Morgunblaðið - 28.04.1946, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAbíÐ
Sunnudagur 28. apríl 1946
Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Riíst'jórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlandf.
kr. 12.00 utanlands.
I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Leabðk.
Farsælt starf
ÞAÐ ER langt síðan að nokkur ræða á Alþingi íslend-
ínga hefir vakið jafnmikla eftirtekt og ræða sú, er for-
sætisráðherra Ólafur Thors flutti síðastliðinn föstudag.
Og blaðið þorir óhikað að bæta við, að það er einnig
langt síðan að nokkur ræða hefir fallið í eins góðan jarð-
veg hjá íslendingum og þessi ræða forsætisráðherrans.
★
Það ber margt til þessa.
A fyrsta lagi fagna menn því, að fá nú að heyra frá
ríkisstjórninni sjálfri hvað gerst hefir í herstöðvamálinu.
Og þó auðvitað miklu fremur því, hvernig ríkisstjórnin
hefir tekið á málinu.
Hitt hlýtur þá einnig.að vekja furðu, að ábyrgir stjórn-
málamenn, sem vissu öll deili málsins frá upphafi, skuli
hafa notað þá leynd sem yfir því hvíldi, til þess að þyrla
upp moldviðri um málið, og til illkvitnislegra árása á
þjóð, sem íslendingar standa í mestri þakklætisskuld við.
Gefst væntanlega tækifæri að ræða þenna þátt síðar.
Menn skiija nú, að sú leynd sem ríkti um þetta mál,
stafaði ekki af því, að stjórnin hafði neinu að leyna,
heldur af hinu, að forsætisráðherrann hafði manndóm til
að viðhafa þá málsmeðferð, sem hann taldi hyggilegasta
og áreiðanlega líka var hyggilegust, enda þótt hann með
því gæfi andstæðingunum tækifæri til að rægja hann
persópulega. íslendingar kunna að meta slíka eiginleika
hjá forystutnömium sínum.
★
í öðru lagi var sú mynd, sem forsætisráðherra dró upp
af stefnu og starfi ríkisstjórnarinnar mjög ánægjuleg.
Þessi mynd sýndi ekki aðeins hversu farsæl stefnan
er,” heldur einnig nversu vel hún hefir verið frarn-
kvæmd.
Forsætisráðherrann skýrði svo eigi verður um vilst,
hversu vesæl er tilraún Framsóknarflokksins til að ó-
virða ríkisstjórnina vegna langrar setu þingsins. Hann
taldi upp milli 10 og 20 stórmál, sem hvert um sig nægði
til að festa virðingu þingsins. En öll til samans slá því
föstu, að þetta þing hefir afrekað langtum meira,en
nokkurt annað þing, sem háð hefir verið hjer á landi.
★
Með þessu og með því að rekja störf stjópnarinnar og
stuðningsflokka hennar utan þings og innan, hefir for-
sætisráðherrann slegið því föstu, svo ekki verður um
deilt, að ríkisstjórnin og flokkar hennar hafa efnt heitin
og verið afkastameiri og farsælli í störfum en nokkur
önnur ríkisstjórn hjer á landi.
★
Ált þetta er fagnaðarefni fyrir þjóðina. Hún kann áreið-
anlega að meta það. Og hún gleðst innilega af þessu.
Hinu er svo ekki að leyna, að mjög margir þeirra, sem
hlustuðu á útvarpsumræðurnar á föstud^gskvöld, höfðu
gaman af því hversu sneypuleg var för Framsóknar-
flokksins, og hversu háðulega útreið hann fjekk hjá
mörgum ræðumönnum stjórnarliðsins, og þá ekki síst hjá
forsætisráðherra.
, Hin gagnmerka ræða forsætisráðherra var málefnaleg
og óvenjulega sterk. Hún var og viðeigandi og maklegt
svar við illkvitni og nuddi Framsóknarflokksins fyrr og
síðar.
★
Þjóðin gengur nú bráðlega til kosninga. Þá er það henn-
ar, að kveða upp úrslitadóminn við kjörborðið.
Þjóðarinnar er að meta verk ríkisstjórnarinnar og
dæma eftir þeim. Hennar er einnig að gera sjer ljóst,
hvernig umhorfs væri hjer á landi í dag, ef sundrungar-
stefna Framsóknarflokksins hefði fengið að ráða.
Þessi dómur þjóðarinnar getur ekki farið nema á einn
veg. Það er óhugsandi að þjóðin gangi nú í lið með
sundrungaröflunum, þegar henni ríður meir á því en
nokkru öðru, að standa saman.
Ríkisstjórnin kvíðir ekki dómi þjóðarinnar.
\Jílwerji ílrijar:
ÚR DAGLEGA
LlFINU
Farfuglar.
MEÐ VORINU koma farfugl-
arnir til Islands. Lóan kvaS
vera komin fyrir nokkru, ,,að
kveða burt snjóinn“. Krían
kemur eftir svo sem tvær vik-
ur og nánar tiltekið 14. maí
í Tjarnarhólmann hjá okkur.
