.
Henni fannst hún skyndilega
vera hundrað árum eldri en
hann. „Þá ^það, hr. Alston —
jeg mun taka afsökun yðar til
greina“, sagði hún. „Vínið hef-
ir án efa svifið helst til mikið
á yður, og tunglskinið — og
tunglskinið hefir áður haft ann
arleg áhrif á menn“.
„Þjer eruð engill“, sagði hann
auðmjúkur. Jeg á sannarlega
ekki skilið, að þjer fyrirgefið
: mjer“. Hann beygði sig niður,
og kyssti klunnalega á hönd
j hennar. Hún var komin á
fremsta hlunn með að kippa
höndinni að sjer — en stilti
sig. Hún kendi í brjósti. um
hann. Hún sá, eins og faðir
hennar hafði sjeð fyrr um
I kvöldið, að þrátt fyrir yfirlæt-
! isleg't fas hans, var langt frá
því, að hann treysti á sjálfan
sig.
— Hún hljóp upp 1 herbergi
sitt til þess að greiða sjer. Tveir
kossar á einum degi, hugsaði
hún með sjer. Undarlegt,, að
kossar skuli geta verið svona
ólíkir. Sá fyrri hafði verið
indæll — en án mikilvægis.
Hún hafði meira að segja nærri
því verið búin að gleyma
honum.
Kauphöllin
ei miðstöð verðbrjeía-
viðskiftanna Sími 1710
!lllimi[liimillllllllllll!i!lllllll!llirilll!ll!llll!:ilin.-mi
| óskast til 1. júlí. Hálfan §
| eða allan daginn. Sjerher- |
j 1 bergi. Uppl. í síma 2343. |
! i 1
1 f91llllillli|||l||«llltl< ... 'xiMiHHfHIIIIII)
Lóa Langsokkur
Eftir Astrid Lixidgren. 1
25.
— Síður en svo, sagði kenslukonan. 8 og 4 eru 12.
— Nei, góða mín, nú gengur það of langt, sagði Lóa.
Þú varst rjett nýbúin að segja að það væru 7 og 5, sem
væru 12. Einhver regla verður þó að vera í skólanum.
En ef þú ert svona fjarskalega hrifin af þvílíkri heimsku,
af hverju setstu þá ekki sjálf út í horn og reiknar og lofar
okkur að vera í friði, svo við getum farið í eltingaleik?
Nei, en þarna sagði jeg þú aftur, æpti hún óttaslegin.
Geturðu fyrirgefið mjer bara einu sinni, þá skal jeg
reyna að haga mjer svolítið betur í framtíðinni?
Kenslukonan sagði, að það skyldi hún gera. En aftur
á móti hjelt hún ekki að það þýddi mikið að reyna að
kenna Lóu meiri reikning. Hún bj^rjaði að spyrja hin
börnin í staðinn.
— Getur þú leyst úr þessu, Tumi: Ef Lísa á 7 epli og
Axel 9 epli, hve mörg eiga þau þá bæði?
— Já, seg þú þetta, Tumi, greip þá Lóa fram í. Og svo
geturðu svarað mjer þessari spurningu á eftir: ,,Ef Lísu
verður illt í maganum og Axel enn meira illt í maganum,
hverjum er það þá að kenna og hvar stálu þau eplunum?“
Kenslukonan reyndi að láta sem hún hefði ekki heyrt
þetta og sneri sjer að Önnu. — Nú skalt þú fá dæmi, Anna,
sagði hún. „Gústi var með fjelögum sínum úr skólanum
á skemtiferð. Hann átti krónu þegar hann fór og 7 aura
þegar hann kom heim aftur. Hve miklu hafði hann eytt?“
— Já, sagði Lóa, en þá vil jeg vita, af hverju hann var
svona eyðslusamur. Hvort hann keypti sítrón fyrir þetta
allt og hvort hann hafði þvegið sjer í eyrunum, áður en
hann fór að heiman.
Kenslukonan ákvað nú að sleppa reikningnum í þetta
skifti. Hún hjelt að Lóu myndi kannske þykja meira gam-
an að læra að lesa. Þessvegna tók hún nú fram litla fall-
ega mynd af íkorna. Fyrir framan nefið á íkornanum
stók bókstafurinn í.
— Nú skaltu fár að sjá svolítið skemtilegt, Lóa mín,
sagði hún. Þú sjerð hjer íííííkorna. Og stafurinn hans er
hjá honum á myndinni, ííííkornanum, hann heitir í.
— O, því á jeg bágt með að trúa, sagði Lóa. Mjer finst
þetta vera eins og strik með svolitlum blett af fluguskít
Hótelvörðurinn á Holtavörðu
heiði hefir fundið upp góða að-
ferð til að vekja þær svefn-
purkur á morgnana, sem æskja
þess. Um daginn' lagði maður
nokkur fyrir hann að vekja
sig kl. 6 um morguninn. Á slag-
inu 6 vaknaði hann við að bar-
ið var harkalega að dyrum:
„Hver er það?“ hrópaði hann
reiðilega.
„Brjef til yðar“.
Maðurinn brölti- fram úr
rúminu og opnaði hurðina. —
Hótelvörðurinn fjekk honum
brjefið og flýtti sjer burtu. —
Hótelgesturinn opnaði umslag-
V
ið og tók út samanbrotinn brjef
miða, sem á stóð:
„Klukkan orðin sex. Kom-
inn tími til að fara á fætur“.
★
„Jeg fylgdi fallegu búðar-
stúlkunni heim í gær og stal
einum kossi“.
„Hvað sagði hún?“
„Nokkuð fleira“.
y\
Verkstjórinn fór með Halla
að hringsöginni og sýndi hon-
um hvernig ætti að beita henni.
Þá gaf hann hon-um einnig
mörg holl ráð og góð um það,
hvernig hann gæti best forðast
það, að meiða sig. Hann hafði
ekki fyr snúið við honum bak-
inu, en Halli rak upp æðis-
gengið vein. Þegar formaður-
inn sneri sjer að honum aftur,
sá hann, að hann hafði þegar
misst einn fingur.
„Og hvernig í fjáranum
fórstu að þessu?“ spurði hann.
. „Nú jeg stóð bara hjerna“,
emjaði Halli, „og gerði svona
.... drottinn minn, þar fór
annar!“
★
Maður nokkur frá Akranesi
kom niður á bryggju, þegar
„Laxfoss“ var kominn um fjóra
metra frá. Hann tók undir sig
mikið stökk, lenti á dekkinu
og lá í öngviti í einar tvær mín-
útur. Þegar hann raknaði úr
rotinu, reis hann á fætur og
virti fyrir sjer bryggjuna, sem
nú var að hverfa.
„Tíu litlir jólasveinar“, sagði
hann andagtugur. „Og svo líta
þeir á Skarphjeðinn sem ein-
hvern afreksmann".
ir
Ölvaður maður stoppaði
leigubíl, steig upp í hann, fjell
út um hinar dyrnar, sneri sjer
að bílstjóranum og sagði. „Og
hvað verður þetta mikið?“