Morgunblaðið - 09.04.1946, Page 16

Morgunblaðið - 09.04.1946, Page 16
Þriðjudagur 9. apríl 1946 ER GLÆPAALDA YFIR - VOFANDI? — Grein eftir Edgar Hoover á bls. 9. Wesiergaard- Nielsen kemur hingaS á vegum Dansk-íslenska ijelagsins MEÐ NÆSTU ferð ,,Drottn- ingarinnar" er hingað væntan- legur mag. art. Chr. Wester- gaard-Nielsen, ritari Dansk-ís- lenska fjelagsins í Darmörku. Hefir bess áður verið getið í frjettum útvarps og blaða, að Westergaard-Nielsen komi hingað til að halda fyrirlestra á vegum íslensku deildar Dansk-íslenska fjelagsins. Hitt er flestum íslendingum ókunn- ugt, að Westergaard-Nielsen hefir á undariförnum árum rit- að meir um ísiand í dönsk blöð og tímarit en líklega nokkur annar maður í Danmörku. Og allar greinar hans hafa verið skrifaðar af mikilli hlýju og næmum skilningi á sjónarmið- um íslendinga, t. d. í sjálfstæðis málinu sem í öðrum þeim efn- SólbleStir valda útvarpslruflunum um ur menningar- og atvinnu- háttum okkar á ófriðarárun- um. Westergaard-Nielsen talar og rifar íslensku ágæta vel og mun flytja fyrirlestra sína á ís- lensku. Mun það nær emsdæmi um útlending, sem ekki hefir dvalist langdvölum á íslandi. Dansk-ísler.ska fjelagið held ut- skemmtifund næstkomandi mánudagskvöld í Tjarnarcafé, í tilefni af komu mag. Wester- gaard-Nielsen. Flytur hann þar erindi og sýnir kvikmynd frá Danmörku. Tvöfaldur kvartet syngur og síðan verður dans- Að undanförnu hefir verið mikið um sólbletti og hafa vísinda- menn komist að raun um að þeir hafi valdið miklum útvarps- truflunum, meðal annars hafa þeir gert flug yíir úíhöfin erfitt, vegna þessa. Myndin hjer að ofan er tekin af sólinni úr stjörnu- turni einum í Bandaríkjunum og sjást sófþlettirnir greinilcga. Orin neðarlega á myndfnni til vinstri bendir á jörðina, en hún er teiknuð inn á myndina í rjettu stærðarhlutfalli við sólina. 14 skip seldu á Englands- markað í s.1. viku ísienskur náms- maður í Ameríku fangelsaður og landrækur Bv. Júpíter var söluhæsta skipið í VIKUNNI sem leið seldu 13 íslensk fiskiskip og eitt erlent leiguskip afla sinn á Englandsmarkaði. Samtals nam aflamagn skipanna 36.292 kit, er seldist á kr. 928.198.06. Að þessu sinni er með hæstan afla og jafnframt söluhæsta skip bv. Júpiter frá Hafnarfirði, með rúml. 4170 kit, er seldust fyrir tæp 14.600 sterlingspund. Aflann seldi togarinn í Grimsby. SAMKVÆMT upplýsingum, sem utanríkisráðuneytinu hafa borist frá sendiráði íslands í Washington, heflr íslenskur námsmaður í Bandaríkjunum nýlega verið settur í fangelsi og mun verða fluttur úr landi fyrir brot á amerísku innflytj- endalögunum. Hafði hann hætt námi og tekið atvinnu, en sam- kvæmt innflytjendalögunum er slíkt bannað öllum beirn, sem fá dvalarleyfi í Banda- ríkjunum til náms, nema sjer- stakt leyfi sje fyrir hendi, en það leyfi er mjög erfitt að fá. Það skal því brýnt fyrir námsmönnum, sem fara til Bandaríkjanna, að hlýða í öllu þeim reglum og fyrirmælum, sem þar g'ilda um námsíolk. Dánarfregn NÝLEGA er látin í Wmnipeg í Kanada skáldkonan frú Guð- rún Finnsdóttir Johnson, kona Gísla Johnson prentsmiðju- stjóra, Þessarar merku konu verður síðar getið nánar hjer í blaðinu. Flest skipanna seldu í Fleet- wood, hin í Hull, Grimsby og Aberdeen. Skipin eru þessi: Fleetwood. Þar seldu þessi sex skip: Es. Sverrir seldi 1655 kit, fyrir 4865 sterlingspund. Ms. Dóra seldi 1068 kit, fyrir 3083 pund. Es. Huginn seldi 1812 kit, fyrir 4091 pund. Geir seldi 2442 kit, fyrir 6837 pund. Skinfaxi seldi 2800 kit, fyrir 10.970 pund og Tryggvi gamli 2997 kit, fyrir 7468 pund. Aberdeen. Þar seldu tvö skip: Lt. Vedri nes seldi 2175 kit, fyrir 7305 pund og Ms. Rúna seldi 1436 kit, fyrir 3468 pund. HuII. Þessi þrjú skip seldu þar: Forseti seldi 3452 kit. fyrir 10.449 pund, Belgaum seldi 3068 kit, fyrir 11.578 pund og ÞÞórólfur seldi 3691 kit. fyrir 11.790 pund. Grimsby. Þar seldu þrjú skip: Ms. Fanney seldi 1523 kit, fyrir 5916 pund. Júpiter seldi 4172 kit, fyrir 13.590 pund og Venus seldi 4001 kit, fyrir 13.324 Hlíðdal og Eilingsen komnir af flug- málaráðsiefnunni í GÆRDAG komu hingað loftleiðis frá Skotlandi Erling Ellingsen, flugmálastjóri og Guðmundur