Farfuglunum fögnum við af al-
hug. Þeir koma með sólina og
hlýjuna frá suðlægari löndum.
Og við eigum von á öðrum
„farfuglum“ í sumar, sem einn
ig eru okkur aufúsugestir. Á
leiðinni hingað til landsins er
ungur piltur, íslenskur í aðra
ættina. Er það cellosnillingur-
inn Erling Blöndal Bengtson.
Verður honum vafalaust vel
fagnað. -—- Innan skams kemur
frá Norðurlöndum Islendingur,
sem getið hefir sjer frægð fyr-
ir harmonikuleik og það. svo að
nýlega gat norskt blað þess, að
það væri mikil eftirsjá að hon-
um frá Noregi. Harmoniku-
snillingurinn heitir Lýður Sig-
tryggsson og er Akureyringur.
Von er á enn fleiri aufúsu-
gestum, listamönnum, sem
koma til að gleðja okkur með
list sinni. Heyrst hefir að Reu-
mertshjónin komi að sumri, að
minsta kosti frú Anna Borg
Reumert. Stefán Islandi er og
væntanlegur og fleiri og fleiri.
•
Aðrir ferðalangar.
OG ÞAÐ er von á fleiri gest-
um. Esjan er á leiðinni til lands
ins með 211 farþega. Vafa-
laust ermargt ferðalanga meðal
farþega. íslendingar, sem eru að,
koma heim til dvalar, eða koma
í stutta heimsókn, en eitthvað
mun slæðast af erlendum mönn
um, sem koma í atvinnuleit.
Með þeim farþegaskipum, sem
komið hafa frá Norðurlöndum
í vetur hafa Islendingar jafn-
an verið í miklum minnihluta.
Utlendir menn í atvinnuleit,
eða í söluferðum, hafa hópast
til landsins.
Fer það að verða fullkomið
íhugunarefni hvort ekki sje
einhver takmörk fyrir því hve
mikið við getum tekið við af
slíkum gestum.
Það virðist ekki vera farið
eftir neinum föstum reglum
hvað þessa innflytjendur snert
ir, en hinsvegar tími til kom-
inn, að nokkuð eftirlit sje með
þessum nýstárlega innflutningi.
Er hjer þó ekki verið að
stinga upp á því, að landinu
verði lokað, eða að við byggj-
um utanum okkur neinn kín-
verskan múr. En við verðum
að fara að dæmi annara landa,
að fylgjast vel með hverjir það
eru, sem taka sjer hjer ból-
festu og í hvaða tilgangi.
•
Húsnæðismálin.
EITTHVAÐ ER nú verið að
byggja í bænum. Menn þurfa
ekki að ganga lengi um í út-
hverfunum til að veita þessu
athygli. Hvert húsið, já, heil
borgarhverfi rísa upp. Og þetta
hefir haldið svona áfram um
nokkurra ára skeið, án þess að
nokkuð dygði til. Húsnæðis-
vandræðin eru þau sömu og
þau hafa verið síðan fólkið fór
að streyma til bæjarins í æ
stríðari straumum. Enn búa
margir í Ijelegum braggaíbúð-
um. Allir eru sammála um að
þeir mannabústaðir eigi að
hverfa og það sem allra fyrst.
Aldrei mun hafa verið bygt
hjer eins mikið eins og á þessu
vori og meira er í vændum í
sumar, því bæjarstjórnin er
nýlega búin að úthluta hvorki
meira nje minna en rúmlega
300 lóðum. Verði bygt á öll-
um þessum lóðum í sumar læt-
ur nærri að við bætist alt að
1000—1200 íbúðir.
Húrra fyrir þessu framtaki.
Það er spor í rjetta átt til að
bæta bæinn okkar.
Takmarkið hlýtur að vera,
að hver og einn einasti Reyk-
víkingur fái þægilega og góða
íbúð. x
Ástæður
örðugleikanna. ______
ÞAÐ er ekki til neins að loka
augunum fyrir því, að okkur
vantar ýmislegt hjer í þessum
bæ og að við eigum við örðug-
leika að stríða.
Mönnum hættir við að heimta
alltof mikið af því opinbera og
kvarta svo og kveina, ef ein- •
hver þægindi vantar. í ræðu,
sem borgarstjórinn okkar,
Bjarni Benediktsson, flutti af
svölum Alþingishússins á barna
daginn, sagði hann þessa eftir-
tektarverðu orð um ástæðurn-
ar fyrir erfiðleikum okkar hjer
í bænum:
„Astæður örðugleikanna hjer
eru margar, m. a. sú, að við
erum nú í fyrsta sinn í sögu
okkar að koma okkur fyrir í
þjettbýli. Að byggja upp borg-
ir í stað dreifbýlisins, sem- við
höfum fram að þessu um allar
aldir dvalið í. En það hlýtur að
sjálfsögðu að taka nokkurn
tíma að koma sjer svo fyrir í
samræmi við hina nýju lifnað-
arháttu, sem best má á fara“.
