Morgunblaðið - 25.04.1946, Side 8
8
MORGUNBLAöIÐ
Fimtudagur 25. apríl 1946
gtutltbtfrtfr
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlanda.
kr. 12.00 utanlands.
I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Leabðk.
Sumri fagnað
I dag er þjóðlegasti hátíðisdagur ísl. þjóðarinnar, sumar-
dagurinn fyrsti. Það er engin tilviljun að þessi dagur
skuii vera sjerstakur hátíðisdagur þessarar þjóðar.
Hnattstaða lands hennar er norðlæg. Skammdegisnótt er
skuggalöng, segir eitt þjóðskáld okkar. Þessar skugga-
löngu nætur hefir íslenska þjóðin lengstum orðið að
þreyja fátæk og ófrjáls í ljelegum húsakynnum og við
frumstæð lífsskilyrði. Hinn nofræni vetur hefir oft
þjarmað að fólkinu og skapað því hungur og harðrjetti.
En þrautsegja þess hefir fleytt því yfir örðugleikana.
Hvorki ísar við ströndina nje svell og hjarn yfir landinu
hafa megnað að buga það þótt mannfall hafi stundum
orðið af vetrarhörkum.
Þjóð, sem slíka baráttu hefir háð við feiknöfl vetrarins,
hlaut að fagna sumrinu, hinum rísandi og bjarta degi af
einstæðum feginleik. Sumarið framundan hlaut að vera
henni þráðara en allt annað.
★
í dag fagna íslendingar sumri, eitt þúsund sjötugasta
og öðru sumrinu, sem rennur upp yfir þetta land frá
upphafi byggðar þess.
Fögnuðurinn yfir sumarkomunni er ennþá mikill og
innilegur á íslandi enda þótt margt hafi breyst, vald
vetrar og myrkurs yfir fólkinu þorrið, lífskjör þess jafn-
ast og batnað og síðast en ekki síst, stjórnarfarslegt frelsi
fengið. Harður vetur veldur ekki lengur mannfalli og
harðæri í landinu. Mótstöðuaflið hefir aukist, húsakynn-
in eru hlýrri og bjartari, fólkið hraustara og bjartsýnna.
En af hverju er það bjartsýnna? Veturinn er ekki styttri
nú en hinn fyrsti vetur landnemanna og sumrið ekki
lengra. Þjóðin hefir fundið til máttar síns. Hún veit að
hún er ekki eins háð náttúruöflunum og forfeður hennar,
Hún veit að hún hefir gert náttúruöflin sjer undirgefin.
Fossar og fallvötn, hverir og laugar landsins, ylja og
lýsa upp híbýli hennar víðsvegar um landið. Vjelaaflið
hefir leyst árina og ræðarann af hólmi. Vinnan er ekki
lengur arðlítið strit og þrældómur ófrjálsra manna,
heldur starf sem gefur lífi frjálshuga fólks, gildi.
★
Veturinn, sem sumarið er nú að leysa af hólmi hefir
verið óvenjulega mildur til landsins þótt ógæftir hafi
víða dregið úr sjósókn. Og hann er fvrsti friðarveturinn,
sem þessi þjóð og aðrar þjóðir, hafa lifað í 7 ár. Af þess-
um rökum er hinn liðni vetur merkilegur.
Sumarið, sem er að renna upp í dag verður einnig
þýðingarmikið, einnig fyrir íslendinga. Heimurinn er að
leita jafnvægis eftir blóðfórnir styrjaldarinnar. Allar
þjóðir eru að stritast við að byggja upp ný samtök friðar
og öryggis. Hvernig það tekst er ekki enn sjeð. En fram-
tíð þjóðanna, smárra og stórra veltur á að þetta takist.
Um það getur engum blandast hugur, sem á þessum
tímamótum reynir í alvöru að gera sjer grein fyrir
ástandi og horfum.
★
Hvernig er umhorfs í íslensku þjóðlífi á þessum fyrsta
sumardegi? Er útlitið bjart eða dimmt? Þrátt fyrir ýmsar
skuggahliðar á íslenskum háttum í dag, verður ekki ann-
að sagt en að útlitið sje bjart. íslenskar útflutningsvörur
eru í sæmilegu verði, sumar ágætu. Framleiðslutæki
þjóðarinnar eru að stórbatna. Rík athafnaþrá setur svip
sinn á atvinnulífið til lands og sjávar. Fram hjá þessum
staðreyndum verður ekki gengið. En víst mega þó heyr-
ast varnaðarorð. Varúð er á öllum tímum nauðsynleg.
Of mikil bjartsýni getur leitt til falls. En hófleg bjartsýni
og trú á mátt dugandi þjóðar til sjálfsbjargar, lætur sjer
aldrei til skammar verða. í þeirri trú og skoðun fagna
íslendingar nú sumri.
Morgunblaðið óskar öllum lesendum sínum og öðrum
landsmönnum gleðilegs sumars.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Sumardagurinn fyrsti.
