Morgunblaðið - 25.04.1946, Blaðsíða 1
16 síður
Gerlach átti að hindra skilnaðinn við Dani
Tvenn merk íög
frá Alþingi
TVENN merk lög hafa verið
afgre.idd frá Alþingi síðustu
daga.
Húsnæðismálin.
Opinber aðstoð við bygging-
ar íbúðarhúsa í kaupstöðum og
kauptúnum. Þetta frv. var sam-
þykt við eina umr. í Ed. með
11 samhlj. atkv. og afgreitt
sem lög frá Alþingi.
Með þessum lögum er stigið
stórt spor til úrlausnar á hinu
mikla vandamáli húsnæðisleys-
inu. Hjer er sú stefna viður-
kend, að ríkinu beri að sinna
þessum málum, ekki síður en
bæjar- og sveitarfjelögum, en
borgarstjórinn í Reykjavík hef-
ir sem kunnugt er, barist fyr-
ir þessu árum saman.
Aðstoð vegna bátaútvegsins.
Frv. um heimild fyrir ríkis-
stjórnina til ráðstafana vegna
útflutnings á afurðum bátaút-
vegsins var samþ. í Ed. með 11
samhlj. atkv. og afgreitt sem
lög frá Alþingi.
Ríkisstjórninni er hjer heim-
ilað að ábyrgjast hraðfrystihús
unum alt að 5 aura á innvegið
kg miðað við slægðan fisk með
haus. Ennfremur, að kaupa til
útflutnings eða ábyrgjast sölu
á alt að 7000 tonnum af salt-
fiski fyrir bátaútveginn fyrir
kr. 1.70 kg af fullsöltuðum og
fullstöðnum 1. fl. þorski. Loks
er ríkisstjórninni heimilað að
taka á leigu frá miðjum apríl
fram í seinnihluta maí og ann-
ast rekstur á alt að 20 fisk-
flutningaskipum og kaupa fisk
í þau til að ekki falli niður
útflutningur bátafisks.
um
r I r
ísafirði, 19. apríl.
Frá frjettaritara vorum.
SKÍÐAVIKA ísafjarðar hófst
í gær. Færi var gott og snjór
nógur. Bæjarbúar fjölmentu
fram í Seljalandsdal til skíða-
ferða.
Gestir lengra að eru miklu
færri núna en áður vegna sam-
gönguleysis milli Reykjavíkur
og ísafjarðar og Vestfjarðanna
innbyrðis.
-n
Þegar Hoover var í Höfn
Herbert Hoover, fyrverandi forseíi Bandaríkjanna, sem nú er á
ferðalagi til að kynna sjer matvælaástandið í heiminum fyrir
atbcina Truinans forseta. Hoover er nú staddur í Indlandi. —
Myndin hjer að ofan var tekin er hann var í Kaupmannahöfn
%
á dögunum. Með Hoover er Gustav Rasmussen utanrílcisráð-
herra Dana.
Er veikur í fangelsi
■ Garmisch
DR. WERNER GERLACH, sem hjer var þýskur ræðis-
maður, þegar styrjöldin braust út, átti að beita áhrifum sín-
um hjer á landi til að reyna að koma í veg fyrir að íslend-
dngar segðu upp sambandslögunum við Dani og ef það tæk-
ist ekki, þá að reyna að hafa áhrif á, að íslendingar slitu að
minsta kostd ekki konungssambandinu. Taldi utanríkisráðu-
neytið þýska þetta í samræmi við „sögulegar erfðavenjur,
sem æskilegt væri að við yrði haldð.
tryggingarnar
FRUMVARPIÐ um al-
mannatryggingar hefir verið
til meðferðar í Nd. síðustu
dagana. Lauk 2. umræðu
málsdns fyrir kvöldverð í
Fundur utanríkisráðherranna
heíst í París í dag
París í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
ALLT HEFIR nú verið undirbúið í París í tilefni af fundi
utanríkisráðherranna, sem hefjast mun á morgun, fimmtudag,
er Bevin utanríkisráðherra Breta, kemur þangað. Byrnes utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú kominn til Parísarborgar, en
Molotov, utanríkisráðherra Rússa, mun hafa lagt á stað frá
Moskva í dag, ásamt fjölmennu föruneyti.
Vautraustið
í RÁÐI mun vera, að um-
ræður um vantrauststillögu
Framsóknarflokksins fari
fram frá Alþingd n. k. föstu-
dags- og laugardagskvöld.
Verður þessum umræðum út
varpað.
Gert er ráð fyrir því, að
mikil leynd muni hvíla yfir
ráðstefnunni, enda þótt meir en
200 frjettaritarar, frá öllum
helstu blöðum heimsins, sjeu
nú komnir, eða um það bil að
koma, til Parísar.
Franska utanríkismálaráðu-
neytið, sem sjer um undirbún-
ing fundarhalda þessara, hefir
tilkynnt, að ráðherrunum ein-
um og aðstoðarmönnum þeirra
verði hleypt inn í höll þá, sem
Þingkosningum
lokið í Japau
London í gærkveldi.