Þessu orð borgarstjóra ætt-
um við að hafa í huga, þegar
okkur finnst það ganga seint,
að koma hjer upp öllum þeim
þægindum, sem við myndum
kjósa okkur.
•
Heiður þeim, sem
heiður ber.
ÞESS BER að geta, sem
vel er gert, ekki síður en hins,
sem miður fer. Útvarpshlustend
ur hafa verið sjerstaklega á-
nægðir með útvarpsdagsskrána
í síðustu viku. Það er eins og *
það hafi færst nýtt líf í útvarp-
ið, eftir deyfðina og drungan
um páskana. Það er eins og það
sjeu komnir menn til að skemta
okkup í útvarpinu, í stað sál-
arlausra vjela.
Hjer skal ekki farið út í ein-
staka dagskrárliði, en þeir hafa
verið margir ágætir.
Guð láti gott á vita.
| Á INNLENDUM VETTVANGI
3 .............
Aflraunamaður og afskorfö blóm í grasi
Utanríkismál.
HERMANN Jónasson er sjer-
kennilegur stjórnmálamaður.
Það hefir oft komið í ljós.
Kannske aldrei betur en við út-
varpsumræðurnar í fyrradag.
Þar ræddi hann m. a. um ut-
anríkismálin.Hann fór um það
mörgum orðum, að við íslend-
ingar þyrftum að hafa hina
nánustu og bestu samvinnu við
engilsaxnesku þjóðirnar. Ekki
vacð annað sjeð, en hann talaði
þar af sannfæringu.
En þessi valdasjúki aflrauna-
maður hefir sýnilega mjög ein-
kennilegar hugmyndir um það,
hvernig landsmenn eigi að
Þyggja sJer Þá samvinnu og
vinsemd, er hann segir okkur
lífsnauðsynlega.
Hann hefir í blaði sínu, og
á alþingi, haldið því fram, að
ríkisstjórn íslands ætti að taka
upp alveg nýjan og áður óþekt-
an hátt í viðskiftum við aðr-
ar þjóðir. Að þegar -vinsam-
leg stórveldi senda íslensku
ríkisstjórninni orðsendingar, þá
eigi það að vera siður á Is-
landi, að birta þær orðsend-
ingar, án þess að komi til sam-
þykki sendandans. Og þegar
fulltrúar íslands erlendis fá
einhverjar upplýsingar um mál
sem varða viðskifti þjóðarinn-
ar við önnur ríki, þá eigi að
vera hægt að heimta, að fá
öll slík brjef birt alheimi.
Ef hinn vöðvamikli valda-
streytumaður hefði tök á því,
að draga nokkrar ályktanir,
þá myndi hann geta sagt sjer
það sjálfur, að ef ríkisstjórn
og alþingi tæki upp þann hátt
í utanríkismálum, seni hann
leggur til, þá myndi afleiðing-
in verða sú, að aðfar þjóðir,
stórar og smáar hætta að tala
við okkur.
Ef Hermann Jónasson ætti
eftir að komast hjer til valda
að nýju, þá myndi þessi háttur
kanske henta best. Hann gerði
öll viðskifti við aðrar þjóðir
mjög einföld.
En þegar aðrar þjóðir hefðu
fyrir tilstuðlan Hermanns Jón-
assonar fengið sönnun fyrir
því, að ekkert væri við okkur
talandi, sem siðað fólk, þá er
hætt við að þjóðinni þætti
brátt „þrengjast fyrir dyrum“.
Samlíking.
Liðsmaður Hermanns Jónas-
sonar í útvarpsumræðunum,
Bjarni bóndi Ásgeirsson, kom í
upphafi ræðu sinnar með sam-
líkingu, sem fór ákaflega vel
í munni hans.
Hann var að tala um at-
vinnurekstur sem ekki gæti
borið sig fjárhagslega. Mætti
líkja þeim rekstri við „afskorið
blóm í vatnsglasi“.
Fyrir nokkrum árum hjeldu
garðyrkjumenn hjer í Reykja-
vík myndarlega sýningu. En
meira bar þar á skrautblómum
en nytjajurtum og jarðarávöxt-
um. Hermann Jónasson var þá
landbúnaðarráðherra. Er sýn-
ingin var opnuð vjek hanri að
því, að þáð væri ekki mikill
vandi að reka búskap á íslandi,
með þeirri glæsilegu fram-
leiðslu á skrautblómum, sem
þarna væri sýnd. Rjett einsog
þar væri lausn fundin á land-
búnaðarkreppunni.
Blómlegur for-
ystumaður.
ÞEGAR HERMANN Jónas-
son gaf þessar vísdómslegu
bendingar, hafði Bjarni Ás-
geirsson nýlega ljett af sjer
skuldum að frádregnum 5%
sem hánn ætlaði sjálfum sjer.
Síðan hefir þessi forystumaður
landbúnaðarins farið að ráðum
(Gjörið svo vel að fletta á
bls. 12, 1. dálk.)