Morgunblaðið - 12.05.1946, Síða 1

Morgunblaðið - 12.05.1946, Síða 1
12 síður og Lesbók 33. árgangur. 105. tbl. — Sunnudagur 12. maí 1945 Isaíoldarprentsmiðja h.f. S)í£uátu ýrjettir: Verkföllin magn- ast í Danmörku K.höfn í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. ÝMSIR hafa þegar byrjað mótmæláverkföll gegn því, að ríkisþingið stöðvaði slátrara- verkfallið. Þeir sem byrjað hafa verkföll eru m. a. hafnarverka- menn, brauðökumenn og verka menn hjá Burmeister & Wain. Búist er við að þessi mótmæla- verkföll breiðist út, cg eru menn nræddir um að þau geti orðið að allsherjarverkfalli, sem lami Kaupmannahöfn. Bandaríkja^enn handfaka þýska kommúnisia London í gærkveldi. BANDARÍKJAHERINN í Berlín hefir handtekið tvo aðal- leiðtoga þýskra kommiirusta á hernámssvæði Bandarík.janna í Berlín. Hafa báðir þessir menn reynst sekir um að hafa verið með undirróðr.r og svívirðing- ar á hend.ur Bandaríkjunum og Bandaríkjahernum, og mun þeim verða refsað fyrir þetta. Umdeildur siaður K. B. vann Chelsea DANSKA knattspyrnufjelag- ið Köbenhavns Boldklub átti 50 ára afmæli fyrir nokkru og heimsótti breska atvinnumanna fjelagið Chelsea það þá í Höfn og ljek við það einn leik í Idrætsparken. Úrslitin komu mönnum mjög á óvart, þar sem K.B. vann með 2 mörkum gegn einu. — Ðönum þótti mikið til koma að sjá Lawton, hinn fræga landsliðsmiðframherja frá Chélsea leika. — Nokkru síðar Ijek Chelsea gegn úrvalsliði frá Fjóni og vann það með 3:0. K.B. hefir möguleika til að vinna Danmerkurkepnina í fyrstu deild. — Chelsea sem beið nú ósigur fyrir K.B. gerði á sínum tíma jafntefli við rúss- nesku meistarana Dynamo, svo vel má sjá, að Danir eru engar liðíeskjur í knattspyrnu. Hjer sjest yfir Trieste, hina mjög umdeildu borg við Adriahafið, sem bæði ítalir og Jugoslafar vilja eiga. Rússar draga taum Azerbeijaa- manaa gegn Teheranstjórninni Danir stöðva verkföllin með löggjöf Kommúnisiar hafa í hófunum K.höfn í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. RÍKISÞINGIÐ samþykkti með atkvæðum borgaraflokkanna að stöðva slátraraverkfallið frá því á mánudagsmorgun. Jafnaðarmenn og kommúnistar voru á móti frumvarpinu um þetta. Leiðtogi jafnaðarmanna, Hedtoft Hansen ljet svo um mælt að nauðsynlegt væri að stöðva verkföllin hið skjótasta, vegna þess að ýms mál lífsnauðsynleg þjóðfjelaginu væru í veði, ef þetta væri ekki gert. Auglýst effir bílsijóra FÖSTUDAGINN 10. þ. m. varð græn fólksbifreið þess valdandi að stúlka fjell af reið- hjóli og meiddist. Þetta skeði kl. 13 við gatna- mót Barónsstígs og Bergstaða- strætis. Bílstjórinn er vinsam- lega beðinn að tala við rann- sóknarlögregluna á ménudag- ínn. Vildi nýjar sáttaumleitanir. Hedtoft Hansen vildi þó ekki að löggjafarvaldið gripi í taum- ana, heldur óskaði hann eftir að reynt væri að semja einu sinni enn, hitt myndi reita verkamennina til reiði. — For- sætisráðherra sagði að svo mik- ið væri búið að reyna að miðla málum, að þeir möguleikar væru brotnir. Hedtoft Hansen sagði þá, að það væri skylda allra að hlýða lögunum, og væri það mikil ógæfa fyrir alla, ef vissir hópar manna í þjóð- fjelaginu virtu ekki sett lög. Kommúnistar hóta alsherjarverkfalli. Þessi ummæli Hedtoft Han- þess að kommúnistaleiðtoginn Aksel Larsen hafði hótað alls- nerjarverkfalli. ef þingið skerti verkfallsrjettinn eins og hann komst að orði. Spánverjar