Morgunblaðið - 28.04.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.1946, Blaðsíða 14
14 ■"’STn • * J MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. apríl 1946 Lóa langsokkur Eftir Astrid Lindgren. 24. dagur Áttundi kafli. Theodosia og Jósep voru gef- in saman í heilagt hjónaband 2. febrúar 1801, í litlu húsi í Al- ban-y. Seinna gat Theo aldrei mun- að nákvæmlega eftir því, sem gerst hafði. Hún mundi það eitt, að hún hafði verið undr- andi yfir því, að giftingarat- höfn — en hún hafði altaf ætlað það heilaga athöfn — skyldi geta verið svo hvers- dagsleg og litlaus. Hún hafði búist við hjartslætti og eftir- væntingu — og jafnvel einnig þessari dularfullu gleði, sem maður las um í skáldsögunum. En hún fann ekkert. Ekki nokk urn skapaðan hlut. Uti var snjókoma. Inni í stof- unni, þar sem hjónavígslan fór fram, var bjart og hlýtt. í öðr- um enda stofunnar stóðu gest- irnir í hnapp, og ræddust við í hálfum -hljóðum. Yfir þeim var enginn sjerstakur hátíða- blær. Aaron var eins og hann átti að sjer. Jósep var þögull og vandræðalegur. Hann var líka eins og hann átti að sjer. Hann hafði komið kvöldið áður, og Theo hafði varla sjeð hann. Brúðurinn sjálf var í fallegum, hvítum kjól, sem hún hafði keypt í New York áður en þau fóru þaðan. En eigi var það heldur neitt óvenjulegt. Hún hafði átt marga hvíta kjóla, og þessi var t. d. ekki nándar nærri eins glæsilegur og sá, sem hún hafði verið í á af- mælisdaginn sinn. Natalía var sú eina, er virt- ist í tilhlýðilegu hátíðaskapi. Hún stóð úti í horni, og bar vasaklútinn upp að augunum annað veifið og tuldraði þess á milli: „Vesalings Theo litla — aumingja 'telpan“. Þáð vakti skelfingu hennar, hve Theo var deyfðarleg í bragði. Það vott- aði ekki fyrir eftirvæntingu nje gleði í svip hennar. Hún var ekki brúði lík. Natalía lokaði augunum og bað hina heilögu og alvitru guðsmóður að halda verndarhendi sinni yfir Théo- dosiu. — Sjera Johnson hóf upp raust sína. Eftir stundarkorn þagnaði hann og lokaði bibl- íunni. Athöfninni var lokið. Theo fann, að faðir hennar lagði handlegginn utan um hana og dró hana að sjer. Hún leit upp og sá, að honum hafði vöknað um augu. Hann kysti hana á dnnið. „Guð blessi þig, barnið mitt“, hvíslaði hann. „Pábbi — —“. Hún greip dauðahaldi í föður sinn, og gráturinn braust fram. Hann hristi höfuðið örlítið, og ýtti henni frá sjer. Hann leit á hana, og augnaráð hans var í senn blíðlegt og skipandi. „Farðu til eiginmanns þíns, Theodosia. Hann bíður eftir því, að fá að faðma þig“. Eiginmaður! Hún skynjaði aðeins þetta eina orð. Þessi ókunni, þrekvaxni maður, með svarta hrokna hár- ið og ólundarsvipinn á andlit- inu — var hann eiginmaður hennar? Það var í senn skelfi- legt og spaugilegt. Hún hefði nærri því getað hlegið hátt, þegar hann gekk til hennar, og kysti hana klaufalega á munn- inn. Þegar brúðguminn « kysti brúðina brostu gestirnir þessu sjerlega brosi, sem aðeins er notað í brúðkaupum. Jeg er alein, hugsaði Theo með sjer, og fór hrollur um hana. Alein. Enginn skilur þetta — ekki einu sinni faðir minn. „Nú skulum við borða cg drekka“, sagði Aaron glaðlega, og leiddi brúðina við hönd sjer inn í borðstofuna. -— Klukkan níu fylgdi Nat- alía Theo upp á lpft, til þess að hjálpa henni við að skifta fötum. Þegar Theo var komin í ferðafötin leit Natalía á hana. Henni brá í brún, þegar hún sá, hve föl hún var. Hún kysti hana: „Vertu ekki hrædd, elskan“, hvíslaði hún. „Það getur ekki verið svo — jeg er viss um, að það er ekki neitt ægilegt. Allar giftar kon- ur, hafa — — hafa . Hún þagnaði, eldrauð í framan. Theo brosti lítið eitt. „Jeg er ekkert hrædd, Natalía mír.