ÍSLENDINGAR eru eina
þjóðin, sem halda sumardaginn
fyrsta hátíðlegan. Sumarið er
svo mikils virði fyrir okkur,
að við fögnum komu þess af
alhug. Oft erum við heldur
fljót á okkur að fagna sumri,
því þótt almanakið segi okkur
að sumardagurinn fyrsti sje
kominn, þá lætur sumarveðrið
oft standa á sjer.
Nú er sumardagurinn fyrsti
orðinn dagur barnanna og er
það vel. Börnin eru vor og
sumar lífsins og vissulega eiga
þau að hafa sinn dag, eins og
aðrir. Það tíðkast nú æ meir
að sjerstakar stjettir velji sjer
úr einn dag á ári sem sinn dag.
I sambandi við barnadag-
inn er vert að minnast hins
ágæta fjelagsskapar „Sumar-
gjafar11. Mikið og þarft verk
hefir það fjelag unnið hjer á
undanförnum árum og skal
hiklaust hvatt til að styrkja
hann.
Því fje, sem varið er til styrkt
ar ,,Sumargjöf“ er vel varið,
því það gengur til þess að hlúa
að gróanda íslensku þjóðarinn-
ar.
Vonbrigði.
TRÚLEGT ÞYKIR mjer að
kvikmyndahúsgestir — og það
þýðir bæjarbúar yfirleitt —
hafi orðið fyrir vonbrigðum
um páskana. Það hefir verið
föst venja kvikmyndahúsanna
í fjölda mörg ár að vanda val
kvikmynda, sem sýndar hafa
verið um stórhátíðar. Þartil
nú um síðustu páska, að það
var ekki nema eitt kvikmynda
hús, Tjarnarbíó, sem sýndi það
sem kalla mætti fyrsta flokks
mynd, en sá galli var þó á,
að sú mynd var búin að
„ganga“ lengi eins og sagt er.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að ein aðalskemtun
Reykvíkinga eru kvikmynda-
sýningar og það ekki síst um
hátíðar. Sú regla er höfð hjer
að kvikmyndasýningar falla
niður bænadagana og fram á
annan í páskum. Jeg efast um
að nokkur viti ástæðuna fyrir
þeirri fyrirtekt, því það er ekk-
ert óguðlegra að skoða góða
mynd í bíó, en að aðhafast
margt annað, sem menn leiðast
útí í tómlæti þessara hátíðis-
daga.
•
Bágar ástæður.
ÞESS HEFIR fyrr verið get-
ið hjer í blaðinu, að skáli nr.
5 við Eiríksgötu eyðilagðist af
eldi, sunnudagsmorguninn 14.
þ. m., og einnig brann þar inn-
bú alt og fatnaður, er hjónin
áttu, er þar bjuggu með fjór-
um ungum börnum sínum.
Eldurinn var svo æstur, að
fólkið komst nauðulega út um
glugga á nærklæðunum einum,
upp úr rúmunum og varð það
því til lífs, að drengur hjón-
anna vaknaði og varð eldsins
var. Hafði hann kent tann-
verkjar öðru hverju um nótt-
ina og því vaknað nokkrum
sinnum. Er drengurinn vakti
foreldra sína, var eldurinn
kominn inn í svefnherbergið
búinn að loka fyrir útganginn,
og þegar er glugginn var opn-
aður, magnaðist hann, og virt-
ist hjónunum í svip sem eng-
um yrði undankomu auðið.
En fyrir frábæra atorku
þeirra og snarræði, tókst þeim
að bjarga börnunum og sjer á
eftir út um gluggann, en við
það skaðbrendust þau bæði,
konan nokkuð meira en mað-
urinn og auk þess handleggs-
brotnaði hún.
Góðverk.
MORGUNBLAÐIÐ gekst þeg-
ar fyrir samskotum handa
þessu bágstadda fólki, sem
misti þarna í eldinum aleigu
'sína, óvátrygða, og er auk þess
stórslasað og húsnæðislaust. Og
svo sem vænta mátti, brugðu
þegar nokkrir bæjarbúar við,
og lögðu fram fje því til hjálp-
ar.
En betur má ef duga skal.
Og af því að afgreiðsla Morg-
unblaðsins, sem veitir gjöfum
móttöku, hefir verið lokuð
nokkra undanfarna daga og
blaðið ekki komið út vegna
hátíðarinnar, er almenningi
enn bent á hinar mjög svo
erfiðu og þungbæru ástæður
þessa brunafólks.
Hjer eiga menn vissulega
kost á því að láta gott af sjer
leiða. Vinna sannkallað góð-
verk með því að leggja eitt-
hvað að mörkum til nauð-
stadda fólksins.
„Heiman fór jeg“.
MENN VERÐA varla leng-
ur uppnæmir þótt þeim sje
sagt að nýlega sje komin út
„góð bók“ og það fór þannig
fyrir mjer er mjer barst upp
í hendurnar bókin „Heiman
jeg fór“, að jeg tók bókinni
með mesta jafnaðargeði. En
þegar jeg fór að blaða í þess-
ari snotru bók, varð mjer brátt
ljóst að hjer var eitthvað ó-
venjulegt á ferðinni.
