Morgunblaðið - 28.04.1946, Side 6

Morgunblaðið - 28.04.1946, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. apríl 1946 - RÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA Framh. af bls. 5. verðan tilgang er að ræða, sem sanngjarnir menn hljóta að óska að megi sem best lánast að fram kvæma. Eftir stendur þá það eitt, hvernig framkvæmdirnar hafi farið x'ir hendi. Iíefir stjórnin leitast við að standa við ioforð sín? Flefir stjórninni lánast að komast áleiðis í áttina að settu marki Aðkoma stjórnarinnar var örðug. Ilún tók við á miðju þingi. Hennar biðu mörg vand- leyst verkefni, sem enga bið þoldu. Eitt fyrsta viðfangsefnið var að sjá ríkissjóði fyrir 20 miljónum króna nýjum tekjum. Það tókst, þrátt fyrir grund- vallar-ágreining milli sttjórnar flokkanna. Eftir það tók stjórn- in röggsama forustu um alla löggjöfina. Hún beitt sjer fyrir miklum stuðningi við höfuð af- vinnuvegi landsmenna og mikl- um fjárveitingum þeim til handa. Hún trýgði stórstígari framkvæmdir í samgöngumál- unum en nokkur dæmi voru áður til, og henni tókst að ná samkomulagi um margvíslega merka löggjöf, er um langan aldur mun bera vitni þeim skilningi, velvilja stórhug og bjartsýni, er verið hefir höfuð- einkenni stjórnar-samstarfsins frá öndverðu og fram á þennan dag. Var meðal þeirra lagasetn- inga lögin um Nýbyggingarráð, en sú lagasetning hefir orðið grundvöllur margs hins mikil- vægasta, er síðar hefir gerst á sviði löggjafar þióðarinnar. 0 Að afloknu vorþinginu stefndi stjórnin ótrauð áfram að settu marki. Varð bún í því skyni að gefa út ýms bráðabirgðalög. — Eru þeirra merkust lögin um Búnaðarráð og verðlag land- búnaðarafurða og lögin um tog, arakaup ríkisins. Hefir Alþingi nú fallist á þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, og verður eigi umdeilt, að vel var á hald- ið, er annars vegar tókst að tryggja hagsmuni bænda, en spara bó ríkissjóði 10—15 milj. l^r. útgjöld, en hinsvegar að tryggja íslendingum 30 nýtísku togara. Var það happ, að eigi skyldi hikað í því máli, og er nú öllum ljóst orðið, að án rögg samrar forustu Nýbyggínigar- ráðs og ríkissttjórnar, hefðu ís- lendingar ekki getað trygt sjer þessi mikilvirkustu framleiðslu tæki, sem þjóðin þekkir. fyrr en eftir árslok 1948. Er og ekki ósennilegt, að þau verði þá dýr- ari, en jafnframt ef til vill hjá- liðinn ?á tími, er mestar Hkur eru á nagnaði af rekstri togar- anna. — Svo sem kunnugt er, munu hin fyrstu skipa þessara afhent íslendir.gum í haust, en hin síðustu næsta haust. Á ÞESSU þingi hefir stjórnin og flokkar hennar lagt fram og fengið lögfest fleiri og merk- ari þjoðnytjamál en nokkur dæmi eru til. Má þar m. a. nefna: 1. Frumvarp um raforku- veitu ríkisins, er hnígur að því, að þessi eftirsótíu lífsþægindi verði látin öllum landsmönnum í tje, eftir því, sem frekast er hægt á sæmilega fjárhagsleg- um grundvelli. 2. Frumvarp um nýbygðir og límdnám, er tryggir sveitunum a. m. k. 6 milj. krória rívisfram lag á ári í 10 ár, til ræiktunar og húsabygginga. 3. 100 miljón kr. lánveitingu til nýbyggingu á sviði sjávar- útvegsins, með 2%% vaxtakjör um, í stað þeirra 6—8%. sem útvegurinn lengst af hefir orðið að greiða. 4. Frumvarp um alhliða að- stoð til húsamygginga í kaup- stöðum og kauptúnum, er fela í sjer fullkomnari úrbætur á að kallandi þörf á þessu sviði en áður hefir verið stungið upp á á Alþingi. 