“. Það var satt. Hún var hvorki sjcelfd nje glöð. Hún var aðeins óendanlega þreytt. Það var eins og sjerhver lífstjáning lægi í dvala. Eins og helmingur vit- undar hennar stæði álengdar og horfði á þennan sjónleik — þennan leiðinlega sjónleik, er kom henni raunar ekkert við. Aaron hafði búist við 'að kveðjustundin yrði erfið. Hann hafði búið sig undir, að hugga hana — og minna hana á, að þau myndu hittast innan hálfs mánaðar. En hann þurfti engra huggunarorða við. Hún virtist ekki veita honum meiri athygli en öðrum, sem þarna voru. Hin stutta, og nær kæruleysislega kveðja hennar gerði honum ó- rótt í skapi. Hann æskti þess vitanlega, að hún reyndi að laga sig eftir hinu nýja um- hverfi sínu. En hvernig stóð á því, að hún virtist skyndilega orðin honum svo órafjarlæg? Hann fann allt í einu til kvíða — en bældi hann samstundis niður. Vitanlega yrði hún ham- ingjusöm. Það gat ekki hjá því farið. Hann fylgdi þeim út í vagn- inn, og stóð og horfði á eftir honum, þar til hann var horf- inn sjónum. Hann hafði sjeð þeim fyrir fari með New York- póstskipiúu, og þau óku niður að höfninni. „Theodosiu þykir mjög vænt um Richmond Hill“, hafði hann sagt við Jósep, þegar hann kom, kvöldið áður. „Og jeg hefi sjeð um, að þið komist þangað þeg- ar éftitt hjónavígsluna. Það verðifr betra fyrir hana, að fara með skipi, jafnvel þó áð þið kunnið að tefjast eitthvað. Það er nær ógjörningur að fara landveg á þessum tíma ársins“. Jósep hafði sætt sig við það, að tengdafaðir hans sæi um allt, er við kom brúðkaups- ferðinni. Hann sá, að það myndi skynsamlegast. En hann varð undrandi, þegar hann lcom inn í klefann, sem þeim var ætlað- ur á skipinu. Hann var ekkert svipaður venjulegum skips- klefa. A gólfinu var þykk á- breiða. Húsgögnin voru falleg — bersýnilega spánný — og á borðinu stóð geysistór blóma- vasi, fullur af blómum. Theodosia rauf þögnina og sagði: „En hvað hjer er vist- legt. Mig grunaði ekki, að skips klefar gætu verið svona skemti legir. Er þetta þjer að þakka?“ Hann hristi höfuðið. ,,Nei“. Eftir stutta þögn bætti hann við: „Jeg geri ráð fyrir, að þú getir þakkað föður þínum það“. Hún gekk að ofninum. Auð- vitað var það faðir hennar. — Enginn annar en hann myndi leggja á sig slíkt erfiði til þess að gleðja hana. Jósep fór úr frakkanuin og fleygði honum á stól. Hann gaut augunum til Theo, sem sneri bakinu að honum. Honum gramdist hálft í hvoru þessi mikla umhyggja Aarons. Það var ekki laust við að það væri kjánalegt, að hefja hjúskapar- líf sitt undir svo strangri hand leiðslu tengdaföður síns. Og djúpt í vitund hans leyndist órói, jafnvel ótti — er hann hafði ekki enn gert sjer ljóst, hver ástæðan var fyrir. Meðan hann dvaldi að Rich- mond Hill hafði honum oft gramist það, hve Theo sýndi föður sínum mikla ástúð. Hann hafði ekki látið á því bera, því að varla gat talist vítavert, þó að innilegt og náið samband væri milli föður og dóttur. — Hann hafði og verið sannfærð- ur um, að það myndi allt sam- an breytast þá er þau væru gift, hann og Theo. Þá myndi hún dást að honum í stað Aar- ons. Þannig hegðuðu stúlkur sjer altaf. Hann hafði oft .reynt að gera sjer í hugarlund, hvernig brúð- kaupsnótt hans myndi verða. Hann hafði í anda sjeð Theo, rjóða og feimna — og ef til vill myndi hún gráta dálítið, þegar hún kveddi föður sinn. En hann ætlaði að þerra tár hennar blíSlega og hugga hana — og svo myndi hin langþráða stund renna upp, er þau yrðu tvö ein, laus við áhrif Aarons. % En Theo hafði hvorki roðn- að nje grátið. Hún hafði ekki mælt orð af munni, síðan þau skildu við Aaron, þar til nú, er hún Ijet í ljós ánægju sína yfir því, hvað klefinn þeirra væri vistlegur. Hann var aftur á móti á því, að þetta væri kjánalegt tildur, og honum leið illa. Theo stóð hræringarlaus við ofninn, og ornaði sjer. — Jósep sýndist hún eitthvað svo kuldaleg og fjarlæg, að hann kom sjer varla að því, að á- varpa hana. Hann fann, að skipið hreyfð- ist. Hann ræskti sig. „Við —- við erum víst komin af stað“. „Já“, ansaði hún, án þess að hreyfa sig. Hann gekk til hennar. „Viltu ekki fara úr kápunni? Það er heitt hjer inni“. 