Þarna hefir verið safnað sam
an í snotra bók mörgum af
fegurstu perlum íslenskra bók-
menta, bæði í bundnu máli og
óbundnu. Þarna eru kaflar úr
Hávamálum, Eddu, Þjóðsögun-
um, kaflar eftir nútíma skáldin
og mörg fegurstu ljóð, sem til
eru á íslenska tungu.
Helgafell, sem gefur bókina
út hefir fengið kunna ferða-
langa og bókmentafræðing til
að velja efnið í bókina og er
bókin gefin út með það fyrir
augum, að menn taki hana með
sjer í ferðalög. Getur það ver-
ið ágæt hugmynd, en hinu gæti
jeg trúað, að listelskir menn
geymi bók þessa á áberandi
stað heima hjá sjer og grípi
til hennar í tómstundum til
að lesa aftur og aftur þær skín-
andi perlur íslenskrar tungu,
sem þar er að finna.
•
...
Gleðilegt sumar.
ÞEGAR VIÐ höldum sumar-
daginn fyrsta hátíðlega finst
okkur eins og við höfum náð
sjerstökum áfanga. Það er eins
og um áramót er við strengjum
þess heit, að láta nú verða af
því, sem við höfum ekki gefið
okkur tíma til fyrir áramótin,
eða vanrækt að gera það sem
við hefðum átt að gera.
Orðið sumar er töfraorðið
okkar íslendinga. Við horfum
mót hækkandi sólu, vonglaðir.
Eftir hinn dimma og langa
vetur þráum við birtu og yl.
Við bjóðum hver öðrum gleði-
legs sumar og þökkum fyrir
veturinn, eins og við sjeum að
koma úr löngu ferðalagi og
þökkum góðum ferðafjelögum
fyrir samveruna.
Gleðilegt sumar og
þökk fyrir veturinn.
»■■■■■•■■■■«■■■■■■•■■■■■■■■■■■•■■■*■■>•■■*** --•■■■»»■»■■»»■■■■■■■■■■■■■•*•- ■■»■■
| Á INNLENDUM VETTVANGI
3 ............................................
Islensk landkynning sem að gagni kemur
SÍÐAN styrjöldinni lauk og
raunar áður, var mikið talað
um, að okkur væri nauðsyn-
legt að efla kynni annara þjóða
af íslandi, og öllu því, sem ís-
lenskt er.
Þetta er alveg rjett. Þetta má
gera á margan hátt. Talað er
t. d. um, að við þurfum að
sjá heimsblöðum og frjettastof
um fyrir daglegum frjettum
hjeðan. Það kann að vera á-
gætt. Ef frjettirnar eru þess
eðlis að þær auki hróður þjóð-
arinnar.
Það sem frjettnæmt er.
Til þess að viðburðir meðal
svo fámennrar þjóðar sem Is-
lendinga, geti vakið heimsat-
hygli, þurfa þeir að vera meira
eða minna sjerkennilegir. Sjálf
náttúra landsins er drýgri við
að skapa frjettir, er falla í
smekk heimsblaða, heldur en
fólkið sem í landinu býr. Eins-
og kunningi minn einn sem
lengi hefir verið í Svíþjóð,
komst að raun um í haust. —
Honum hefir þótt sænsku blöð-
in tómlát um birting íslands-
frjetta. En þegar þau tíðindi
bárust að eldur væri í Vatna-
jökli, birtu blöðin þá fregn
með margdálka fyrirsögnum.
Enda saga til næsta bæjar,
þegar menn geta leyft sjer að
komast að orði á þá leið, að
„jöklar brenni“.
Ein er sú landkynning, sem
hefir mest áhrif á daglegt líf
þjóðarinnar. Að afurðir þær,
sem sendar eru og seldar úr
landi, sjeu í alla staði óaðfinn-
anlegar. Þetta skilja útflytj-
endur okkar betur og betur —
og skal ekki fjölyrt um að þessu
sinni.
í Gautaborg.
Sú er hin þriðja landkynn-
ing, að erlendar þjóðir fái
kynni af menning Islendinga,
og að þau kynni verði íslensku
þjóðinni til sóma.
Fyrir nokkrum dögum birt-
ist hjer í blaðinu látlaus en
skilmerkileg frásögn af fim-
leikasýningu Ármannsstúlkn-
anna í Gautaborg, undir stjórn
Jóns Þorsteinssonar.
Leséndur gátu af þessari frá-
sögn fundið upp á hár, hvern-
ig þeim Islendingum var inn-
anbrjósts, sem viðstaddir voru
fimleikasýningu þessa. Hvernig
þeir tóku þátt í sýningunni með
lífi og sál, fundU til þess hve
mikils virði það var fyrir þá
alla, að stúlkurnar reyndust
jafnökar fulltrúanna, ér þarr.a
komu fram frá hinum mann-
Framhald á bls. 12