5. Ný allsherjar skólalöggjöf, er endurskapar allt skólakerfi landsins. 6. Ný tryggingarlöggjöf, sem setur ísland á bekk mðð þeim mannúðar- og menningarþjóð- um, er hæst gnæfa í þessum efnum. Er með löggjöf þessari flestum þeim, er verst eru sett- ir í lífsbaráttunni, veitt trygg- ing gegn skorti. Eiga þannig gamalmenni kröfu á ellilífeyri, er nemur í Reykjavík tæpum 300 krónum fyrir einhleypa, en yfir 450 krónum fyrir hjón, er búa saman. En allt er trvgging- arkerfið svo fullkomið að segja má, að lagður sje grundvöllur að tryggingu gegn sjúkdómum, slysum, örorku og elli frá vöggu til grafar. Eru að vísu enn nokkrar eyður, sem í þyrfti að fylla. Verður það vafalaust gert þegar reynslan hefir sýnt, að auðnast megi að standa undir útgjaldahlið málsins.Er hjer um að ræða löggjöf, sem vekur fögnuð allra þeirra, er um fleira hugsa en eiginn hag. Skal fúslega játað, að nokkurs uggs gegnir um gjaldgetu hins opin- bera, í sambandi við kvaðir og skyldur þessarar löggjafar. En slíkt er ekki nýtt fyrirbrigði, og munu allir góðgjarnir n^enn af heilum hug óska þess, að gæfa fylgi þessari löggjöf úr hlaði, og vona, að henni hlekk- ist ekki á, heldur megi hún vaxa og dafna, þar til hún nær að fullu þeim fagra tilgangi, að sjá þeim borgið, sem útundan hafa orðið í kapphlaupinu um gæði lífsins. En þetta er frá mínu sjónarmiði höfuðtilgangúr laganna. Verður þessi merka loggjöf áreiðanlega skýrð við þessar umræður af þeim, er til þess eru færari en jeg, og skal jeg því eigi orðlengja um hana. JEG HEFI nú nefnt sex laga bálka, er hver fyrir sig er svo merkur, að nægja mundi til þess að auka virðingu þess Al- þingis, er lögin setti. Er því eigi ofmælt, að þess Alþngis, sem nú er að ljúka, mun lengi minst með ágætum, er sama þingið hefir sett öll þessi sex merku lög. Hefir þingið þó margt fleira stórra mála og merkra lögfest. Nefni jeg þar til m. a.: 1. Lög um 10 milj. króna fram lag til landshafnar í Njarðvík- um og Keflavík. Er hjer yerið að bæta úr bráðii og vaxandi þörf bátaútvegsins, en sem kunnugt er, leita bátar hvaða- næva af landinu til veiða í Faxaflóa á vetrarvertíð. 2. Almenn hafnarlög, er fela í sjer mörg stórmerk nýmæli, er m. a. greiða fvrir bvggingu hafna og hafnarmannvirkja um land allt. Er það augljós- lega mikið þarfamál, enda frum skilyrði þess, að veLnýtist hinn mikli nýi skipastóll, sem nú er óðum að koma til landsins. 3. Nýr og fullkominn vegur austur yfir fjall. Er ætlað, að hann kosti 22 miljónir króna, og verði lagður á 7 árum. Hef- ir það mál verið á döfinni í áratugi, en aldrei náðst um það samkomulag fyr en nú. Er hjer um stórfenglegustu samgöngu- bætur að ræða, er dæmi eru til hjer á landi, og sýnir eitt m. a. þann stórhug, er ræður á- kvörðunum núverandi vald- hafa. 4. Löggjöf um nýtísku hótel í Reykjavík. Er ætlað, að það kosti 15 miljónir króna, og leggi ríkið fram þriðja hluta, en Reykjavíkurbær og Eimskipa- fjelag Islands sinn þriðja hluta hvort. Eru allir sem til þekkja sammála um, að óumflýjanleg nauðsyn kalli á byggingu þessa hótels, og er þó þörf lands- manna fyrir nýjar hótelbygg- ingar engan veginn leyst fyrir það. ■ 5. Bygging þriggja nýrra strandferðaskipa, sem kosta munu 7 miljónir króna. Er þar leitast við að bæta úr þeim vandræðum, er um langt skeið hafa þ^akað alla þá, er komast þurfa ferða sinna, eða flytja vörur sínar hafna á milli á Is- landi. 