36, hrifnir, að þau föðmuðust og dönsuðu inni í trjenu. Þá heyrðu þau í bjöllunni, sem hringt var með í miðdegis- verð heima hjá Önnu og Tuma. — Aldrei er friður, sagði Tumi. Nú verðum við að fara heim. En við komum hingað á morgun, þegar við komum heim úr skólanum. — Gerið þið það, sagði Lóa. Og svo klifruðust þau upp stigann, fyrst Lóa, svo Anna og Tumi síðast. Og svo klifruðu þau niður úr trjenu, fyrst Lóa, síðan Anna og loks Tumi. VI. kafli. — I dag fórum við ekki í skólann, sagði Tumi við Lóu. Við höfum frí af því það er verið að gera hreint þar. — Ha, æpti Lóa, alltaf er sama órjettlætið. Aldrei fæ jeg frí þó sje verið að gera hreint, eins og jeg þyrfti þess nú með. Og ekki þyrfti síður að gera hreint hjerna. Lítið bara á hvernig eldhúsgólfið er útleikið. En, bætti hún við, þegar jeg hefi athugað málið, þá gat jeg skúrað, þó jeg hafi ekkert frí. Og það ætla je'g að gera núna, hvort sem jeg fæ frí eða ekki. Mjer þætti gaman að sjá þann sem gæti hlndrað mig. Setjist þið upp á eldhúsborðið, svo þið verð- ið ekki fyrir. Anna og Tumi klifruðust hlýðin upp á borðið, og þang- að upp stökk líka herra Nilson, sem lagðist til svefns í kjöltu Önnu litlu. Lóa hitaði nú vatn í stórum katli, sem hún helti svo á gólfið. Svo fór hún úr stóru skónum sínum og kom þeim kyrfilega fyrir á brauðbakkanum, batt svo sína skrúbb- una neðan á hvorn fótinn og renndi sjer svo fótskriðu um allt gólfið, svo gusurnar gengu, þegar hún brunaði fram og aftur. * — Jeg hefði átt að verða skautadrottning, sagði hún og lyfti vinstra fætinum upp í háa loft, svo skrúbban á fæt- inum rakst í lampann í loftinu og braut stykki úr ljósa- hlífinni. Anna: „Jeg er búin að skrifa Jóni, og segja honum að jeg hafi ekki meint það, sem jeg sagði í síðasta brjefi“. Nanna: „Hvað skrifaðirðu í síðasta brjefinu þínu?“ Anna: „Að jeg meinti ekki það, sem jeg sagði í brjefinu á undan því“. , ★ ísak og Israel borðuðu í fyrsta skifti á nýju veitinga- húsi og urðu sárgramir, er þeir sáu hvað reikningurinn var hár. ísak byrjaði strax að skammast við þjóninn, en Is- rael þaggaði niður i honum. „Þegiðu, maður“, hvíslaði hann, „jeg er með skeiðarnar í vasanum“. ★ — Hvað ertu að gera, Dísa mín? — Jeg er að skrifa Onnu litlu brjef. — Já, en, elskan mín, þú kannt ekki að skrifa. — Það gerir ekkert til, mamma. Hún kaínn ekki að lesa. ★ Norðlendingur nokkur fór á fyllirí sama kvöld og læknir- inn hafði sagt honum að kon- an hans mundi fæða fjórtánda barnið þeirra. Hann kom ekki heim til sín, fyr en klukkan 3 um morguninn. Hann var ekki fyr kominn inn úr dyrunum, en yfirsetu- konan kom hlaupandi og sýndi hinum ruglaða Norðlendingi þríbura, sem hún hjelt á í fang- inu. Um leið og hún gerði þetta sló klukkan í ganginum eitt, tvö, þrjú högg. „Eitt, tvö, þrjú. — Jeg hefði svo sem getað talið þau sjálf- ur“, sagði Norðlendingurinn reiðilega við klukkuna. „Og það sem meira er. Jeg mun verða guði þakklátur alla mína ævi, að jeg skuli ekki hafa komið heim klukkan tólf“. ★ Palli hljóp niður á götu, þar sem Halli, vinur hans lá í blóði sínu, eftir að hafa fallið út um glugga á fimtu hæð. , „Ertu dauður, Halli minn?“ „Það er jeg“. „En þú ert svo mikill bölv- aður lygari að jeg veit ekki hvort jeg get einu sinni trúað þjer um þetta efni“. Halli reyndi að lyfta höfðinu.- „Þetta sannar það, að jeg sje dauður, asnaskrattinn þinn; ef jeg væri það ekki, mundir þú ekki þora að kalla mig lygara“. Minniilgarspjöld barnaspítalasjóðs Hringsins fást - í 'verslun frú Ágústu Svendsen, Áðalstræti 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.