Morgunblaðið - 25.04.1946, Blaðsíða 14
14
íoegunblaðið
Fimtudagur 25. apríl 1946
THEODOSIfl
€»ftír
ýínya $eton
22. dagur
En þegar hann sá ólundar-
svipinn á tilvonandi tengdasyni
sínum, rankaði hann við sjer.
,,Þú ert ekki beinlínis hýr í
bragði, Alston“, sagði hann
vingjarnlega. ,,Þú þarft ekki að
hafa neinar áhyggjur af Theo.
Hún verður ekki lengi að hress
ast aftur“.
„Má jeg ekki einu sinni
kveðja hana áður en jeg fer?“
spurði Jósep, með nokkrum
þjósti.
„Auðvitað, kæri vinur —
þó það nú væri. Jeg ætla að
skreppa upp fyrst — og svo
sendi jeg eftir þjer“.
Það hýrnaði yfir Jósep. „Mjer
þykir mjög fyrir því, að þurfa
að fara frá henni — og vera í
burtu svona lengi. Það getur
meira en vel verið. að hún
gleymi mjer á meðan“.
„Vitleysa", sagði Aaron. —
„Auðvitað gleymir hún þjer
ekki. Skrifaðu henni ástarbrjef.
Konur elska munnklökk ástar-
brjef. Vitnaðu í ástarljóð. Segðu
henni frá því, hve þú fáir á-
kafan hjartslátt, er þú hugsar
um hana. Segðu henni að þú
brennir af óþolinmæði eftir
þeirri stundu, þegar þú getir
kallað hana eiginkonu þína.
Hvernig er það annars —- hafið
þið ekki ákveðið brúðkaups-
daginn?“
„Nei. Jeg hefi reynt að fitja
upp á því við hana, en hún
segist ekki vera á því, að heppi-
legt sje að giftast ungur, og
vitnar hún í Aristoteles, máli
sínu til sönnunar“.
Aaron fór að hlægja. Drott-
inn minn — hvílíkur elskhugi,
sem lætur kúgast af Aristo-
teles! Ekki að furða, þó að
barninu sje ekki áfram um að
giftast honum. En það var
samt sem áður brýn nauðsyn
á því, að þau giftust eins fljótt
og unnt var. Lánardrottnarnir
urðu sifelt óþolinmóðari, og
hann gat ekki fengið meira lán-
að hjá Jósep í bráð.
Það myndi einnig hafa mikil
áhrif á kosningarnar að mægj-
ast við eina valdamestu fjöl-
skylduna í Suður-Karólína. En
það, sem mestu máli skifti, var
þó Theo sjálf. Hið litla ástar-
æfintýri hennar og unga manns
ins í skóginum hafði fært hon
um heim sanninn um, að tími
væri kominn til þess að hún
færi að giftast — og hið
hneykslanlega atvik í Vaux-
hallgörðunum hafði vissulega
styrkt hann í þeirri trú. Hún
varð þegar í stað að komast í
örugga höfn, þar sem ástríðan
náði ekki til hennar. Hann var
ekki í nokkrum vafa um, að
þessi ákvörðun væri rjettmæt.
„Skrifaðu henni með hverri
ferð“, hjelt hann áfram, þar
eð hann vissi, að Jósep myndi
líklegri til þess að hafa áhrif
á hana skriflega en munnlega.
„Það er oft, sem mönnum læt-
ur betur, að tjá hugsanir sínar
skriflega og Theo er ágætlega
ritfær“.
„Það er jeg ekki“, sagði Jósep
ólundarlega.
„Hvaða vitleysa! Það ertu
einmitt!“ sagði Aaron einlæg-
lega.
Theo bar ekki fram nein
mótmæli, þegar henni var sagt,
að Jósep æskti þess, að fá að
kveðja hana. Þessa daga, sem
hún var veik, hafði henni tek-
ist að gleyma Jósep algjörlega.
En þegar henni var bent á,
hver skylda hennar væri, við-
urkendi hún þegar í stað, að
hann hefði fullan rjett á því, að
fá að kveðja hana.
Nathalía ætlaði að koma með
einhverjar mótbárur, en Aaron
sagði: „Jeg dáist mjög að því,
hve þú hefir sterka siðferðis-
kend — en hjer er það jeg,
sem ræð“. Natalía svaraði
engu. Hún burstaði hár Theo,
og fljettaði, dró sæng hennar
upp að höku, svo að ekki sæ-
ist votta fyrir hvítum nátt-
kjólnum. Siðan tók hún sjer
stöðu úti í horni, ásamt Aaron.
Það var sent eftir Jósep, og
hann stóð nú við rúm unnustu
sinnar, rauður og vandræða-
legur, og braut heilann um það,
hvað hann ætti að segja.
Theo varð snortin, þegar hún
sá kvíðasvipinn á andliti hans.
„Mjer líður miklu betur núna“,
sagði hún vingjarnlega.
Hann roðnaði enn meir, þeg-
ar hann heyrði blíðlega rödd
hennar. Hún virtist svo ótrú-
lega ung og varnarlaus, þar
sem hún lá í stóru rúminu.