6. Lög um að reisa fyrir- myndarbæ á Skagaströnd. Er þar um tilraun að ræða, er síð- ar mun þykja merkileg o£ sýn- ir ef til vill betur en flest ann- að viðleitni valdhafanna til að láta gott af sjer leiða og hik- leysi við forustu á þeim svið- um, sem líklegt þykir að gagn megi af hljótast ,en ekki eru viðfangsefni einstaklinga. 7. Lög, er heimila ríkinu að reisa tunnuverksmiðju. 8. Lög, er heimila ríkinu að reisa niðursuðuverksmiðju. Er hjer um nýmæli að ræða, sem vænst er, að leiði til gagns og reynist arðvænleg, bæði beint og óbeint. 9. Lög um 34 miljón króna ríkisábyrgð til viðbótar virkjun á Soginu í því skyni að full- nægja rafrpagnsþörf Reykja- víkur, Reykjanesskagans og Suðurlandsundirlendisins. Samfara þessu hefir svo Al- þingi með setningu fjárlaganna veitt meira fje til verklegra framkvæmda og eflingu at- vinnulífsins en dæmi eru til. Marga fleiri merka löggjöf mætti minnast á. en þess gerist ekki þörf. Jeg ætla, að nóg sje talið, til þess að sýna og sanna, að svo mikilvirkt hefir þetta Alþingi verið, svo stórhuga er nú löggjafinn, að ekkert þing hefir verið háð á íslandi, er í þessum efnum verður á nokk- urn hátt borið saman við þetta þing. Hafa stjórnarílokkarnir að sjálfsögðu haft alla forustu, en Framsóknarflokkurinn mörgu eða flestu sýní andúð. Sfjórnar- framkvæmdír JEG HEFI nú minst nokkuð á lagasetninguna, frá því nú- verandi stjórnariflokkar tóku forustuna í sínar hendur. — A sviði framkvæmdanna hafa tök in einnig verið föst, enda full nauðsyn, jafn mörg og örðug viðfangsefni, sem að hafa steðj- að. Þegar stjórnin tók við völd- um, haustið 1944, var allt í ó- vissu um afurðasöluna. Samn- ingar við Breta fjellu niður þá um áramót, og vildu Bretar ekki endurnýja þá. Af því leiddi, að auk þess, sem full- komin óvissa ríkti um verðlag, þurfti stjórnin að sjá fyrir skipa kosti til útflutnings alls ísfisks frá landinu. Spáðu andstæðing arnir þá miklu verðfajli og jafn vel hruni. Skal sú saga ekki rakin, en aðeins mirrst á, að í stað verðf-allsins. tókst stjórn- inni að hækka verð á nýjum fiski til útflutnings um 15%. Fór hún í þeim efnum eftir til- lögum forustumanna Suður- nesjabúa í útvegsmálum, en öll hafði stjórnin verið sammála um nauðsyn þess að bæta hag útvegsins. Lánuðust allar þær ráðstafanir furðu vel, og eru misfellur þær, er á urðu, smá- munir hjá því, er fjekst í aðra hönd, vegna þessara aðgerða rík isvaldsins. Náði stjórrfin síðar samningum við Breta, er voru svo miljónatugum skifti Hag- kvæmari en þeir, er gilt höfðu og spáðu þó stjórnarandstæð- ingar verðfalli, en ekki verð- hækltun. Er engum vafa undir orpið, að myndun nýrrar stjórn ar, er átti líf sitt undir því, að bæta kjör almennings í landinu átti sinn þátt í, að svo giftu- samlega tókst til. Og enn á ný tókst stjórninni um síðustu áramót að gera ráð stafanir til stórbættrar afkofnu sjómanna og útvegsmanna, er hún, samkvæmt tillögum um- boðsmanna útvegsins, tók á rík issjóð ábyrgð á nokkrum hluta útflutningsvörunnar. Eru nú horfur á, að eigi hljótist skaði af fyrir ríkissjóð, og jafnvel mögulegt, að enn sje í væridum hækkandi verðlag á frystum fiski, ef atbeina ríkisins kemur til, þótt eigi sje ætlað, að því fylgi áhætta fyrir ríkissjóð. — Hefir ríkisstjórnin nýverið