MacARTHUR, yfirmaður her
námsliðsins í Japan, hefir látið
svo ummælt, að hann líti á þing
kosningar þær, sem nú er ný-
lokið þar í landi. sem merki-
legt framfaraskref í sögu lands
ins. Konur sóttu kjörstaði mik-
ið. en alls munu um 73% íbú-
anna hafa greitt atkvæði.
valin hefir verið til viðræðn-
anna.
Lítið hefir enn verið látið
uppi um það, hvaða vandamál
verði tekin fyrir, en fregnir frá
Róm herma, að líklegt sje að
utanríkisráðherrarnir ræði m.
a. hvaða ráðstafanir beri að
gera í sambandi við herskipa-
flota ítala.
a h
Ofgamenn ræna
bróður dr. Sharrlr
London í gærkveldi.
Dr. Sharrir, forsætisráðherra
Indónesa, hefir beðið Breta um
aðstoð, til að ná bróður sínum
úr klóm öfgamanna þeirra úr
liði Indónesa, sem numið hafa
hann á brott. Almennt er litið
svo á, að öfgamennirmr vilji
með þessu mótmæla stefnu for-
sætisráðherrans, en hann hefir,
eins og kunnugt er, átt í samn-
ingum við Hollendinga, fyrir
milligöngu Breta, um framtíð-
arstöou Indónesa.
gær, og stóð til að frv. yrði
tekið til 3. umr. á kvöldfundi
kl. 9,30. Varð ætlunin að
reyna að afgreiða málið út
úr deildinni, en vegna nokk-
urra smávægilegra breytinga,
sem deildin gerði á frv. þarf
það að fara aftur til Ed., til
einnar umræðu.
Morðmenn þakka
gjafir
AÐALFUNDUR í bresku deild
norska Rauða Krosisns var hald
inn í London hinn 9. apríl s.L,
segir í frjett frá ríkisstjórninni.
Á fundi þessum voru bornar
fram bakkir til Islendinga fyr-
ir þau fjárframlög og aðra að-
stoð er borist hafði Norðmönn-
um hjeðan. Var þess sjerstak-
lega getið að fjárframlög þau,
sem frá íslandi bárust, hafi ver
ið þau mestu sem Rauða Kross-
inum noi'ska hefðu borist og
var fulltrúa frá sendiráði ís-
lands í London, er var á fund-
inum, sjerstaklega falið að bera
fram þakkir norsku þjóðarinn-
ar fyrir þau og þann bræðrahug
er gjafirnar sýndu.
Byggingasamvinnu-
fjelag sfofnað á
ísaflrði
Frá frjettaritara vorum
á ísafirði.
NLEGA er stofnað hjer bygg
ingasamvinufjelag með 30—40
meðlimum. Stjórn þess skipa
Jón Guðmundsson kennari,
Guðmundur Lúðvígsson skrif-
stofumaður og Rögnvaldur
Jónsson skipstjóri.
Þetta sagði Gerlach, Ragn-
ari Stefánssyni, major, sem
nýlega fór til Þýskalands til
að yfirheyra Gerlach, en
hann situr nú í fangelsi í Gar-
misch-Partenkirchen, en þar
handtóku Bandaríkjamenn
hann í ágústmánuðá í fyrra-
sumar.
ViZdi vera á íslandi.
* Gerlach er nú sjúkur mað-
ur, hefir einhverskonar himnu
bólgusjúkdóm. Hann sagði
Ragnari að helst vildi hann
nú vera á íslandi og sæi hann
nú, að margt, sem honum
hefði fundist lítið um er hann
var hjer, væri harla gott.
Ekki kvaðst hann hafa rek
ið neina „fimtu herdeildar-
starfsemi" hjer á landi, en
játaði, að hann hefði reynt
að fá upplýsingar hjá íslensk
um sjómönnum um hvort
bresk skip væru á sveimi hjer
við ströndina, þegar þýsku
skipin voru að leggja hjeðan
úr höfn til Noregs.
Leynistöðvarnar.
Þá sagði ræðismaðurinn, að
það væri rjett að hann hefði
haft hjer leynistöðvar í húsi
sínu og hefði hann sagt lög-
reglustjóranum í Reykjavík
ósatt, er hann hefði komið til
að spyrjast fyrir um stöðv-
arnar. Hefði hann notað
stöðvarnar nokkrum sinnum
eftir heimsókn lögreglustjór-
an, því að þá skömmu síðar
hefði sjer opnast samband til
Berlínar um Juliannehaab í
Grænlandi og Washington.
Átti að gæta hagsmnna
þýskra vísindamanna.
Eitt af aðalhlutverkum
dr. Gerlachs hjer var að gæta
þess að þýskir vísindamenn
fengju forgangsrjett fram
yfir annara þjóða vísinda-
menn, t. d. við eldfjallarann-
sóknir og þó ekki hvað síst
við uppgröft á gömlum rúst-
um í Þjórsárdal. Hefði það
verið ætlan þýskra vísinda-
manna að vera á undan
vísindamönnum frá Dan-
mörku og Noregi, sem höfðu
Framh. á 2. siðu.