„Mjer þykir leitt, að þú skul
ir fara á morgun. Jeg mun
sakna þín mikið“, bætti hún
við, af einskærri kurteisi. En
henni varð um leið ljóst, að
henni var nú hlýrra til hans
en nokkru sinni áður.
„Jeg kem aftur eins fljótt
og unt er. Heldurðu að það
gleðji þig nokkuð, að sjá mig
aftur?“
Hún brosti. „Já auðvitað".
Það var satt. Hún hlaut að
verða glöð, þegar hún hitti
hann aftur — eftir þrjá mán-
uði — heila eilífð.
„Við skrifum hvort öðru
oft“, sagði hann.
„Já — vitanlega gerum við
það“.
Hann tvístje vandræðalega.
Rauðar, mjúkar varir hennar
freistuðu hans, sem og fagur-
skapaður líkami hennar, sem
sást greinilega móta fyrir und-
ir sænginni, þrátt fyrir um-
önnun Natalíu. Hann gaut aug-
unum flóttalega til Natalíu og
Aarons, sem ræddust við í
hálfum hljóðum, og missti
kjarkinn.
Hann beygði sig niður, og
kysti Theo á ennið. „Vertu
sæl, Theo“.
Hún snart kinn hans laust
með höndinni. „Vertu sæll,
Jósep“. Hann var eitthvað svo
skelfing vesældarlegur á svip-
inn, að hún bætti við: „Jeg
mun telja dagana, þangað til
jeg fæ fyrsta brjefið frá þjer“.
Og við það varð hann að
sætta sig. Það var ekki til-
hlýðilegt að láta í ljós ákafar
tilfinningar í nærveru sjúkl-
ings. Hvorugt þeirra grunaði,
að á þessu andartaki höfðu
þau markað allt sitt hjúskapar-
líf. Theodosia hafði uppgötvað,
hve máttugt vopn sjúkdómur-
inn gat verið — hann gat los-
að konuna við ýmsar hvim-
leiðar skyldur.
★
Hún fjekk brjef frá Jósep
mánuði síðar. Eins og Aaron
hafði búist við, vakti það undr-
un hennar, hve mælskur hann
var í brjefinu. Og margt sem
hann sk’úfaði, bar vott um
sanna tilfinningu.
— EfUr því sem lengra leið
frá brottför hans, tók mynd
hans á sig rómantískari blæ í
augum hennar. Þegar hann var
farinn, tók hún að uppgötva
ýmsa góða eiginleika, er prýddu
hann, og hún hafði ekki komið
auga á áður. Aaron átti sjálf-
sagt sinn þátt í því, þar eð
aldrei leið sá dagur, að hann
ekki hældi Jósep á hvert reipi.
Hann talaði um, hve hann væri
glæsilegur reiðmaður, hve hann
væri höfðinglegur í fasi, hve
hann myndi verða mikill á-
hrifamaður í stjórnmálum, er
fram liðu stundir. — „Trúðu
mjer“, sagði Aaron. „Hann verð
ur fylkisstjóri áður en langt
líður — ef jeg get þá ekki lát-
ið honum í tje enn glæsilegra
embætti. Og það er meira að
segja mjög sennilegt, að mjer
takist það“.
Annars mintist Aaron aldrei
á það, hvað hann ætlaði sjer í
stjórnmálunum — jafnvel ekki
við Theo. Hann háði nú hættu-
lega baráttu, er honum þótti
hyggilegast að tala sem minnst
um.
Það braut ekki í bága við
lögin, að reyna að notfæra sjer
núverandi kosningafyrirkomu-
lag. I kjörmannaráðinu var
kosið á milli forseta- og vara-
forsetaefnis, en sá, sem fjekk
fleiri atkvæði, varð forseti. Ef
varaforsetaefnið fengi, ein-
hverra hluta vegna, fleiri at-
kvæði en forsetaefnið, þá
myndu þeir Jefferson og Aaron
skifta um hlutverk af sjálfu
sjer.
Atkvæðin hjeldu áfram að
berast allan nóvember og des-
ember mánuð. Þau töfðust
vegna veðurs og ekki var held
ur sami kosningadagurinn í
öllum fylkjunum, Það kom
smám saman í ljós, að úrslit-
myndu verða jafn óljós, og
baráttan hafði verið hörð. Það
leit út fyrir, að Jefferson og
Burr myndu bera jafn mörg
atkvæði úr býtum.
Aaron beið rólegur átekta,
og gætti þess vel, að vera var-
kár í ræðu og riti, en flest öll
blöðin, með New York Even-
ing Post, undir ritstjórn Hamil-
tons, í broddi fylkingar, birtu
svæsnar og svívirðilegar rit-
stjórnargreinar.
MALFLUTNINiiS-
SKRIFSTOFA
Ifiinaj B Guðmundsson,
Guðlaugui Þorláksson
Austurstræti 7
5ímaj 3202. 2002
Skrifstofutími
-' in. v , ,e i —&
intf' >kki
Lóa langsokkur
Eftir Astrid Lindgren.