náð frjálsu samkomulagi við hrað- frystihúsin, sem tryggir sjó- mönnum og útvegsmönnum upp bætur á innlagðan fisk, ef verð ið hækkar að mun, frá því, er í öndverðu var ætlað. Hefir það samkomulag nú verið lög- fest. Þannig hafa afskifti rík- isvaldsins af þessum málum, bæði haustið 1944 og nú, orðið til að stórbæta hag útvegsins í heild. Þá hefir ríkisstjórnin átt í stöðugum samningum við önn- ur ríki, í því skyni að tryggja verslun og viðskifti og greiða fyrir sölu útfl.afurða lands- manna, við sem arðvænlegustu verði. Hefir þannig verið samið við Breta, Svía, Finna og Tjekka. Er nú verið að semja við Rússa og Frakka, en und- irbúningur samninga við Belgi, Hollendinga, ítali og Svisslend inga. Þá er og ólokið samning- um við Dani, vegna* niður- fellingu sambandslagasáttmál- ans og stofnunar lýð- veldis á íslandi. Er hjer í mörg- um efnum lagt inn á nýjar brautir í því skyni að afla nýrra markaða og tryggja hina eldi, enda sýnt, að eigi nægir að afla nýrra tækja, nema jafnframt sje unnið að því að greiða á alla lund fýrir sölu afurðanna. Geta menn nú borið þess- ar staðreyndir saman við full- yrðingar Hermanns Jónasson- ar um að ekkert hafi verið að- hafst 1 þessum efnum, og haft það til vitnis um málflutning þessa hv. þingmanns. Er þess enginn kostur að rekja hjer þessa þýðingarmiklu samninga, en rjett þykir að geta þess, að líkur eru fyrir stórhækkandi verði á síld og síldarafurðum, einkum síldar- lýsi, svo að ætla má, að síldar- málið verði um 30 krónur á næsta sumri í stað 18.50 í fyrra. Allt eru þetta mikilsverð mál er krefjast mikillar athugunar og aðgæslu, og hefir ríkisstjórn in þurft að leggja mikla vinnu í skynsamlega lausn allra þess- ara milliríkjasamninga. Óteljandi önnur viðfangsefni hefir orðið við að fást, þar á meðal, og eitt hið mikilvægasta, það, að tryggja vinnufrið í land inu. Hefir það tekist með fáum og tiltölulega smáum undan- tekningum, og logaði þó allt 1 deilum og verkföllum, þegar stjórnin tók við völdum. -Verð- ur ávinningur þess fyrir þjóð- arbúið seint of metinn. Vinst hjer ekki tími til að greina frekar en orðið er frá samstarfinu ,en allir, sem eitt- hvað skyn bera á þá hluti, geta gert sjer í hugarlund, að í sam- starfi flokka, er hafa mjög ólík viðhorf til stjórnmálanna ligg- ur mikil vinna að baki öllum þeim örlagaríku ákvörðunum, er stjórnarflokkarnir hafa tek- ið á sviði löggjafar og fram- kvæmda. Að tekist hefir að lokum að ná svo víðtæku samkomulagi, sem raun ber vitni um, sannar, að gengið er að verki með festu, krafti og lægni, og að í herbúð- um stjórnarliða ríkir sterkur og almennur áhugi fyrir því, að hinar stórhuga fyrirætlanir og framkvæmdir stjórnarflokk- anna kafni ekki í innbyrðis ágreningi, heldur nái þær fram að ganga, þjóðinni til farsældar og blessunar um langan aldur. JEG HEFI þá stuttlega drep- ið á árangur samstarfs stjórn- arflokkanna. Þjóðin verður nú að dæma um, hvort henni líkar betur eða miður. Við þann dóm er holt að hafa til hliðsjónar það, sem var og ekki síst það, sem verið hefði, ef sú stefna, sem Framsóknarflokkurinn nú boðar, hefði ráðið. Kjarni henn- ar er sá, að fyrst verði að lækka allt kaupgjald í landinu Síðan að ráðast í framkvæmdir. Að sönnu aðhyltust Framsóknar- menn kauphækkanir meðan Framh. á bls. 7,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.