Morgunblaðið - 28.04.1946, Side 7
Sunnudagur 28. apríl 1946
MORGUNBLAÐIÐ
7
- RÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA
Framh. af bls. 6.
þeir ætluðu að taka þátt í stjórn
inni, ef þeim tækist ekki að við
halda glundroðanum, en eftir
að þeir urðu utangátta iinnir
ekki óhróðrinum um fjárglæfra
ríkisstjórnarinnar, er hún beit-
ir sjer fyrir kaupum á nýjum
tækjum, án þess að sjá um kaup
lækkanir. Er þó öllum Póst, að
eigi gat nokkur maður ákveðið
það haustið 1944, hvort kaup-
gjaldið þyrfti að verða, til þess
,að tryggja arðvænlegan rekst-
ur hinna nýju tækjaýþegar þau
koma í notkun á árinu 1946 eða
1947. Hitt er jafn Ijóst, að með-
an útvegurinn er rekinn með
sæmilegum árangri, sættir
verkalýðurinn sig ekki við
kauplækkanir. Það var því
hvorki á valdi Framsóknar-
flokksins nje annara að knýja
kauplæ’^kanir fram. Nægir það
eitt til að sanna, að þessi megin
krafa Framsóknarflokksins er
þegar af þeirri ástæðu dauða-
dæmd. En auk þess er hún jafn
ósanngjörn, sem hún er óvit-
urleg. Afleiðingin gat aldrei orð
ið annað en verkföll og ófriður,
er leitt gat til óbærilegs tjóns
fyrir þ.ióðarbúið, en lyktar með
rjettlátum sigri verkalýðsins.
Þetta er rjett, að þjóðin hafi
í huga, þegar húnVkveður upp
dóm sinn við kosningarnar.
Annars vegar styrjöld, sem
hlaut að enda með ósigri kaup-
lækkunarkröfunnar, en áður
hefði þó leitt til að þeir fjár-
munir, sem nú er varið til ný-
HÁTTVIRTU alþingismenn
og aðrir hlustendur! ,
Ykkar er nú að kveða upp
dóminn, ýmist á Alþingi eða við
Alþingískosningarnar í sumar.
Þeir, sem kosið hafa innbyrð-
isstyrjöld á sviði athafnalífsins
og athafnaleysi í stjórnmálalíf-
inu, samþykkja vantraust á
sköpunar, hefðu eyðst í her-
kostnað.
Hinsvegar þær framfarir á
sviði löggjafar og framkvæmda
er jeg hefi lýst.
Það er að sönnu rjett, að
Framsóknarf lokkurinn hefir
ekki barist gegn hverju einasta
þörfu mál. Til þess virðist hann
hafa haft vilja, en brotið kjark,
vegna kosninganna, s<jm fyrir
dyrum eru. Þetta er þó ekki
aðalatriðið, heldur hitt, að
Framsóknarflokkurinn hefir
barist eins og hýena gegn því
samstarfi, sem öll sú iöggjöf
og allai þær framkvæmdir, sem
jeg lýsti, hafa sprottið af.
Valið er á milli stjórnarflokk
anna, sem biðja bjóðina bess að
verða dæmdir_ af verkum sín-
um, og Framsóknarflokksins,
sem með hnúum og hnefum
hefir fjandskápast gegn stjgrn-
arsamstarfinu frá því stjórnin
tók við völdum og fram á þenna
dag. Það er fyrir hina neikvæðu
baráttu gegn hinni alhliða, stór
huga og víðsýnu viðreisnar-
stefnu stjórnarflokkanna í and
legum og veraldlegum efnum,
baráttu Framsóknarflokksins
gegn hmum stórfeldu hagsmuna
málum bænda, sjómanna, út-
vegsmanna og yfirleitt alls al-
menings í landinu, sem hin
dauða hönd Framsóknarflokks
ins biður nú þjóðina um nýj-
an styrk, svo henni megi fram
vegis takast- að kyrkja í fæð-
ingu slík þurfamál, sem þau, er
stjórnarflokkarnir hafa borið
og vilja bera fram til sigurs.
ú þjóðarinnar
stjórnarflokkana á Alþngi og
við kosningarnar.
Hinir fella vantraustið á
Alþingi og Framsóknarflokk-
irín við kosningarnar.
Sú fylking verður mikil og
þjettskipuð.
í henni verða allir þeir, sem
fagna þvi, að þjóðinni hefir ver
ið forðað frá vinnudeilum og í
þess stað trygður friður til að
vinna að framleiðslunni og öðr-
um þjóðnytjastörfum. Þar verða
og allir þeir, sem viðurkenna,
að vel og viturlega voru leyst
vandamál bænda. Þar verða
sjómenn og utvegsmenn og all-
ir aðrir, er bera hag útvegsins
fyrir brjósti, til þess með þeim
hætti að styðja þá stjórn, sem
hafði hrakspár hrunstefnu-
manna að engu, fyrirskipaði ali
mikla verðhækkun á inniendum
markaði á framle'ðsluvöru út-
vegsins, en tók síðan upp djarfa
og sigursæla baráttu fvrir af-
urðaverðinu á erlendum mark-
aði með' margflóknum miliiríkja
samningum og einbeittri sókn
inn á nýja markaði.