35.
Þá heyrðu þau til Lóu, en ekki kom rödd hennar að
ofan, heldur einhversstaðar langt að neðan, það var eins
og hún kæmi neðan úr jörðinni.
— Jeg er inni í trjenu. Það er holt alla leið niður að
rótum. Og jeg sje hjerna út um litla rifu, jeg get sjeð kaffi-
könnuna úti á grasinu.
— Ó, og hvernig kemstu upp, sagði Anna skelkuð.
— Jeg kemst aldrei upp, sagði Lóa. Jeg verð hjer þang-
að til jeg fæ ellistyrk. Og þið verðið að kasta til mín mat
gegnum gatið þarna uppi. Svona fimm-sex sinnum á dag.
Nú fór Anna að gráta.
— Ekki gráta, ekki kveina! sagði Lóa. Komið þið held-
ur hjerna niður, og svo skulum við leika okkur saman,
við skulum láta sem við sjeum í hryllilegum fangaklefa.
— Það geri jeg aldrei, sagði Anna. Og til þess að vera
alveg örugg, klifraðist hún niður úr trjenu.
— Anna, jeg sje þig gegnum rifuna, æpti Lóa. Gakktu
ekki ofan á kaffikönnuna. Þetta er gömul og góð kaffi-
kanna, sem aldrei hefir gert kvikindi mein. Og ekki er
það henni að kenna að hún skuli vera orðin túðulaus.
Anna gekk nú að stofninum, og gegnum rifu sá hún
rjett á fingurgóminn á Lóu. Þetta huggaði hana svolítið,
en samt var hún enn óróleg.
— Lóa, kemstu alls ekki upp? spurði hún.
Fingurinn á Lóu hvarf nú, og ekki leið á löngu þangað
til andlitið á henni sást í gatinu uppi í trjenu.
— Kannske jeg gæti það, ef jeg reyni almennilega, sagði
hún og hjelt laufinu frá með höndunum.
— Er svona auðvelt að komast upp, sagði Tumi, sem
enn var uppi í trjenu? Ef það er, þá vil jeg líka fara niður
og sjá hvernig er í fangelsinu.
— Ja, sagði Lóa, jeg held við sækjum stiga.
Hún klifraði nú upp úr trjenu og flýtti sjer niður til
þess að sækja stigann. Honum tróð hún svo gegnum hol-
unaí trjábolnum.
Tumi vildi nú endilega fá að fara niður. Það var þó
Bóndinn: „Það er stórmerki-
legt, en samt staðreynd, að við
höfum komist að því, að hvítu
hestarnir okkar borða meira en
þeir svörtu“.
Bæjarbúinn: „Það er skrítið.
Hver ætli ástæðan sje?“
Bóndinn: „Ætli það sje ekki
sökum þess, að við eigum fleiri
hvíta en svarta“.
★
„Hvernig vandirðu manninn
'þinn af því, að vera svona
seint úti á kvöldin?"
„Þegar hann kom seint
heim um daginn kallaði jeg:
„Ert þetta þú, Jón?“ en eins
og þú veist heitir maðurinn
minn Pjetur“.
ÍT
Lögregluþjónn kemur hlaup-
andi inn í verslunina. Hann er
á hælunum á náunga, sem taka
á úr umferð.
Lögregluþjónninn — „Kom
nokkur hingað inn“.
Afgreiðslustúlkan —„Nei“.
Lögregluþjóninn — „Hvað
er í þessum poka?“
Afgreiðslustúlkan — Kopar-
krúsir“.
Lögregluþjónninn sparkar í
pokann.
Rödd úr pokanum — „Klang,
klang“.
★
„Jeg hefi ekkert á móti sak-
lausum skemtunum“, sagði for-
stjórinn, „en þetta er farið að
ganga of langt. Fáið mjer bux-
urnar mínar, jeg ætla að fara“.
★
Móðirin — „Hvað er að þjer
núna, Nonni minn?“
Nonni — „Pabbi sló á putt-
ann á sjer með hamri“.
Móðirin — „Það er engin á-
stæða til að gráta. Hvers vegna
hlóstu ekki bara?“
Nonni — „Jeg gerði það“.
★
Móðirin spurði Svenna litla
hvernig honum hefði fallið við
fyrsta daginn í skólanum.
„Hvað lærðirðu í dag?“ —■
spurði hún.
„Ekkert“.
„En þú hlýtur að hafa eitt-
hvað. Kenndi kennarinn ykk-
ur ekkert?“
„Jæja, ef þú vilt endilega vita
það, mamma, get jeg svo sem
sagt þjer eins og er, að mjer
líst ekkert á skólann. Þó kenn-
arinn sje orðinn stór, veit hann
ekkert í sinn haus. Hann þurfti
meira að segja að spyrja okkur,
hvernig ætti að stafa „hund-
ur“ og „köttur“.
★
— „Jæja, Stína mín, farðu
nú með bænirnar þínar og
beiddu guð að láta þjer batna“.
— „En, amma, er ekki lækn-
irinn til þess?“