Hlíðdal, póst- og símamalastjóri, en þeir mættu eins og kunnugt er sem full- trúar Islands á flugmálaráð- stefnu, sem haldin var í Dublin. Aðrir fulltrúar frá íslandi á ráðstefnunni voru: Frú Ther- esía Guðmundsson veðurstofu- stjóri, Sigfús Guðmundsson fulltrúi flugmálastjóra, Gunnl. Briem, verkfræðingur, Agnar Koíoed-Hansen, lögreglustjóri og Óli J. Ólason kaupmaður. — Ráðstefnunni lauk síðast í fyrra mánuði. Sjúkrahús ameríska bersins við Stapa brennur Mislu öli sín lækningatæki og lyfjabirgðir. Sjúklingum bjargað. ELDUR KOM UPP í sjúkrahúsi ameríska hersnis, sem var skamt frá Vogarstapa á Reykjanesi, aðfaranótt sunnudagsins og varð þar mikið tjón. Brunnu þarna tugir bragga og þar með öll lækningatæki sjúkrahússins, sem voru af fullkomnustu gerð og ennfremur allar meðalabirgðir. Sjúklingar, sem voru 18 í sjúkrahúsinu björguðust úr eldinum og ennfremur starfsfólk alt, en sumt þó klæðalítið. Fimm innbrot framin um helgina Um eldsupptök er ekki kunn ugt, en líklegt að kviknað hafi í út frá olíuvjel. Veður var hvast 'im nóttina og aliar að- stæður til að kæfa eldinn hin- ar verstu. UM helgina voru ffamin all-mörg innbrot- í verslanir og skrifstofur fyrirtækja hjer í bæ. Ekki er kunnugt um að neinu hafi verið stolið, nema í heildverslun Agnars Lúð- vígssonar, Tryggvagötu 28. En þar var rúmlega eitt þús. krónum í peningum stolið. Brotist var inn í afgr. Timb urverslunarinnar Völundur, en engu mun þar hafa verið stolið. Þá var gerð tilraun til að brjótast inn í skrifstofu verslunar Sig. Þ. Skjaldberg, Laugaveg 49. Þá var brotist inn í Grænmetisverslunina ^ið Ingólfsstræti, en innbrots þjófurinn hafði ekkert upp úr þeirri ferð. Þá var brotist, inn í skrifstofu prentmynda- gerðarinnar Leiftur, Tryggva götu 28. Var öllu þar umturn að. Þá var gerð tilraun til að opna peningaskáp, en inn-, brotsþjófurinn hefir orðið að hætta við það. Sennilegt er, að þessi sami þjófur hafi brot ist inn í skrifstofu Heildversl unar Agnars Lúðvígssonar, sem er í sama húsi. Hefir þjóf urinn brotið upp skjalaskáp. Var peningakassi geymdur í skáp þessum. Hann hefir þjófurinn brotið upp og tekið úr honum rúmlega 1000 kr. Eina sjúkrahús hersins. Sjúkrahús þetta við Stapá var eina sjúkrahúsið, sem her- inn hafði hjer eftir, en styrj- aldarárin hafði herinn fullkom in sjúkrahús við Álafoss, Helga fell og víðar. Níu læknar voru í sjúkrahúsi bessu. Það vill hernum til, að amer- íski flotinn hefir fullkomið sjúkrahús í Camp Knox hjer í bænum og munu sjúklingar hersins ver'ða fluttir þangað og herlæknarnir ennfremur flytj- ast í Knox með hjúkrunarfólki. Þetta er þriðji stórbruninn, sem verður hjá ameríska hern- um á tiltölulega stuttum tíma. Piltarnir sem brutusf inn í Kveldúlf dæmdjr SAKADÓMARI heíir ný- iega kveðið upp dóm yfir, þeim Guðmundi Grímssyni, Kambsveg 27 og Gárðari Ás- geirssyni, Hverfisgötu 70B, fyrir þau 9 innbrotsþjófnaði, þ. a. m. innbrotið í h.f. Kvelöl úlf. Voru þeir báðir dæmdir x 12 ára fangelsi skilorðbund- ið. Þá skulu þeir vera undir, eftirliti næstu 5 ár. Armannsstúlkumar sýna í Kaupmannahöfn á morgun EINS OG GETIÐ var um hjer í blaðinu s. 1. sunnudag vakti sýning íslenska kvenfimleikaflokksins úr Ármanni á Ling- vikunni í Gautaborg mjög mikla athygli og hrifningu. Ekki var gert ráð fyrir, að flokkurinn sýndi oftar í þessari för sirini, en nú hefir „Köbenhavns Kvindlige Gymnastikforening“ boðið honum að sýna n. k. miðvikudag í K.B.-höllinni í Kaup- mannahöfn. S. 1. sunnudag barst stjórn Ármanns' skeyti frá Baldri Möller um sýninguna í Gauta- borg. Segir þar m. a.: — Að allra áliti var hástig sýningarinnar á föstudaginn, en þá sýndu Finnar og íslend- i.ngar. „Göteborgs Morgenpost“ skrifar: „Mjög' fjölbreyttar sýningar og sjerstaklega áhrifa miklar.“ — „Göteborgs Bandels och S.jöfartstidningen“ segir x fyrirsögn: „Mönnum fannst mikið til um íslensku stúlkurn- ar. Finnarnir voru framúrskar- andi. ITvergi missmíði á. Sýni- leg ágæt kunnátta og þjálfun“. — „Göteborgstidningen1 segir í aðalfyrirsögn: „Erfitt er lýsa með orðum sýningu ísiensku stúlknanna. Snildarbragur á henni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.