í þeirri fylkingu verða og
allir, er fagna því, að 30 nýir
togarar og yfir 100 stórir vjel-
bátar eru væntanlegir til lands-
ins. Ennfremur allir þeir, sem
gleðjast yfir því, að nýjar verk
smiðjur og óteljandi nýjar land
búnaðarvjelar eru nú teknar í
þjónustu þjóðarinnar, og með
þessu öllu stigið langstærsta
sporið, er íslendingar nokkru
sinni hafa stigið. til þess að
fylgja fordæmi þeirra þjóða, er
komist hafa til auðs og vel-
sæídar, einmitt með því að taka
vjelaaílið í sína þjónustu.
Þarna munu og sjást þeir, er
telja sjer til. hagsbóta, að raf-
orkan verði leidd inn á sem
flest heimili í landinu. Þeir, er
þakka aðstoð við húsbyggingar
í kaupstöðum og kauptúnum.
Þeir, sem telja sjer til fram-
dráttar, að ríkið veiti 6 miljónir
króna árlega 1 10 ár, til aukinn-
ar ræktunar og byggingar í
sveitum landsins. Þeir, sem
vilja heldur greiða 214% vexti
en 8% af lánum til nýsköpunar
útvegsins.
Þar verða allir þeir, sem
fagna því, að verða trvggðir
fyrir skorti frá vöggu til grafar.
Þeir, sem láta sig það skifta,
að bætt verði mentun unglinga
í landinu. Þeir, sem telja sjer’
til hagsbóta, að ríkið skapi ör-
ugga samgönguleið austur yfir
fjall og verji til þess 22 milj.
króna. Þeir, sem telja nauðsyn
á hafnarbótum og nýrri iands-
höfn. Þeir, senr telja að bæta
þurfi samgöngur á sjó við
strendur landsins. Þeir, sem
telja þörf fyrir gistihús í Rvík.
Þeir, sem vilja forgöngu rikisins
ti] íyrirmyndar framkvæmda,
sem einstaklingurinn ekki
ræður við. Og yfirleitt allir
þeir, sem beint eða óbeir.t hafa
hagnast á því framtaki, sem
stjórnarflokkarnir hafa sýnt og
munu sýna, meðan þeir starfa
saman.
Jeg held, að ekki sje fýsilegt
fyrir svokallaða Framsóknar-
menn að sækja fram gegn þess-
ari fylkingu. *
Jeg ætla að bíða rólegur dóms
þjóðarinnar.
Jeg kvíði honum ekki.
Hann verður ekki nema á
einn veg. Þjóðin hefir raunar
þegar kveðið upp sinn dóm. —
Hún hefir kveðið niður návæl
forkólfa Framsóknarflokksins.
Hún hefir neitað að láta það
á sig fá, þótt tveir nafnkunnir
menn lentu utan við ráðherra-
stólana. Hún hefir lagt blessun
yfir stefnu stjórnarinnar og
störf. Hún hefir nú þegar ráð-
stafað nær 240 af beim 300 milj.
er ákveðið var að verja til
kaupa á nýjum tækjum. Þessi
dómur er skýr og tvímælalaus.
Þessi dómur er ekki stjettadóm
ur. Hann er k^veðinn upp af
mönnum úr öllum stjettum,
dreifðum um allt land. — Rödd
bænda kveður hátt við. Þeir
ákæra forustu Framsóknar-
flokksins fyrir að hafa brugð-
ist, þegar mest á reið. Þeir telja
meiru skifta, að bændur fái
sinn skerf nú, þegar þjóðin í
fyrsta sinni ræður yfir veruleg
um fjármunum, og hefir stað-
ráðið að verja þeim til efling-
ar atvinnulífinu, en hitt, hvort
Hermann Jónasson og Eysteinn
Jónsson eru ráðherrar. Þess-
vegna hafa þeir nú heimtað og
trygt sjer vjelar í þágu iand-
búnaðarins fyrir tvo til þrjá
miljónatugi. Og þess vegna
hafa þeir nú unnvörpum snúið
bakinu við furustu Framsókn-
arflokksins.
* ★
JEG TEL mig nú hafa gert
hreint fyrir dyrum ríkisstjórn-
arinnar. Jeg ætla mig hafa
sannað að hún verðskuldar
beinan stuðning allra annara
en þeirra, sem alls ekki geta
felt sig við samstarf við einn
eða fleiri af stjórnarflokkun-
um.
Sem kunnugt er, hafa Fram-
sóknarmenn alment ekki verið
í þeim flokki. Vænti jeg því að
ekki iðeins Sjálfstæðismenn,
Sósíalistar og Alþýðuflokks-
menn, heldur og Framsoknar-
menn viða um landið aðhyllist
stefnu stjórnarnnar við Aiþing-
iskosningarnar, hvort sem þing
flokkurinn telur sjer skvlt eða
ekki að geðjast foringjunum
með því, að ^reiða vantraustinu
atkvæði.
M.s. Dronning
Alexandrine
Þeir farþegar sem fengið
hafa ákveðið loforð fyrir fari
með skipinu í byrjun maí, sæki
farseðla á niorgun (mámidag);
annars seldir öðrum.
SKIPAAFGREIÐSLA
JES ZIMSEN
(Erlendur Pjetursson)
Wadkin
trjesmíðavjelar
Ýmsar tegundir
úlvegum við frá
Englandi.
Gæðin eru viðurkend um allan heim.
Friðrik Bertelsen & Co. h.í.
Hafnarhvoli — Símar: 6620 og 1858
ÍOOOOOÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓÓOOOÓOOOOOOOOOOOOOÓOOÓOOOOOOOOOOOOO'
i