fá 50 hveififarma London í gærkveldi. MATVÆARÁÐHERRA Spán verja tilkynnti í Madrid í dag, að Spánverjar ættu á næst- unni von á fimmtíu skipsförm- um af hveiti frá Argentínu. Sagði ráðherrann, að nokkur skipanna væri þegar komin og væri verið að skipa upp úr þeim í Valencia og fleiri höfn- sen vökíu mikla athygli vegnaum Sþánar. — Reuter. Er ú slitna upp úr samnmgum London í gærkveldi. í SK Y GGILEGA horfir í Teheran í samniingum milli stjórnar Persa og fulltrúa Az erbeijanmanna. Átti aðalfull- trúi Azerbeijanmanna tal við forsætisráðherra Persa og var sendiherra Rússa viiðstaddur og reyndi að fá forsætisráð- herrann til að láta undan Az- erbaijanmönnum og veita þeim ýmsar ívilnanir. Forsæt- isráðherrann, Gavam es Sult- ani, neitaði öllum kröfum Az- erbeijanmanna og Rússa. Tal ið er að það sje að siltna upp úr samningunum. „Afturhaldstal“ í Tabriz. Útvarp Azerbeijanmanna hjelt því fram í kvöld, að stjórnin í Teheran færi eftir undirróðri „afturhaldsafla“, sem spiltu fyrir öllum samn- ingum við Azerbeijanmenn Var svo sagt í útvarpinu, að samningamennirnir myndu bráðlega snúa aftur heim til Tabriz, þar sem engir samn- ingar tækjust vegna fyrr- nefndra „afturhaldsafla“. — Frjettariarar í Teheran segja að ekki sje annað sjáanlegt, en að samingarnir fari algjör lega út um þúfur. '1 Oryggisráð — Þjóðabandalag New Yofk í gærkveldi. EINN af kunnustu blaða- mönnum hjer í borg ritar í dag í blaðið New York Herald á þessa leið um Öryggisráðið og Þjóðabandalagið sáluga: „Á laugardaginn kemur verð ur Öryggisráð hinna sameinuðu þjóða að ákveða, hvoit það heldur áfram að fordæma vopn aða íhlutun Sovjetríkjanna í Persíu, hvort Örvggisráðið þýð ir öryggi, eða hvort það á að vera bergmál af þjóðabanda- (agmu sáluga.“ „Sú yfirlýsing, að Rauði her- inn sje farinn frá Persíu, eftir að hafa svikist um það þrisvar, hefir ekkert gildi. Ofbeldið hef ir verið framið, og ef Örvggis- ráðið ákveður að láta slíkt við- gangast, hefir það tekið for- dæmi Þjóðabandalagsins, sem ekkert gat gert til varðveislu öryggi smáþjóðanna." —Reuter. Lögþingið hafnar tillögum Dana Þórshöfn, Færeyjum í gær. Einkaskeyti til Mbl. x Á SÍÐASTA fundi Lögþings- ins, þar sem stjómarskrármál- id var rætt, var tillögum dönsku stjórnarinnar hafnað sem sam- komulagsgrundvelli af Fólka- flokknum og jafnaðarmannin- um Jakupsstovu, en aðrir þing- menn greiddu ekki atkvæði. Síðan var frumvarp um að láta þjóðaratkvæði fram fara innan 15. september samþykt. Verður þar kosið um annað tveggja fullt sjálfstæði eða til- boð ríkisstjórnarinnar. Það er undir því koinið, hvort þetta frumvarp verður að lögum, að umtmaðurinn skrifi unair það. —ER Englendingar unnu Svisslendinga 4:1 London í gærkveldi. í DAG fór fram á Stamford Bridge vellinum í London lands kapple:kur í knattspyrnu milli Englendinga og Svisslendinga og urðu úrslit þau, að Englend- ingar unnu með fjórum mörk- um gegn einu. í fyrra hálfleik var ekkert mark skorað og er yfir 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik stóðu leikar enn 0:0, en skömmu síðar settu Svisslendingar mark. Nokkru eftir kvittaði Carter fyrir Eng- lendinga, sem síðan fengu yfir- hönd í leiknum og skoruðu enn 3 mörk. Gerðu þau þeir Carter, Lawton og Brown. — 75.000 áhorfendur voru að leiknum, og jþótti hann ágætur. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.